Morgunblaðið - 26.02.1970, Side 11

Morgunblaðið - 26.02.1970, Side 11
MORöUNíBLAÐIÐ, FEMMTUDAGUK 26. FEÐRÚAR 1070 11 Baldvin Jóhannesson símvirki Otrateig 30. 41 árs. Maki: Ragnheiður Indriðadóttir. Afkoma fólks í flestum til- fellum er háð því hvaða mögu- leika byggðarlagið getur boðið upp á. Nokkrum vandkvæðum tel ég því vera bundið að greina einn flokk mála frá öðrum, þeg- ar á heildina er litið, vegna þess að í vaxandi borg, svo sem Reykjavík er, hljóta hinir ýmsu þættir að gripa nokkuð hver inn á annars svið. Atvinnumálin hljóta þó að skipa öndvegi sem undirstaða alls velfarnaðar. Gróskumikið atvinnulíf, efling eldri atvinnu- greina og uppbygging nýrra eru mál málanna og það þarf að nýta nýjustu tækni og vísindi á sem hagkvæmastan hátt. Samhliða þvi og sem forsendu þess, þarf að leggja áherzlu á eflingu hag- nýtrar menntunar ungs fólks, menntunar, sem miðast við þarf- ir atvinnuveganna. Vel þarf að búa að ungu fólki, svo að það geti lagt rækt við hugðarefni sín. Því þarf að veita góða aðstöðu á öllum sviðum, svo að áfram haldi uppvöxtur þróttmikillar æsku, sem er þess megnug að takast á við vanda- mál framtíðarinnar Reykjavík- urborg og landinu öllu til heilla. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri Kleifarvegi 11. 43 ára. Maki: Júlia Sveinbjamardóttir. Svo mun um flesta þá, er hug hafa á félagslegum málefnum og bera hag bæjarfélags síns fyrir brjósti, að þeir láta sér, hver um sig, öðru fremur annt um ákveðna þætti hinna samfélags- legu málefna eða málaflokka. Þannig er því að sjálfsögðu einnig háttað um mig, og koma mér þá fyrst í hug fræðslu- og menningarmál. Jafnljóst er mér hitt, að í nútímarekstri vax- andi borgar eru flestir þættir borgarmálefna hver öðrum háð- ir að meira og minna leyti, og gefur því auga leið, að þótt þau mál, sem ég nefndi, séu mér öðr- um hugleiknari, þykist ég engu að síður hafa áhuga á öðrum málaflokkum. Þessu líkt mun og flestum far- ið. Hver sá, er leitar eftir trausti samborgara sinna, og ef til vill öðlast það, hlýtur að láta sig miklu skipta öll þau málefni, er varða hag og ham- ingju borgarbúa í heild. í hans hlut kemur að fjalla um fjöl- mörg efni, sem fljótt á litið eiga litið skylt við höfuðáhugamál hans, en eigi hann að reynast traustsins verður, ber honum umfram allt að bregðast við þeim af djörfung og heiðarleika, en varast einstrengingsleg viðhorf og hagsmunasjónarmið. Og þetta verðum við öll að hafa hugfast: Ef Reykjavík á að geta staðið I fararbroddi um vaxandi menningarlíf og samfé- lagslega þjónustu að nútima- kröfum, hlýtur grundvöllur þess jafnan að verða einn og hinn sami, en það er heilbrigður og öflugur atvinnurekstur I höndum einstaklinga og félags- samtaka. Bergsteinn Guðjónsson bifreiðastjóri B&staSarvegl 77. 68 ára. Vinnan er undirstaða lifs hvers einstaklings, því er það áhugamál mitt, að borgaryfir- völdin á hverjum tima, geri sitt ýtrasta til að borgarbúar þeir sem vinnufærir eru, hafi ávallt nægilega atvinnu sér til lifs- framfæris, og bæta um fyrir þeim sem veikir eru, eða sem eru á einhvern hátt ekki vinnu- færir, þannig að þeir geti einn- ig lifað mannsæmandi lifi. Að gert verði allt, sem unnt er, til þess að sjá skólafólki fyr- ir atvinnu yfir sumarmánuðina og með þeim launum, sem fólkið teldi þess vert að vinna fyrir, og á þann hátt haft áhuga á vinnunni og borið virðingu fyrir henni. Að bætt verði aðstaða ein- stæðra mæðra þannig, að byggð- ar verði hentugar íbúðir þeim til handa, og þá jafnframt séð svo um, að þar verði einnig húsnæði fyrir barnagæzlu. Þær sem í eigin húsnæði búa verði aðstoðaðar svo sem unnt er við að koma börnum þeirra á gæzluheimili. Að sjálfsögðu er áhugamál mitt, að stjórn borgarinnar verði í hendi sterkrar samhentrar stjórnar, því þá munu þau vanda- mál, sem að steðja hverju sinni verða leyst á farsælan hátt. Birgir ísl. Gunnarsson héraðsdómslögmaður. Fjölnisvegf 15. 