Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 17
MOIBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBBR 1969 17 Fiskpökkun í hraðfrystihúsi Islandssögu vantar Oft hefuir verið um það tal- að, að ekki væri til nJein skráð saga íslands, allt frá upphafi fraim á þessa tíma. ítarlega hef- uir verið skrifað um ýmsa kafla þjóðarsögunnar, en allt er það í brotum oig ærið samíhengiisila.ust. Þ(á hafa eininiig veriö samin nokkur söguágrip, og hefur bók Jóns Aðils löngum þótt þeirra bezt. Nú liggur hinis vegair margt ljósar fyrir en þegar Jón vann að bók sinni, enda skiln- ingur manna á ýmsu annar en þá ríkti. Höfuðgallinn á öllum þessum verkum er þó ótvírætt sá, að þau ná lítt eða ekki til þeirra atburða, sem gerzt bafa á þessari öld. Þeirri, sem þó hef- uir verið atburðasömust og bneytingamest allra alda, er yf- ir ísland hafa gengið. Skortur á tilraun til samningar heilie.gr- ar sögu 20. aldarinnar helgast ekiki af því, að enn sé ekki nógu langt um liðið til að unnt sé að líta á atburðina hlutlaust. öll sagnfræði ligguir, eins og önnur mannanna verk, uindir stöðiugri gagnrýni og endurskoðum. Á fortíðina er litið ólíkum aug- um eftiir því sem tímar líða. Hver kynslóð Skoðar hana frá sínum sjónarhól. Hva5 höfðingjarnir hafast að Rétt eir þó að hafa í huga, að allítarlega hefuir verið ritað um einstaika máilia.flioíkika, en einkium um tiltekna atburði og áfcveðna menn. Ævi.sögur ha.fa jöfnum höndum verið ritaðair af mönn- unum sjálfum eða einhverjum öðrum. Enginn efi er á því, að fslendingar eru flestum eða öll- um öðrum þjóðum hneigðari fyrir slíkair bókmenintir, svo mikið af þeim sem héir birtist á ári hverju. Þessar sögur eru að sjálfsögðu misjafnar að gildi, margt má af mörgum þeirra læra, þó að þær geti aldrei komið í stað heillegrar þjóðarsögu. Vel má þó hugsa sér, að vöntunin á góðri íslandssögu, sem nái fram á okkar tíma, ýti undir sjálfs- ævisagnagerðina. Hinar miklu breytingar á þjóðháttum síðustu áratugi eiga einnig hér sinn hlut að. Mönmuim finnst þeir hafa lifað svo ólíka tíma, sem hinum yngri hafi ekki verið gerð næg grein fyrir, að þeir verði sjálfir að segja frá. Þetta er að vissu leyti rétt. Hættan er hins vegar sú, að þegar of marg- ir hu.gsa á þann veg, þá verði skrif þeirra haria keimlík, svo að nýjabrumið fari fljótlega af. Út yfir tekur þó, hversu lang- orðar fl'estar þessara sagna eru. Skiljanlegt er, að þeir, sem skriftum eru óvanir, verði á stundum helzt til fjölorðir og kunini ekki þá list að skera nið- ur eða sfcrika út, svo að vel fari. Þaulvanir rithöfundar verða iðulega óendanlega margorðir, þegar þeir fara að segja æ>vi- sögur sínar eða annarra. Leik- menn í listinni taka þá sér síðan til fyrirmyndar og hyggja lengd- ina vera þá góðu latínu, sem sízt megi án vera. Hvað höfð- ingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. „Já, já og nei, nei” Þegar Guðmundur Hagalín og Þórbergur Þórðarson fceygja þunman lopa annarra jafn langt og sjá má í sumum bóburn þeirra, þá er ekki furða, þó að teygist úr þykkum þræði hinna óvanari, þegar þeir fara sjálfir að storifa um atburðiasama ævi sína. Svo er t.d. um sjálfsaevisögu Sigur- bjöms Þorkelssonair í Vísi. Nú er nýlega komið út þriðja bindi henmar, og á hiajrnn þá enn ólifuð til þessa dags nær fjörutíu ár, eða h.u.b. helming þeirra ævi- daga, sem minni hans nær til Enda fcetour þetta síðasta bindi einiumgiis yfir h.u.þ. 10 áir. Enig- inin ætlast til þess af Sigurbimi, þótt bilblíuifastur sé, að ha.nn einn fylgi bókstaflega boðorð- inu: „Ræða yðar sé já, já, og nei, nei.