Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNií 1070 Kappreiðar á Landsmóti hestamanna Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í kapp- reiðum á Landsmóti hestamanna 10.—12. júlí, láti skrá hesta sína fyrir 25. júní n.k. hjá Agnari Guðnasyni, Búnaðarfélagi ís- lands, sími 19200, eða Bergi Magnússyni, Fák, sími 30178. Kappreiðar verða í eftirfarandi flokkum: 300 m stökk, 800 m stökk og 250 m skeið. Landsmótsnefnd. Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica FÆST UM LAND ALLT LITIL KONIOA LETT SJÁLFVIRK AUSTURSTRÆTI V LÆKJARTORGI^ Leikfélag Akureyrar: 70 sýningar fyrir 12 þúsund gesti Aðalfundur Leikfélags Akur- eyrar var haldinn hinn 2. júní s.l. Á fundinum fór fram stjórn- arkjör, en úr stjórninni áttu að ganga, Jón Kristinsson, formað- ur og Guðmundur Gunnarss. rit ari, og voru þeir báðir endur- kjörnir. Gjaldkeri er Guðmund ur Magnússon og varaformaður Marinó Þorsteinsson. Formaður gaf skýrslu um starf ið á síðastliðnu leikári. Á siðast- liðnu hausti var Sigmundur örn Arngrímsson ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir félagið, en Sigmundur útskrifaðist úr leik- listarskóla Leikfélags Reykjavik ur 1965. Hann hefur unnið hér mikið og gott starf, en auk fram kvæmdastjórastarfsins hefur hann einnig haft á hendi leik- stjórn í tveimur leiksýningum og auk þess leikið tvö hlutverk. Reynslan af starfi fram- kvæmdastjórans í vetur sýnir, að félaginu er nauðsyn að ráða fastan starfsmann í framtíðinni til að sjá um allan daglegan rekstur, svo umfangsmikið sem allt starf leikfélagsins er orðið. Á leikárinu voru sýnd 5 leik- rit og urðu sýningar samtals 71, en tala leikhúsgesta yfir 12000 og er það miklu meiri sýninga- fjöldi og aðsókn en áður er þekkt í sögu leikfélagsins. Leik stjórar hjá félaginu á leikárinu voru Sigmundur Örn, Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jónsson og Magnús Jónsson. Hlutverk í þess um leiksýningum urðu samtals 95. Félagið gaf út á&kriftarskír- teini, sem giltu að öllum sýning- um á starfsárinu, barnaleikrit þó undanskilin, og fengu þeir er slík áskriftarkort keyptu 25% afslátt frá venjulegu leikhús- verði. Um 90 manns notíærðu sér þessi hlunnindi. Leiklistar- námskeið var haldið á vegum fé- lagsdns og veirtti Siigimundiur Örn því forstöðu, en kennarar auk hans voru Þónhildur Þorleifs- dóttir og Arnar Jónsson. 19 nemendur voru á þessu nám skeiði og tóku nokkrir þeirra þátt í leiksýningum félagsins á leikárinu. Gjaldkeri gaf bráðabirgðayfir lit yfir reksturinn á starfsárinu og kom þar fram að heildarvelt- an hafði orðið yfir 2 milljónir. Reikningar eru annars lagðir fram á síðari hluta aðalfundar sem haldinn verður í ágúst-sept. