Morgunblaðið - 04.02.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAjGUR 4. FEBRÚAR 1970 11 Batnandi horfur í bókasölu Rætt við nokkra útgefendur um útkomu „jólavertíðarinnar44 Þegar bókaútgefenður gerðu upp reikninga sína á s.l. vetri, mun það hafa komið í ljós, að mikill samdráttur hafði orðið í bókakaupum fólks fyrir þau jól. Segja sumir útgefendur að hann hafi orðið allt að 50%, en aðrir nefna aðrar tölur og lægri, — fáir fara þó undir 30%. Kom greinilega í Ijós, að samdráttur- inn varð mestur í þeim kaup- stöðum og kauptúnum þar sem atvinnuástandið hafði verið slæmt og launatekjur fólks minnkað. Er það sönnun þess, að það er allur almenningur sem kaupir bækur, en ekki einhver útvalinn hópur. En þótt miður gengi, og marg- ir útgefendur fylltust svartsýni er þeir gerðu upp reikninga sína, létu þeir ekki deigansíga, og útgáfustanfsemin nú fyrir jól in mun hafa verið mjög svipuð og áður — sízt minni. En útgáf- unni var hagað á nokkum ann- Bin veg ein áðwr. Upphaf 'bólkamma var minnkað til muna og þar af leiðandi hækkaði verð þeirra nokkuð. Tilkostnaðarhækkun hafði einnig orðið mikil á árinu, og má raunar furða heita að bækur skyldu ekki hækka meir en naun bar vitni. Og nú er aftur komið að upp- gjörinu. Reyndar verður því ekki endanlega lokið fyrr en í marz, en línumar eru famar að skýrast. Mbl. hafði því samband við nokkra útgefendur og spurð ist fyrir um hvernig hefði geng- ið hjá þeim. Auk þess var svo ætlunin að reyna að komast að því hvaða bækur hefðu selzt mest fyrir síðustu jól. En bæði vair að ekki náðist í alla útgef- endur, og þeir voru ekki tilbún ir að gefa upp tölur fyrtr en verzlanimar hefðu lokið upp- gjöri sínu. Ljóst er þó af um- mælum þeirra að talin er góð sala í bók er selzt hefur í 2000 einitökum, og fáar bækur náðu þeimri tölu. SÝNU SKÁRRA EN f FYRRA Geir O. Björnsson hjá Bóka- forlagi Odds Bjömssonar á Ak- ureyri sagði: — Eftir því sem ég bezt veit hefur gengið sæmilega hjá okk- ur að þessu sinni. Alla vega er mér ólhætt að segja að betur gekk nú en í fynra, enda það sennilega óhagstæðasta árið í sögu bókaútgáfu á íslandi. Ég reikna með að þá hafi samdrátt- urinn orðið um 50%, a.m.k. í Reykjavík. — Hvaða bók seldist bezt hjá ykkur? — Það mun hafa verið skáld- sagan Gullna farið eftir Arthur Hailey. Ættbók og saga ís- lenzka hestsins eftir Gunnar Bjamason seldist einnig ágæt- lega, þrátt fyrir að það værj mjög stór bók, og þar af leið- andi nokkuð dýr. VOLVAN S'ELDIST UPP Oliver Steinn forstjóri bóka- útgáfunnar Skuggsjá í Hafnar- firði sagði að þetta yrði senni- lega þolanlegt ár. — Það gekk hvorki vel né illa, sagði hann. Oliver sagði eninfremur að árið í ár mundi verða betra en í fyrria og ánægjulegt væri til þess að vita að sú óheillaþróun sem þá virtist hafin skyldi stöðvast. — En það var eins og útgefendur vildu ekki trúa því í fyrna að bókasalan myndi minnka og þá gerðu þeir ýkki nauðsynlegar ráðstafanir. Ég hygg hins veg- a<r að flestir hafi nú minnkað upplög bóka sirrna og búið sig undir minni sölu en vair á beztu árunum, sagði Oliver. Aðspurður um beztu sölubæk ur Skuggsjár sagði Oliver: — Bókin Völva Suðurnesja seldist alveg upp hjá forlaginu. í»á er alltaf góð sala í bókum eft ir Theresu öharles — hún á sinn fasta lesendahóp, Bækum- air Sigurjón á Garðari og umPét ur Ottesen seldust einnig þokka lega. Ég varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum með söl- ima á þeim íslenzku skáldsögum sem ég gaf út. En að lokum vildi ég svo geta þess að mér finnst vænt um þann