“ Jafnvel hin ótvíræð- ustu boðorð þuirfa rúrnrar túlk- unar við, eins og orðmergð hinn ar helgu bókar sjálfrar sýnir. En áminniingin um það hvaðan þau orð komi, sem em fram yfir já, já og nei, nei, ætti að minna okkur alla á hvaða fneistari er á ferðum, þegar frásagnargleð- in fær of lausan taum, Um Sig- urbjöm Þorkelsson verður það með sanni sagt, að hann er frá- sagnarglaðuir, enda hefur hann frá mörgu að segja, Hann hefur í raun og vem unnið margra manna verk og látið ótrú- lega víða að sér kveða. Þó að mönmium stundum finnist, að sumt, sem hanin segir frá sé ekki svona margna orða vert, erhann ætíð skemmtilegur. Hans eigin hrifning yfir því, hve „himneskt er að lifa“, hrífur aðra með sér. Menn fyligjast af álhjuga m.eð þvi hvenndg Sigurbimi og Samúel heitnum Ólafssyni gekk að klönigrast í hálku og niðamyrkri úr Vonarstræti upp að verzlun- inni Vísi á Laiugavegi 11, og jafnvel með örlögum glugga- hlera af sumairskála K.F.U.M.- manna í Kaldárseli! Sigurhjörn fer að eins og menn gera í sam- tölum: Hanin segir frá smáatvik- um og stóratburðum samanofn- um, stundum ekki að fullu al- kömðum og einstöku sinnum án fullrar nákvæmni. En þetta ger- ir hann með þeim hætti, að les- andinn hrífst með og spyr: Hvað skyldi nú koma næst? Mesti áróðurs- maðurinn Þetta bindi Sigurbjöms er eins og hin fyrri, mjög persónu- legt. Þar er þó ekki í jafn rík- um mæli og áður skýrt frá sum- um hans leyndustu hugsunum og viðutneign við ýms vandiamái í hans eigin eintoalífi. Að þessu sinini fjallair Sigurbjörn að mestu um samskipti sín við aðra á almannavettvangi. En margt kemur til: Sigurbjöm hefur kynnst ótrúlegum fjölda manna. Að því stuðluðu bæði hans einka störf við afgreiðslu í vinsælum verzlunum, og störtf hans í al- mannaþágu, við niðurjöfnun út- svara áratugum saman og í mang háttuðum félagsskap, K.F.U.M.- safnaðarstarfi, íþróttafélöguim, að ógleymdum stjórnmálafélögum allt flrá upphafi þessarar aldar. Sigurbjöm vair um marga ára- tugi mesti áróðunsmaður í stjórn málum á meðal almennings hér í bæ. Fádæma kunmiugleiki hans, hjálpsemi og lipurð réði þar mestu um. Samfara þessu hafði Sigurbjörn náin kunmugLeik af ýmsum helztu forystumönnum í stjórnmálum og trúmálum. Loks hafði stjómmálaþróunin meiri áhrif á hans eigin hag en 'hann eftir á sýnist gera sér grein fyrir, þó að þau meigi ma.rka at frásögn hanis. Stóð Birni Kristjánssyni næst? Sigurbjöm Þorkelsson minnist á mikinn fjölda manna í bókum sínum. Langflestra þeirra getur hann að góðu, og kallar jafnvel fleiri en líklegt mætti þykja vini sína. Svo er að sjá sem af stjórnmálamöninum hafi hann verið hirifraastur af Ólafi Thors, og er hann ekki einn af samtíð- armönnum Ólafs um þá tilfinn- ingu. Af frásögninni liggur samt ■raærri að ætla, að perisónulega hafi Sigurbjöm ekki staðið nær neinum stjórnmálamanni en Bimi Kristjánssyni. Bjöm hef- uir og vissulega varið hinn mesti merkismaður en e.t.v. meira hmeigður fyrir vangaveltur og íhuganiir — þar með ráðagerðir ætlaðair öðrum til framkvæmda — heldur en að standa sjálfur í fararbroddi og taka óþægilegar ákvarðanir. Fnásagnir Sigur- björns af því, hvernig Bjöm lætur hrekja sig bæði úr ríkisstjórn og Landsbanka, benda óneitanlega til þess. Sig- urbjöm lýsir oft aðdáun sinni á Jóni Þorlákssyni, en þó virðist hafa verið meiri fjairlægð þeirra á milli, af hverju sem hún kem- ur, heldur en ætla mætti af því, að þeir vom ekki einungis skoðanabræður, heldur og ára- 'tugum saman naestu nágrannar, því að verzlunin Vísir var