Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG-UK 30. NÓVEMBBR 19-60 23 - SUS-síða Framhald af bls. 21 baráttugleði í framfaraviðleitni þjóðarinnar. Gallar kjördæmaskipunar- innar og vonlítið stríð stjórn- málaflokkanna við að ná tökum á hlutverki sínu við þessair að- stæður, hafa lengi legið í aug- uim uppi. Ýmsar tililögur hafa komið fram um lagfæringar og suttnar hafa verið reyndar, en allar eiga þær það sammerkt, að hafa ekki höggvið að rótum meinsins. Eins og fyrr segír er þrennt nauðsy-nlegt. í fyrsta lagi að dreifa valdinu innan flokkanna. f öðru lagi að auka áhrif kjós- enda á störf alþingismanna og þingsins. í þriðja lagi að tryggja sem jafnastan kosninga rétt á hverjum tíma. Kjördæma skipunin verður að veita svig- rúm til að þessu verði við kom- ið og beinlínis fela það í sér. Vissulega er hugsanlegt, að gera einhveirjar bragarhætur á núvenandi skipun mála. Próf- kosningar og skoðanakannanir koma t.d. til greina, sem leið til að dreifa valdinu innan flokkanna En miklir annmark- ar eru á að fram-krvæma þær svo sanngj arnt geti talizt. Fjarlægð ir og samgönguerfiðleikar í stóru kjördæmunum eru mjög till baga. Og t.d. á Norðurlandi eystra myndu Akureyringar yf- irleitt ráða svo til öllu um úr- slit slíkra kannana þar, enda er uim helmi-ngur kjósenda í kjör- dæminu á Akureyri og þair eru langstærstu og öflugustu stjórn- málasamtökim í kjördæminu, auk þess að þátttaka í slíkum könnunum myndi vera mun auðv-eldari í bæ en sveit. E.t.v. geta flokkarnir komið á reglum, sem tryggi íbúum annanra byggða sinn rétt, en þær liggja ekki á lausu. Þessar kannanir eru þó það líklegasta til nokk- unra bóta af því sem fram hef- ur komið. En þær eru þó á eng- an hátt fullnægjandi, þar sem þær gætu aðeins átt einhvem þátt í að leysa eitt vandamál af þrem, sem máli skipta. Flest bendir til þess, að þau mál verði ekki leyst nema með því að taka upp aðra kjördæmaskip un, er skapi flokkunum viðráð- anlegri starfsvettvang, tryggi beina kosningu allra þing- manna og feli í sér reglur um hæfilega jafnan atkvæðisrétt kjósenda, en með því er átt við, að kjördæmunum verði í meg- inatriðum skipt í þéttbýlis- og strjálbýliskjördæmi. En að auki væri mikilvægt, að kjördæma- skipunin fæli á einhvern hátt í sér þann kost núverandi skip- uinar, að byggðarlögin eigi að- gang að þingmannahópum, a.m. k. með ákveðna málaflokka. Öll þessi stjóimarmið tel ég að megi samræma á þann hátt, að landiniu verði skipt í t.d. 8 lögsagnar- og sveitarstjónnar- umdæmi og hverju umdæmi í einmenningskjördæmi. Það styrkir mjög þetta sjónarmið, að á síðustu árum hefur skapazt hreyfing með sveitarstjómum uim myiniduin saimitatoa sín á imiIM í núverandi kjördæmum, eða því sem næst, og að ennfremur er unnið markvisst að endurskoð- un á sýslu- og sveitarfélagskip- un. Hvort tveggja er upphafið að auknu sjálfsforræði sveitar- félaga og skipulegri samvinnu þeirra á afmörkuðum svæð- um. Er þar fenginn grundvöllur fyrir nýrri umdæmaskipun, sem aftur getur hæglega orðið grundvölluir fyrir skiptingu landsins í einmenningskjördæmi með þeim kostum, sem ég tel nauðsynlega. Ég hef gert mér grófa hug- mynd um þetta fyrirkomulag. Er hún til nokkurrur skýringar og bar að líta á hana sem slíka. Umdæmin yðu 8 og skipting þeirra eins og sýnt er á með- fylgjandi uppdrætti, en haran er miðaður við að ná fram skipt ingu í umdæmi með sem mestri landfræðilegri samstöðu byggð- arlaganna. Þetta yrðu í fyrsta lagi lögsagnarumdætmi og myndi það að sjálfsögðu hafa í för með sér eindurskipulagningu á stjómsýslu hins opinbera og framkvæmdum. f öðru lagi yrðu þetta sveitarstjórnarum- dæmi, þ.e.a.s. hvert umdæmi yrði rammi samtaka sveitarfé- laga