Morgunblaðið - 24.02.1970, Side 12

Morgunblaðið - 24.02.1970, Side 12
\ 12 MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1S70 í umsjá í»órarins Magnússonar VEL HEPPNAÐ POP-FESTIVAL ÞRIÚJUDAGIIMN 3. febrúar var haldið í Glaumbæ Pop-Festival, þar sem kynntar voru sex nýjar Pop-hljómsveitir, en auk þess létu til sín heyra Júdas og Fiðrildi og síðast, en ekki sízt léku Fransmennirnir Gaston og Patrice nokkur lög. Festivalið hófst stundvíslega klukkan átta, eins og auglýst hafði verið og var húsið orðið „troðfullt" er klukkan var að nálgast níu. Mundi ég gizka á, að þá hafi verið komnir um það bil sex til sjö hundruð áheyrendur og var ekki annað að sjá og heyra, en þeir kynnu vel að meta þá spilara, sem þarna tróðu upp í fyrsta skipti. Einna beztar undirtektir hlaut hljómsveitin Tjáning/Tárið og var það eina nýja hljémsveitin, sem klöppuð var upp aftur, en þeir gátu því miður ekki tekið aukaíag, þar sem þeir höfðu ekki æft fleiri lög en þau þrjú, sem þeir voru þá þegar búnir að leika. Þar sem ekki hafði verið ráðinn trimbill i hljómsveitina. þegar leið að Festivalinu, var gripið til þess ráðs, að fá að láni trommuleikara Póniks, Sigurð Karlsson til að spila með hljóm- sveitinni þetta eina kvöld. Óhætt er að fullyrða. að snjallari trommuleikara gat hljómsveitin vart fundið til þeirra starfa — enda fór það svo, að Siggi vakti mesta athygli einstakra spilara þetta kvöld. Það voru vitanlega fleiri hljómsveitir en samsteypan Tjáning/Tárið, sem gerðu góða hluti á þessu Festivalí SAM-klúbbsins, en þar sem meiningin er, að „Æskuslóðir" Stefáns og Trausta geri þeim einhver skil á næstunni, ætti að vera óþarfi að fara nánar út í þá sálma hér. ekki að verða í vand- ræðum með að komast í annað band, etns frábær trommuleikarl og hann er.” Og þar hltti Jóhamn svo sannariega nagiann á höfuðlð, því Óli var ekki fyrr hættur I Óð- mönnum, en honum voru farin að bjóðæt „djobb” i hljómsveitum if höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa velt mál- inu vandlegat fyrir sér, ákvað hann að taka til- boði samsteypunnar Tjáning/Tárið og með þeim æfir hann nú nótt sem nýtan dag. „ Þrjú á palli “ og tveim L.P.-plötum Ég „bjallaði” í Svav- ar Gests um daginn og spurðist fyrir um, hvaða fóik hann sendi frá sér á hljómplötum á næstunni. Kvað Svav- ar Óðmenn verða þá næstu, en þeir kæmu 1 lok þessa mánaðar á markaiðinn mcð tveggja laga skifu, mcð lögun- um „Spilltur heimur” og „Komdu heim”. Bæði væru lögin I „blucs“-stíl og væri það bassaleik- ari Óðmanna, Jóhann G. Jóhannsson, sem ætti allan veg og vanda arf sa«nningu þeirra og textanna. Erfitt væri að segja fyrir um hvort væri líklegra til vin- sælda, þau ættu bæði jafn mikinn „sjéns”. Platan var tekin upp i London í byrjun vetr ar og þá hljóðrituð tvö lög til viðbótar, sem gefin verða út á lítilli plötu með vorinu. Þá sagði Svavar okk ur frá nýju þjóöla<ga- tríói, sem nýlega brá sér til London til að leika inn á stálþráð þrettán lög úr leikrit- inu „Þið munið hann Jörund” cftir Jónas Árnason. Þessi lög koma svo á markaðinn á L.P.-plötu í næstu viku. Aðspurður hvort þetta nýja trió kæmi til mcð að halda áfram leik sínum eftir að sýn ingum líkur á Jörundi, kvaðst Sva»var ekki vita fyrir vlst, en hvað scm því líður kemur önnur L.P.