í raæsta húsi við heimili og ricrif- stofu Jóns. — Af öllum þeim, sem Sigurbjöm minnist á, stend ur myndin af Jóni ólafssyni i Alliance e.t.v. skýrast eftir í hugum lesenda og verður til- komumest, þegar allt kemur til alls. Sýnir það, að ekki er það orðafjöldinn eiran, sem úrslitum ræðuir um hvort mannlýsing fcekst eða ekki. Milligöngumaður Hinn mikli kunnugleiki Sigur- björns og hans margháttaða mannþekkiing gerði að verkum, að haran varð þýðiragarmikill milli- göngumaður um ýmsa merkisat- burði. Hann skýriir t.d. frá að- ild sinni að stofnun Heimdallar og milligöngu við Jakob Möller til undirbúnirags samruna Frjáls lynda flokksins og íhaldsflokks- iras, er leiddi til stofnunar Sjálf- tæðisflokksins nú fyrir rúmum 40 árum. Áður höfðu sumir haldið, að Ólafur Thors hefði annast þá milligöngu að mestu, en engin ástæða er til að bera brigður á frásögn Sigurbjöms. Eins er fróðlegt að lesa um afskipti hans af uppstillingu íhaldsflokksins hór í Reykjavík við þingkosn- ingamar 1927. Efnislega er þar vafalaust rétt með farið. Svo oft sem Sigurbjörn kom við sögu er ekki nema að voraum, að haran rugliist stundium á hinrai sibreytilegu tafistöðu þe'ssara ára, svo sem er uim afstöðlu Jak- obs Möllers bæð’i í frásögn hans af kasniragunium 1923 og til Wltotfin- iregs gamLa Sj'állflstæðisfiloikksins í „þversum“ og „langsum" á sín- um tíma. Jakob var þá áreiðan- lega í liði langsummanna. Sjálf- sögð vairúðarráðstöfun er að kanna minni sitt með því að fletta upp í tiltækum heimild- um. Yngri menn en Sigurbjöm finna oft til þess, að mjög eir vallt að treysta minninu einu um löngu liðna atburði. Þá er einn- ig fróðlegt að lesa frásögn Sig- urbjörns um áhuga Ólafs Thors fyrir uppstillingu Jóns Ólafsson air við landskjör 1922. Því að þá hafði Sjálfstæðsiflokksbrotið gamla einmitt hug á því að reyna að fá Jón í framboð, þótt hann væri iraunar gamall Heima- stjómairmaður. Úr því varð sem sagt ekki, vafalaust ekki sízt vegraa þess, að Jón hefur ekki viljað gefa kost á sér á móti Jóni Magnússyni. En Jón Mag- nússon hafði hyggindi til þess að tryggja séc nógu snemma stuðning síns gamla andstæðings Sigurbjöma Þorkelssonar, og vair þess vegna tilbúnari í tusk- ið en ella. Magnús Sigurðsson Eftirtektarvarðust af öllu í þessari bók Sigurbjörrus er senni lega andúð hans á Magnúsi Sig- urðssyni. Sú andúð eða ýmigust- ur er þeim mun athyglisverðari þar sem Sigurbjöm víkur vin- samlega að nær öllum öðrum, t.d. slíkum erkifjandmanni sínum í stjórnmálum eins og Jónasi frá Hriflu. Nú fer það ekki milli mála, að Magnús Sigurðsson er einn merkasti maður þessanair aldar. Af öllum þeim bankastjór um, sem á íslandi hafa starfað, má segja, að Tryggvi Gumnare- son einn sé jafnoki Magnúsair í bankastjórn. En þeiir tilheyrðu hvor sinni kynslóðinni, svo að verkefni þeinra og úrlausnar- efni voru að ýmsu leyti ólík. Báðiir höfðu þó með bankastjórn sinni meiri stjómmálaáhritf en ýmsir hafa gert sér gnein fyrir. Mjög er t.d. vafasamt, að Hann- es Hafstein hetfði hafizt til svo skjóts frama sem hann gerði, ef ekki hefðu komið til áhrif Tryggva móðurbróður hans. Enda var heift amdstæðinga þeirra frænda á Tryggva G'unra- arssyni naumaS't einleikin, eirak- um Björns Jórassonar og var raunar hald manraa, að þar hefði Björn Kristjánisson verulega komið við sögu. En Tryggvi var einnig opinberlega atkvæðamik- ill stjórnmálamaður og þingmað- ur lengi. Magnús Sigurðsson lét hiras vegair stjómmál lengst af opinberiega lítt til sín taka, þó að skaphöfln bans og eðli væri margslungið. Enginn