Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1069 Sem bækur að gamni mínu.. Spjallað við Halldór Halldórs- son, prófessor við Orðtakasafn — Mjög er títt, að fólk rugli saman því, sem kallað er orð- tak, og því, sem kallað er máls- háttur. Þetta tvennt er þó fjarri því að vera hið sama. Ef til vill verður munurinn bezt skýrður með dæmum. Ef sagt er hóf er bezt í hverjum leik eða hver er sínum hnútum kunnastur, er um aið ræða mállisihæittá. Þetta eru fullgerðar setningar, sem fela í séir fullyrðingu, oft meginreglu eða lífsspeki, sbr. fyrra dæmið. Málsháttur skilst án samhengis. Orðitak getur verið fulllgierð setn ing og falið í sér fullyrðingu, eins og t.d. þar fór góður biti í hundkjaft, ein þesisi fullyrðiing skilst ekki, nema hún sé sögð í tilteknu samhengi. Menn verða að vita, hver góði bitinn er og hver hundskjafturinn er. Ann- ars er miklu algengara, að orð- tak sé ekki fullgerð setning, heldur fast orðasamband í breyttri merkingu, t.d. hafa eitt hvað til brunns að bera, slá slöku við, þegar á hólminn kem ur o.s.firv Ef sagt er Jón hefur margt til brunns að bera, Árni slær slöku við, hreppstjórinn varð hræddur, þegar á hólminn kom, eru þessi tilteknu, föstu orðasambönd komin í samhengi, siem geirir það að verkum, að skýrt er, hvað við er átt. Þessi orðasambönd eru því ekki máls hættir, heldiur orðtök. Ég vona, að mönnum sé af þessu ljóst, að munurinn á málshætti og orð- taki er í rauninni furðuskýr. Þannig kemst Halldór Hall- dórsson, prófessor að orði í for mála fyirra bindis Islenzks orð- takasafns, sem út kom hjá Al- menna bókafélaginu fyrir ári. Síðara bindið kom svo út hjá Almenna bókafélaginu fyrir skömmu. Af því tilefni átti blaðamaður Mbl. samtal við dr. Halldóæ um orðtakasafnið. — Hverniig bagaðir þú vimmiu við orðtakasafnið? — Fyrst var efinissöfnun og við það verk studdist ég ma. við þrjár orðabækur yfir frum málið, orðabók Fritzners, orða- bók Guðbrands Vigfússonar og Lexicon Poeticum. Las ég þess- ar orð'abækuir yfir og tóík úir þeim það, sem ég taldi henta í slíka bók. En með því að betri útgáfur hafa komið út á síðari árum af bókum, sem notaðar voru við þessi rit, bar ég allar tiÉvitmamiir saman viö þessar nýni útg'áfur. Þá fiór ég nákvæm lega yfir Orðabók Sigfúsar Blöndals og tók úr henni það, sem ég taldi nauðsynlegt. Sömu leiðis fór ég yfir orðabók Björns Halldórssonair í Sauð- lauksdal og nokkur málshátta söfn frá 17. öld. Voru það eink um tvö málsháttasöfn, saman- sett í Svíþjóð á þessum tíma af Jóni Rúgmann og Guðmundi Ólafssyni. Allt þetta efni bar ég saman við seðlasafn Orða- bókar Háskólans, og þar fékk ég margt til viðbótar, ekki sízt orðtakaafbrigði. Þetta seðlasafn Orðabókarinn air gerði mér kleift að ákvarða mikilju niáiniar um aldur orðtak- anna, hélt prófiessor Halldór áfram, og stundum um skýring ar, ef ég var svo heppinn að Halldór Halldórsson, prófessor. rekast á orðtökin í sinni upp- runalegu merkingu. Seðlasafn Orðabókeir Háskólans eir því aðalheimild mín um allt sem vanðlar orðtök eftir 1'540. En orð takasafn verður ekki til við það eitt, að safnað sé efni. Skýra verður, hvernig orðtökin eru til komin. En ég vil taka skýrt fram, að skýring á orðtaki er aidirei öru.gg, .miema orðtialkið finnist í upptrunalegri merk- ingu, en slíkt gerist ekki nema stundum. Til að skýra orðtak þarf að láta sér koma einhverja skýringu til hugáir og athuga síðan með ýmsum hætti hvort sú hugdetta sé rétt. Þá kemur oft til gneina að leita skýringa í alls konair þjóðháttum. At- huga, hvort maður finnur stofn orð orðtaksins í annarri merk- ingu en algeng er, en það gæti leitt til skilnings á uppruna orð taksins. Það svið þjóðlífs, eða þeir þjóðhættiir, sem orðtak er ♦ Ef hann hittir, eyðileggur hann eina peru. Það er ef til vill of mikið sagt að grjótkast sé það eina sem eyðileggur OSRAM Ijósaperur. Við vitum þó ekki um margt annað. Strákar verða alltaf strákar, og þeir hætta áreiðanlega ekki að henda grjóti. Okkur finnst það leiðinlegt, því að annars myndu perurnar okkar endast miklu lengur.OSRAM gefur bezta birtu. OSRAM endist bezt. minnið frá, geta stundum verið horfin. Mörg íslenzk orðtök eru t.d. runniin firá hernaði: koma í opna skjöldu, gefa höggstað á sér. Önnur eru runnin frá jiþnó'ttuim og leifojum ýmites kon- ar, t.d. gltímiu: krókiur á móti bragði. Frá reipdrætti: draga taum einhvers. Frá teningatöfl- um: nú