-piata með „Þrem á palli” á mark aðinn seinna á þessu ári og voru lögin á hana hljóðrituð i London um leið og lögin á Jörund- ar-plötuna. Tríóið „Þrjú á palli”, er skipað ekki ófræg- ara fólki en þeim Tro- elsi Bendtsen, Eddu hóratrinsdóttur og Hciga Einarssyni, þann ig að ætla má góðs af þessum tveim brciðplöt um svo og framkomu tríósins í skemmtanalif höfuðborgarinnar. Trúbrot í sjónvarpið „Elskaðu náungann” í útvarpið! Þetta er ein af fáum myndum sem teknar voru af Trúbroti meðan á Bandaríkjadvölinni stóð. Eitthvað virðist hagur Trúbrois vera að vænk- ast, þegar sjónva«pið hefur ákveðið að endur sýna þátt þann, sem frumsýndur var 14. sept embcr í fyrra og gerði þá mikla lukku. Það hefur verið opin bert leyndarmál — ef svo má að orði komast — að sjónvarpið aflýsti fyrirhugaðri upptöku á öðrum sjónva>rpsþætti með Trúbroti, þegar hash-notkun hljómsveit arinnar komst í hámæli. Ekki hefur enn verið ráðgerð taka nýs þáttar með þeim, en eins og fyrr segir, virðist dag- skrárdeild sjónvarpsins eitthvað vera að gefa eftir, þegar hún ákveð- ur að gefa sjónvarps- áhorfcndum kost á a>ð virða hina fordæmdu fimmmenninga fyrir sér á skerminum í annað sinn. Þarf ekki að efa það, að þorri lands- manna grípur það tæki- færi til að „pæla> í mál- inu“ fegins hendi — skyldi Trúbrot hafa verið í dópinu meðan á upptöku þáttarins stóð?! Þeir hjá hljóðvarp- inu gátu ekki Iátið hjá liða að spila Trúbrots- iagið um Frelsarann, en forleikurinn að verki því og hluti söngsins var leikið i danslaga- tínuf útvarpsins s.l. sunnudagskvöld, en þul urinn var ekki seinn á sér að stöðva plötuspil arann, þegar hann upp götvaði þessi hræðilegu mistök, og bað haxm hlustendur margfaldrar afsökunac og snéri sið an plötunni við á fón- inum. Ég hafði víst orð á því hér á síðunni síð- ast, að á þcssari siðu yrði viðtal við Shady Owens, söngkonu Trú- brots, en nú hefur mér snúist hugur og ákveð- ið að slá þvi á frest um óákvcðinn tima. Það má þó ekki skilja þetta þannig, að ég telji hana minni masineskju eftir að hún ákvað að halda áfram með Trúbroti — þvert á móti. En ástæð- an er sú, að áður en mér tókst að ná taii af Shady, hafði ég tekið ali ítarlegt viðtal við umboðsmann Trúbrots, Erling Björnsson og birtist þa«ð hér á sið- unni innan tíðar — en viðtalið við Shady eig- um við bara til góða. Ólafur í Óðmönnum Finnur og Jóhann — þeir halda áfram i Óð- mönnum. ÞÁ IIAFA loksins orðið breytingar hjá Óðmönnum og kemur það víst fæstum á óvart, þar eð hljómsveitin hef ur barizt á bökkum frá þvi hún var stofnuð. Enginn hefur þó enn orðið til þess að bera brigður á hæfileika þeirra félaganna, þvert á móti hefur þeim ætíð verið hælt á hvert reipi. Ástæðan fyrir alvinnu- leysi þeirra liggur ekki heldur í óvinsældum heldur hljómlistinni, sem þeir spila — hún er ekki beint heppileg dansmúsík. Breytingar þær, sem nú hafa átt sér stað hjá Óðmönnum eru samt engan vegitin jafn stór vægilegar og búast hefði mátt við, það hafa að- elns orðið mannaskipti við trommurnar og I stað Ólafs Garðarsson- ar er kominn Heiðurs- maðurinn Reynir Harð- arson. Þessi breyting er lið- ur 1 grundvallarbreyt- ingum á prógrammi Óðmanna, en þeir hafa upp á síðkastið verið a<ð gera tilraunir með það, sem þcir vilja kalla „iægri músik og fínni” .... og þar hent ar Reynir okkur bet- ur,“ útskýrir Jóhann í Óðmönnum. „En við viljum ekki undlr neln um kringumstæðum, að fólk misskilji brottför Óla úr hljómsveitinni, við vildum bara breyta til og það sama er að segja um ÓI&>, hann ætti Litli karlinn í Glaumbæ .... eftir að hafa vippað sér út i sal og gefið ókurtelsum piltiá kjammann, gekk Davy aftur upp á sviðlð, stöðvaði hljómsveitlna og kv&xldi síðan áheyr- endur með þessum orð- um: „Ég hef notið þess að syngja hér í Glaum- bæ undanfamar þrjár vikur, EN alltaf hafa þó einn eða tveir orðið til þess að varpa skugga á þá ánægju — já, að- eins einn eða tveir. En vegna> framkomu þeirra hef ég nú ákveðiö að hætta að syngja hér og kveð ég þá með þakk- læti, sem notið hafa þess ara stunda með mér — við hina segi ég ekk- ert.