á viðkomandi svæði, en slík samtök myndu fjalla um þaiu mangvíslegu mál, seotn sveit arfélög á svæðunum eiga sam- eiginleg, og þá ma. hafa með höndum margháttaðar rannsókn ir, skipulagsmál og áætlunargerð í samvinnu við ríkisvaldið, svo og ýmsa fyrirgreiðslu. í þriðja og síðast lagi yrðu umdæmin svo raimmi einmenningskjör dæma. Yrði þá hverju umdæmi skipt í einmenningskjördæmi, jafn stór að kjósendafjölda Með því fengist bein kosning allra þingmairma og jafnhliða mætti halda þvi, að byggðarlögin hefðu aðgang að þingmanna- hópum, enda hefðu t.d. þing- merm kosniir í einmenningskjör- dæmum á Norðurlandi eystra vissum skyldum að gegna við umdæmið allt. Á þennan eða svipaðan hátt tel ég að skapa megi grundvöll fyrir þær um- bætur í stjórnmálalífinu, sem nú eru knýjandá til að fá þátt- töku almennings í stjómmál- uinum sinn tilgang og efla þjóð- ina til dáða í sameiginlegri bar- áttu fyrir betra lífi i betra landi. Að sjálfsögðu er þörf umbóta á fleiri sviðum stjórnmálalífs- ins. Vil ég þar aðeins nefna nauðsyn þess að fá einstakling- unum meira svigrúm og stærra hlutverk í fjár- og atvinnumál- um með umbótum á þeirri lög- gjöf, sem þar um fjallasr, og samdrætti í ríkisrekstri, t.d. með því að fela einkaaðilum allair opinberar framkvæmdir í gegn um útboð. Að lokum skal það skýrt tek- ið fram, að hér er um hiugieið- ingar að ræðla, sem ætlað er það hluitverk eáitt, að hireyfa málum, sem ég tel að ekki þoli saltið öllu lengur, enda sé um höfuðatriði að ræða, sem ráði miklu um auðnu okkar íslend- iniga í briáö oig lenigd. (Áður birt í íslendingi — fsa- fold). Einbýlishús í Laugarásnum er til sölu. I húsinu eru 5 svefnherbergi auk þess stofuhæð og kjallari með sérinngangi. Grunnflötur hússins er um 1200 ferm auk bílskúrs. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. BALDViN JÓNSSON, HRL., Kirkujtorgi 6. Símar 15545 og 14965. Blaðamaður blaðakona Fyrirtæki óskar eftir að ráða blaðamann eða blaðakonu til starfa nú þegar. Umsækjendur þurfa að hafa góða tungumálakunnáttu og vera á aldrinum 20—35 ára. Hér er um að ræða góða framtíðaratvinnu. Tilboð merkt: „Góð laun — nr. 8952" sendist Morgunblaðinu fyrir 5. desember. Austurstræti 16 (Reykjavikur Apóteki) — Simi 19866. Jólaumbúðapappír 40 og 50 cm, til á lager. Félagsprentsmiðjon Sími 11640. Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica IConica Konica Konica Konica Konica IConica konica IConica fConica fConica Konica Konica Konica fConica fConica konica Konica EE MATIC „F" er vin- sælasta myndavélin í dag. Sjálfvirk á öllum sviðum, jafnvel með flashkubb eða flash- peru. AUTO S 1.6 mynda- vélin, sem bæði má hafa sem alsjálfvirka og einnig sem venju- lega. Hleypir ekki af, ef birtan er of lítil. AUTOREFLEX T er fullkomnasta reflex- vélin á markaðnum. Sú eina, sem fengið hefur 100% viður- kenningu á nákvæmni Ijósmælis. Skiptilinsur og flestir aukahlutir fyrirliggjandi. FÆST UM LAND ALLT AUSTURSTRÆTI V LÆKJARTORGl^ AUtof kemur eitt öðru betru PANTER X Hlaut verðlaun í Vín 1967. Höfundur kunnur kennari í líkamsrækt. Fullkomnast hliðstæðra tækja. Stælum vöðva, fegrum vöxt, aukum heilbrigði, sjálfstraust og ryggi. Hjá því komumst við ekki, ef við æfum reglulega með PANTER X,-Einnig fjöldi þeirra, er telja sig of gamla til að sýsla við líkamsrækt. Vinsamlegast sendið pöntun sem fyrst, það auðveldar okkar af- greiðslu með sem minnstum töfum. — Ætlum að reyna að af- greiða allar pantanir fyrir jól. OG væri PANTER X ekki fjöl- mörgum í senn, gagnleg og kærkomin JÓLAGJÖF? Sendið greinilegt nafn og heimilisfang, og þér fáið upplýsingar. PANTER X-umboðið Pósthólf 885, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.