Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1970, Blaðsíða 17
MORlOU'NlBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1970 17 "1 Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna Ritstjóri: Anna Bjamason. Kvenfélagasambandið stofnar bréfaskóla tauþrykk, tilsögn í því að standa fyrir námshringastarfi, o. fl. Munu konurnar síðan halda nám s'keið heima í sínum héraðssam- böndum í þessum greinum, eft- ir því sem aðstæður leyfa. Er þetta annað árið í röð, sem efnt er til slíks námskeiðs. Kennarar á námskeiðinu eru Kristín Jónsdóttir, Gíslrún Sig- urbjörnsdóttir og Sigríður Har- aldsdóttir, sem jafnframt er stjórnandi þess. Sigríður Har- aldsdóttir veitir Leiðbeiningar- stöð húsmæðra forstöðu. Þessi föngulegi hópur er meirlhlutj fulltrúanna er sótti þing L andssambands Sjálfstæðiskvenna er haidið var á Þingvöilum ásíðastliðnu sumri. — (Ljósmynd: Herdís Guðmundsdóttir) A NÆSTSÍÐASTA landsþingi Kvenfélagasambands íslands var samþykkt, að koma á fót bréfa- skóla á vegum sambandsins og er nú fyrsta verkefni hans til- búið. Fjallar það um umgengn- ishætti og nefnist „Siðvenjur og háttprýði“. Höfundurinn er norskur, Hákon Sommerset, yf- irkennari, en Sigríður Thorla- cius hefur þýtt það og staðfært. Nýbyrjað er hálfs mánaðar námskeið hjá K.í. fyrir konur víðsvegar að af landinu. Kennslu greinar eru margs konar föndur, Vaxandi áhugi kvenna á borgar- og sveitast j órnar málum Mót Sjálfstæðiskvenna um sjálfstjórnarmál um helgina NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag verður haldið mót Sjálfstæðiskvenna um sveitarstjórna- og flokksmál í Valhöll við Suðurgötu. Er það Landssamhand Sjálfstæð iskvenna og Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt í Reykja- vík, sem fyrir mótinu standa. Tilgangurinn með móti þessu er að undirbúa konur undir bæjar- og sveitar- stjórnakosningar í vor. Einn- ig er tilgangurinn að efla samvinnu félaganna úti á landi. ÁHUGI KVENNA Á LÁNDS- MÁLUM ER SÍVAXANDI Reynslan af tveim undanförn- um landsþingum, Sjálfstæðis kvenna, en þau eru haldin annað hvert ár, hefur verið með slíkum ágætum, að okkur finnst ástæða til að efna til slíks móts, sem þessa, mæltu þær Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Lands sambands Sjálfstæðiskvenna og Geirþrúður Hildur Bernhöft for maður Hvatar er Vettvangur kvenna ræddi við þær s.l. sunnu dag um mótið, dagskrá og tilhög- un þess. Einmág hefur komið berlega í ljós að áhugi kvenna á sveitar- stjórnar og landsmálum fer mjög vaxandi. Sást það m.a. með hinni miklu þátttöku kvenna í síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á hausti s.l. Þennan aukna áhuga má m.a. þakka hinum velheppnuðu og vel sóttu landsþingum Sj álf stæðis- kvenna, sem hafa bæði verið fjöl sótt og í alla staði vel heppnuð mót. Hið síðasta var haldið á Þinigvöfflium á liðmu sumiri. Þá hefur einnig komið fram að kon- ur vilja fá aukin áhrif í bæjar- og sveitarstjórnum. Að undirbúningi mótsins vann undirbúningsnefnd sem skipuð var þessum konum: Ragnhildi Helgadóttur, Elínu Jósefsdóttur, Helgu Gröndal ásamt formönn- um Landssambandsins og Hvat- ar. FLOKKS STARFIÐ OG FRAM- KVÆMD KOSNINGANNA FYRIR HÁDEGI Á laugardag hefst mótið með nokkuð nýstárlegum hætti, en félögin tvö sem að því standa, bjóða mótsgestum til morgunkaff is kl. 9. Mótið verður síðan sett stundvíslega kl. 10. Að setningu lokinni mun dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, varaform. Sjálf stæðisflokksins flytja ávarp í for föllum dr. Bjarna Benediktsson ar, forsætisráðherra. Undirbúningsnefndin kom sér saman um að fyrri dagur móts- ins yrði helgaður flokksstarfinu og sveitarstjórnarmálum, en síð- ari dagurinn helgaður fundar- sköpum og ræðumennsku. Að loknu ávarpi varaformanns ins flytur Baldvin Tryggvason, formaður skipulagsnefndar Sjálf stæðisflokksins ræðu er hann nefnir: Flokksstarfið og kjósand inn. Þá flytur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ræðu um undirbúning og framkvæmd sveit arstj órnarkosninganna. Ef tími leyfir verða frjálsar umræður að ræðunum loknum, fram að hádegisverðarhléi. S VEIT ARST J ÓRN ARMÁL