Morgunblaðið - 24.02.1970, Page 28

Morgunblaðið - 24.02.1970, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FERRÚAR 1970 EDCAR MITTELHOLTZER: '----------S * _______ * | * * * * * * -----------s hún mér í fyrsta sinn að elska sig, eins og karlmaður á að gera. Og aftur eftir messuna, næsta miðvikudag. Nú veit hún, að ég er enginn stráklingur. Hún var eins og María að stríða mér með aldri míraum. En nú er hún farin að vita. .. Við máltíðina veitti Dirkbörn um sínum meiri eftirtekt en hann hafði leyft sér að gera um langt skeið. Hann hélt áfram að gefa þeim auga, svo að lítið bar á — og nú uppgötvaði hann leynimakkið hjá Maríu og skip- stjóranum. Hann hryllti við, er hann sá blikið sem brá fyrir í augum beggja, er þau litu hvort á annað. En vitanlega gat þetta ekki komið til neinna mála. Hún María og þessi ruddalegi sjóari! Hann var kominn undir fimmt- ugt og fjarri því að geta talizt fínn maður. Það var eingöngu vegna langrar þjónustu hans hjá Hartfield og Clackson, að Dirk hafði ákveðið að umgangast hann sean edns komiar jafningja. . . . Nei, ég er viss um að mér missýnist. Það kemur bókstaf- lega ekki til nokkurra mála. Mér skjátlast um þessi augnatil lit þeirra. Líklega er það kerta- ljósið, sem glepur fyrir mér. María og Brandon! Hvílík fjar- stæða! . En hann gat samt ekki losnað við þennan grun. Hann varð að vita vissu sína. Eftir máltíðina, sagði hann, eins og meðal annarra orða: — Áður en við giftumst, konan mín og ég, gengum við oft eftir stígn um þarna fram með gilinu, Brandon. Ég held ég verði að labba þangað ef þér er sama. Mánaskinið vekur hinar og þess ar endurminningar. — Ertu 'nú orðinn svona við- kvæmur, pabbi? sagði María og bló. — Ha, ha! Skipstjórinn rak upp hrossahlátur og settist í þægilegasta stólinn frammi í for skálanum. ,— Þú þekkir ekki mikið inn á karlmennina, stúlka mín. Ég var víst búinn að segja þér það áður. Þeir geta verið viðkvæmir, alveg fram á graf- arbakkann! Enda þótt lítil brrta væri þarna í forskálanum, sá Dirk samt, að María roðnaði. — Þar er ég á sama máli, sagði Dirk. — Sjálfur get ég verið sérlega viðkvæmur, þegar fortíðin er annars vegar, og það ættir þú að vita, telpa mín. Hann gekk niður tröppurnar, andvarpaði ofurlítið og sagði: — Ég verð ekki lengi. Dirk var varla horfinn fyrir næsta runna, þegar Adrian sagði: — Ég held ég verði að fara og gá að, hvort hann Harp er er sofnaður, og síðan yfir- gaf hann þau Maríu og Brand- on ein í forskálanum — því að Adrian hafði það fram fyrir Dirk að vita, hvað hafði verið að gerast síðasta árið. Og María 146 NÝTT FRÁ ODHNER OctA/ier) 1218 ER NÝJASTA VÉLIN Á MARKAÐNUM. + SAMLAGNING - FRADRÁTTUR X SJALFVIRK MARGFÖLDUN % SJÁLFVIRKUR PRÓSENTU- REIKNINGUR ATHUGIÐ EINNIG AÐ VÉLIN HEFIR 12 TÖLUR l INNSLÆTTI 13 TÖLUR I 0TKOMU. HRAÐGENG, HLJÓÐLAT, MJÚK í ÁSLÆTTI. ÞRÁTT FYRIR ALLA ÞESSA OG FLEIRI KOSTI ER VERÐIÐ AÐEINS KRÓNUR 28.128,oo ATHUGIÐ, AÐ VERÐIÐ HÆKKAR 1. MARZ VEGNA SÖLUSKATTSHÆKKUNAR. Sisli é. cXofíttsen 14 VESTIIRCQIU 45 SÍMAR: 12747 -16647 vissi, að hann vissi það. Það hafði verið ómögulegt að leyna erindunum, sem hún átti að fara út að róa síðdegis suma dag- ana. .. Hún gerði ekkert til þess að halda aftur af honum. Hún sagði bara: — Þetta er ágætt, held ég. En farðu þér bara