“ Að svo mæltu gerði Davy sig liklegan til að hverfa af sviðinu, enþá brá svo við, að ha«m var klappaður svo kröftuglega upp aftur, að hann varð að lokum að taka tvö aukalög. Voru undirtektir gesta betri en nokkru sinni fyrr og var Davy kvadd ur með þreföldu húrra- hrópi og langvaracidi lófaklappi. Ofanrituð klausa er tekin úr einu táninga- ritanna, sem voru á markaðinum s.I. sumar og lýsir hún viðbrögð- um söngvarams Davy Williams við þvi er einn áheyrenda hans i Glaumbæ hafði skvett á hann úr vínglasi til þess að lýsa frati á vininn. Þetta var ekki í eina skiptið, sem Davy varð að þola< niðuriægingu frá hendi Glaumbæjar- gesta, heldur var það tíður viðburður að blístrað væri á hann og púað — en þó aðelns af einum og einum, elns og Davy sagði sjálfur. Meirihlutinn hafði lítið út á hann að setja. Það var þá helzt „a la Tom Jones og Huperdink" - látbragð hans, sem fólk kunni ekki að meta. En hvað sem öðru líð ur er nú Davy vinur vor Williams kominn á síður útlenzku bítlablað anna og er tilefnið það, &<ð hann hætti að reykja, drekka og tala 1 hcila á mánuði. lauslegri þýðingu er grein sú, sem bítlablað- ið birti um Davy eitt- hva<ð á þessa leið: „David James (hann hef ur nú skipt um eftir nafn), sem talinn er einn efnilegasti rock'n* roli söngvari Wales, varð ilia við, er læknir hans tjáði honum, að hann væri kominn með illkynjaða barkahimnu bólgu, þasi ilikynjaða, að hann gæti eins hætt að hugsa um sönginn. Eitt ráð átti iæknirinn þó tll, sem ef til vill gæti orðið til þess, að David endurheimti söng rödd sína, en það var að hætta algerlega að tala, reykja og drekkai 1 þrjá mánuði. Það gæti ef til viil orðið tii bjargar. David ákvað að fara að ráðleggingum Iæknis ins og þessa þrjá löngu mánuði vann hann sem daglaunamaður í stál- verksmiðju. Það væri liklcga flestum crfitt að mæla ekki orð af munni í lengri tíma, hvað þá að málgcfinn Welshbúi takl það út með sitj- andl sældlnni, en David sór þess dýran eið að þegja og við það stóð hann. „Samverkacnenn min- ir veðjuðu oft stórum upphæðum sin á milli um það hvcrjum tækist að fá mig til að tala, en það varð þeim glat að fé,“ sagði David. „Ef það hefði ekki verið fyr ir sönglnn, sem ég lagði þetta allt samati á mig, hefði mér aldrei tekizt að halda þetta út. Þetta var að gera mig brjál- aðan, sérstaklega þar sem sa«nverkamenn minir voru farnir að taka þctta allt saman sem heilmikinn brand- aca.“ En að lokum hefur Da vid tekizt að fá sig góð an af barkahimnubólg- unni. Og nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið sem söngv arl. Hann er meira að segja búinn að senda fra sér nýja plötu með fjörugu lagi sem hann kaillar „Nothing Left To Lose“. (Hann hefur nokkrum sinnum átt plötur meðal fimmtíu söiuhæstu í Bretlandi. Þýð.) Þetta nýja Iag hans ætti að geta náð miklum vinsældum, ekki sizt ef plötusnúð- ar diskótekanna eiga eftir að fá augastað á þvi,“ sagði bitlablaðið að Iokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.