33 ára. Maki: Sonja Bachman. Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar um fjölþætta málaflokka, sem snerta daglegt líf borgar- búa á margvíslegan hátt. Borgar- fulltrúar verða því að hafa mestan áhuga á þeim málum, sem eru til úrlausnar og ákvörð- unar hverju sinni. Mig langar að drepa á nokkra málaflokka, sem borgarstjórn þarf I náinni framtíð að fjalla um og hljóta því að verða áhuga- mál borgarfulltrúa. Hið erfiða ástand í atvinnulífinu undan- farin ár knýr sveitarstjórnir til aukinna afskipta af atvinnumál- um. Borgarstjórn hefur því sam- þykkt gerð atvinnumálaáætlunar Reykjavíkur, sem gefur tilefni til að leitað sé nýrra leiða í ým- iskonar fyrirgreiðslu af hélfu borgarinnar við atvinnuvegina. Ferðamannaþjónusta er og vax- andi atvinnugrein, sem borgar- stjórn þarf að láta meir til sín taka en verið hefur. Innra starf skólanna verður vafalaust mikið á dagskrá næsta kjörtímabil og tillaga Sjálfstæð- ismanna í skólamálum á að geta orðið upphaf að nýrri þróun framtíðarskólans í Reykjavík. Sú staðreynd að Reykjavík er að vaxa úr borg í stórborg kem- ur vafalaust til með að móta við- horf borgarfulltrúa á næstunni, einkum á sviði félags- og æsku- lýðsmála. Stórborgarvandamálin gera nú óðum vart við sig og við þeim þarf að bregðast með þeim beztu ráðum, sem þekking okkar á þjóðfélagsvísindum bendir á. Fleiri mál mætti upp telja, en í framkvæmd ræður það úrslitum, að samhent stjórn sé við stjórnvölinn. KAUPMENN — KAUPFÉLÖG Nýkomin Postufíns- matar- og kaffistell Jón Jóhannsson & Co. Skólavörðustíg 1 A — Sími 15821. KJÖRBÚÐAR - KÖRFUR STERKAR — ÓDÝRAR. FYRIRLIGGJANDI. Strandberg hf. heildverzlun HVERFISGÖTU 76 — SÍMI 16462. BYGGINGARVÖRUR Sísatpappi Plastdúkur Þakpappi Saumur Kalk Móta- og bindivír Vírnet Rappnet A J. Þorláksson & Norðmann hf. Auglýsing um starfslaun handa listamönnum árið 1970. Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa ís- lenzkum listamönnum árið 1970. Umsóknir sendist formanni Ohlutunarnefndar starfslauna, Runólfi Þórarinssyni, fulltrúa I Menntamálaráðuneytinu, fyrir 25. marz n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. I umsókn skal tilgreina eftirfarandi atriði: 1) Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár. 2) Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3) Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4) Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en til eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunar- launum menntaskólakennara — eða um kr. 20 þús- und á mánuði. 5) Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1969. 6) Umsækjandi kemur því aðeins til greina að fá starfslaun, að hann sé ekki á föstu mánaðarkaupi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlazt, að hann helgi sig óskiptan verkefni því, sem liggur umsókninni til grundvallar. 7) Að toknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslaunanna. 8) Tekið skal fram, að umsóknir um starfslaun árið 1969 gilda ekki í ár. Reykjavík, 24. febrúar 1970. Úthlutunamefnd starfslauna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.