ekki sjálfur neitt að voða. Adrian var ekki fyrr horf- inn en Brandon gekk yfir að stól Maríu. Hann settist á stól- bríkina og greip um úlnliðinn á henni. Nú var ekkert mjúk- legt eða viðkvæmt í aðförum hans. Hann urraði: — Ætlarðu enn að teyma mig á asnaeyr- unum, ha? Ég drep þig, bölv- uð ekkisens tæfan þín! Um leið og hann sagði þetta, sneri hann upp á höndina á henni, en hún greip amidamn á lofti og sagði: — Það er engin ástæða til að vera með^ þennan rudda- skap, Mathew. Ég er þegar bú- in að segja þér, að ég þarf dá- lítinn tíma til að hugsa mig um. Þú verður að gefa mér tóm til að athuga málið vandlega. — Það er þessi pabbi þinn. Ég veit það alveg. >ú verður að taka tillit til hans, fyrst og fremst. En hvað um mig? Dett- ur þér ekki í hug, að ég brenni eftir að . . . Svo )/Jt hann áfram að lýsa því með sóðalegu orð- bragði, sem hann brann eftir að gera, og hafði sýnilega nautn Hrúturínn, 21. marz — 19. april. Veldu einföldustu Ieiðina út úr öllum málum i dag. Á því fer bezt. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Þú kemst að raun um, að eitthvað þarf mikillar lagfæringar við hið bráðasta heima fyrir Tvíburamir, 21. maí — 20. júni. Settu upp spariandlitið fyrir ókunnuga. Vertu spuruU, bjóddu upp lýsingar, sláðu gullhamra, eftir þörfum hvers og eins Þú getur grætt betri sambönd á þvL Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þótt þú sért trúgjarn, skaltu ekki hafa neinar sögusagnir eftir. Þú ert veiU fyrir skemmdum i mat og drykk. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. 1 dag reynir á aðlögunarhæfni þina Það er ýmislegt flókið í þeim tilboðum, sem þú færð. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Virkjaðu fleira fólk tU að taka þátt í leikjum þinum og lystisemd- um Taktu einhvern með þér i smáferð. Vogin, 23. september — 22. október. Sú staðreynd, að aUt gengur vel, ætti ekki að glepja þig neitt. Heimilið er meira virði en allt annað. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Afskipti þín af hinu kyninu geta ennþá valdið misskilningi og streitu Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Frestaðu ferðalögum, ef skilyrðin eru óæskileg. Þú getur komizt í samband við umheiminn án frekari óþæglnda. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það skiptir höfuðmáli, að þú getir lagt öllum eitthvað gott til, jafnvel þeim, sem þú ert ósammála Ef þú þarft að ferðast eða halda boð, skaltu skipuleggja allt vcl fyrir fram. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú verður að berjast við kenjar þess, sem þú dcilir þínum kjörum með, hvort sem heldur á við smámuni eða stóreignir. AHt upp i starfs- val. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Þið i fiskunum og mcyjunni verðið vegna nýja tunglsins að leita háleitari hugmynda. Reynið eigin töfra og bregðizt vel hvort við ann- ars eiginleikum. Nágrannarnir verða uppnæmir fyrir hávaðanum i ykkur, eða öðru, sem gæti gcrt þá vara við ykkur. af orðbragðinu. María gerði enga tilraun til að taka fram í fyrir honum ... Hún lokaði aug unum og beit fast á vörina — en annað ekki. Og heldur ekki hreyfði hún neinum andmælum. er hann rak upp hrossahlátur og sagði: — Þú hefur gaman af að heyra, hvað ég ætla að gera við þig, ha? Þú ert hreint hugsandi