Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 20. JÚNÍ 1070 21 Else Faber, varaformaður norska rithöfundasambandsins, Per Olof Sundman, varaformaður sænska rithöfundasambandsins og Ebba Haslund, varaformaður norska rithöfundasambandsins. Á myndina vantar Bjöm Bjarman, varaformami Rithöfundasambands íslands. - Ljósrn. Mbl. Ól.K.M. — Viðtal við Gehlin Framhald af bls. 17 fengið miklia auglýsimgu í fjöl miðlum — þessi tilraun hefur vakið verðskuldaða athygli. — Hvert er svar görnlu út- gáfuf éla ga n n a ? — Þau mynda bókaklúbba og gefa viðskiptavinum sínum afsiátt, kaupi þeir margar bæk ur í einu. Fóru þeir fram á það við höfunda að þeir fengju minni þóknun vegna þessarar breytingar, en því neituðum við, sögðum þetta ekki koma ökkur við, Enn hefur göm’u útgáfufyrirtækj un.um ekki tek izt að keppa við hið nýja fé- lag í bókaverði. Annars er hér um algjöra nýlundu að ræða og miuin enin ökki komin full- komin reynsla á það og því óvarlegt að spá um varanleg áíhrif. En þetta virðiist fara veil af stað. Reynslan af þessu verð ur mjög mikilvæg. — Hvað um rifchöfundafélag ið, sem þér eruð formaður fyr- ir? _ — Þ_að stendur nú á miklum tímamófcum — er mjög í mótun um þessar mundir. Það telur 650 félagsmenn, sem allir eru höflundar _ á sviði fagurbók- m'ennta. í Svíþjóð eru þrjú önnur rithöfundafélög — félag höfundia, sem skrifa um vís- indiaileg efni, félag þýðenda og féiag ba rn abókahöfunda. Félag okkar er niú að tataa við félög- uim þeeiguim og miuin naifln þeias' þá breytast í Rithöfundasamband Svíþjóðar og verða féLagar þes.s þá um 1300. Styrkist að- staða okkar með tilliti tid allr- ar kröfugerðar og samninga við ríki, útvarp, sjónwarp og út- gefendur þá mjög og er þetta atriði afskaplega milkilvægt okkur svo sem nærri má geta. Hvað um tekjumöguiei'ka rifchöfunda í Svíþjóð? — Fyrir hvert útlán á bók fá rithöfundar ákveðna greiðslu frá hinu opinbera. Síðastliðið ár va.r þessi greiðs.la 6 sænsk- ir aurar á hvert útlá.n. Við gerðum kröfum um 25 aura og tiil þess að leggja áherzlu á kröfur okkar fórum við í söfnin og tókum bækurnar og bön.nuðium útlán á þeim í 4 da.ga. Þetta hafði þau áhrif að við fáum nú 12 aura fyrir hvert útlán. Mun það gjald tiaka giídi 1. júlí. Samtais gerir það 6,6 milljónir sænskra króna á ári eða 112 miil'ljónir ísienzkra króna. Þetta framlag skiptis.t síðan þannig að höfiundur fær 6 aura fyi ir allt að 50 þúsund útián, 3 aura frá 50 þúsund útlánum í 200 þúsund útlán og 1,2 aura fyrir útlán fleiri en 200 þús- und. Afgangurinn rennur í sjóð, sem greiða á úr eftir- laun, styrki og rekstur sam- bandsins. Þá verða einnig greididir úir þessuim sjóði lainig- varandi styrkir til 5 ára, 12000 sænskar krónur á ári. Nú verð ur úthlutað 60 slíkum styrkj- um, en slíkir styr'kir hafa auk izt mjög að undanförnu og þeir hækkað mjög. Þá eru einnig veittir 57 2ja ára styrkir — ár lega 15 þúsund sænskar kró;i- ur og þær skattfrjálsar. Þráít fyi ii þessa 12 aura fyrir hvei't úfclán, knefjumst við enn 25 aura og teijum þann áfanga aðeins skref í hétta átt. ;— Eru almenningsbókasöfn mikið notuð í Svíþjóð? Á síðastliðnu ári var tala