Morgunblaðið - 24.02.1970, Side 3

Morgunblaðið - 24.02.1970, Side 3
MOROU'NBJLAÐIÐ, ÞRIÐJUI>A)&UR 24. FEBRÚAR 1970 3 Innrásarlið frá N-Vietnam hertók Krukkusléttu í Laos LAOS hefur lítið verið í frétt um undanfarin ár, eða frá því að samkomulag náðist á alþjóðaráðstefnu í Genf í júlí 1962 um að landið skyldi framvegis vera hlutlaust, og að allar erlendar hersveitir, sem í landinu voru, skyldu fluttar þaðan. Ráðstefnu þessa í Genf sóttu fulltrúar 14 ríkja, sem áttu hagsmuna að gæta í Suðaustur-Asíu, þeirra á meðal fulltrúar Bandarikj- anna, Kina og Norður-Viet- nam. Var ákvöröunin um framtiðar hlutleysi Laos sam þykkt með atkvæðum allra fundarmanna. í yfirlýsingu fulltrúanna á Genfarráðstefnunni segir í fyrstu grein að þeir lýsi því yfir að viðkomandi ríki muni virða vilja ríkisstjórna.r og þjóðar konungsríkisins Laos. Þó heita fundarmenn því fyr- ir hönd ríkisstjórna sinna að þær muni á allan hátt virða og viðurkenna fullveldi, sjálf stæði, hlutleysi og einingu Laos. Þá muni viðkomandi stjórnir ekkert gera, sem stuðlað geti að ófriði í Laos, og engin afskipti hafa af inn- aniríkismálum landsins. Þótt ráðstefnan í Genf hafi átt að leysa vanda Laos-búa og koma á friði í landinu eft- ir margra ára baráttu, fór öðru vísi en ætlað var. Um Laos liggur svonefnd Ho Chi Minh braut, og um þá braut hafa Norður-Vietnamar um margra ára skeið flutt her- sveitir sínar til suðurhluta Suður-Vietnam. Þá er einnig talið að Bandaríkjamenn hafi öll þessi ár haft í Laos nokk- ur hundruð sérfræðinga til að aðstoða stjórn Souvanna Phouma forsætisráðherra og þjálfa stjómarherinn. Um langt skeið hafa komm únistar verið all öflugir í La- os, og hafa samtök þeirra, Pathet Lao, jafnan haldið uppi skæruhernaði gegn stjórninni. Hafa þeir notið til þess stuðnings frá Norður- Vietnam, og er álitið að í dag séu í Laos um 40-50 þúsund hermenn frá Norður-Vietnam. Oftast hafa áfiökin milli feommúnista og rífeisstjómar Laos orðið á svonefndri Krukkusléttu í norð-austur héruðum landsins, og í fyrra- haust fiókst stjórnarhernum loks að Ieggja sléttuna undir sig. Voru það hersveitir und- ir stjórn Vang Pao hershöfð- ingja, sem hröktu kommún- ista burt frá Krukkusléttu. „TÍGRISDÝRIÐ" Skömmu eftir töku Krukku sléttu var efnt til fagnaðar í kínverska sendiráðinu í Vien únista hófst ákvað ríkisstjórn in að flytja íbúana á brott, og voru notaðar til þess banda rískar flutningafluevélar af gerðinni C-130, sem stjórnin fékk að láni frá flugstöð Bandaríkjanna á Okinawa. Sóknarherinn var vel vopn um búinn. Hermennirnir báru sovézkcir hríðskotábyssur og höfðu meðferðis fallbyssur, sprengjuvörpur og eldflaugar. Einnig virtust þeir hafa nóg af flutningabifreiðum auk skriðdreka og flugvéla. Til varna voru um 10 þús- und hermenn stjórnarinnar, flestir af Meo-ættflokknum, en ættflokkur þessi býr á há sléttunni við Krukkusléttu. Þetta em lágvaxnir menn, en þykja hraustir hermenn þótt þeir séu gefnari fyrir að sitja heima og . stunda akuryrkju en halda á brott í hernað. Þótt þeir berðust hreystilega, réðu þeir ekki við ofureflið, og á laugardag var því lýst yfir í Vientiane að Krukku- slétta væri fallin. BROTÁGENFAR- SAMNINGNUM Á fimmtudag í fyrri viku átti Souvanna Phouma forsæt isráðlherra fund með frétta- mönnum í Vientiane, og skýrði frá sókninni á Krukku sléttu. Var hann þá vongóð- ur um að stjórnarhernum tækist að tefja framsókn kommúnista þac til regntím- inn hefst um mána.ðamótin maí, júní, Höfðu þá 15 her- stöðvar stjórnarinnar á Krukkusléttu fallið í hendur kommúnista, en í stöðvum þessum voru um 2.500 stjórn arhermenn til varnar. Gat for sætisráðherrann ekki um ör- lög þeirra. Souvanna Phouma sagði að stjórnarherinn skorti vopn, og óskaði eftir því að Banda rikjastjórn fjölgaði vopna- sendingum til landsins. Að- spurður neitaði hann því al- gjörlega að bandarískir her- menn tækju þátt í vörnum landsins, en ekki neitaði hann þó að bandarískar sprengju- þotur hefðu gert loftárásir á stöðvar kommúnista. Hins vegar sagði forsætisráðherr- ann að þvert ofan í samning- ana í Genf frá 1962 