á ytra borðinu, en innra ertu eins og drullupoll- ur. Ekki satt, kelli mín? Opn- aðu augun og segðu mér nokk- uð. Hún opnaði augun og starði á hann og höfuðið skalf. Hann kreisti enn úlnliðinn á henni. Hann laut niður og kyssti hana, og hún svaraði með ákafa ojg greip andann á lofti er varir Allar tegundir i útvarpstæki, vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandl. Aðeins i heitdsölu til verzlana. Fljót afgreiðsta. HNITBERG HF. Öldugötu 15. Rvík. — Simi 2 28 12. Tilkynning ird Verzl. Sport, Lnugnvegi 13 Þar sem Sportvöruverzlun Kristins Bene- diktssonar hefur verið lögð niður, verða skíðavörur þær, sem fengist hafa í Sport- vöruverzlun Kristins Benediktssonar, til sölu í Verzl. Sport, Laugavegi 13, Rvk. Við munum hér eftir sem hingað til kapp- kosta að veita öllum viðskiptavinum okkar góða þjónustu. Verzlunin Sport, Laugavegi 13. Hákon Jóhannsson. Tilkynning frd Sportvöruverzl. Kristins Benediktssonur Þar sem ég hef lagt niður sportvöruverzlun mína að Óðinsgötu 1, beini ég því til við- skiptamanna minna, að framvegis verða skíðavörur, sem seldar hafa verið í verzlun minni, til sölu í verzl. Sport, Laugavegi 13. Skrifstofa mín og skíðaviðgerðir verða áfram að Óðinsgötu 1, til 1. apríl. Þá þakka ég viðskiptamönnum mínum ánægjuleg viðskipti og vonast til þess, að þeir beini viðskiptum sínum til verzl. Sport í framtíðinni. Kristinn Benediktsson. hennar opnuðust til að svara kossi hans. Þegar hann leit upp aftur reyndi hún að standa upp, og tautaði með hálfkæfðri rödd: — Þú óróar mig, ég held það væri betra, að við færum svo- lítið að ganga, en hann ýtti henni harkalega niður og sagði: — Vertu grafkyrr þangað til ég segi þér að standa upp. Hún hlýddi og hné niður aftur, í full kominni uppgjöf. — Við verðum að fara að komast að einhverri niðurstöðu, og það fyrr en seinna, heyrirðu það? Þú verður að tala við hann pabba þinn á morgun og segja honum, að við viljum taka sam- an! Hann greip fyrir kverkar hennar og hreytti úr sér meira klámi. — Þú ert búin að draga mig á asnaeyrunum í þessa átta — níu — tíu mánuði, eða hvað það nú er. Og það gengur ekki lengur, heyrirðu það? Því að hvað er varið í einn skítugan koss og að_ strjúka á þér fram- partinn? Ég vil fá allt hitt, heyrirðu það? Síðan þennan sunnudag, þegar ég sá þig og hann bróður þinn þama niður- frá hef ég brunnið, stelpa mín! Hefirðu bara vitað, að ég var á gægjum eftir þér bak við runnana! Ha, ha,! Bíddu bara þangað til ég er búinn að koma þér í himinsængina. Þú roðn- ar... og hann lýsti þessu enn nákvæmar — en Dirk, sem hlust aði, bak við vínviðarflétturnar utan á forskálanum, vildi ekki bíða eftir að heyra meira. Jafn hljóðlega og hann hafði læðzt þangað, sneri hann nú við og gekk eftir stígnum niður að gil- inu. Um það bil klukkustundu síð ar, í herberginu hennar, strauk hann henni um höfuðið, og reyndi að hugga hana. — Ég skil þetta miklu betur en þér dettur í hug, telpa mín, sagði hann. Það kemur ekkert á ó- vart, María. Sannast að segja er ég mest hissa á því, að ekki skuli fleiri ykkar vera eitthvað skrítin. Það eruð bara þið Adrian, sem hafið erft þessa einkennilegu taug — og hún hefði vel getað komið miklu ofsa legar fram. Ég er einn af hópn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.