útláina rúmlega 60 milljónir og búizt er við því að aukning verði á þeirri tölu nú í 70 milljónir. Mesta notkun bóka er einmiitt í gegnum bókasöfn m og því eru þau okkar aðal- sitytta,. En þá er einnig vert að minnast á aðra notkun bók- mennta — s.kólanofckunina. í sænskum skólum eru gerð ljós rit af ver'kum höflunda og tala þeirra árið 1967 nam hvorki meina né minna en 150 millj- ónum. Fyrir þessa -notikiun fen.gu höfundar ekki eyri. Rík isv-aldið hefur þó viðurkenint a.ð sanmgjarnt sé að greiða fyr ir þessa notkiun og standa samn ingar um greiðslu nú yfir. Er ljóst að upþhæð sú, sem um aaimst miuin skipta miilljónium sænskra kr'óna. Þar að auki er nú í undir- búningi mjög mikilvægt laga- fnjimvarp fyri.r okkur rithöf- unda í Svíþjóð. Þar öðlumst við viðiurkenningu sem þjóð- féla,gsle.g sfcétt manna, sem rétt á til samninga um hagsmuni 3Ína. Það hefur reynzt svo að menn vilja njóta þess fram- Lagls, sem rithöflundar bera a borð. Við erum verkamenn sem eigurn laun skilið fyrir verk okkar sem aðrar stéttir. Með þessu kemur staða rithöf undarins í þjóðifélagi.nu til með að breytast gjörsamlega. Hann getur þá samið um kjör sín sem hver annar þegn — en þarf ekki sem hingað til að vera sem beinin.gamaður á hinu opinbera, sa.gði Gehlin að lokum. — Viötal við Sandelin Framhald af bls. 17 vandamál og hvernig verð- leggja eigi þýðingar. — í fyrra var sett á stofn ráðgefandi bókmenntanefnd, sem vera á ráðgefandi fyrir menntamálaráðunieytið í mál- efnum rifchöfunda. Munu þar tekin fyrir bæði efnahagsleg og önnur mál sem snerta höfunda. — Hvað vilduð þér segja um fundinn hér í Reykjavík? — Fundurinn hér hefur ver ið gagnlegur og mjög árangurs ríkur. Ég hef oft áður kynnzt íslenzikum rithöfundum á ferð þeirra erlendis og gaman hef- ur verið að koma nú hingað og treysta þannig samskiptin og færa þau á breiðari grund- völl. Næsti fundur, sem hald- inn verður í Ósló í byi'jun næsta árs mun svo fjalla um til lögu frá íslandi varðandi þýð ingar. Ég er mjög ánægður með jákvæðan hlut íslands í því máli, sagði Sandelin að lokum. - Viðtal við Nummi Framhald af bls. 17 þýðingar á erlend tungumál yf irleitt. Annars vegar höfum við feng ið fram til'lögu frá memrtamála ráðuneytinu um 80 þúsund marka (eitt finnskt mark jafn gildir nú um 21 íslenzkri kr.) árlegt ríkisframlag til þýðinga. Þá höfum við lagt til, að tekj- um þeim, sem ríkissjóður heÆur af bóksölu í Finnlandi verði var ið til að kosta þýðingar á finnisk um bótamenntum á erlend mál. Þá væntum við olckur mjög mikiis af tillögu íslenzku rithöf undanna um norræna þýðingar miðistöð. — Hvað einkennir helzt finnsik-finnskar bókmenntir nú? — Þjóðfélagsádeila er helzta einikennið, held ég. Þá skipar ljóðlistin ekki lengur þann meg insess, sem hún gerði fyrstu ár in eftir stríð. Nú er nýgróskan mest í leikrituninni. - Viðtal við Wulff Framhald af bls. 17 styðjast við mínar eigin hug- myndir. En ég held, að það sé æskan, sem hér veldur mestu. Dönsk æska er nú miklu áhuga samari um ljóðagerð en áður hefur verið. Kannski er það velferðaþró- unin, sem svona kemur út. Nú hefur æskan tíma til að kynna sér og njóta