mikla áhuga sem kemur fram um Islendingasög- umar, gem ég er að gefa út. Þær eiga greinilega vaxandi vin- sældum og stækkandi lesenda- hópi að f agna. EF TIL VILL HEF ÉG ORÐIÐ AFSKIPTUR — Maður veit ekki svo glöggt um útkomuma ennþá, sagði Guð- mundur Jakobsson í Ægisútgáf- unni. — Ég ©r samt hræddur um að hún varði lítið betri en í fyrra, en þá vair hún sannast sagna heldur óglæsileg. Ef til vill hef ég bara orðið eitthavð afskiptur að þessu sinni. Nú er farið að tíðka það svo mikið að ganiga í hús og selja bækur, og er ekki ósennilegt að sú sala driagi nokkuð úr hjá manni. — Hvað va<r bezta sölubók forlagsins? — Ætli það hafi ekki verið bókin Mennimir í brúnni. Hún gekk sæmilega. HLUTUR ÚTGEFANDANS MINNKAR Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri Almenna Bókafé- lagsins, sagði að salan hefði gengið mjög sæmilega hjá félag inu s.l. ár, — hefði alls ekki ver ið verri en við var búizt. — En þess ber að gæta, sagði Baldv- in, — að verðlagning á bókum er nú miklu lægri en verið hefur undanfarin ár, ef miðað er við útgáfukostnaðinn, þannig að hlutur útgefandans verður ekki eins góður og skyldi. Aðspurður um beztu sölubæk- ur A.B. sagði Baldvin: — Sú bók sem seldist í flest- um eintökum hjá okkur á s.l. ári mun hafa verið Um daginn og veginn eftir Jón Eyþórsson. Þá hefur sala á skáldverkum Guð- mundar Kambans gengið mjög vel. Hvað öðrum íslenzkum skáldverkum viðkemur þá var góð sala í bók Guðmundar Hall dóinsisianiar, Umdir Ijáisáms egg, og í bók Guðnýjar Sigurðardóttur, Dulin örlög. Þær tvær ljóðabæk ur sem við gáfum út, eftir ungar skáldkonur, fengu einnig ágæt- ar viðtökur. Þær munu hafa selzt í 590—600 eintökum. GEFUM MINNA ÚT — Það eir skemmst frá því að segja að það hlýtur að koma við bókakaup eins og önnur við- skipti þegar kaupmáttur fólks minnka,r almennt, sagði Arbjörn Kristinsison framkvæmdastjóri Setbergs. — Bókasala hefur því minnkiað verulega þrjú síðustu misseri. Við þóttumst sjá þá þró- un fyrir og höfum því dregið saman útgáfustarfsemina. — Hvaða bók seldist bezt hjá Setbergi? — Þalð var án affls eifa bók Gylfa Gröndals um Róbert Kennedy. ÖFUGÞRÓUN Valdimar Jóhannsson hjá Bóka úitgiááúminá Iðiummi, saigðiisit vena búinn að gefa út bækur í 25 ár. — Þróunin á þessum árum hefur verið heldur skuggaleg, sagði Valdimar, — svo skuggaleg að manni fallast eiginlega hendur. Fyrir nokkrum árum var mjög algengt að bækur seldust í 2500 eintakia upplögum, en ef slíkt kemur fyrir núna er það talin bárniarkissialia. Um það hvem- ig útlkioimam. verðiur að þessu sdinmá er eiklki gotit um að segjia emmiþá. Em miér heyr- ist hlj'óðið ver'a þammiig í bók- söliumium að þeir hafi einigan veginn náð þeinri aukningu í krónutölu sem svaraði til al- mennra verðhækkania á bókum. Ég gæti því trúað að einlhver samdráttur hefði orðið frá ár- inu í fyrra, en þá varð mjög mikill samdráttur frá árunum þar á undan. Einkum virðist bóka- sala minmlkamidli í Reylkljlaivik. Greinilegt er að útgerðarstaðir úti á landi, þar sem atvinna var nægjanleg á síðasta ári halda fullkomlega sínum hlut. — Hvaða iðunmarbækur seld ust bezt fyrir jólin? — Það er ekkert leyndarmál að lang beztu sölubækur forlags ins undanfarin ár hafa verið bækur eftir Alistair Maclean, og munu þær seljast flestum bók- um betur. Þó hygg ég að Hetj- urnar frá Navarone hafi ekki selzt eins vel og fyrri bækurn- ar. Bezta íslenzka sölubókinhjá mér í ár var Vér íslands börn eftir Jón Helgason ritstjóra. ÚTGEFENDUR EFNI TIL ÞINGHALDS Hjá Bókaútgáfunni Öm og Ör lygur varð