Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 27
MORGU'N'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBCRIÚAR 11970 27 Svíi talinn 4. bezti í heimi „VERTÍÐ" innanhússmóta í Bandaríkjunum stenður sem hæst. Helgitia 5.—7. febrúar voru haldin sex mót: í Okland, Dall- as, Toronto, Seattle, Baltimore og New York. Á mörgum af þessum mótum kepptu Norður- landabúar. Meðal þeirra voru há stökkvararnir Altti Alaroutu og Erkki Mustakari og norski lang- hlauparinn Ole Olesen. Lund- mark, Celion og Alaroutu keppa fyrir Brigham Young Univer- sity. Mustakari er á vegum Fresno State College en Olesen keppir fyrir University of Sou- thern Califomia. Olesen varð firmmti í mnlunni í Baltimore á 4:11,8. í>að er sæmi legur támi á þeirri braut, sem er léleg. Hanis bezta grein er 5 km hllaupið. Finmaimir Alaroutu og Mustak ari virðast eklki vera nálægt sínu Vetrar- mót KRR VETRARMÓTI K.R.R. verður haldið áfram á sunnudag. Mótið fer fram á Melavellinum og hefst fyrri leikurinn kl. 16.00. Leika þá Þróttur og Fram, en strax á eftir leika Víkingur og Ármann. bezta ennþá. Alarouitu stökk 4,87 m í Toronto en það dugði þama til 4. sætis. Mustakari fór yfir 4.74 m í Seattle, og varð þriðjL Mustakari er betri stökkvari. Hann átti bezt í fyrra 5.28 m stöGdk í Kaliforníu. Alaroutu fór yfir 5.20 m í fyrra. Sændku hástökkvararnir virð- ast vera í góðri æfingu. Ohris Celion varð sjötti í Toronto með 2.08. Hann átti bezt á sumrdnu sem leið 2.16 m. í keppni í Tor- onto varð Kenneth Lundmark annar með 2.16 metra stölkk. Sig urvegarinn í keppninni varð Reynaldo Brown á 2.19 m. Kenn eth Lundmark átti bezt á árinu sem leið 2.18. Þeir voru tveir Svíarnir með þann árangur, Lundmark og Bo Jonsson. Ameríslka fþróttablaðið Track and Field News telur Lundmark vera fjórða bezta hástökkvara heimtsins árið 1969. Á undan hon um eru Gavrilov, Sovét, Burell, U.S., og Azzaro ftalliu. Celion er talinn vera sjöundi. Svíamir eru taldir svona ofarlega vegna þess hvað þeir ná stöðugt góðum árangri í sánum beppnum. Þorsteinn Þorsteinsson. Kenneth Lundmark » Golf í sjónvarpi í dag í DAG fá golfunnendur uppfyllta ósk sína hjá isl. sjónvarpinu. í íþróttaþætti í dag verður að sögn Ólafs Bjarka Ragnarssonar form. GR tekin til sýningar ein af golf myndunum í þættinum fræga „Shell — wonderful world of golf“. í þessum þætti leiða saman hesta sína Erik Brown sem ver- ið hefur bæði skozkur meistari og brezkur meistari og Gene Littler sem unnið hefur meist- aratitil áhugamanna í Banda- ríkjunum og einnig opnu banda rísku keppnina. Leikurinn fer fram á Gene Eagles golfvellinum í Skotlandi. Þátturinn mun sendur út á eft- ir knattspyrnuleik vikunnar. Molar Landslið Mexíkó í knatt- spymu vann Iandslið Búlg- | aríu í fyrrakvöJd meff 2-0. — Leikurinn fór fram í Lena ení þar verffa leikir riffils þess er] I Rúmenar eru í í lokakeppni' I HM. Landsliff Rúmeníu vann liff. ‘ Casco de Gama í fyrrakvöld } meff 2-0. Leikurinn fór fram' l í Rio de Janeiro. O Af hverju ekki NORDSPORT? Samvinna Norðurlandaþjóðanna á vettvangi íþrótta hefur verið glompótt og óskipuleg svo ekki sé meira sagt. Við íslendingar höfum oft fengið á þessu að kenna. Oft hafa ísl. íþrótta- leiðtogar gengið bónleiðir til búðar eftir að hafa borið fram ósk um samskipti í ýmsum greinum íþrótta. Stundum hafa þeir hlotið náð fyrir augum leiðtoganna