Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 4
MORG-UNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FBBRIÚAR 1070 4 > ■> ® 22*0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 MAGNÚSAR ÍKIPHOITI21 SIMA82H90 eftir loUun simi 40381 IHt \mm BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendifertebifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9 manna - Landrover 7 manna biláleigan AKBBAUT Lækkuð leigugjöld. r + 8-23-47 (tendum LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA TÓMAS ARNASON vilhjAlmur Arnason hæsta réttarlögmenn Iðnaðarbankahúsinu, Lækjarg. 12 Simar 24635 og 16307 Fjaðrir, fjaðrablöd, hljóðkútar, púströr og fleíri varahlutir. í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Sími 24180. VIKING Ekta GÖNGUSKÓR fást í þess- um verzlunum: Sportval, Reykjavík, M. H. Lyngdal, Akureyni, Verzlun Jónasar Tómassonar, ísafirði. 9 Rétt bragfræði óþörf í bamavísum? „Jóna Jóns“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég hef aldrei skrifað þér fyrr, en les þó oftast pistla þína. Meira finnst mér oft vera fundið að ýmsu, sem fyrir okkur er gert, en þakkað. Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig nokkur orð U1 kennara, sem grein birtist eftir á þriðjudaginn (í fyrri viku) í þessum dálkum, og færi ég þér fyrirfraim þökk. „Kennari“ skrifar um ljóð, sem Kristín Ólafsdóttir söng i barna- tímanum. Vel getur verið, aðþað hafi ekki verið rétt bragfræðilega ort, en mér er spurn: Er þessi tími ekki ætlaður litlum börnum, hafa þau svo mikið vit á brag- fræðilegum reglum, að kennar- inn telji þetta ljóð geta skaðað þau? Ljóðið er um blóm. Lák- lega hefði Kristín helidur átt að syngja aðsendan enskan texta við þetta vinsæla lag, svo að þau litlu hefðu getað náð sér í viðbót af enskurugli því, sem maður heyrir börn jafnvel frá sex ára aldri og upp úr raula fyrir munni sér daglega. Þau vita þó auðvit- að ekki einu sinni hvað orðin þýða. Oftast eru það partar úr einhverju ástarrugll eða t.d. ljóð ið „atti-katti nova“, sem börnum er kennt að syngja, jaínvel i skól um, og oft heíur heyrzt bæði í hljóðvarpi og sjónvarpL Prófkjör — Akureyri um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins við í hönd far- andi bæjarstjórnarkosningar verður sem hér segir: A) Oagana 20. og 21. febrúar verða prófkjörseðlar sendir og sóttir til eins margra og unnt verður. B) Kjörstaður verður siðan opinn fyrir allt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins sem ekki hefur náðst til áður í Skipa- götu 13 dagana 22., 23. og 24. febrúar (sunnud., mánud. og þriðjudag) kl. 4—10 e.h. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins Skipagötu 13 og í sima 21504. UPPSTLLINGARNEFNDIN. 0 Hvar læra börnin að tala vitlaust? Ég er móðir og amma margra barna. Sum eru í barnaskóla, önnur í gagnfræðaskóla eða í landsprófi. Þessi börn sem flest önnur dvelja lengri tíma í skól- unum daglega en heima hjá sér. Ættu því áhrif hinna lærðu kenn ara að vega upp á móti þeim tíma, sem þau eyða daglega I að hlusta á alþýðumál foreldra eða annarra, heima. Nú vil ég spyrja: Hvers vegna heyrir mað- ur börn allt frá sjö ára aldri að barnaskólaganga þeirra hefst, og jafnvel eftir að gagnfræðaskóla- prófi lýkur, tala t.d. svona? „Mér langar í bók. Mig hlakkar tiL Ég held honum vanti vettl- inga.“ Já, herra ken.nari, oss ber fyrst að finna flísina 1 okkar eigin auga en leita bjálkans í auga bróðurins. 0 Varla sendibréfsfær eftir tólf ára nám í Lesbók Morgunblaðsins eru ljóð á hverjum sunnudegi, sem mér þykja ekki öll góð, getur samt verið að kennaranum líki þau, eða á kannski að fela Les- bókina fyrir börnum? Eru þau ljóð stuðluð, rímuð eða eru þau atómljóð? — Svo er það þetta með úlf- aldann, sem Kristín kallaði kam- eldýr: Kennarinn kennir líklega erlend tungumál í einhverjum skóla. Honum ætti því ekki að verða skotaskuld úr því „að stinga því að“ (eins og hann orð- Gólfteppi Islenzk gólfteppi Ensk gólfteppi greiðsluskilmálar. til kl. 4 á laugardag. GÓLFTEPPAGERÐIN HF. Suðurlandsbraut 32 — Sími 84570. ar það sjálfur) börnunum