Örlygur Hálfdánar- son fyrir svörum. Hann stað- festi, að bókasala hefði greini- lega orðið meiri fyrir síðustu jól en hún varð fyrir jólin þar á undan. Hann sagði, að bóka- útgáfan ætti þó almennt í vök að verjasit og heildarþróunin væri sú, að bókasala færi minnk andi þótt útkoman væri misjöfn milli ána. Þá vék hann að þeinri útbreiddu skoðun, að bækur hlytu að lækka í verði í sam- bandi við niðurfellingu tolla á pappír, nú á næstunni, en hann sagðist ekki sjá betur en að bæk ur myndu samt hækka. Því ylli söluskattshækkunin, sem væri miedri heldair em toiMiailiæiklkiuinim. — Norðmenn hafa, sagði örlyg ur, — fellt niður bæði söluskatt og hinn nýja meirvirðisshatt af bókum, þar í landi. Þeir segja, að Noregur sé svo lítið málsam- félag, að bókaútgáfa sé lífsnauð synlegt menningaratriði. Þetta e.r þó nokkurra milljón’a þjóð. Hvað þá um íslenzka málsam- félagið, er því ekki nauðsyn á íslenzkri bókaútgáfu? — Bezta sölubók okkar var Björgunar- og sjóslysasaga fs- lamds, Þrautgóðir á raunastund, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bók Frímanns Helgasonar, Frarn til orustu, seldist einnig mjög vel og hið sama má segja um bók Birgis Kjarans, Skaftafell — Þingvellir. Að lokum sagði Örlygur: Ég vil að lokum leggja til að útgef endur efni til þinghalds með hækkandi sól og ræði þar fram- tíð íslenzkrar bókaútgáfu, það er löngu tími til kominn að farið verði að ræða vandamálin af alvöru. VARÐ EKKI VAR VH> SAMDRATT — Það er gott hljóð í mér, sagði Guðjón Ó. Guðjónsson, — salan gekk ágætlega og ég varð ekki var við neinn samdrátt, ekki heldur í fyrra. Ég held að salan hafi verið betri hjá mér nú en þá, jafnvel þótt sjónvarp- ið hafi ekki tekið mig með þegar rætt var við útgefendur. Það hef ur það vafalaust gert vegna þess að ég er búinn að fást við bóka- útgáfu í 50 ár. Þeir slepptu líka ísafold sem er elzta útgáfufyrir- tæki á landinu. — Roðskinna eftir Stefán Jónsson var bezta sölubókin okkar í ár, en aðrar bækur gengu líka ágætlega. ALLTAF HREYFING — Þetta var ágætis ár, sagði Gissur Eggertsson er rekur bóka útgáfurnair Fróða og Norðra. — Ég gaf reyndar minna út af nýj- um bókum en oft áður, en þess meina af endurútgáfum. Ég reyndi að stilla verði bókanna í hóf og kostuðu þær yfirleitt 350—365 kr. og barnabækurnar voru innan við 200 kr. Það má ef til vill segja að þetta sé of lágt verð. Nú stendur til að fella niður tolla af pappír, en því miður tel ég að bækumar lækki ekki við það, þar sem söluskattshækkun kemur á móti. ■— Baimiabæfcuimiair voru beztu sölubækumar hjá mér, og segja má að þær seljist töluvert fyrir utan jólamarkaðinn. Ég afgreiði frá mér bækur alla mánuði árs- ins meiira og minna. Sumar end- urnútgáfúimiar hreyfast aMtaf töluvert eins og t.d. Ritverk Jón asar Jónssonar frá Hriflu, Snjó flóð og skriðuföll eftir Ólaf Jónsson, Gönguir og réttir, Sagnaþætti'r landpóstanna, Ljóð mæli og leikrit eftir Pál Árdal og Listaverkabók Ríkarðar Jónssonar. Sœlgœtisverzlun Sælgætisverzlun með kvöldsöluleyfi til sölu. Góður lager, nýleg tæki. Upplýsingar veitir (ekki í slma). RAGNAR TÓMASSON, HDL., Austurstræti 17 (Silli og Valdi). Atvinnurekendur Ungur vel menntaður maður, sem talar bæði ensku og sænsku, skilur vel dönsku og norsku og er þaulvanur af- greiðslustörfum, óskar eftir góðri atvinnu sem fyrst, margt kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardag merkt: „Reglusamur — 3884". Sendisveinn óskast allan daginn, eða eftir samkomulagi. Fiskifélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.