Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1970, Blaðsíða 7
MORlGU’NlBÍLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FESBŒIIÚAR 1970 7 I>eir urðu skelkaðir Þtir óku á reiðhjóli tveir niður Skólavörðustig. Vissu samt, að slikt leyfist ekki í umferðinni i Reykja*vík og varla nokkurs staðar. — Allt í einu urðu þeir varir við bíl á eftir ,og litu til baka. I»ar var kominn Sveinn Þormóðsson og smellti af þeim mynd gegnum framrúðuna. Þá nrðu þeir skelkaðir, og sá aftari flýtti sér af baki, en of seint, því að þá hafði Sveinn smellt af þeim annavri mynd. — Við birtum myndir þessar til áminningar börnum og unglingum að leggja niður þennan ósið, þvi að mikil slysahætta fylgir honum. Gegnum kýraugað Tillitssemi við strætisvagna Oft hefur mann furðað á því ein staka tillitsleysi, sem margir einka bílstjórar sýna strætisvögnunum. Oft hefur maður orðið vitni að því, að strætisvagnar verða að snögg- hemla á gatnamótum fyrir ein- hverjum „mini“-bílnum, sem svo vel hefði getað hægt ferðina, gefið strætisvagninum, sem oftast er troð fullur af fólki, tækifæri til að halda* Tilkynningar um félagslíf eru á blaðsíðu 20 áfram í stað þess að þurfa að hemla svo, að allir farþegarnir kastast fram. Og sérstaklieiga tekur maður eft- ir þessu nú, eftir að götur hafa þrengzt við snjómoiksturintn ag ruðningana. Þá er strætisvagninn látinn tefja sig á því að hemla og biða, en hinn sigurglaði smá- bíll með einum saman ökumanniin- um, heldur hiklaust áfram. eins og ökumaðurinn haldi sig vera ein- asta manninn í heiminum og hann varði ekkert um aðra öku- menn, sizt þá, sem bera ábyrgð á lífi margra manna í yfirfullum strætisvagni. Væri nú ekki, drengir góðir, hægt að sýna meiri tillitssemi? Raunar er tillitsleysi í umferðinni einhver al'gengasti slysavaldurinn, og öll viljum við varast slysin. Hvernig væri að byrja á því, að sýna stræt- isvögnunum meiri tiillits'semi? — Fr. S. Stjörnumyrkvi og tunglmyrkvi í dag, á þorraþrælnum, il. febrúar, gengur tungl fyrir stjörnuna Regulus (Alfa i ljónsmerkinu) og myrkvar hana. Séð frá Reykjavik hverf ur sljarnan kl. 1.32, en birtist aftur kl. 2.44. Tungl er fullt, þegar stjarnan myrkvast, svo að eríitt getur reynzt að greina stjörnuna án sjónauka. Tungl- myrkvi verður nokkrum stund- um síðar. Br það deildar- myrkvi á tungli. Myrkvinn er fremur óverulegur. Hálfskugg- inn (daufur) byrjar að færast yfir tunglið kl. 5.59, en þá er tungl í VSV frá Reykjavik. Al- skuggamyrkvinn (tungl snert- ir alskuggann hefst kl. 8.02. Þeg ar myrkvinn er mestur, kl. 8.30, nær alskugginn, yfir 1/20 af þvermáli tungls. T.un,gl geng- ur úr alskugganum kl. 8.56, skömmu fyrir tu n.glsetur í Reykjavík (kl. 9.20). Spakmæli dagsins Þeir, sem mikið elska, verða aldrei gamlir. Þeir deyja kannski af eldi, em þeir deyja samt ungir. — A.W. Pinero, enskt leikrita- skáld (1855—1934) DREIMGUR 16 ána ósikair eftfnr swarfi aten daigiimnv ' 'hefur slkieilllH- nöðru tfill umiróða'. UpipL í s/íima 21643. ATVINNA ÖSKAST Maöur með pnóf íná Vélskóba Istends óskar eftfiir viinruu. Miikíl neyn'Ska í viðgeinðnim á cKsSIlvétum. T illboð menkt „Sveimspróf 8149" sendast MbL fynir 1. marz. KYNNHMG Bklkija óslkair eftiir að kymnast ikétuim mannii á aMninum 50—60 ára, æsikiitegt að ihamn eígii bfl. Tíllboð ásamt mynd till Mbl metfkt „Algett tnún- aðammáil 