Morgunblaðið - 24.02.1970, Page 11

Morgunblaðið - 24.02.1970, Page 11
MORGUMBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1S70 11 Brezka tímaritið ,,The Eco- nomist“ birti nýverið eftirfar- andi grein um afstöðu Finn- lands til Efnahagsbandalags Norðurlanda (Nordek): Hið árlega þing Norðurlanda- ráðs kom saman til fundar í Reykjavík, höfuðborg íslands, í þessari viku og þar mættust stjórnmálaleiðtogar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar aðeins fáeinum dögum eftir að embættismenn þessara fjögurra landa höfðu samþykkt uppkast að fyrirhuguðu Efnahagsbanda- lagi Norðurlanda (Nordek). All ir fjórir forsætisráðherra®nir töl uðu af áhuga um málið. Per Borten, forsætisráðherra Nor- egs, gekk svo langt að hann lýsti þeirri von sinni að þing Noregs myndi staðfesta sáttmál- ana á þessu vori. Svo virðist sem hann geti reitt sig á öruggan stuðning jafnaðarmannaflokks- ins, sem er í stjómarandstöðu. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var næstum því jafn bjartsýnn. Hann lýsti því yfir að hann væri 90% viss um að Nord- ek mundi verða að veruleika. Þessar yfirlýsingar stungu mjög í stúf við vonleysi það, sem virt- ist umlykja alla áætlunina um sl. áramót. í desember hafði „toppfund- ur“ Efnahagsbandalagslandanna sex (EEC) í Haag þau áhrif að Danir og Norðmenn fengu aftur áhuga á möguleikum á aðild að EEC. Þá gerðist það, að Finnar spyrntu skyndilega við fótum og hættu við fundahöld um Nordek, sem forsætisráðherrar landanna fjögurra höfðu ráð- gert. Forsætisráðherra Finna, Mauno Koivisto, tók fyrst upp þá stefnu, að frekari umræður um Nordek á stjómmálasviðinu yrðu að bíða þar til eftir hinar almennu þingkosningar, sem fram eiga að fara í landinu í næsta mánuði. Síðan gerðist það 12. janúar, að hann setti nýtt skilyrði. Hann sagði þá, að ef eitthvert hinna Norðurlandanna hæfi opinbera samninga um að- ild að EEC mundi Finnland unum á sl. ári. Lagt er til, að komið verði á tollabandalagi með sameiginlegum ytri tolli og verði þessu komið á fyrir 1974, enda þótt tollur á vissum vöru- tegundum breytist ekki næstu 10—15 árin. Tollar á járni og stáli (sem eru engir nú í Dan- mörku og Noregi) verði ekki samræmdir, nema að samþykkt verði að gera það síðar. Norð- mönnum og Finnum verður bætt- ur sá hnekkir, sem landbúnað- ur þeirra verður fyrir með til- komu Nordek. Þrír sameiginleg- ir sjóðir verða settir á stofn, fyr ir landbúnað, fiskveiðar og einn fyrir almenna þróun og nemur sameiginlegt fjármagn sjóðanna Þessa mynd frá fundi Norðurlandaráðs birti „The Economist" með grein sinni um Nordek. Sýn um 35 milljónum sterlingspunda ir hún Sigurð Bjarnason, forseta ráðsins, í ræðustól. á ári. Svíar munu leggja til um helming þessarar upphæðar. Hér er stórt séð um að ræða mikla framför frá hinu ófullkomna uppkasti, sem lagt var fram í júlímánuði sl. Ráðherrar þeir og þingmenn, sem saman komu í Reykjavík í þessari viku, ættu ekki að vera í neinum vandræð- um með að samþykkja hið nýja uppkast. En svo lítur þó út að enn muni verða erfitt að koma saman þeim greinum samningsins sem fjalla um hugsanlega aðild eins eða fleiri landanna að EEC. Hví slá Finnar úr og í varðandi Nordek? áskilja sér rétt til þess að hætta með öllu viðræðum um Nordek, en í bili myndu Finnar halda áfram að taka þátt í viðræðum embættismannanna. í þessum viðræðum (sem lauk í Stokk- hólmi 4. febrúar) með samkomu- lagi um uppkast að samningn- um) lögðu Finnar til, að ef eitt Nordeklandanna tæki ákvörðun um að ganga í EEC væri hinum löndunum frjálst að fara ekki að þeim skilmálum Nordek-sáttmál- ans, sem þetta myndi hafa bein áhrif á. Hins vegar þyrftu lönd- in ekki að segja skilið við Nordek fyrir fullt og allt. Á vissan hátt voru Finnar með þessu að neyða Norðmenn og Dani til þess að sýna svart á hvítu hvort þeir hefðu raun- verulegan áhuga á Nordek eða hvort löndin þættust aðeins hafa Gamla krónan i fullu verógildi áhuga á Nordek á meðan þau raunverulega sæktust eftir aðild að EEC. Finnar sjálfir, þrátt fyr ir hve þeir hafa tvístigið í mál- inu, sýndust hafa alvarlegan áhuga á Nordek engu að síður. Það, sem Koivisto hlýtur að hafa í huga, sem aðeins er eðli- legt, er að sýna Rússum (og kommúnistum, sem eiga sæti í stjóm hans) að Nordek væri ekki tæki til þess eins að draga öll Norðurlönd, og jafnvel Finn land með, inn í EEC. Samningsuppkast það, sem nú hefur orðið samkomulag um, leys ir flest þau vandamál, sem skutu upp kollinum í samningaviðræð- BOKA MARKAÐURINN lónskolanum Nauðungaruppboð annað og síðasta é m/s Sæberg SK-28, þingl. eign Gísla og Guðmundar Kristjánssona, Hofsosi, fer fram miðvikudaginn 25. febrúar n.k. og hefst kl. 14.00 í dómsalnum á Gránu- götu 18 og verður síðan fram haldið við bátinn sjálfan i drátt- arbrautinni í Siglufjarðarhöfn. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 14. febrúar 1970. N auðungaruppboð það, sem auglýst var í 1,2. og 4. tbl. Lögbirtingablaðsins 1970 á húseign við Þuríðarbraut, Bolungarvík, þinglesin eign Marísar Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, ísa- firði á eigninni sjálfri föstudaginn 27. febrúar n.k. kl. 14.00. Lögreglustjórinn Bolungarvík. N auðungaruppboð sem auglýst var i 35., 38. og 42. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1969 á húseigninni Kirkjubraut 10, Njarðvíkurhreppi, eign Reynis Leóssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimars- sonar, hrl., Hákonar H. Kristjónssonar, hd'l., Jóns Magnús- sonar, hrl., Einars Viðar, hrl., Jóhanns Ragnarssonar, hrl., Inn- heimtu ríkissjóðs, Veðdeildar Landsbanka íslands, Vilhjálms Þórhallssonar, hrl., Axels Kristjánssonar, hrl. og Vilhjálms Amasonar, hrl., á eigninni sjálfri fimnstudaginn 26/2. 1970 kl. 4.30 e.h. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Camel Camel Camel Camel Camel e 3 2> o B 3 ■L n B 3 £. n B 3 £• n B 3 £• n 8 3 £• n B 3 £• n 8 3 o Ef þú lítur í ulheimsblöð er úvullt CAMEL í fremstu röð o 3 s u "« 3 B U ■® 3 8 U ■« 3 s u TJ 3 8 U "o 3 8 U "« 3 8 U ■« 3 8 Camel Camel Camel Camel Camel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.