Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 15
f MORGtTNBOLAÐIÐ, FIiMMTUDAGUR 2-6. FBBRÚAR 10*70 15 NÆSTKOMANDI sunnudag verS ur skoðanakönnun meðal íbúa Eyrarhrepps og Isafjarðarkaup- staðar um það, hvort sameina skuli sveitarfélögin tvö« Sam- starfsnefnd á vegum sveitarfé- lagranna, sem undanfarið hefur unnið að athugun þessa máls, hefur gefið út upplýsingarit, sem dreift hefur verið til íbúa sveitar félaganna, en í þvi er drepið á þá þætti, sem helzt koma til með að hafa áhrif á hugsanlega sam einingu sveitarfélaganna. Guðfinnur Magnússon sveitar Stjóri í Eyrarhreppi hefur tekið satman upplýsinigaritið í sam- ráði við samstarfsnefndina og skýrði hann Mbl. frá helztu þáttuim, sem þar koima fram. Uppéiaf þess að fardð var að ræða hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna var það, að ísa- fjarðarkaupstað vantaði lóðir til byggingar einbýlishúsa og var óislkað eftir viðræðum við hrepps nefnd Eyraríhrepps um hugsan- lega sameiningu hluta hreppsins (Skutulfjarðar) og ísafjarðar. Eyrhreppdngar töldu ekki æski- legt að skipta sveitarfélaginu en vtoru fúsir til viðræðna um al- gera sameiningu sveitarfélag- anna. Samstarfsnefnd var komið á og hefur hún starfað í fjögur ár og kannað helztu þætti sem þetta miái varða. — Hvað mælir aðallega með sameiningu sveitarfélaganna? — í inngangi upplýsingarits- ina stendur orðrétt: „Þessi tvö sveitarfélög myndu, sameinuð, mynda stærri og öflugri heild, Sameining í saf j arðar og Eyrarhrepps? sem á að hafa meiri möguleika á að koma til leiðar ýmsum hags munamálum, t.d. gagnvart ríikis valdinu og býður jafnframt upp á bætta þjónustu og aiulkna mögu leilka íbúunum til handa á ýms- an hátt“. Þarna er m.a. átt við að gerð verði sérstök fram- kvæmdaáætlun, sem næði yfir allt svæðið, skipulagningu íbúða hverfa, hafna- og samgöngumál og aðrar verklegar framikvæmd- ir. — Það er staðreynd að iðnað- ur, annar en fiskiðnaður, er ekki til svo teljandi sé í Eyrarhreppi og því verða íbúar sveitarfélags ins og fyrirtæki þar að sækja alla slíka þjónustu til ísafjarð- ar. Til dæmis verða útgerðarfyr irtælki í Hnífsdal áð sækja alla véla- og viðgerðaþjónustu tii ísafjarðar. Þetta veldur því að óeðlilega mikið fjármagn er flutt til ísafjarðaæ en staðnæmist ekki í Eyrarhreppi. Með sam- einingu sveitarfélaganna myndi þessi aðstöðumunur jafnast. Einn ig myndi sveitarstjórnarkostnað- ur minnka, því yfirstjórn ís- fjarðarkaupstaðar gæti annazt yfirstjórn þessa hugsanlega nýja sveitarfélagis. — Það er rétt að talka það fram, sagði Guðfinnur, að sam- skipti sveitarfélaganna hafa æv- inlega verið mjög góð og eru þeg ar orðin mjög mikil. Það má segja að Eyrarhreppur og fsa- fjarðarkaupstaður myndi þegar eina heild, félagslega og atvinnu lega. ísfirðingar sækja atvinnu út í Hnífsdal og íbúar þar sækja til ísafjarðar og verzlun og við- dkipti eru sameiginleg. Einnig hafa sveitarfélögin rekið sameig inlega rafveitu í yfir 30 ár og samvinna er í fræðslumálum og á fleiri sviðum. Niðurstöður skoðanakönnunar innar n.k. sunnudag koma eklki til með að ráða úrslitum um framgang málsins. Það er sveit arstjórnanna að taka ákvörðun og séu þær hlynntar sameiningu þarf að leggja málið fyrir Al- þingi. Leikfélag Kópavogs: ÖLDUR Höfundur: Jakob Jónsson Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir ÞAÐ skiptir mestu máli fyrir áhugamannaleiikfélag að velja sér hentugt veíkefni. Öldur, eftir Jakob Jónsson, er tiivalið léik- rit handa litlu leilkhúsi, enda (bom á daginn, að Leikfélagi Kópavogs tókst að gera úr því athyglisverða og að mörgu leyti skemmtilega sýningu. Leilkritið er efcki viðamikill skáldskapur, en geðþeklkt verfc, sem vel er þess virði að kynnast. Öldur, er í serrn raunsæ og rómantíslk mynd úr íslensku sjávarþorpi upp úr 1930, en Jak- ob samdi leikritið 1939. í Öldum, er sagt frá Ásnmtndi formanni og bátseiganda, konu hans, syni og fósturdóttur. Auk þess koma við sögu Valur