í nágrannalöndunum eins og ölmusu- börn, sem þeir hinir stærri líta til með augum miskunnar og samúðar. Um langt árabil féll allur kostnaður af norrænum samskiptum íslendinga á sviði íþrótta á okkur — við buðum liðum heim og greiddum allan kostnað og við vorum með erlendis EF við greiddum ferða- kostnað fyrir okkar keppendur. Samskiptin eru þó að síaukast og mál in að breytast varðandi fjárhagshliðina. Kemur þar til aukin geta íslendinga í einstökum greinum. Keppendur annarra greina sitja enn í sama bát og fyrr. Frændur vorir á Norðurlöndunum geta ekki aumkað sig yfir okkur, því fjár- hagsgrundvöllur slíkra samskipta væri óleysanlegur með aðgangseyri. Fólk á Norðurlöndum sem annars staðar er kröfuhart og vill aðeins sjá og borga fyrir það bezta í hverri grein. Engum dylst hins vegar að íþróttasamskipti Norðurlandaþj óðanna mega ekki falla niður. íþróttasviðið getur skapað nán- ari kynni og tengsl milli hinna norrænu þjóða en nokkur annar þáttur menn- ingarviðskipta gæti gert. fþróttir ná til fleiri íbúa landanna en nokkur bók, nokkurt málverk eða nokkurt „sam- ræmt“ ökuskírteini getur gert. Jón Ásgeirsson íþróttafréttamaður út varpsins vék að þessu máli á athyglis- verðan hátt í síðasta íþróttaþætti sínum. Hann sat fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík sem fréttamaður og fylgdist því vel með öllu sem fram fór. Hann kvað 37 ályktanir hafa verið samþykkt- ar auk. fjölda annarra mála sem voru rædd og fengu sum einhverja af- greiðslu. En þó á þinginu sætu mæt- ustu menn allra Norðurlandaþjóðanna, var ALDREI minnst á íþróttir. Jón færði að því mörg og sterk rök að þessi málaþáttur hefði hreinlega gleymst. Að- almál þingsins voru efnahagsmál og menningarmál, en þrátt fyrir mörg orð og heilu bunkana af skjölum varðandi menningarmálin, datt engum hinna mörgu fulltrúa í hug að nefna íþrótta- mál. Jón gat þess að varla hefði Per Bort- en verið kominn til síns hótels er hann skipti um föt, fór í íþróttagalla, setti upp topphúfu og skokkaði út í Vestur- bæjarlaug og fékk sér sundsprett. Þetta gerðu hann og margir fleiri alla dagana meðan þeir dvöldust hér. Það voru myndir af þeim teknar m.a. sjónvarps- myndir og sýndar í heimalöndum þeirra. En að minnast á sund eða aðrar íþróttir á þinginu gleymdist — eða hvað? Jón benti réttilega á hinn mikla þátt sem íþróttir eru í lífi nútímans. Aukin velmegun, aukin kyrrstaða með aukinni sérhæfingu í störfum hefur skapað vandamál sem allar þjóðir, nema ísland, hafa snúizt gegn vegna þess stórfellda taps. sem slíkt hefur í för með sér fyrir þjóðarbúskapinn sakir minnkandi starfs hæfni þegnanna. Um þetta mál ræddi þingið, og full- trúar allra landa voru sammála, og sjálf sagt koma íþróttir að einhverju leyti á dagskrá þegar til framkvæmda kemur þó þær hafi gleymst á sjálfu þinginu. Jón sagði að mest hefði verið rætt um tvær stofnanir á þinginu: Nordek og Nordkult. Hann gerði að tillögu sinni að komið yrði á stofn hinni þriðju og ekki ómerkari stofnun, Nordsport. Kvaðst tillögumaður hugsa sér að hún starfaði á líkan hátt og Nordkult, og virtist upplagt að vinna hvort tveggja saman. Ekki ætti að verða mjög kostn- aðarsamt að koma slíkri stofnun á fót, eða slíku samstarfi, og miðað við gagn- semi þess væri um smámuni að ræða. Beindi hann tillögunni til isl. fulltrú- anna sem sátu síðasta þing og