ljóða. Þegar ég var unglingur áttum við nóg með að hafa í okkur og á. Þá gafst enginn tími til ljóðalest- urs. Þess vegna gat ekkert ljóð- skáld grætt peninga á bókum sínum. En nú er þetta breytt. — Hvernig eru þá kjör danskra rithöfunda nú? — Miklu betri en þegar ég byrjaði minn rithöfundaferil fyr ir um 30 árum! Til þessa vil ég einkum nefna þrjár ástæður. í fyrsta lagi fær danskur rithöfundur nú 15% af búðarverði hverrar bókar sinn- ar, sem selst. í öðru lagi fáum við vissa prósentu af því fé, sem ríkið leggur bókasöfnunum til. Ar- lega er talið, hve mörg eintök hver höfundur á í öllum dönsk- um bókasöfnum og síðan fær hann vissa upphæð á hvert eintak. í fyrra var þessi upp- hæð 2 2 aurar, í ár ein króna og tíu aurar og hærri verður hún næst. Mörgum rithöfundinum er þetta drjúg tekjulind. = (Dönsk króna er nú um 11,70 krónur íslenzkar). = Það þriðja, sem ég vil nefna eru lögin um listasjóðinn, sem komu til upp úr 1950. Þetta er mjög öflugur sjóður, sem veit- ir rithöfundum starfsstyrki, sem geta numið allt að 60 þús und krónum á þremur árum. Með þessum styrkjum gefst mörgum rithöfundinum tæki- færi til að helga sig óskiptur list sinni. — En hvað með listamanna- laun? — Jú, jú. Þau finnast líka í dönsku fjárlögunum. Fyrir ut- an sérstakan heiðursflokk er- um við nú rösklega 40 rithöf- undar, sem njótum listamanna launa. Þau nema 12 þúsund krónum á ári og sá, sem einu sinni kemst á listamannalaun, nýtur þeirra ævilangt. Tiltölulega held ég, að bók- menntirnar fái einna stærsta skerfinn af listamannalaunun- um. Hinu er ekki að leyna, held- ur Hilmar Wulff áfram, að það er minnihluti danskra rithöf- unda, sem lifir góðu lífi af list sinni. Þeir eru fleiri, sem verða að teljast til láglaunafólks. Það er ekki svo, að þarna sé ekki um góð skáld að ræða. Þeim hefur hins vegar ekki ennþá tekizt að slá í gegn og vinna sér tryggan sess. Að rétta hlut þessara rithöfunda er eitt- hvert brýnasta hagsmunamál okkar nú. — Eitthvað hefur heyrzt um klofning í röðum danskra rit- höfunda. — Rétt er það. Alls erum við nú um 400 talsins í félaginu. Fyrir nokkru klauf 80 manna hópur sig út úr og myndaði eig- ið félag. Ástæðuna fyrir þessu sögðu þeir vera óánægjuvegna aðgerðarleysis stjórnar danska rithöfundafélagsins. Nokkur hluti þessara manna hefur nú gengið inn í raðir okk ar aftur og í gangi eru samn- ingaviðræður við þá, sem enn standa fyrir utan. Ég tel all- ar líkur á því að ágreining- urinn verði jafnaður og okkur takist að sameina félagsmenn að nýju. Innan skamms munu svo þýð endur ganga í félagið og reikna ég með, að félagatalan verði orðin um eða yfir 500 fyrir næstu áramót. — Hvert er svo hlutverk rit- höfundarins? — Já, segir Hilmar Wulff og brosir. — Svo verður hann al- varlegur á ný. — í öll þau ár, sem ég hef skrifað, segir hann, hef ég að- eins haft eitt að leiðarljósi: Mér verður að liggja eitthvað á hjarta, — eitthvað, sem ég held, að lesandinn verði að fá til sín. Þetta er einasta afsökunin, sem rithöfundurinn hefur fyrir skrifum sínum. Hafi hann hana, skiptir ekkert annað máli. Þá er bara að setjast niður og láta gamminn geisa. Þetta