Morgunblaðið - 14.05.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1970, Blaðsíða 28
28 MORGXÍNBIAÐIÐ, FIMMTUBAGL’R 14. MAÍ' 1070 ina í Babin, sem fagnaði hon- um með óeðlileguxn innileiik. — Komdu inn, Mauvoisin. Við vorum að búast við þér. Lofðu mér að taka hattinn þinn og frakkann. Einihver ógreinileg manns- mynd sást sem snöggvast halla sér yfir handriðið uppi. — Þú ratar, er það ekki? Komdu upp. Hún vinkona okk- ar, hún Armandine vildi ekki fara að hátta fyrr en hún væri búin að heilsa upp á þig. Stofan var í hálfrökkri. Arm- andine íklædd girnilegum nátt- klæðum lá út af á legubekknum. — Ég er nú bara bálvond við yður, hr. Mauvoisin,, saigði hún ertandi. — Ég vax fyrsta mann- eskja í La Rochedle að vera góð við yður, og þér hafið aldnei lit- ið inn til mín. Gilles gat ekki þolað gróður- húsaloftið þarna inni. Þarna var líka borinn fram drykkur, sem hann neyddiist til að taka þátt í. Svo var skrafað eitthvað um dag inn og veginn, en þá gaf Babin konunni bendingu og hún stóð upp. __ — Eg ætla að yfirgefa ykkur herrar mínir, sagði hún í gælu- tón. — Það eru vindlar á árin- hilJunni og viskí í skápnum. Babin deplaði augum. Eins og venjtáega var hann að reykja sva-rtan vindil, sem litaðd á hon- um yfirskeggið. Með þumalfing- ur undir vestishlýrunum, ge'kk hann um gólf, en sendi gestin- um öðru hverju glettnistegt augnatilliít. Þegar hann loksins hóf máls, var það með rólegri sjálfsánœgju. — Jæja, drengur minn. Vörin á Gilles skalf, eins og alltaf þegar hann reyndi að sigr ast á feimni sinni. — Ég bjóst við að hitta allan hópinn hérna, svaraði han,n snöggt. — Ekki svo bölvað! Hreint ekki svo böl'vað! En við erum nú ekki einungis einir, heldur lofa ég háitíðlega að segja ekki neinum frá þe'ssu samtali okkar. Seztu niður, gerðu svo vel! En Gilies stóð kyrr. — Eins og þú vilt. Segðu mér, hver færði þér fréttirnar? Þögn. XLV — Gott og vel, gott og vel. Það getur verið sama. Auk þess fæ ég að vita það strax á morg- un. Hann hló, fyllti glasið sitt og fór svo aftur að ganga um gólf. — Ertu enn fjandsamlegur? — Ég ski'l ekki, hvað þér eigið við. — Það var leiðinlegt. Þú ert greindur piltur, og það hefði ver ið hægt að gera eitthvað úr þér. í síðustu fjóra mánuði hef ég verið að hafa auga með þér, hr. Mauvoisin. Viltu að ég segi þér meiningu mína? Þú genigur öfuigt að verkinu. Þú hefur ásett þér að hlýða ekki ráðum ónefndra manna, sem þú telur ver,a fjand- menn þína, og þar af leiðandi anarðu sjálfur í snöruna. Já, ég veit, að þér er alveg sama um það. Þú ert einmitt á þeim aldri að fara að fremja sjálfsmorð fyr ir smámuni, jafnvel fyrir smáveg is bjánalegt ástarsevintýri. En gallinn er bara sá að þú dregur aðra með þér, sem langar ekikert til að deyja. Æstari en nokkru sinni áður, greip GiLles fram í: — Vitið þér, hver eitraði fyr- ir hann frænda minn? — Ekki svo bölvað! Hreint ekki svo galið! skríkti Babin og fitlaði enn við úrkeðjuna sín-a. Hann gekk og opnaði litlar dyr, og Gilles sá sem snöggvast Armandine afk'lædda til hálfs, í snyrtiherberginu sínu. —• Afsakaðu . . . Hann lokaði dyrunum vand- lega, kom til baka og lét fallast í hægindastól, fóðraðan silki. — Seztu niður, Mauvoisin, Dai'mler Benz notair Sachs dempara (orginal) nýkomni'r i flestair gerðir Mla. H. Júnsson & Co. Bra'utanholti 22, simi 22255. seztu niður. Ég skal segja þér það. í guðanna bænum vertu svo- lítið rólegur. Taugarnar í þér hrökkva sundur, ef þú spennir þær svona mílkið . . . Svona nú! Þetta var betra. Sittu hérma beint fyrir framan mig. Vindiil? . . . Nú, ekki? . . . sígareittu þá? . Nú jæja, það getur verið sama Hlustaðu nú bara á m,ig og reyndu að vera eki bjáni. Handan hurðarinnar barst skvamp af rennandi vatni, og svo var buslað. Jafnvel án þess að sjá bera limina handan hurð- arinnar, hefði ekki verið hægt annað en vita, að þarna var kvenlíkami. Svífandi í andrúms- lofti litlu stofunnar var einhver aðkenning af mj úku holdi og girnillegum boglínum — eitthvað sem var hvort tveggja í senn mjög fíngert og mjög gróft, ein hver bjarmi af holdlegri girnd, sem allt þarna í húisinu laut. Gilles sat djúpt