sitjanæsta þing. Jón leiddi að því ýmis rök hve þetta yrði til mikilla hagsbóta fyrir ísland og gæti gjörbreytt aðstÖðu íþróttahreyf ingarinnar hér. Norðurlöndin hin ættu að hafa áhuga, enda margoft látið í veðri vaka að þau vilji allt fyrir okkur gera. Fjárhagur ísl. íþróttahreyfingar fer árlega versnandi en á sama tíma aukast tekjur íþróttahreyfinga hinna landanna ekki sízt af alls kyns getrauna- og veðmálastarfsemi auk tekna af sjón varps- og útvarpslýsingum. Við íslend ingar erum í algerri sérstöðu sakir fá- mennis. Ef hinar Norðurlandaþjóðirnar eignast lið á heimsmælikvarða eru tekjumöguleikar þeirrar íþróttagreinar tryggðir, en skapist slíkt lið hér þarf að standa í almennri fjársöfnun, happa- drætti, firmakeppni o.fl. til að koma lið- inu sómasamlega á heimsvettvanginn. Jón drap á listamannalaun hér, Um 100 manna og kvenna hefðu nýlegahlot ið minnst 35 þús og margir 70 þús. kr. hver. Um hæfni þeirra til sköpunar listaverka væri mjög deilt og margir í hópnum væru varla þekktir í sinni eig- in götu, hvað þá meira. Á sama tíma fengju íþróttamenn, t.d. þeir sem tækju þátt í heimsmeistarakeppni og væru þekktir víða um heim ekkert. Jón kvað hvaða málara sem er geta haldið mál- verkasýningu. Hver sem er getur skrif- að bók hvenær sem er. Myndin og bók- in eru annað hvort góðar eða slæmar, seljast eða seljast ekki. Flestum er alveg sama þegar um flesta er að ræða, fólk gerir ekki svo miklar kröfur til sumra svokallaðra listamanna og óhætt er að fullyrða að það er tiltölulega mjög þröngur hópur sem sýnir áhuga, nema þegar viðurkenndir og færustu lista- menn þjóðarinnar eiga hlut að máli. En þegar listamenn á sviði íþrótta eiga í hlut þá sýnir fólk áhuga og fólk gerir kröfur ekki sízt þegar íþróttamenn eru fulltrúar þjóðarinnar. Þess er krafizt að þeir komi vel undir keppni búnir, þeir verða að leggja á sig æfingar í marga mánuði eða ár, þeir verða að taka þátt í dýrum ferðalögum og æf- ingakostnaði og þess er beinlínis kraf— izt að þeir standi sig. Þeirra sýning, þeirra bók, verður að vetra góð. Hér gæti Nordsport bætt úr, sagði Jón. Okkur er samstarf við Norðurlönd mjög mikilvægt. Norðurlöndin hafa af- hent okkur stórar fjárfúlgur til að efla iðnað og norræni menningarsjóðurinn hefur 36 millj. kr. ísl. árlega til styrkja og starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Norrænn íþróttasjóður yrði okkur fs- lendingum til framdráttar svo um mun- aði. Og þegar haft er í huga hve miklu fé er varið á Norðurlöndum til eflingar íþróttum, bæði almenningsíþróttum og keppnisíþróttum, þá leikur ekki vafi á því að með nánara samstarfi opinberra aðila á sviði íþróttamála, yrði fslend- ingum tiltölulega mest hagsbót að. Ég hef tekið hér upp í þáttinn svo mjög úr útvarpserindi Jóns Ásgeirsson- ar vegna þess að ég er honum hjartan- lega sammála. Jón á heiðurinn af að bera þessa tillögu fram og ættu fulltrú- ar íslands á Norðurlandaþingi eða þing um framtíðarinnar að gera hana að sinni tillögu. Hún er vel þess virði. Hún myndi stórefla ísl. íþróttir. Hún myndi auka tengsl Norðurlandanna innbyrðis. Hún myndi leggja þungt lóð á nánari kynningu þessara frændþjóða um leið og hún stuðlaði að aukinni heilbrigði þjóðanna í framtíðinni með aukinni íþróttamennt bæði almennings og kepp enda. Atli Steinarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.