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: 1. Aðalfundur Leikfélags Akureyrar hvetur eindregið til j þess, að hafizt verði handa, nú ' þegar, um endurbætur á leikhúsi bæjarins, þar sem fyrirsj áanlegt er, að það verður að þjóna hlut verki sínu sem leikhús, enn um nokkurt skeið. ítrekar fundurinn, í fyrsta lagi, óskir félagsins um breyt- ingu á leiksviðsopi og að upp verði sett fullkomið ljósaborð. í öðru lagi telur fundurinn fyrir- hugaða breytingu á norðurenda leikhússins mjög aðkallandi og að hefja beri undirbúning að framkvæmdum nú þegar. f þriðja lagi er nauðsyn á viðbyggingu við suðurenda hússins, þar sem aðstöðu fyrir vaxandi starf leik- félagsins er mjög þröngur stakk ur skorinn m.a. varðandi æfinga aðstöðu, leiktj aldasmíði, leik- tjaldamálun o.fl. f fjórða lagi minnir fundur- inn á tillöguteikningar, um breyt ingu á neðri hæð hússins — veit ingasal o.fl. Lítur fundurinn svo á, að fram angreind atriði þurfi, nú þegar, að komast á framkvæmdastig, og beri að leysa þau í þeirri röð sem að framan greinir. 2. Aðalfundur Leikfélags Akureyrar þakkar bæjarstjórn Akureyrar veitta fjárhagsaðstoð á liðnu leikári, og fagnar sam- þykki um fjárveitingu til list- kynningar í skólum. Telur fundurinn að þessi nýj- ung hafi náð tilgangi sínum og m.a. stuðlað að mjög auknum leiklistaráhuga skólaæsku bæjar ins. Mælir fundurinn með því, að þessi þáttur verði ekki látinn niður falla. 3. Aðalfundur Leikfélags Akureyrar mótmælir harðlega þeim árásum, er átt hafa sér stað, í vetur, í blöðum, bæði hér á Akureyri og í dagblöðum höfuð staðarins, þar sem hafðar voru í frammi órökstuddar dylgjur og persónulegt níð um einstaka fé- laga og starfsmenn Leikfélags Akureyrar, auk sleggjudóma um starfsemi félagsins yfirleitt. Eru slík skrif höfundum þeirra til lít ils sóma og til óþurftar leiklistar starfsemi bæjarins. Sumarnámskeiö Skíða- skólans í Kerlingarf jöllum Almenn námskeið — gjald 6400 kr. 30. • r r jum — 6. júlí 6. júlí — 12. júlí 12. júlí — 18. júlí 18. júlí — 24. júlí 24. júlí — 30. júlí 30. júlí — 5. ágúst (Síðasta almenna námskeiðið er einkum ætlað fólki með börn). Unglinganámskeið (15 - 18 ára) — gjald 4500 kr. 5. ágúst — 10. ágúst 10. ágúst — 15. ágúst Unglinganámskeið (14 ára og yngri) — gjald 3800 kr. 15. ágúst — 20. ágúst 20. ágúst — 25. ágúst 25. ágúst — 30. ágúst Upplýsingar og miðasala hjá Hermonni Jónssyni, úrsmið Lœkjargötu 2 Sími 19056 Innifalið í gjaldi — ferðir frá og til i Reykjavíkur — fæði, nesti á báðum leiðum — dvöl í þægilegum skíðaskálum — skíðakennsla fyrir byrjendur og lengra komna — skíðalyfta — leiðsögn í gönguferðum — kvöldvökur með leikjum, söng og dansi. ) Skíði, stafir ] og skíðaskór i eru til leigu gegn t vægu gjaldi. Birkiplöntur í fleiri verðflokkum Beinvaxinn reynir og ösp. í limgerði: Brekkuvíðir, birki, gljámyspill og fleira. Fjölærar skrúðgarða- og steinhæðajurtir í miklu úrvali. Gróðrastöðin Garðshorn Fossvogi Sími 40500 Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Ungversk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenzkum stúdent eða kandidat til háskóla- náms eða rannsóknastarfa í Ungverjalandi háskólaárið 1970—71. Styrktímabilið er tíu mánuðir og nemur styrkfjárhæðin 2500 for- intum á mánuði fyrir háskólastúdent, en 3000 forintum á mánuði fyrir þann, sem lok- ið hefur kandidatsprófi, auk þess sem styrk- þega ér séð fyrir ókeypis húsnæði. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 12. júlí n.k., og skulu með umsókn fylgja staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. júní 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.