Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FBBRÚAR 11970 17 — Ólafur Framhald af bls. 1S gifturíka starf, sem hann vann fyrir hana. Auk þess, sem hér hefur ver- ið talið, gegndi hann fjölda ann arra starfa bæði fyrir sveit sína, héraðið í heild og hið opinberá. f Brautarholti rak ólafur um- fangsmikinn búskap með þeim myndarskap, að til fyrirmyndar var, enda var það oft, að ef er- le'ndir gestir voru hér á ferð á vegum Búnaðarfélags fslands, og þeir óskuðu að sjá íslenzk bændabýli, að farið var með þá að Brautarholti til að sýna fyr- irmyndarbúskap. Enda var Ólaf ur fyrir nokkru gerður heiðurs- félagi í Búnaðarfélagi íslands. Nú á síðustu árum hafa synir hans tekið við búrekstrinum. Ólafur var fæddur 19. sept- ember 1891 í Steinnesi í Austur- Húnavatnssýslu, sonur séra Bjarna Pálssonar og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Ekki kann ég að rekja þær ætt- ir og sennilega verður það gert af öðrum, er betur þekkja til. Ólafur lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hólum 1912, kynnti sér síðan landbúnað erlendis um tíma og bjó síðan á Akri, Vest- ur-Húnavatnssýslu þar til er hann flutti að Brautarholti. Ólaf ur kvæntist eftirlifandi konu sinni Ástu Ólafsdóttur, prests- dóttur frá Hjarðardal í Dölum, 30. maí 1925, mikilhæfri mann- kostakonu. Þau eignuðust fimm börn, eina dóttur og fjóra syni. Elzti sonurinn, Bjarni, dó upp- kominn, hin eru: Ingibjörg, hjúkrunarkona í Reykjavík, Ól- afur, læknir, nú í Svíþjóð, Páll og Jón, bændur í Brautarholti. Persónulega þakka ég þér Ól- afur samstarfið og samfylgdina öll þessi ár. Ég hefi aldrei átt traustari fylgd nokkurs manns, en þína. Frú Ástu, börnunum ykkar og fjölskyldunni, votta ég innileg- ustu samúð mína, og bið þann er ræður örlögum manna að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Einar ólafsson. Það var sameiginlegt með okk ur Ólafi Bjarnasyni í Brautar- holti að báðir vorum við aðflutt ir hingað í Kjalarnesþing, hann úr Húnaþingi, en ég úr Suður- Múlasýslu. En hann var kominn hér tólf árum á undan mér, bóndi í Brautarholti og héraðs- höfðingi í Kjalarnesþingi, þegar ég kom að Reykjum í Mosfells- sveit, þá ungur að árum og lítt þroskaður í skóla lífsins, Það fór þó ekki fram hjá mér, er ég fyrst leit hinn vörpulega fríða mann, sem var Ólafur í Brautarholti, að þar fór forustu og athafnamaður. Brautarholt á Kjalarnesi er frá náttúrunnar hendi mikil og góð bújörð, ein með þeiim beztu hér í héraði, þar hafði um langa tíð verið rekinn mikill búskap- ur. Vorið 1923 kaupir Ólafur Bjarnason Brautarholt Og við þann stað var hann síðan kenndur. Þar ráku þau hjón Ásta Ólafsdóttir og Ólafur Barjnaosn stórbúskap um ára- tuga skeið, eða þar til synir þeirra Páll og Jón tóku við jörð inni. Hafi Brautarholt verið með reisn áður en þau ólafur og Ásta hófu þar athafnir, þá var hún þó sýnu meiri eftir að þau tóku þar bólfestu. Þau fluttust þangað á öndverðri ræktunar- öld og hófust þegar handa um stórauknar ræktunar- og húsa- bætur. Þegar vélvæðingin svo- kallaða hófst var Ólafur manna fyrstur að tileinka sér hana. Framfaraviljinn var sterkur, greindin góð og hugur mikill að tileinka sér og hagnýta allt það, sem til framfara og hagsbóta mátti verða. Nú hafa synirnir hafið þar bú rekstur með miklum umsvifum þótt ekki fari þeir þar troðnar slóðir þar sem framleiðslan er aðallega grasmjöl. Er það vel þegar kjarkmiklir ungir menn brjóta nýjar leiðir, enda er þessi starfsemi orðin þarna svo reynd og mótuð, að þeir hafa þegar sannað að hún á fullan rétt á sér. Það lætur að líkum að slíkur persónuleiki, sem ólafur Bjarna son var, væri kjörinn til félags- málastarfsemi fyrir sveit sína og hérað, enda varð reyndin sú, að hann var þar tilkvaddur á nær