í bekknum sínum, hvernig á að þýða nafn hans á erlendum tungumálum. Kennarar bera skilyrðislaust ábyrgð á börnum okkar að flestu leyti eftir að við verðum að láta þau frá okkur í skóla að- eins sjö ára gömul. Kristín er ekki ráðin til að kenna börnum, heldur til að skemmta yngstu kynslóðinni, en kennarar taka laun sín fyrir að kenna börnum og unglingum (jafnvel bragfræði). En satt hezt að segja koma sæmilega vel gef- in börn eftir tíu til tólf ára nám út úr skólunum mörg varla sendi- bréfshæf. Svo þetta með skólabækurnar: T.d. í fyrra var keypt kennslu- bók, í ár er hún óhæf. Því mið- ur skil ég ekki slík vinnubrögð hjá hinum lœrðu mönnum, en við foreldrarnir verðum að opna budduna. Svo vil ég þakka Kristinu fyr ir hennar indæla söng og prúðu framkomu. Ég veit, að hún er mjög vinsæL Virðingarfyllst, Jóna Jóns“. £ Stjórn Sjómanna- dagsráðs svarar „Kæri Velvakandi. Þann 18. þjm. birtuð þér bréf frá „G.Þ.“ varðandi „verksmiðju togara, D.A.S. og Útháf.“ Vegna mjög villandi fullyrð- ingar í niðurlagi bréís þessa vill stjórn Sjómannadagsráðs taka fram eftirfarandi: Hugmynd sú, er bréfritari ræð- ir kam fram i tiilöguformi á að- alfundi ráðsins fyrir nær ári síð- an. Tillagan var mjög itarlega rædd og lauk þeim ummælum þannig, að flutningamenn drógu tillöguna til baka áður en til at- kvæðagreiðslu kom. í röksemda- færslu sinni fyrir till. bentu flutn ingsmenn á öll þau rök er „G.Þ.“ bendir á 1 bréfi sínu. Stjórn Sjómannadagsráðs, sem jafnframt er srtjórn Happdrættis D.AJS. lagðist gegn tillögunni og benti m.a. á eftirtalin atriði máli sínu til stuðnings: 1. í Sjómannadagsráði eiga öll félög sjómanna í Reykjavík og Haínarfirði fulltrúa, bæði félög yfir- og undirmanna. Að „Úthafi h.f.“ standa samtök yfirmanna innan F.F.S.Í. með einhverjutn undantekningum einstakra fé- laga þó. Félög undirmanna hafa ÖU, hvert fyrir sig eða í heild- arsamtökum sinum, mælt með annarri leið í togarabyggingar- málum okkar, sem verði að fara áður en draumurinn um verk- smiðjutogara verður að veru- leika og eru mörg rök lögð þar til grundvallar. Ef „Úthaf“ fengi slík sérréttindi í sambandi við sölu hlutabréfa, er hætt við, að aðrlr kæmu með kröfur um sam- bærilega fyrirgreiðslu áður en langt um liði, ekki aðeins út- gerðarfélög, heldur margs konar þjóðþrifafyrirtæki. 2. Hlutafjársöfnun „Úthafs", sem nú hefur staðið nokkur misseri hefur ekki borið þann árangur né sýnt, að sá áhugi sé enn fyrir hendi hjá almenningi, að hluta- bréf í félagi þessu sem „stór“- vinningar í Happdrætti D.A.S. myndu auka sölu happdrsettis- miða og flýta þeirn verkefnum, sem að á að vinna með ágóða happdrættisins, eins og lög kveða á um. 3. í niðurlagi bréfs „G.Þ.“ seg- ir m.a.: „Sjómannasamtökin hafa þetta alveg í hendi sinni, þau ráða yfir happdrættinu eða full- trúar þeirra í Sjómannadagsráði. Með einfaldri samþykkt á vænt- anlegum aðalfundi Sjómanna- dagsráðs geta fulltrúarnir sett nýjar reglur um greiðslu vinn- inga án þess á nokkurn hátt að draga úr upphæð vinninga — í fyrstu grein laga um Happ- drætti D.A.S. er ítarlega upptal- ið allt það sem vera má á vinn- ingaskrá happdrættisins. Þar finnast ekki ákvæði um „hluta- bréf“ né „verksmiðjutogara". Samkvæmt því er ljóst, að hug- myndin um hluta'bréf meðal vinn inga í Happdrætti D.A.S. getur ekki orðið að veruleika, nema Al- þingi breyti lögum þess. Á undanförnum misserum hef- ur samkeppni happdrættanna hér á landi stóraukizt. Þrátt fyrir það hefur Happdrætti D.AJS. tekizt að halda sínu og jafnvel að rétta hlut sinn nokkuð. Á meðan svo er og stjórnendur þess mæla gegn slíkri breytingu m.a. vegna þess mikla fjölda viðskiptavina til sjávar og sveita, sem ekki að- eins vill styðja málefni aldraðra, heldur njóta eftirsóttra vin.ninga, virðist ekki líklegt að Alþingi breyti lögum þessum hugmynd- um „G.Þ.“ í hag. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Sjómannadagsráðs Pétur Sigurðsson Stúlka óskast til skrifstofustarfa. — Tilboð sendist af- greiðslu Morgunbl. merkt: „2756 fyrir 1. marz. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.