2755". SNYRTISÉRFRÆÐINGUR ®em eirnnig er fótaaðgenðe- daima óökaist ainnað hvont eitein dagiinn eða tíiliute úr degii. Uppl. á mánudag fná 9—12 og þriöijud. frá 3—6. Snyrtistofan Hótel Sögu, sími 23166. Hjúkrunarkona óskast nú þegar til starfa hálfan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Símastúlka Símastúlka óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn ö afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: „Sími — 8148". ÁHEIT OG GJAFIR Nýlega hafa eftirtaldar gjafir borizt Barnaspítal'asjóði Hringsins: Kr. 350,- frá Mr. John O’Neil. Kr. 300,- frá Héðni Vilhjálmssyni til minningar um Magn.ús Má Héð- insson. Hringurinn þakkar þessar gjafir. FRETTIR Nýlenduvöruverzlun Vel staðsett nýlenduvöruverzlun ti! söiu. Þeir sem óska upplýsinga sendi nafn sitt í lokuðu umslagi til afgr. Mbl. fyrir 24. febrúar merkt: „Verzlun — 2707"* Æskulýðsstarf Neskirkju Fundir fyrir stúlkur og pilita, 13— 17 ára, verða í Félagsheimilinu mánudagEkvöld 23. febrúar kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Frank M. Hall- dórsso'n. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur skemmtifund 1 Sigtúni þriðjudaginn 24. febrúar kl. 8. Til skemmtunar verður fé- liagsvist og fleira. Alilt Frikirkju- fólk velkomið. KFUM og K, Hafnarfirði Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 8.30. Séra Arngrímur Jónsson talar. Einsöngur: Halldór Vilhelms- son. Allir velkaninir. Hvítabandskonnr Afmælisfagnaður félagsins verður að Hótel Sögu sunnudaginn 22. febr úar. Heifst með borðhaldi kl. 7. PENNAVINIR Harald Oftedal, Solvang, 5500, Haugesund, Noregi, 17 ára skóla- nemandi og frímerkjasafnari ósk- ar eftir pennavinum á íslandi á líkum aldri. Ungfrú Miloslava Folácková, heimilisfang: Dily Dolni 2826, Gott waldov I, Tékkóslóvakíu, 21 árs að aldri, hefur áhuga á öllu, sem ungt fólk hefur áhugá á, og skrdf- ar ensku, frönsku, spönsku, tékk- nesku og rússnesku, — óskar eft- ir pennavinum á ísla ndi. Peter Agrusso, 20813 Universal Dr., East Detroit, Michigan 48021, Bandaríkjunum, 26 ára að aldri, óskar eftir pennavinum á Íslandi. Hann hefur áhuga á ferðalögum, langar til að ferðast til íslands og eigmast nýja vini Hann er ókvænt- ur og leitar fallegrar stúlku, og heldur éndilega, að hann geti fund- ið hana hér á landi. Jan Balog, Dobrovske’40656, Ta’bor, Tékkóslóvakiu, 17 ára, sem skrifar ensku, þýzku, rússruesku og tékknesku, óskar pennavina á ís- landi. Hann hefur áhuga á íþrótt- um, dansi, Ijósmyndun, nýmóðins tónlist, hljómplötum og bílum. Georg H. Klein, 6601 Kleinblitt- ensdorf, Wiili Graf Str. 29, í Vesit- ur-Þýzkal_andi, óskar eftir penma- vinum á íslandi. Hann er ednn úr hópi ungs fólks, sem er á aldrin- um 16—25 ára, og vilja eignast pennavini á íslandi. Þau safna frí- merkjum, andlitsmyndum, og skrifa ensku og þýzku, portú- gökku, ítölsku og frönsku. Verkfræðingar — laus staða Staða laus til umsóknar við Öryggiseftirlit ríkisins. Umsækjandi skal vera véla- eða efnaverkfræðingur. Laun samkvæmt kjarasarr.ningi opinberra starfsmanna. Umsóknum skal fylgja upplýsingar um fyrri störf og skal skila til skrifstofu Öryggiseftirlits rikisins, Bræðraborgarstig 9, fýrir 22. marz. öryggismAlastjóri. BLÓMAHÚSIÐ ÁLFTAMÝRI 7 Munið biómin á KONUDAGINN sunnudaginn 22. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.