í hægindastól, sem v,ar allitof lágur og mjúkur fyrir hans 'Smefck, og hnén á hon um námu nœistum hærra en höf- uð'ið. Hann horfði fast á mann- inn, sem sat andspænis honum. Hann starði svo fast — eins og krakkar gera stundum að gamni sínu — að allt, sem hann raunveruiega sá, var glóðin i vindlinum, bak við hvíta öskuna. Og að baki þessari glóð, fór ann að andlit smárn saman að taka á sig mynd — varir, sem voru þykkari en á Babin, kartöflunef og úfinn hárbrúskur yfir lágu enni — andilitið á Karensky, leiikhússtjóranum, sem var held- ur aldrei vindilslaus, með harð- kúluhatt aftur í hnakka og hend- ur fyrir aftan bak, og þannig var hann alþekfct persóna á flestum skemmtiistöðum Evrópu. Það v,ar Karensky, isem var um að kenna fyrstu vonbrigðin í lífi Giíles. Hann var þá tíu ára og á þeim mieyra a'ldri fannst homum, sem efckert gæti jafnazt á við föður hans, sem með ofur- litlu sorgarbriosi gat spilað á svo mörg hljóðfæri, og gert svo mörg kraftaverk með fim,um höndun- um. Þau voru stödd í Kaupmanna- höfn með fjölleikahóp Karen skys. Og Gilles gat ekki s'killið, hvers vegn.a faðir hans var ergi legur út af því að vera fyrstur á leikskránni. Hann minntist baksviðsins í þessu leikhúsi, hvað þar var hræðilega kalt, og járnskrúfu- stiigans, þar sem varð að fara svo var/lega till þess að fótbrjóta sig ekki, búningsiherbergisinis sem þau urðu að hafa í félagi við tvær litlar dansmeyjar — þær voru tvíburar og svo líkar, að það var e-kki hægt að þekfcja þær í sundur. Hann minntist Karen- skys, í kjólfötum og með kúlu- hatt — því sá, sem er Karien- sky, getur klætt sig að eigin geð þótta — hann stikaði fram og aft- ur og allir luitu homum með lotn- ingu. Eitt kvöldið og án þess að nefna það einu orði, var atriði Gerards Mauvoisin skorið niður, ailfarið. Hann viissi ekki af þvi fyrr en hann ætlaði að ganga inn á sviðið. Hann fölnaði upp. — Ég sk-al fara og tala við hann, s.agði hann einbeittur,. Nómskeið í heimilisþjónusiu fyrir uldruðu Félagsmálaráðuneytið gengst fyrir námskeiði fyrir konur, sem hafa hug á að vinna við heimilisþjónustu fyrir aldraða á vegum kaupstaða og annarra sveitarfélaga. Námskeiðið verður haldið 4. júní til 3. júlí n.k. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 25. þ.m. til frk. Sigrúnar Schneider, Tjarnargötu 11, Reykjavík, sími 18800. Félagsmálaráðuneytið, 13. maí 1970. Fleiri og lleiri sanníærast DR. KORTÉR SEGIR: Flóru smjörlíkið frá Akureyri stenzt allar kröfur, sem gerðar eru af heilbrigðum smekk þeirra, sem kunna að meta góða vöru. Þess vegna sannfærast fleiri og fleiri um ágæti Flóru smjörlíkisins. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Dugnaður þinn undanfarna daga, fer að bera ávöxt. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Láttu ekkl andstreymi dagsins koma niður á þínum nánustu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú umgengst marga i dag. Forðastu alla árekstra og illdeilur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Loforð eða samningar í dag, geta liaft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ljóniff, 23. júlí — 22. ágúst. Þú ert viðkvæmur í dag. Láttu ekki orð vina þinna særa þig, því þau eru ekki illa meint. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Einbeittu þér að smáatriðunum. Með því móti verður þér vel ágengt. Vogin, 23. september — 22. október. Viðskipti verða hagstæð í dag. Augu þin opnast fyrir mörgu sem þér var ekki ljóst áður. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú lendir i skemmtilegum samræðum við jafningja þína í dag. Bogmaffurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þér verður vel ágengt þrátt fyrir ýmsar hindranir sem á vegi þínum verða. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Láitu ættingja og tengdafólk ekki komast á snoðir um áform þín. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hugsaðu þig um tvisvar áður en þú leggur út í nokkra tvísýnu. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Nú er tímabært að stofna til kunningsskapar við fólk í valdastöðura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.