öllum sviðum félagsmála, sem fyrir finnast í einu byggð- arlagi. Á síðari árum var Ólaf- ur þó farinn að losa sig við flest félagsmálaumsvif, en hrepp- st j óri og sýslunef ndar maður Kjalarneshrepps var hann þó til hinstu stundar og einnig í fast- eignamatsnefnd Kjósarsýslu og stjórnarformaður í Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur sem hann hafði leitt síðustu árin. Þar eygði hann að lokum nýja framfara sókn hjá því farsæla félagi með þátttöku þess í Kornhlöðunni H.F. og væntanlega byggingu kornturna. Kjalarnesþing reyndist Ólafi góð fóstra, og hann galt það fóst ur með því að helga henni krafta sína og starfsorku alla og óskipta. Við samferða og sam- starfsmenn Ólafs erum sammála um, að hann markaði þar mörg og heillarík spor. Við Blikastaðahj ónin vottum frú Ástu og börnum hennar fyllstu samúð. Sigursteinn Pálsson. í dag fer fram frá Brautar holtskirkju, útför bændahöfð ingjans og hreppstjórans Ólafs Bjarnasonar í Brautarholti á Kjalarnesi. Hann lézt á Landspítalanum í Reykjavík 13. febr., eftir stutta legu, en á síðasta ári, hafði hann kennt sér þess meins, er varð honum að aldurtila. Ólafur Bjarnason var fæddur að Steinnesi í Húnaþingi 19. sept. 1891, sonur prófastshjónanna, séra Bjarna Pálssonar og Ingi bjargar Guðmundsdóttur, þar ólst Ólafur upp í stórum syst kinahóp, unz hann fer í Hóla skóla og síðar til framhaldsnáms í Danmörku við landbúnað. Hugur Ólafs mun frá upphafi hafa staðið til lanidbúnaðar- starfa, enda hefst hann þegar í stað handa um stofnun búskap ar, fyrst í Húnaþinig, en nokkru síðar í Brautarholti á Kjalar nesi, en þá jörð kaupir hann 1923, ásamt Páli lögfræðingi, bróð ur sínum og Páli Ólafssyni ræð ismanni, er síðar varð mágur Ólafs. Þetta þótti mikið í ráðizt, að kaupa slíkt höfuðból, en ekki varð aftur snúið þótt kaupverð ið væri gífurlegt, fór þó allt vel, og áttu þeir jörðina saman fyrst í stað, en þó kom að því, að þeir sömdu um að Ólafur keypti hluti hinna og eignaðist einn alla jörð ina, en það taldi Ólafur mikið lán fyrir sig að hafa ráðist í það stórvirki. Eins og að framan segir, stóð hugur Ólafs óskiptur til land búnaðar, þarf því ekki að undra þótt ungi maðurinn biði ekki eftir að setjast á höfuðbólið sitt, enda flutti hann þegar um vor ið, og kemur á sunnudegi í eins konar kynnisför áður en hann fluttist alkominn, það hittist þann ig á, að messa var nýbyrjuð og hvert sæti skipað, nema inni í „kór“, en þar sátu gjarnan gild ir bændur og aðrir höfðingjar. Hvað um það, þótt Ólafur værj alls ókunnugur, var ekki um annað að gera en ganga í „kór“, hvað hann og gerði. Það hafa sagt mér eldri Kjal nesingar, að kirkjugestum hafi orðið starsýnt á unga manninn sakir glæsileiks og höfðinigsfraim- komu, og gátu sér þesg til, að þarna væri kominn bóndinn í Brautarholti. Það má segja, að þegar Ólafur byrjar búskap á Kjalarnesi, séu þáttaskil í búnaðarsögu landsins, þá hefst jarðvinnsla fyrir al vöru, það eru fyrst helztu verk færi og síðar vélknúin verkfæri sem auðvelda framsýmum dug andi bændum að framkvæma ræktun á jörðum sínum, sem var undirstaða til velmegunar, þetta sá Ólafur og notfærði sér í rík um mæli, og stuðlaði að félags búskap í því efni og hvatti bænd ur til dáða og dugnaðar. Það var ekki ýkjalengi, sem Ólafur bjó ókvæntur, því á öðru ári í Brautarholti, fór hann vest ur í Dali og sótti brúði sína að Hjarðarholti, en 30. maí 1925 gekk hann að eiga Ástu Ólafs dóttur, Ólafssonar prófasts, s. st. fluggáfaða og mikilhæfa húsmóð ur, sem skapaði bónda sínum heimili sem af ber, kemur þar margt til, góð menntun til munns og handa, músíkgáfa og gott upp eldi, svo fátt eitt sé nefnt. Þau Ólafur og Ásta eignuðust fimm börn, — fjóra syni og eina dóttur, sem öll komust upp, en