Morgunblaðið - 24.02.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1970, Blaðsíða 23
MOBGUNIBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 24. FBBRÚAR 11970 23 Hólmfríður Bene- diktsdóttir — Minning í dag verður til moldar bor- in að Hjarðarholti í Dölum vest- ur, Hólmfríður Margrét Bene- diktsdóttir frá Þorbergsstöðum. Hún fæddist 3. ágúst 1891 og andaðist hinn 16. þessa mánað- ar. Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin Margrét Steinunn Guð- mundsdóttir og Benedikt Krist- jánsson, er bjuggu fyrstu hjú- skaparár sín að Ketilsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu. Þar fædd ust þeim sex börn, Egill, Krist- ján, Ágúst, Jakob, Ása og hið elzta var Hólmfríður. Árið 1902 fluttust þau hjón Margrét og Benedikt, að Hóli í Hörðudal. Þar eignuðust þau tvær dætur. Lilju og Ingibjörgu, en sú síðar- nefnda andaðist skömmu eftir fæðingu. Árið 1907 fluttust þau að Þorbergsstöðum í Laxárdal, föðurleifð Benedikts, og bjuggu þar til æviloka. Margrét og Benedikt tóku við stóru búi Kristjáns Tómassonar að Þorbergsstöðum. Býlið var í þjóðbraut og þangað leituðu gestir og gangandi og enginn fór þaðan bónleiður. Gestrisni, höfð ingslund glaðværð og reisn ríkti þar jafnan. Kristján hafði verið aðsópsmikill forystumaður sinnar sveitar og sinnt marghátt aðri opinberri stjórnsýslu í ára- tugi, er hann féll frá. Benedikt og Margréti búnaðist vel. Þau áttu barnaláni að fagna og eigi síður tengdabarna, enda hélzt þeim ekki lengi á elzta barn- inu, dótturinni Hólmfríði. Hún var tvítug gefin ungum, skörp- um hagleiksmanni frá Helli- sandi, Birni Magnússyni. Þau hófu þegar búskap á hálflendu Þorbergsstaða og bjuggu þar í fimm ár, en fluttu þá ásamt börnum sínum fjórum að Víg- holtsstöðum í Laxárdal. Eftir átta ára búsetu þar fluttu þau að Skógsmúla í Þverdal og voru börnin þá orðin sjö að tölu og hið yngsta bættist í hópinn í Skógsmúla. Eftir tólf ára ham- ingjuríka búsetu í Skógsmúla fluttu þau að Þorbergsstöðum á ný árið 1937. Bræður Hólmfríð- ar, Ágúst og Jakob, höfðu tekið við jörðinni við fráfall Bene- dikts 1931 og annazt búrekstur- inn i félagi, unz Ágúst féll frá 1936. Hólmfríði og Birni auðnað- ist þó ekki að reka bú sitt þar saman nema í eitt ár. Björn lenti í slysi um mitt ár 1938 og lézt hann eftir stutta legu á Lands- spítalanum. Ástríku hjónabandi var lokið eftir 27 ára sambúð. Missirinn var sár, en skapfestan, trúnaðar- traustið og æðruleysið var styrk ur Hólmfríðar. Hún átti hvorki í eigin varasjóði né opinbera sjóði að sækja í þrengingum, en hún átti einnig nokkuð, sem var gulli betra — hrausta sál í hraustum líkama, minningar um traustan lífsförunaut og samejningartákn- ið í kærleiksríkum, vel gefnum og hraustum börnum. Hún helg- aði þeim líf sitt og þeirra mök- um og afkomendum. En það var einnig endurgoldið í ríkum mæli af þeim öllum. Eftir lát Björns bjó hún ásamt ýmsum barna sinna að Þorbergs- stöðum til haustsins 1949, er hún fluttist til Reykjavíkur. Allt frá 1942 dvaldist sá, er þetta ritar, hjá henni og börnum hennar á sumrin. Minningar þeirra stunda eru með þeim dýrmætustu frá bernskuárunum. Minningar, sem aldrei munu fölna. Þær eru ekki tengdar kókdrykkju, ísáti, bíó- ferðum, bítlamúsik, gólfteppum og drápuhlíðargrjóti. Þær eru tengdar sveitarsælunni undir handarjaðri Hólmfríðar og barna hennar. Hólmfríður var hin skapgóða, umburðarlynda og skilningsríka kona og móðir og stjórnsami og staðfasti