tekur átján yfir, sem merkti, að sex komu upp á þremur teningum. Frá spila- mennsku: spila upp á eigin spýt ur, sem merkti að spila með eig in spilapenimgum. Þá eru geysi mörg orðtök frá veiðimennsku, bí'ta, gamga, rerunia á aignið. Mjög mörg orðtök em komin firá sjó- mörnnum: leggja árar í bát, rista djúpt, vera á lausum kili. Frá búskap er komið orðtakið að halda til haga. Frá veðurfari: fokið er í flest skjól. Frá hest- um og reiðmennsku: að vera ekki af baki dottinn. Frá flutn imigium: að hnölklkiva upp af eða hrökkva upp af klakknum. Frá búpeningi og öðrum dýrum: harður í hom að taka, leggja niður rófuna, bíta of nserri gren iinu. Frá búskap: hafa bæði tögl og hagldir, rekja úr e-m garn- irnar, eiga ekki upp á pallborð ið hjá e-m, vena innsti koppur í búri, fiá stmjöriþefiimin af e-u. Frá saumaskap er komið orð- takið að bæta gráu ofan á svart, firá smíðum að vera ekki við eina fjölina felldur og frá kola- gerð: ekki em öll kurl komin til grafar. Áhætta við kaup- skap birtist í orðtakinu að leggja í sölumar og úr lækna- máli er komið að gróa um heilt. Úir lagamáli er komið að ráða lögum og lofum og það tekur út yfir allan þjófabálk. Þá em geysimörg orðtök er- lend að uppruna, en hafa sam- lagazt íslenzku máli. Þau þurfa ekki að vera vont mál fyrir því. Að leggja hönd á plóginn er komið úr Biblíumáli. Útlent er einnig að hella olíu á eldinn, að bíta í það súra epli, sjá í gegnum fingur við e-n. Ég reyndi að bera saman við þau mál, sem við höfum fengið orð- tök úr. Flest höfum við fengið úr dönsku, en einnig mörg úr þýzku. Bar ég því efniviðinn saman við danskar og þýzka.r bækur, en einnig sænskar, ensk ar og raunar fleiri. Sum orðtök geyma fomminj- air eða menningarsögulega hætti eins og t.d. orðtakið að hafa eitthvað á seyði og vera á seyði, en seyðir var suðuhola. Þá geta orðtök einnig geymt fornar beygingarmyndir: koma í opna skjöldu, stemma stigu fyrir e-ð. Orðtökin eru íhalds- samt afl og geymast í sínu formi þó að orðið eða beyging þess breytist. — Hvernig er niðurskipan orðtakasafnsins hagað? — Gefið er stofnorð sem upp flettioirð, og er stofnorðunum raðtað í stafirófsröð. Innan hvers orðs er svo yfirleitt raðað eftir sögnunum. — Það væri gaman að heyna skýringu á nokkrum orðtökum. — Já, hvair skal byrja. Mér kemur í hug orðtakið að fá eitt- hvað í þokkabót. Orðið þokka- bót er gamalt lagahugtak, sem táknaði greiðslu eða bætur fyrir minni háttar móðgun eða á- verka. Það er leitt af orðinu þokki í merkingunni þykkja, óvild. Nú, annað orðtak er að mönn um komi eitthvað spánskt fyrir sjónir. Orðtakið er erlent og sennilega komið inn í íslenzku á 18. öld eða fyrri hluta 19. ald ar. Það er þýzkt að uppruna, en líklega komið úr dönsku inn í í'sfllenzbu. I 18. aMiar döniskiu bemur fyrir det kommer mig spanskt for, en nú er það ekki notað. Hið þýzka gervi orðtaks ins er das kommt mir spanisch vor og á 'rætur að rekja til þess, að á valdatímum Karls V. í Þýzikalianidi tíðkiuhust mjög spámiskiir siðiir, enidia var keis- ariinn sipóinsikiuir að ætt. Komu Þjóðverjum þesis'ir siiðiir undar- leiga fyrir sjónir. Orðtakið að ruglast í rímiinu merkir upprunalega að verða ringlaður í tímatalinu eins og þegar Þingeyingar rugluðust I ríminu og vissu ekki um jóla- dag, að því er segir í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar. Að remb- ast eins og rjúpan við staurinn er talið að eigi rætur að rekja til þjóðitrúar um það, að ef setit- ur sé staur í rjúpuhneiður, haldi rjúpan áfram að verpa, þair til eggjahrúgan taki jafn- hátt staurnum. Að síðustu get ég nefnt orð- takið að leika lausum hala, sem merkir að haga sér eftir eigin geðþótta. Líkingin er dregin af kú, sem sveiflar óbundnum hala. — Að loku'm, Halldór, af hverju skrifaðir þú þessa bók? — Ég sem bækur að gamni miiniu einis og Guðmiundiur Damí- eilsson. — j.h.a. Laus staða Staða fulltrúa IV hjá Vegagerð ríkisins er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á skipulagningu bréfa- og bókasafns. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 8. desember n.k. VEGAGERÐ RÍKISINS, Borgartúni 7. Hinn árlegi basar og kaffisala kvenfélagsins Hringsins verður haldinn þann 7, des. n.k. að Hótel Borg. Basarmunir verða til sýnis í glugga verzlunarinnar Álafoss núna um helgina. HRINGURINN. Jólovörurnor komnur Mjög íjölbreytt urvul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.