Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBlLAÐIÐ, LAUGARDAGUIR 20. JÚNÍ 1970 Ætlaði ekki þessi fjandans rosi að gefa sig. Fuglinn orp- inn. Bjargið iðandi af lífi en eklkert leiði í úteyjar. Suðaustan belgingur í hafinu og hörkubrim. Eitthvað virtist nú vera að rofa til. Austu'rhiminninn var að brotna og það grillti í ljósbrot handan skýja á vesturloftinu. Þeir voru þrír félagarnir og sátu yfir kaffibolla í einum bátnum við höfnina. Það var kominn úteyjarhugur í þá og þeir höfðu nokkrir ver- ið að spjalla um myndatöku- ferð í Hellisey. Það var bezt að drífa sig suður í Höfða og líta á leiðina. Jú, veðrið gekk óðum niður og ekki liði á löngu þar til slægi á sjóinn. Síðdegis öslaði trillan Snöfli út höfnina. 5 bjargmenn ætl- uðu að gista í bólinu. í Hellisey uim nóttina og þar sem .aðeins átti að dvelja eina nótt var far- angurinn léttur á vigtinni og spáin var ágæt, norðaustan hægur undan Jökli. Það var sæmilega fært á steðjanum vestan megin í Hellis ey, en þeir urðu þó að sæta lagi. Guðfinnur var við stýrið. Hann renndi trillunni upp að og Bragi stökk fyrstur í land. Hann vó sig upp á neðstu isylliuina »g á hælia Ihionum kioim Sigurgeir, bjargvanur og snögg ur upp. Guðfinnur gaf nú fulla ferð aftur á, því að vaðandi ólag kom með berginu. Þeir biðu um stund, en aftur sló á öld- una við bergið og Páll vatt sér upp á næsta lagi. Bragi hafði kastað bandi niður og Ernst og Torfi hlupu báðir upp í einu. Þá var að koma dótinu og það var mikil varfærni þegar ljós- myndavélarnar og kvikmynda- vélarnar voru dregnar á milli. Allt gekk slysalaust og þeir voirlu káitlir g ihinessiir í bj'airigii oig á bát. Kanákinlistorð fiuigu á milli og það var hlegið dátt, en undirtónninn var alvarlegur. Rótgróinn eins og undiraldan í hafinu. Trillan öslaði til lands, en fé laigarnir fimm héldu til bóls, svo heita veiðihús í úteyjum Vestmannaeyja. Svolítið klifur upp bergið, en þeir þekktu sporin og hefðu allt eins getað farið þau blindandi. Menn læra fljótt sinn veg í bjarginu, því möguleikarnir eru ekki ótelj- andi. Strax var hafizt handa um að kynda upp í kofanum og dótinu var komið fyrir. Þá var bezt að sitja ekki auðum hönd- um og drífa sig út í bjarg og utm brúnir. Þannig leið kvöld- ið, náttúruskoðun, myndavélar á lofti og sigið til eggja á svart fuglabæli. Það tekur tímann að flandra um bjargið í sæbrött- um hömrum og vissara að hafa tóin í lagi. En þeir voru vanir Brimhnefinn í bjargið, en „bólið” var öruggt Já, hann er hvergi smeykur hann Páll, nóg af svartfuglseggjum •* á syllunum. TEXTI: ARNI JOHNSEN LJÓSIVIYNDIR: SIGURGEIR JÓNASSON. Hér fara á eftir glefsur úr för 5 félaga til Helliseyjar í Vestmannaeyjum, en þar tepptust þeir vikulangt i farviön í þessu húsi dvöldum við meðan hið harða vorveöur gekk yfir. Húsið stóð af sér öll átök, rokið, rigninguna og sjódrifið sem hálfgildings sjógang. Þar sem örin sýnir sat Ernst sjónvarps- kvikmyndatökumaður og myndaði brimið nærri hálfur í kafi, a.m.k. í verstu brimunum. Þótt veðurhæð og brim létu illa lét hann það ekki á sig fá. Klettasnösin er í 60 m hæð. Berið sam- an við efri brúnmyndina. og gátu því leikið sér án þess að vera með lífið í buxunum. Tveim stundum eftir miðnætti voru allir komnir til bóls. Það var volgrað upp í hasti og gef ið í gasið undir könnunni og auðvitað voru soðin svartfugls egg. Eftir japl, jamm og ujnp- vask brugðu þeir sér aðeins út fyrir kofann, settust í grasið og horfðu um berg og haf á meðan þeir röbbuðu saman um jarðlífi® hjá miönnum og fuig'l- um. Munnmælasögur eru í háveg um hafðar í úteyjum og þegar allir voru komnir í koju hóf Palli að segja nokkrar, síðan sagði hver af öðrum unz að lok um er dró niður og kyrrð færð- ist yfir. Það er hvergi eins þægilegt að sofna eins og í faðmi bjargs iins þair seim isijóinilnin briimiair undir og kveður vögguljóð með undirspili vindhörpunnar. Þá hverfur maður ósjálfrátt inn í þennan litla heim úteyjunnar þar sem kúra saman ómenguð náttúrufyrirbrigði. Um morguninn þegar þeir vöknuðu var komið kolbrjálað veður. Suðaustan stormur og ekki viðlit að lenda við eyjuna. En hvað uim það, ekki þýddi að æðrast frekar en bjargfuglinn. Það minnsta sem hægt er að gera er að taka hlutunum eins og þeir eru. „Verið stilltir gæð- ingar, stærumst ei mikið — vort mannanna lán er valt og svik- ið,“ sagði Pétur Gautur og lán- ið hafði ekki svikið þá enn þótt veðurguðirnir ærðust. Það var lítið hægt að vera úti við þennan dag, en þó létu þeir ekki sinn hlut eftir liggja og mynduðu í gríð og erg, þó þeir jafnvel þyrftu að binda sig við snasir vegna roksins. 14 vindstig voru á Stórhöfða þenn an dag og foráttubrim. Það var líka stórbrotið að fylgjast með súlukastinu vest- an við Hellisey. Það var renn- andi súlukast og það er ekki margt sem stelur auganu ann- ars vegar þegar súlan er í slík um ham. Þessi tígulega drottn- ing Atlantshafsins smýgur ákveðin um loftið og ailt í einu dregur hún að sér vængina og steypir sér úr mikilli hæð. Nokkrum metrum yfir sjó dreg- ur hún enn betur að sér væng- ina og verður eins og þota í laginu. Þannig rennur hún í sjó inn og kafar eftir æti. Hún er ekki að ófyrirsynju kölluð drottning, því svipur hennar er tignarlegur. Þvílílk lærtii í veðiniiniu. Þegtair brimskaflarnir gengu á bergið þeyttist öldufaldurinn upp í 60—70 metra hæð. Það var eins gott að bólið var í skjóli fyrir brimboðunum. Brimskvetturnar komust í meiri hæð, en kofinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.