Morgunblaðið - 24.02.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR li970 Framarar — Fromorar Munið að taka aðgöngumiða að Fram-gleðinni sem verður n.k. laugardag í Las Vegas. Miðarnir verða afhentir í Lúllabúð, Bólstrun Harðar og Straum- nesi. NEFNDIN. I nnheimtumaður óskast til starfa hjá opinberri stofnun. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 1. marz n.k., merkt: „Opinber stofnun — 8153". 26. febrúar 1970 LÆKNISÞJÓNUSTA Næstkomandi fimmtudag munu Hverfissamtök sjálfstæðisfólks ( Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi efna til fundar í Domus Medica, Egilsgötu 3 kl. 20,30. Frummælendur verða: 1. Arinbjörn Kolbeinsson, læknir Efni: Læknisþjónustan og skipulag hennar utan sjúkrahúsa (15 mín.). 2. Gunnlaugur Snædal, læknir. Efni: Læknisþjónustan á sjúkrahúsum (15 min.). 3. Anna Bjamason, húsfrú. Efni: Læknisþjónustan og hinn almenni borgari (15 mín.). 4. Agúst Valfells, verkfræðingur. Efni: Viðhorf leikmanns til læknisþjónustunnar (15 mín.). Kaffihlé. Fyrirspurnir og aímennar umræður. I.O.O.F. Rb 1 = 119224814 — Skf. Frá Barðstrendingafélaginu í tilefni 20 ára afmælis mál- fundarfélagsins Barðstrend- ingur verður hátíðarfundur í Domus Medica kl. 20.30, mið vikudaginn 25. þ.m. Félagar mætið stundvíslega. Tónabær — Tónabær Félagsstarf eldri borgara. Á morgun verður „Oipð hús" frá kl. 1.30—5.30 e.h. Þar verður m.a. spilað, teflt, les- ið, kaffiveitingar .upplýsinga- þjónusta, bókaútlán og kvik myndasýning. Filadclfía Rcykjavík Almennur biblíulestur íkvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Aðalsafnaðarfundur Nessóknar fyrir árið 1969 verður hald- inn í stóra salnum í kirkju- kjallaranum í kvöld, þriðju- daginn 24. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar störf. önnur mál. Sóknarnefndin. Sálarrannsóknafélag íslands heldur almennan félagsfund í Sigtúni við Austurvöll mið- vikudaginn 25. febrúar kl. 8.30 e.hád. Dagskrá: 1. Forseti S.R.F.Í. Úlfur Ragn- arsson læknir. Erindi: Æfin- týri og þjóðsögur í ljósi sál- fræðinnar. 2. Hafsteinn Björnsson miðill. Erindi: Skyggnu konurnar á AusturlandL 3. Tónlist. Kaffiveitingar. Félagsmeðlimir og gestir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Nemendur kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1939—40 eru vinsam- lega veðnii að hafa samband við þessi númer, 16322 — 20182 — 33268. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir Það var hljótt um forseta- kosningarnar í Costa Rica. Kosningarnar eru venjulega dálítið blásýrulegar í eðli sínu, enda blóðið heitt og mik ið af blúndum á staðnum, sem seníoríturnar blaka í tíma og ótíma. En plássið er ofboð lítið lýð ræðislegt, svona annað veifið a.m.k., og má kalla það sýn ishorn af slíku, ef ekki vill betur til. Báðir aðalframbjóð endurnir hafa haft það náð- ugt, og lítið haft sig í frammi, svo að lítil hætta hefur verið talin á neinum stórræðum. Engin þörf hefur verið talin á neinum ræðum heldur, svo að orð sé á gerandi, því að öllum þar heima hefur verið vel kunnugt um allar fyrir- ætlanir og stefnur beggja, Jimenez Figueres og Ferrers. Heimamenn þekktu Ferrers betur, og var hann kunnur um alla Suður-Ameríku. Þrír aðrir frambjóðendur gáfu kost á sér, en það stóð til, að þeir minnkuðu aðeins fylgi Jimenez, annað ekki. Það byggðist áður á sameiningu þriggja flokka, sem nú hafa aftur sundrazt, og studdu þeir áður Trejos til forseta (1966). Lögreglan hefur ekki mátt sýna neinn lit í baráttunni, því að forsetinn getur sagt henni upp og sett nýja í stað inn, þegar hann er kominn að. Þarna er enginn her. Góðgerðafélag í Bretlandi skrifaði drottningunni og bað hana að styrkja sig. Hún svaraði neitandi. Allt fór á sömu leið með Hanold Wil- son. Að svo komniu máli, sá félagið sér ekki annað fært en að halda uppboð á bréf- unum. Frú Sirimawo Bandar- anaike ætlar að reyna aftur að komast til valda í Pakist- an. Það var, eins og menn muna, hún, sem þjóðnýtti í valdatíð sinni olíuna og trygg iingar í landinu. Margir kaup- sýslumenn í landinu eru óró- legir, og sitja á sér með ný verkefni, þar til kosningarn- ar eru um garð gengnar. Það þætti einhverjum langt að fara sjötíu hæðir í lyftu, en það verða þeir að gera, vísindamennirnir í Boksburg, sem fara 70 hæðir ofan í jörð ina í rannsóknastofurnar sín- ar við hiiðina á gullnámunum. Þeir eru að glíma við að finna og beizla agnir atóm- kjarna, sem þeir kalla neut- rino, en eiga erfitt með. Frank Sinatra með lögfræð ingnum sínum, Bruce Kauf- man, er hann er að koma frá vitnaleiðslum í New Jersey. Það hefur verið leitazt við að fá hann til að bera vitni síð- an í júní, s.l., vegna vel skipu lagðrar glæpastarfsemi í því ríki. Hann var spurður í heil an klukkutíma. Mikið er rætt og ritað um Barböru og dr. Christian Barnard, sem eru búin að vera gift í viku. Hérna eru þau að dást að styttu af Jó- hannesi páfa 23., sem Gia- como Manzu, myndhöggvari hefur gert. Þau heimsóttu hann í Ardea 25 mílur frá Róm. John Saunders og Alden McWilliams Mér væri sko sama, þótt þið segðuð mér, að ég væri tökubarn, ég gæti nú alveg hugsað mér reglulega meyrt Það er margt að sjá hér, herrar rninir. Ég legg því til að við skiptum liði. (2. mynd) Ungfrú Lasaile getur fylgt Troy á meðan Raven og ég forum eitthvað ann- að. (3. mynd) Við skulum heímsaeikja svínastiuna, Danny, þar getum við talað ótruflaðir. Mér segir svo hugur, að um ræðuefnið verði ekki kótelettur. buff núna. £7 U — Gerðirðu þig svona til að ganga í augun á mér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.