Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1970, Blaðsíða 12
12 MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1*70 Höfn * í Hornafirði Staður í örum vexti Um 40 hús eru í byggingu í Höfn HÖFN í Homafirði, er staður í örum vexti. Árið 1966 voru þar um 766 íbúar, en um síðustu áramót voru þeir orðnir 865. Bærinn allur ber það með sér að þar er mikið um að vera, mikið um framkvæmdir og mik ið um vinnu. Þegar ég var á ferð þar um síðustu helgi, ræddi ég meðal annars við Sig urð Hjaltason, sveitarstjóra. — Sigurður, það er mikið byggt hjá ykkur hér í Höfn. — Já, staðurinn er að stækka og hér eru miklir möguleikar fyrir duglegt fóik. Ég held að eitthvað tæplega 40 hús séu í byggingu hér, mismunandi langt á veg komin. Hér á ég við íbúðarhús aðallega, en opin berar byggingar eru einnig að rísa. Sem dæmi má nefna að verið er að byggja póst- og símahús, Landsbanikinn er að byggja yfir útibú, verið er að byggja yfir dýralækni, og svo er það auðvitað Ráðhúsið sem við köllum svo, en þar verða til húsa lögregla ,slökkvilið, skrifstofur fyrir hreppinn, hér aðsbókasafn o. fl. Þar á að sameina sem flestar opinberar þjónustugreinar undir eitt þak. Þá má og geta þess að veiðar færagerð Hornafjarðar er að reisa sér 300 fermetra hús und ir starfsemina. — Og hvernig er með pening an í þetta allt saman? — Það er jú alltaf þörf fyrir rneira fjármagn þegar vöxtur er svona ör, og við höfum ekki peninga til að gera allt sem við óskum eftir, a.m.k. ekki eins fljótt og við óskum eftir. — Þið getið státað af steyptri aðalgötu. — Jú, mikil ósköp, það er bú ið að steypa 900 metra af Hafn arbrautinni, í þremur áföng- um. Það er einnig búið að skipta um jarðveg í 200 metra kafla í viðbót, og í sumar verð ur unnið frekar við það. — Sjávarútvegur er og verð ur aðalatvinnugrein ykkar, en hvernig er með iðnað? — Við höfum mikinn áhuga á að auka fjölbreytini atvinnu greina. Eins og þú segir er sjáv arútvegurinn okkar meginstoð en það hlýtur að vera stefnan að vera ekki alveg svona háður honum. Hér eru trésmíða- og járnsmíðaverkstæði, netaverk- stæðið sem ég nefndi áðan, og svo auðvitað hótelið, sem fær ir töluverðar tekjur, bæði bein ar og óbeinar. Okkur þykir þetta þó ekki nóg, og höfum vakandi auga með öðru sem að gagni mætti koma. — Hvernig er með skólamál? — Við höfum nýjan barna- skóla, tekinn í notkun 1958, en haann er þegar orðinn of lítill. í haust á að taka til starfa lands prófsdeild, en hingað til hefur aðeins verið hér þriðji bekkur gagnfræðaskóla. Það er því mik il þörf á auknu kennslurými, og einnig vantar tilfinnanlega íþróttahús. Á síðustu fjárlög- um var veitt fé til byggingar íþróttahúss, og nú er verið að hefja undirbúningsframkvæmd ir við það. Það eru því næg verkefni framundan næstu ár- in. Höfn’ er að verðla geysiilega vimsæll feirðiaimianin/aisitiað'ur, bæði fynir eirleindia og immifædda. Vor- ið 1967 hófst full Stiarrfseimi glæsd legs hótels, gem að sjálfsögðu ba miafnið Hótiel Höfn. En það diuigair hveirgi inærni til, þegair edititihvað er um að vena. í hótiel- imiu enu 20 gtistiilhierbeingi, mieð 34 rúmum, en yfirleitt hefur hótel ið einnig til ráðstöfunar þó Mokkuir herbeirigi á heimilum í bænum. Um síðustu helgi var ar mikil ráðstefna, og þá varð að fá 32 herbergi á leigu úti í bæ. Af þessu má sjá að ekki væri vanþörf á að stækka Hótel Höfn, en það er dálítið erfitt þegar