hefði stjórn Norður-Vietnam 50 Framliald á bls. 13 Souvanna Phouma. tiane, höfuðborg Laos. Þar var mættur einn af leiðtogum Pathet Lao, Soth Pethrasy að nafni. Varð honium þá að orði: „Þetta er slaernt. Að hafa hermenn Vang Paos á Krukkusléttu er eins og að leggja hráan kjötbita við kjaft tígrisdýrs. Við náum henni á ný, og þá býð ég upp á kampavín." Tígrisdýrið hefur etið kjöt bitann. Kommúnistar náðu Krukkusléttu fyrir helgina eftir tíu daga lótlausa sókn, og talið er að um 20 þúsund Norður-Vietnamar hafi tekið þátt í hernaðaraðgerðunum þar. Sókn kommúnista á Krukku sléttu hófst 12. febrúar, og miðaði þeim vel áfram. Slétt an er um 80 kilómetra breið og 40 kílómetra löng, og um hana liggja umferðaræðar til allra landslhluta. Þarna er fjöldi smá þorpa, og þar bjuggu um 15 þúsund manns. Skömmu eftir að sókn komm Aðeins ER NÓGU GOTT FYRIR YÐUR Kaup allt að 10.000 — 1000 út 1000 á mánuði Kaup allt að 20.000 — 2000 út 1000 á mánuði Kaup allt að 30 000 — 3000 út 1500 á mánuði Kaup allt að 40.000 — 4000 út 2000 á mánuði Kaup allt að 50.000 — 6000 út 2000 á mánuði Kaup allt að 60.000 — 8000 út 2500 á mánuði Kaup þar yfir, 20% út, afgangur á 20 mánuðum. TT r>c* ,UI! i i i Simi-22900 Laugaveg 26 STAKSTEINAR Að upphefja menn Vinsældir Geirs Hallgrímsson- ar, borgarstjóra, fara geysilega í taugamar á Framsóknarmönnum, ef marka skal heilsíðugrein, sem ritstjóri Timans skrifar um þetta efni sl. sunnudag. Hann heldnr því fram, að vinsældir borgar- stjóra byggist á áróðri, en neit- ar að viðurkenna mannkostina. Nú er það rétt, að þeir, sem í miklum áhrifastöðum eru, njóta annað hvort trausts eða þeim er vantreyst. Um þá er sem sagt mikið rætt manna á meðal eins og vera ber. En áróður blaða hef- ur í þessu efni mjög takmarkaða þýðingu. Þannig er rétt að minna á það, að engum manni hefur meira verið hælt að undanfömu en formanni Framsóknarflokks- ins, sem sýknt og heilagt er á síðum Tímans reynt að gera að stjórnmálaforingja, sem fólkið meti og taki tillit til. Þótt sjálf- sagt sé það rétt, að formaður Framsóknarflokksins sé hæfi- leikamestur þingmanna Fram- sóknarflokksins, þá hefur gjör- samlega mistekizt að fá fólkið til að trúa lofsyrðum Framsóknar- blaðsins um þennan foringja. Sannleikurinn er sá, að það era persónumar sjálfar og mann- kostir þeirra, sem annað hvort gera þær vinsælar eða óvinsælar í stjórnmálastörfum. Enda fær enginn maður villt á sér heim- ildir hér í fámenninu, þótt því kunni að vera á annan veg farið meðal milljónaþjóða. Reykvík- ingar þekkja Geir Hallgrímssotn, bæði af persónulegum kynnum og öllum þeim margháttuðu störfum, sem hann hefur unnið á þágu borgarinnar og borgarmál- efna, og það er á grundvelli stað- reyndanna, sem þeir leggja sitt mat á borgarstjóra, það mat, sem mest fer í taugamar á andstæð- ingunum. Að nefna þrjá eða f jóra Ritstjóri Tímans lætur að því liggja, að fjölmargir menn væm jafn hæfir til að sinna borgar- stjórastörfum og núverandi borg- arstjóri. Sem betur fer er það rétt, að Íslendingar eiga á að skipa mörgum hæfileikamönn- um. Sjálfstæðismenn töldu og telja Geir Hallgrímsson bezt til þess fallinn að vera borgarstjóri í Reykjavík eins og nú háttar. En ritstjóri Tímans telur fjöl- marga aðra ekki síður til þess fallna. Væntanlega telur hann einhverja þeirra manna, sem hann á við, vera flokksmenn sína, því að naumast mun hann álíta Framsóknarmenn almenmt miklu hæfileikaminni menn en þá, sem skipa aðra flokka. En að gefnu tilefni er ekki úr vegi að spyrja ritstjóra Timans að því, og biðja hann um að svara þvi umbúðalaust, hverjir þessir menn séu, sem hann treysitir svo vel til að sinna þessu mikilvæga hlutverki í þágu Reykjavíkur- borgar. Ætti ekki að vera- ofætl- un að biðja hann að nefna svo sem eins og þrjá til fjóra Fram- sóknarmenn, sem hann bezt treystir til að sinna þessu starfi, úr því að hann þekkir mikið af slíkum mönnum. Raunar eiga kjésendur heimtingu á að fá að vita nöfn þessara huldumanna. Kaupió fyrir söluskattshækkun BÚKA MARKADURINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.