hefur lýst Magnúsi betur en Eiríkur frá Hæli í kvæði því, sem hann flutti á 25 ána bankastjómaraf- mæli Magnúsair. Eirikur segir þar m.ia. svo: Eg veglyndari valdamann ei vitað hef, mé svipað þessu saklaust hjarta í silfurref. Snillibragð Jónasar Jónas frá Hriflu réði ásamt Gesti frá Hæli mestu um það að Magnús Sigurðsson var ung- ur að ámm gerður bankastjóri Landsbankans. Sú ráðstöfun var eiin hin fyrsta, sem gerð var eftir að Framsókn fékk fyrst full trúa í rikisstjóm sraemma árs 1917, enda heyrðu bankamál þá undir hann. Skipun Magnúsar reyndist þjóðinni mikið heilla- ráð. Magnús varð ágætur banka stjóri og Landsbarakinn efldist mjög undir hans forystu. Þessu breytir ek'ki, þó að um einstakar atbafniir Magnúsar hafi verið og verði deilt. Enda ber þess að gæta, að þótt fundið sé að gerð- um eirahvers um tiltekin mál, þá er ekki þar með sagt, að aðrir hefðu gert betur, jafnvel þótt ætla megi, að þeim hefði ekki orðið á hin sama skyssa. Eitt- hvað má að öllum firana. Um Magnús vair það svo, að haran vildi árleiðanlega vinna af holl- usfcu með öllum ríkisstjórnum. Magnús var aldrei mikill flokks- maðuir. Hann 'var áður fyrri flokksbundinn í Sjálfstæðis- flokknum gamla og síðar i Frjálslynda flokknum þangað til hiann sameinaðiist íhaldsflokkn- uro. Eftir það mun haran hafa verið óflokksbundinn. Annað mál var, að í flokkaringulreið- inni 1920—30 lék stundum grun ur á, að hann hefði kosið Firam- sókn. En Framsóknarmann mun hann aldnei hafla talið sig. Þó er nær sanni, að eragiratn einn maður hafi átt meiri hlut að því að leggja grunn að fjármála- o-g at- vinnuveldi Framsóknarflokksins. Þetta kom af því, að hann vair samvinnuverzlun ætíð mjög viin saimlegur og einkaverzltun leragst af að sama skapi þuragur í skauti. Bitnaði á Sigurbirni Þessi stefna Magnúsair kemur hvað eftir annað fram í frásögn Sigurbjöms í Visi. En Sigur- björan sýnist ekki gera ráð fyrir, að um markvissa stefnu Magnús- ar hafi verið að ræða, heldur Mutdrægni af haras hálfiu- í garð þeiirtra Vísisfélaga, e.t.v. vegna vináttu Sigurbjörns við Bjöm Kristjánsson, eða af því, að hann, Siguirbjöirtn, fékkst aldrei til að ganga í Frímúrararegluna. En hér lágu áreiðanlega dýpri rök til. Enda segir Sigurbjörn sjálfur, að Magnús sýndi honum síður en svo fjandskap að öðini leyti, og lét sitt stóra heimili hafa aðalviðskiptin einmitt við verzlunina Víisi. Það, sem hér réð úrsli'fcuim, var, að þótt Maign- ús væri enginn Framsóknar- maður, þá hefur hann talið holl- ara að beina fjármagni til sam- vinnuverzlunar en kaupmanna- varzlunar. Um þessa skoðun — eða réttara sagt veilu Magnús- ar, var Jónasi frá Hiriflu frá upp hafi kunnugt. Þess vegna var það eitt af mestu sraillibrögðum hans til uppbyggingar valda kerfis síns að fá Magnús Sig- urðsson gerðan að bankastjóra Landsbankains. Með sínu mikla „autoriteti“ — og óbundinn af flokksböndum Fnamsótonar — reyndist hann alla sína banka- stjóratíð tveggja manna maki og réði eiran því sem hann vildL Saga Sigurbjöms í Vísi er mik- ilsverð heimild um það, hvemig þessi átök um fjánmagnið bitm- uðu á einstökum athafnamönn- um. Þeir Vísisfélagaæ Guðmund- ur Ásbjamsson, forseti bæjar- stjórnar og Sigurbjam stóðu nauniar af sér mótspyrnu Landa- barakavaldsinis, en hún gerði þeim oft þuragt undir fót. Siigurbjörn hefluT með þeirri frásögin og mörgu öðru, sem hann skýrir frá lagt fram merkilegt efni til hinn ar óskrifuðu íslandssögu. Reykjavíkurbréf j ---— Laugardagur 29. nóv. -*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.