elzta soninn, Bjarna misstu þau um tvítugs aldur og var þá mik ill harmur kveðinn að Brautar holtsheimilinu. IJin börnin fóru öll menntaveg inn og lagði Ólafur og Ásta mik ið á sig við menntun barna sinna frá upphafi, bæði með heimilis kennurum og jafnvel höfðu bú setuskipti til að auðvelda þeim menntabrautina. Ólafur sonur þeirra er yfir læknir í Reykjavík. Páll, er bú fræðingur og hefir einnig kynnt sér búnað í öðrum löndum, nú bóndi í Brautarholti. Ingibjörg, stúdent og hjúkrunarkona með sérmenntun ,býr í Reykjavík, og Jón, stúdent nú bóndi í Brautar holti. Ön eru börnin gift og er barnabarnahópurinn mannvæn legur og flest af honum í Braut arholti. Stuttu eftir að Ólafur byrjar búskap í Kj alarneshreppi, er hann kösinn í hreppsnefnd sem hann sat óslitið í 33 ár, þar af tólf ár sem oddviti. Sýslunefnd armaður frá 1925, hreppstjóri frá 1932, í fasteignamatsnefnd Kjós arsýslu, í stjórn M.R. um 30 ára skeið, þar af formaður mörg ár, í stjórn Mjólkursamsölunnar frá ‘42, fulltrúi á Búnaðarþingi, í stjórn Búnaðarsambands Kjalar nesþings, fulltrúi Kjósarsýslu á fundum stéttarsambands bænda, einn aðalmaður alla tíð í Búnað arfélagi Kjalarnesþings, í skóla nefnd Kjalarness frá 1925—1962 — í sóknarnefnd, frá 1923 og óslitið til dánardægurs, auk þessa var hann aðalhvatamaður að stofnun Slysavarnafél. Kjalar ness og forustumaður í rafvæð ingu byggðarlagsins. En það sem lýsir framsýni Ólafs hvað mest, er stofnun Landssambands bænda, sem hann var formaður fyrir, og var stórkostleg hugsjón, en því miður ekki langlíf, en það var ekki um að sakast. Ólafur var mikill atorkumaður, bæði utansveitar sem innan, hann var í húsbygginganefnd Bændahallarinnar, hann var aðaj hvatamaður að byggingu barna skólans að Klébergi á Kjalarnesi og síðar einlægur hvatamaður til stofnunar félagsheimilisins Fólk vangur. Hann var einn af aða) stofnendum að sjálfstæðisfélag inu „Þorsteinn Ingólfsson" í Kjósarsýslu og má segja að allir þræðir Sjálfstæðisflokksins í Gullbringu og Kjósarsýslu hafi legið í höndum Ólafs, svo vel þótti séð fyrir því sem hann tók að sér, að annar eða aðrir komu ekki til greina. Ef til vill gæti einhver sagt, hvað um búskapinn, hvað um stórbýlið, því get ég svarað, sem næsti nágranni í aldarfjórðung: Ólafur var morgunmaður, hjón in bæði afburða hjúasæl, og heim ilisbragur svo farsæll að þótt Ólafur væri oft að heiman við opinber skyldustörf, unnu hjúin af dyggð og trúmennsku og eftir að börnin komust á aldur til vinnu, sem byrjaði snemma, sömdu þau sig að háttum foreldr anna, með háttvísi og atorku. Allt þetta, svo og stórhugur, framsýni og stjórnsemi Ólafs, stuðlað að batnandi hag og betri jörð, allt hélzt í hendur, ræktun og byggingar, gripir afurðamikl ir og allt vel nýtt sem jörðin hafði upp á að bjóða. Það hélzt alla tíð, hjá Ólafi, stöðug um hugsun um nýjungar í búnaði, stuðla að bættum búskaparhátt um í sveit sinni og bættum bún aðarháttum allra landsmanna. Því kom engum á óvart, þótt hann yrði heiðraður á einhvern hátt, en 1953 var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar ísl. Fálka orðu fyrir störf í þágu landbún aðarins. Það blandaðist engum hugur um, sem til þekkir, að afskipti Ólafs af landbúnaði eru svo víð tæk, að þau ná jafnvel út fyrir raðir íslenzkra bænda, sem allt var þó til hagsbóta fyrir þá. Við, sveitungar Ólafs í Braut arholti kveðjum ekki okkar ást sæla foringja án þess, að þakka honum allt sem hann hefiir fyrir sína sveitunga gert á liðnum ára tugum. Það er almælt hér í sveit, að fáir séu þeir sem ekki hafi notið hans velvilja eða fyrirgreiðslu á einn eða annan hátt, og veit ég til þess, að stundum var taflið djarft leikið hjá honum, og héldu margir að hann hlyti tjón af, en svo varð ekki, og er