gera má ráð fyrir að það Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri. standi svotil autt, allan vetur- inn. Árni Stefánsson, hótel- stjóri, segir að í Höfn, vori fyrr en annarsstaðar á landin uog væri því hægt að hefja starf semina töluvert fyrr, en nú ger ist ef þeir bara fengju gesti. Nú virðist hafa verið stigið spor í rétta átt, því ferða- mannatíminn byrjaði um 10. júní sem er nokkuð fyrr en venjulega. Árni segir einnig að hótel- reksturirun eigi enga framtíð fyrir sér nema lagður verði veg ur sunnan jökla. Það sé hags- munamál austurlands, og reyndar landsbyggðarinnar allrar. „Við þurfum að fá fleiri ráð- stefnur út á land. Það þarf að koma miklu betra skipulagi á þessi miál etf við eiiiguim að byggja ísland upp sem ferða- manna- og ráðstefnuland. Það á að gera þetta að hreinni at- vinnugrein. Eins og aðrir staðir sem að sjó liggja, sækir Höfn í Horna- firði mikinn hluta af gulli sínu í greipar Ægis, og tólf bátar þaðan storka þeim gamla, allan ársins hring. Einn af umsvifa- mestu útgerðarmönnum Hafnar er Ársæll Guðjónsson, sem í fé- lagi við óskar Valdimarsson á tvo bátanna í flota Hafnar. Annar þeirra er flaggskip flot ans, ef svo má að orði komast, því með s'íin 3'50 torun, er Gisis- ur hvíti SF 1, miklu stærstur, eins og stundum var sagt. Þótt Ársæll sé nú útgerðar- maður, hefur hann yfirbragð manns sem vinnur hörðum höndum, enda er það vani út- gerðarmanna í Höfn að sitja ekki yfir bókhaldinu þegar þarf að taka til höndum. Ég tók Ársæl tali stundar- korn á heimili hans, og bað hann fræða mig eitthvað um út gerðina í Höfn, erfiðleika, kosti og galla. — Bátarnir sem við eigum hér eru frá 56 upp í 350 tonn, og þeir eru að allan ársins hring, eins og annarsstaðar. Á síðustu vertíð voru þeir gerð- ir út á línu og troll, og einn var á loðnu um tíma. Megin- uppistaðan' eru þorskanetin, enda var þorskur í meirihluta í þeim rúmlega 8000 tonnum sem komu hér á land á árinu 1969. Það var Gissur Hvíti sem var á loðnu, og tók þar 4000 tonn, og auk þess 240 tonn af þorski. — Aðstaða til útgerðar er orðin mjög sæmileg hérna, og má segja að aflabrögð hafi ver ið með ágætum undanfarn- ar vertíðar. — Nú eru ekki nema rúm- lega 860 íbúar í Höfn, Ársæll, hvemig gengur ykkur að manna flotann, og fá fólk til vinnu í landi? — Það gengur nokkuð sæmi- lega, en við verðum þó að fá fólk annarsstaðar frá, þegar mikið er að gera. Á sumrin eru bátamir svotil- eingöngu mann- aðir héðan úr plássinu, en á vetrum verðum við að leita út- fyrir okkar bæjarmörk. — Þið eruð stöðugt að bæta aðstöðu til fiskvinnslu hér, t.d. nýbúnir að reisa nýja fiski- mj ölsverksmiðj u? — Já, við reynum að sam- ræma þetta eins og við getum. Fiskimjölsverksmiðjan var keypt frá Eskifirði, fyrir síð- ustu vertíð, því við töldum brýna þörf fyrir hana eins og málum var komið. Það var hlutafélag sem stóð að kaupun um, og á Kaupfélag Austur- Skaftfellinga stærsta hlutinn, eða 45 prósent. Hreppurinn og einkaaðilar eiga það sem eftir er. Okkur fannst að dálítið lægi á þessari verksmiðju, svo það var hraustlega tekið til höndum. Það má held ég segja að hún hafi verið reist á mjög skömmum tíma, þannig að við náðum að vinna 10500 tonn af loðnu, fyrir vertíðarlok. — Ég nefndi áðan að við reyndum að samræma starfið hér í Höfn og ég get nefnt þér fleiri dæmi. Afkoma frystihúss Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.