hús- bóndi. Hún var stefnuföst og lét ekki hlut sinn, en var þó ávallt hógvær og prúð. Hún vildi ávallt hafa það, er rétt var og réttlátt og tók mjög tillit til náungans. Hún vildi hvers manns vanda leysa og gestrisnin var hún með afbrigðum. Aldrei var matarbitinn það lítill, að eigi væru veittar góðgerðir, hve nær sem gest bar að garði. Aldrei var það þröngt í húsum hennar, að eigi væri rúm fyrir næturgest. Hólmfríður veitti ávallt af heilum hug gestrisn- innar, sem henni var reyndar í blóð borin. Þorbergsstaðir voru eigi síður heimili gestrisninnar undir hennar stjórn en foreldra hennar og afa, Kristjáns danne- brogsmanns Tómassonar. Þetta fundu líka gestir og gangandi. Allir sem í hús hennar komu og ornuðu sér við eldinn af brenn- andi taði og gengu eftir hvít- skúruðu timburgólfinu að lokn- um góðum veitingum, minntust hennar af sérstökum hlýhug. En hún var ekki aðeins hin elju- sama, góðhjartaða, staðfasta hús móðir og húsbóndi. Hún var hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundum, söngelsk mjög, enda oft glatt á hjalla að lok- inni dagsins önn. Hún var hin sanna fósturlandsins freyja. Hólmfríður fluttist til Reykja- víkur 1949 og dvaldist þar til dauðadags. Fyrstu órin bjóhún með tveim sona sinna, Kristjáni og Árna, en sá síðarnefndi var yngsta barn hennar og stund- aði þá menntaskólanám og lauk prófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands. Síðar bjó hún ein í litlu íbúðinni að Laugavegi 137 og hafði þar sína muni allt til dauðadags, enda þótt hín «íð- ari ár hafi hún búið hjá börnum sínum, einkum Ásu hér í borg og Rögnu búsettri suður í Garði. Sjálfstæðiskennd hennar var það rík, að hún vildi eindregið hafa íbúðina sína til afnota, enda þótt hún kæmi þar ekki nema endrum og eins hin síð- ustu ár og þá ávallt í þeim til gangi að hella upp á könnuna og veita góðgerðir. Enginn mátti stíga fæti inn fyrir þröskuld án þess að þiggja veitingar. Þegar hún bjó ein í íbúðinni á Lauga- veginum, fékk hún ávallt eitt- hvert barnabarn sitt til að vera hjá sér á nóttunni og öll vildu þau vera hjá ömmu. Hún kallaði þau fuglana sína. Hlýhugur hennair til sambýliKfólksins á Laugaveginum kom oft fram og hún minntist eigi sjaldan hjálp- fýsi þess og vinarhugar. Hólmfríður var hraust kona til líkama og sálar. Þó hrjáði hana síðustu áratugi skert heyrn, er fór vaxandi. Fyrir nokkrum árum kenndi hún hjartasjúkdóms, og var hún upp frá því reglulega undir læknis- hendi Björns Önundarsonar, sem hún dáði mjög og bað fyrir kveðju til. Hólmfríður var kynsæl kona og hafði mikið barnalán. Afkom- endur hennar eru orðnir 53. Börnin eru 8 og þegar hefur ver ið getið 4 þeirra, en hin eru: Margrét Steinunn, Magnús, Benedikt Bjarni og Sigurður Ragnar. Börn hennar öll eru í hjónabandi og hafa búið sér og mökurn sínum falleg heimili. Hólmfríður dáði börn sín og þá eigi síður tengdabörn. Hún dvaldist hjá þeim lengri eða skemmri tíma og ávallt sem au- fúsugestur. Þeim öllum sendi ég samúðarkveð j ur. Hólmfríður er öll, en minning hennar lifir. Lífsviðhorf hennar skildu eftir áhrif hjá þeim er kynntust henni. Hugleiðingar hennar ristu djúpt, þær leituðu að kjarnanum. Hún skilur eftir ljós, er getur lýst. Blessuð sé minning hennar. Grétar Ass Sigurðsson. Kæra tengdamóðir Hólmfríður Benediktsdóttir Mig langar til að skrifa nokkr ar línur í kveðjuskyni. Fundum okkar bar fyrst saman vorið 1938, þegar þú varst stödd hér í Reykjavík, og maður þinn Björn