Araeon, kandí- dat í lögfræði og háseti hjá Ás- mundi, og Erla sýslumannsdótt- ir. Jafnfraimt því sem leitast er við að sýna lífsbaráttu gömlu hjónanna, er aðalefni leiksins togstreita milli kvennanna ungu, alþýðustúlkunnar og höfð- ingjadótturinnar, um hinn efni- lega unga 1 ö g f ræði'k andí d a t. IHann kemst sikyndilega til æðstu metorða í þorpinu, er settur sýslumaður fyrir atbeina sýslumannsdótturinnar. Breysk- leiki hans, af saklausasta tagi, bitnar á þeim, sem honum þykir vænst um, fjölskyldu formanns- ins og leikurinn virðist ætla að enda sam hanmleikur. En þá berst óvænt hjálp. Hið góð'a sigrar og andi kristilegrar auð- mýktar og fyrirgefningar fer um sviiðið. Öldur, er einfalt verk í sinið- um og boðskapur þess skýr. Það greinir frá heilbrigðu og eðli- legu fóillki á örlagastundu; at- burðarásin knýr þetta fólk til að taka afstöðu, sýna hug. sinn. Það á samúð höfundardns; honum þykir vænt um það og reynir ekki að gera lítið úr því. Jafnvel dekurbarnið Erla, sem er eigin- girnin uppmáluð, býr yfir þeim mannlegu eiginleilkum, sem duga. Enda þótt segi megi, að á köflum jaðri leikritið við að vera of „hugljúft", verður ein- lægni þess ekki dre-gin í efa, trúverðug aðferð höfundarins við að gera persónurnar nákomn ar áhorfendum. Jakob Jónsson er auðsýnilega töluverður húmoristi og þótt hófsemin ráði ferðinni í leikriti hans, bregður hann víða á leik í samtölunum. Gamansemin hittir í mahk og kemur því til leiðar að hvergi er um að ræða nöturlega þorpsmynd, vonieysi fátæktar eða eymdar. Miklu frekar mætti segja, að viss eftir- sjá korni fram; hið liðna öðlast óvænt skáldlegt líf í höndum höfundar og elklki síst leikstjóra, sem unnið hefur mjög gott verk með uppsetningu Aldna. Ragnhildur Steingríimsdóttir hefur fyllilega skiiið anda og eðii leikritsins. Hún reynir ekki að gera annað úr því en efni standa til. Hún er þaiuikunn- ug áhugamannaleikhúsum og hefur verið heppin með val leik- ara í Öldur. Ásmund formann, leifcur Magnús B. Kristinsson. Ég minn- ist þess ekki að hafa séð Magnús fyrr á sviði, en þrátt fyrir hik, sem stundum háir túllkun hans, er framimistaða leilkarans með ágætum þegar á heildina er liit- ið. Hann vekur í upphafi það traust, sem ætlast er til af hon- um. Hildi, konu Ásmundar, leikur Auðúr Jónsdóttir af sannri inn- lifun í hlutverkið og verðux sam leikur þeirra Auðar og Magnús ar á köflum minnisstæður. Grírn, son þeirra hjóna, leikur Gunnar Magnússon, og enda þótt lítið reyni á hann í hlut- verkiinu, er túlkun hans blátt áfram og hnökralaus. Guðríður Guðbjörnsdóttir leik- ur Helgu, fósturdóttur Ásmund- ar og Hildar. Guðríður er nýút- skrifuð úr leiklistarskóla og vekur fágaður leikur hennar vonir um að hér sé efnileg leik- kona á ferð. Hlutverk Helgu er mikilvægt og Guðríði tekist vel að veita því þá reisn, sem höfundurinm leggur hvað mesta áherslu á. Helga er hin sterka og manneskjuilega stúllka, sem vekur hina veiklyndu til skiln- ings og hvetur þá til þátttöku. Val Araison, kandídatinn unga, leikur Jón S. Gunnarssotn, sem reykvískir leilkhúsgestir þekkja m.a. fyrir leiik hans í Fiðlaran- um á þakinu. Hlutverk Jóns í Ölduim, er vandasamt og lei'kur hans er ekki tilþrifaimifaill, en hann kemur þó því til skila, sem máli skiptir og leikur hans efli&t eftir því sem nær dreguir úrslit- um. Jónína H. Jónsdóttir hefur þegar til að bera sviðsreynslu, enda lðk hún sfcemmtilega og nofakuð ísmeygilega sýsiumanns dótturima Erlu, sem skyndiilega minnist þeiss að hún er hjúkrun- arlkona og verður hið frelsandi afl í l'eiknum. Félagar úr Leikfélagi Kópa- vogs hafa gert leikmynd og valið búninga af umtalsverðri hug- kvæimni, og vitnar allt starf þeirra um dugnað og áihuga, sem eflaust á eftir að gera leiklistar- líf í Kópavogi markverðara en það hefur verið undanfarin ár. Að minnsta kosti gefur sýningin á Ölduim, tilefni tiil slíkra vona og óska. Jóhann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.