leiðarljós virðist hafa dugað Hilmari Wulff vel. Á þeim tæpum 30 árum, sem lið- in eru síðan hann sendi sína fyrstu bók frá sér, hafa 22 bæk- ur komið út eftir hann í Dan- mörteu: 17 skáldsögur o.g 5 barnabækur. Og bækur hans hafa verið þj'ddar á 19 tungu- mál. - Viðtal við Bang Framhald af bls. Í7 und.a og hjálpar þá einnig nýj- um höfuindum til að koma verk um sín.u.m á framfæri. — Bn hvað með sarnninga við leikhúsin? — Jú, við höfuim nýlega gert samninig vi<i þau líka. Þar er hielzta nýmælið. a!ð höfundi eru tryggðar 27 þúsund krón- ur fyrir verk, sem leikhúsið sefcux á svið, hvo.rt sem sýn- inigar verða ein eða fleiri. Að auki fær svo höfuindur- inn sín 10% af andvirði seldra aðgöniguimiða. Framhald af bls. 12 sýning og á hún að fara héðan til Svíþjóðar. Opnar hún væni- anilega fTjótlega eftir hel.gi. TORFBÆRINN I HÁSKÓLABÍÓI I anddyri Háskólabrós vo.'u arkitektar í gær að ko.ma upp sýningu sinni á torfbænum. Og á torgLnu fyrir framan var ver ið að setja upp höggmyndina mikliu, sem va,lin var sem nokk- urs konar merki Llstasýningar. BÓKA- OG HANDRITASÝN- ING í ÁRNAGARÐI Lokis verður opnuð í dag kl. 5 bóka- og handritasýning á veg um Landsbókasafn.s íslands í Árnaga.rði norðanverðum og er Það er trú okkar, að þessir sam.niinigar muiná reyniasit mikil lyftistönig fyrir leikritun í Nor egi, seni satt að segja heíur legið í dvala undaníarin ár. — Eitthva'ð munið þið nú hafa huigað að kjörum annarra höf unda en leikritahöfunda einna, eða hvað? — Satt er það. Á grund- velli þessara samninga ætlum við að endurskoða alla aðra samni'niga norskra rithöfunda. Það verður mikið verk, en við vonuimst til að okkar tillögur liggi fyrir með haustinu. — Svo vorum vi'ð að fá hús! — Hús? — Já. Heilt hús. Gamla höll. Frá 17. öld. í hjarta Óslóar. Það á að koma húsimu í sitt gamla horf og fróðir menin segja, að þá verði það fallegasta bygg- ingiin í Ósló. Það er Öslóborg, sem kostar alla vinnu við lagfæringarmr en síðan flytjum við inn — og borguim tvær krónur í leigu á ári! Þarma ætlum við að hafa okkar skrifstofur, bókasafn, lestrarsali, fundarsal, sýninigar- sal fyrir málara — mynd- höiggvarar sýna í garðinum, og svo setluim við að inmrétta okk- ur vínstúku, eins og þá, sem var í húsinu í fyrstu tíð þess. Það leynir sér ekki á frá- sagnarmáta Odd Bang Hansen, að niorska rithöfundafélagið hefur þama heldur betur dott- ið í lukkupottiiin. En nú er tími hanis á þrot- um. Hann ætlar að komast i verzlun og kaupa eitthvað ís- lenzkt; — „Eitthvað ekta ís- land“, einis og hamn orðar það sjálfur. Við spyrjum hann í lokin, hvort hamin sikrifi ekki eitthvað emmþé. — Nei, ég hef engan tíma lenigur. Nokkrar Skáldsögur hér áður fyrr. Bn nú? Nei. Svo er hann þotinm. það hluti af Liistahátið í Reykja vík. En þarna eru handrit ljóð skálda og má þar nefna handrit efltir Miatthí.as Jochumson, Magn ús Jómsson prúða, sem uppi var 1552-1591, Benedikt Gröndai og Stein Sfceinarr, svo einhverjir séu nefndir. Munu ekki margir hafia átt kost á að sjá slík hand- rit. Sýningin verður opin kl. 14-22 daglega. ■» - LISTSÝNINGAR ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.