EFTIR HÁDEGI Eftir hádegi hefst dagskrá sem eingöngu er helguð sveitarstjórn armálum og unnin og flutt af kon um, sem sæti eiga í sveitarstjórn, bæði í borg, bæ og sveit. Fyrst á mælendaskrá er Auður Auðuns, sem verið hefur í borg- arstjórn Reykjavíkur fjölmörg undanfarin kjörtímabil og for- seti borgarstjórnarinnar, eins og kunnugt er. Mun Auður flytja erindi úm hlutverk sveitar- stjórna almennt. Þá er á mælendaskrá Ingibjörg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og ræðir hún um heil- brigðismál, enda þeim málum vel kunnug, þar sem hún er yfir- hjúkrunarkona á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þriðji ífriuimimœliainidiinin er Sal- óme Þorkelisdóttir, hrepp9n©fndar kona í Mosfellssveit og ræðir hún um skólaimlál. Skólamál hafa verið mjög á dagskrá að undan- förnu og er Salóme þeim málum vel kunnugt, því hún hefur átt sæti í skólanefnd um árabil. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni að ræðuimennska og fundarsköp verða kynnt á grund velli Dale Carnegie námskeiðs- ins í umsjá Konráðs Adolphsson ar, viðskiptafræðings og Ólafs B. Thors deildarstjóra. Á þeim •gmuinidveílli er efndð kynnt á miobk uð frábrugðinn hátt frá hefð- bundnum ræðumennskustíl. Þess má geta að námskeið þessi eru nú haldin í 35 þjóðlöndum víðs vegar um heim og um 80 þúsund blandað geði. Samstarf innan hinna ýmsu félaga vex ekki hvað sízt með mótum sem þessum, fyr- ir utan hve nauðsynlegt er fyrir allar konur að kynna sér sem bezt sveitarstjórnarmál, þar sem það eru þau málefni, sem þær geta haft einna mest áhrif á. Gífurlegum fjármunum er ár- lega varið til t.d. heilbrigðis- dkóia-, æskiuilýðs- og bannia- verndarmála. Segja má að það séu þau mál, sem sherta konurn ar einna mest. Það er því ekki úr vegi að konur kynni sér al- mennt hvað gert er í þessum málum, og jafnvel leggja til mál anna ef þær sjá einhverjar leið ir sem betur henta heldur en notaðar eru. Á vori komandi eiga konur jafnt sem karlar að ganga til kosninga. Þær eiga að kjósá full trúa sína í borgar, bæjar og Undirbúningsnefndin, sem vann að undirbúningi mótsins Frá vi nstri: Helga Gröndal, Geirþrúð- ur Hildur Bemhöft, formaður Hvatar, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ragnhildur Helgadóttir og Elín Jósefsdóttir. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Og loks talar Sigurlaug Bjiamniaidóttir, vairaJbongairfujlttrúi í Reykjavík. Hún mun ræða um æslkulýðis- og baimiawernidaTmál. Sigurlaug hefur verið í barna- verndarnefnd Reykjavíkur und anfarin ár. Eftir framsöguierinidin verða frj álsar umræður. FUNDARSKÖP OG RÆÐU- MENNSKA Á GRUNDVELLI DALE CARNEGIES Síðari dagur mótsins er helg- aður fundarsköpum og ræðu- mennsku. Þann dag hefst fund- urinn einnig stundvíslega kl. 10, eftir að fundargestir hafa aftur þegið morgunkaffi. manns tóku þátt í þeim á s.l. ári. Allt útlit er Jyrir að fjöldi Sjálfstæðiskvenna sæki mótið. Fulltrúar frá 14 félögum utan Reykjavíkur hafa þegar tilkynnt þátttöku sína. — Að gefnu til- efni má geta þess að öllum Sjálf- stæðiskonum er heimil þátttaka í mótinu og ber að tilkynna þátt- töku sem allra fyrst, í síðasta lagi kl. 5 á morgun (föstudag), í síma 17100. NAUÐSYNLEGT AÐ KYNNA SÉR SEM BEZT HVERNIG SVEITARSTJÓRNARMÁLUM ER HÁTTAÐ Það er ómetanlegt fyrir Sjálf stæðiskonur að fá að taka þátt í móti sem þessu. Þarna hittast konur víðs vegar að af landinu og geta skipzt á skoðunum og sveitarstjórnir, þá fulltrúa, sem á næstu fjórum árum eiga að ráða m.a. hvernig þessum mál- um verður háttað. Og úr því að við búum við lýðræðisskipulag, þar Sem hinn almenni kjósandi hefur tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála, þá er bæði synd og skömm að notfæra sér það ekki. En til þess að geta gert það verða allir að kynna sér hvernig á málunum hefur verið haldið. Þá fyrst er hægt að koma með tillögur til úrbóta, ef einhverjar eru. Því eiru mót, sem þetta svo af- ar mikilvæg. Þar er hægt að kynnast málunum og ræða þau við konur, sem sæti eiga í stjórn um byggðarlaga sinna og geta komið breytingum á framfæri. A. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.