Magnússon, lá þungt hald inn í sjúkrahúsi eftir slysfarir, og andaðist skömmu síðar. Þá stóðst þú ein eftir með börnum þínum, því yngsta sex ára. Hreif það mig, hvað þú varst sterk og æðrulaus. Á eftir hélzt þú áfram bú- skapnum á Þorbergsstöðum, og kom ég þar á hverju sumri í sumarleyfinu, ásamt Margréti dóttur þinni, meðan þú bjóst þar. Hlakkaði ég mikið til að koma vestur, og byrjaði á vetuma að telja dagana, þangað til sumar- leyfið hæfist. Á heimili þínu ríkti mjög mik- il lífsgleði, enda varst þú hrók- ur alls fagnaðar. Og margán út- reiðatúrin fórum við á þeim góðu glöðu dögum. En því mið- ur voru dagarnir alltof fljótir að líða, og við fórum að kvíða fyrir því, að þurfa að fara heim aftur. Eftir því sem ég veit bezt, voru björtustu og gleðiríkustu stundir í lífi þínu, þegar þú bjóst ásamt manni þínum og börnum í Skógsmúla. Þú sóttist ekki eftir veraldlegum auði, heldur því að hlynna sem bezt að ástvinum þínum. Hólmfríður var sterktrúuð kona, og varð henni að þeirri ósk sinni að fá hægt andlát. Þú fékkst að kveðja þennan heim í svefni heima hjá Ásu dóttur þinni. Vissa mín er sú, að þú fáir nú að hitta ástkæran eiginmann þinn ásamt foreldrum þínum og systkinum, sem á undan voru kvödd. Við Margrét dóttir þín ásamt börnum okkar, kveðjum þig nú í hinzta sinn. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Magnús Armann. Gestur Bjarnason Stykkishólmi - Minning Sízt hefði mér komið í hug s.l. laugardag er við Gestur hittumst og tókum tal saman að ég yrði að trúa því daginn eftir að hann væri horfinn af hérvistarsviði. Hann var þá svo hress og kát ur, fullur af bjartsýni og bar- áttugleði. Ræddi mjög um félags skap okkar, Lionsklúbbinn í Stykkishólmi, sem hann strax tók svo miklu ástfóstri við og vann honum, allt sem hann gat og jafnan reiðubúinn að rétta þair hiönd að áin þeiss aíð (huig'sa um annað en ánægjuna yfir því að vinna að góðum málefnum. Hann mætti á hverjum fundi, hugsaði um hús félagsins, og vann einna mest að smíði þess og viðgangi. Þarna fann hann vettvang við sitt hæfi og til þess var ekki höndunum kastað. Við höfium eiomiig mætíat á fleiri vett- vöngum. Þekkzt frá því ég kom hingað til Stykkishólms, oft blandað geði saman. Ég komið til hans á verkstæðið með bílinn eins og svo margir aðrir. Var þá notuð stund ef til féllst til að rabba saman. Þá hafði hann gam an af spilum og þar mættumst við einnig nokkrum sinnum. Alltaf æðrulaus, glaður og reifur. Gestur var fæddur í Dala- sýslu, að Ormsstöðum og voru foreldrar hans Kristín Guð- mundsdóttir frá Purkey og Bjarni Magnússon, húnvetning- ur að ætt. Gestur fæddist 22. maí 1904. Á Ormsstöðum átti hann heima um 5 ára skeið. Þá fluttust foreldrar hans til Stykk ishólms, þar sem þau áttu heima til æviloka. Snemma vandist Gest uir vintruu. Má því eagja að allt hans líf hafi verið vinna og það án nokkurrar undangjafar. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERNIG get ég lært tilbeiðslu? Fólk, sem fer í Guðs hús til að tilbiðja Guð, virðist koma aftur glatt og sælt, en ekki verður það sagt um mig. MIG grunar, að þér gerið yður rangar hugmyndir um, hvað tilbeiðsla sé. Ég hef heyrt fólk segja: „Ég hafði ekkert upp úr guðsþjónustunni“ og svipuð orð. Það vill gjarnan gleymast, að tilbeiðsla er að gefa, ekki fá. Alla vikuna er Guð að gefa okkur, og á degi Drottins gefum við honum tilbeiðslu okkar og þakklæti. Ég held, að bezta tilbeiðslan sé að vera þakklátur, og það er Guði þóknanlegt. Á þessum velgengnistímum hættir okkur ti’l að spyrja um alla hluti: „Hvað hef ég upp úr því?