trú legt að það hafi aldrei hvarflað að honum sjálfum og því allt far ið vel, þar mun hafa ráðið með fædd bjartsýni, en það eru eigin leilkiar vormammisinis, það var Ólaf ur í fyllstu merkingu, hann unni jafnt andlegum sem veraldlegum gróðri, hann unni vorgróðri í sál um manna, enda var hann manna sættir. Hann þoldi ekki reiða sál, hann bar það mikla virðingu fyrir sköpunarverki guðs, að langrækni var honum kvöl, enda staðfestir Nýjatestamentið þetta með orðunum: — Reiðist en syndgið ekki, sólin gangi ekki undir, yfir yðar reiði. Hafi nokkur maður virt þessa dæmigerðu speki, fyrir allt mann kyn, þá gerði Ólafur það. Ég veit aldrei til þess, að hann hafi látið nokkurs ófreistað til að sætta menn, hafi verið minnsta hætta á varanlegu ósætti. Það væri ef til vill íhugunar efni hvort gott uppeldi og það hjá kennimanni sem faðir Ólafs var, ætti ekki einhvern þátt í eiginleikum sem þessum, ef til vill er það gróandi kirkjulíf sem orsakar að einhverju leyti, en það fer ekki milli mála, að sem kirkjuhaldari og unnandi fegr unar varðandi guðshúsið á staðn um, var slík fyrirmynd að Ólafs hlýtur alla tíð að verða minnzt vegna þessa. Það er næsta ótrú legt að hægt sé að halda raun verulegu formi kirkjunnar, en jafnframt að gera hana hlýlegt guðshús. Að framkvæma svona verk, heyrir vissulega smiðum og öðr um iðnaðarmönnum til, en það sannast hér sem fyrr, ef Drott inn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til einskis, ef sá sem stjórnar verkinu hefir ekki sál til að leggja í það og hjarta sem undir slær, verður húsið aldrei að því musteri sem til er ætlazt. Þó að ég hafi leitt hugann um stund að guðshúsimu í Brautar holti, sem var Ólafi afar hug leikið viðfangsefni, breytir það ekki þeirri staðreynd að heimil ið hans í heild, sveitin og allt landið, var sífellt vakandi í huga hans, en þó sérstaklega, konan, börnin, barnabörnin og tengda börnin. Ég j>ori að fullyrða það, að slík fyrirmynd finnst ekki á voru landi. Brautarholtsheimilin hafa misst mikla forustu og mikinn samein ingarmátt, og verður það skarð seint fyllt. En engin má sköpum renna. Fyrir allmörgum árum tóku synir Ólafs, Páll og Jón við jörð inni og hafa rekið þar myndar legt fyrirtæki síðan, allt er það í anda þess, sem áður var, rækt un vex, hús eru byggð, það er framvinda og stjórnsemi á öllum sviðum, það er arfur frá föðurn um sem við kveðjum í dag. Það er trú mín og von að frú in, synirnir, tengdadæturnar og börnin í Brautarholti haldi uppi merki forustumannsins á kom andi tímum. Ég votta frú Ástu og öðru heimilisfólki dýpstu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gisli Jónsson. N auðungaruppboð annað og siðasta á Stýrimannastíg 15, þingl. eign Elínar Jóna- tansdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 26. febrúar n.k. kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. N auðungaruppboð á hluta í Borgartúni 1, þingl. eign Vátryggingarfélagsins h.f., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl. á eign- inni sjálfri, miðvikudaginn 25. febrúar n.k. kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 62., 63. og 64. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta i Gautlandi 15, talin eign Marteins S. Eyjólfssonar, fer fram eftir kröfu borgarskrifstofanna á eigninni sjálfri, fimmtu- daginn 26. febrúar n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bergstaðastræti 72, þingl. eign Höskuldar Baldvinssonar fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 25. febrúar n.k. kl. 1400. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grýtubakka 12, talin eign Ásgeirs Kristinssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 26. febrúar n.k. kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.