“ En það er rangt að fara með veraldlega eigingirni sína inn í Guðs \ hús og hugsa um það eitt, hvað við „höfum upp ú’"“ tilbeiðslu okkar. Gefið Guði kærleika yðar, þakklæti yðar. Ihugið gæzku hans. Minnizt velgjörða hans. Og þó að þér keppið ekki að eigingjarnri fullnægju, er ég þess fullviss, að yður veitist viss fullnæging af því einu að vita, að þér hafið verið í návist Guðs. __________________________ Ungur maður ræðst hann í að kaupa bíl ag relka tanin á imióltii bróður sínum og eftir það var líf hans nátengt bifreiðum fyrst sem bifreiðastjóri og síðan sem bifreiðaviðgerðarmaður. Hann kom sér fyrir nokkrum árum upp góðri aðstöðu til bifreiðaviðgerða í þjófSbraiut ásaimit sonium sínuim, og þangað litu margir inn. Ég hefi aldrei heyrt annars getið en Gestur hafi viljað hvers manns vandræði leysa þótt vinnudag ur hans væri búinn og einhver kom í vandræðum. Var þá án möglunar sjálfsagt að skipta um föt og gera við bílinn. Eiga marg ir því góðar myndir og minning- 'air ialf lipurð hans. Gerðii hanin það sem hann gat. Fjölda manns hefi ég hitt sem nutu velvilja hans og lipurðar og aldrei var greiðslan númer eitt hjá honum heldur að geta gert manni greiða. Margt handtakið vann hann fyr ir mig og oft lítið sett upp. Við söknum hans sem vinar og fé- laga, því vissulega var hann góð ur félagi þar sem hann kom nærri. Gestur var giftur Hólm- fríði Hildimundardóttur vega- verkstjóra Björnssonar í Stykkis hólmi og lifir hún mann sinn á- samt 10 börnum þeirra, öllum uppkomnum. Er frændgarður þeirra mikill og börnin mannvæn leg. Eins og fyrr segir hafði Gest- ur mikinn áhuga á félagsmálum. Þau félög hér í bæ sem nutu þess að eiga hann sem félaga voru lánsöm. Að hreppsmálum starfaði hann um skeið, var tvö kjörtímabil í hreppsnefnd og þar vann hann eins og annars staðar með því hugarfari að hann gæti orðið að liði og aldrei veit ég um neitt atriði sem hann fjallaði um að hann hafi á nokkurn hátt að skera eld að sinni köku, held ur þvert á móti. Þau hjón vom saimlhenit. Það sýndi sig dugnaður þeirra við að koma öllum sínum börnum til manns og gefur að skilja að oft hafi verið þröngt í búi. En það sást aldrei á þeim hjónum né börnum þeirra. Vol eða uppgjöf þekktist ekki á þeim bæ. Starfsdagurinn var langur og mikill. í glöðum hóp mætti hann með konu sinni s.l. laugardags- kvöld. Þar var vinafagnaður að vanda. Mitt í gleði kemur svo kallið. Mildum höndum fer dauð inn um hann og kveður hann á annan starfsvettvang. Nokkrir klukkutímar og síðan öllu lokið. Gestur hafði oft haft orð á því við kunningja uína að hann vildi að drottinn gæfi það að hann þyrfti aldrei að verða ósjálf- bjarga. Það var of mikil raun fyrir athafnamanninn. Þessa ósk fékk hann uppfyllta. Við sem eftir stöndum horfum á eftir góðum félaga og vini. Söknum hans innilega, vitum að það þarf mikið til að bæta það skarð. En við eigum líka góðar samferðaminningar. Þær endast okkur lengi. Gestur var Hólmari í raun og sjón. Bænum sínum og samferðamönnum vildi hann vel. Seinustu umræður á Lionsfundi voru um fegrun bæjarins og ferðamannastraum. Þeim veitti hann óskoraða athygli. Glamp- inn í augunum sýndi einlæga ósk um allt gott bæjarfélaginu til handa, Fyrir margt verður hann minn isstæður samferðamönnunum. Blessuð sé minning hans. A. H. VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.