Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fróttastjórl Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. I lausasölu 10,00 kr. ©intakið. TOGARAKAUP OG INNLENDAR SKIPASMÍÐAR Að undsnförnu hefur verið ríkjandi mikill áhugi fyr- ir endumýjun togaraflotans og nú þegar hafa verið gerð- ar víðtækar ráðstafanir í því efni. í vetur voru samþykkt á Alþingi lög, er heimiluðu ríkisstjóminni að veita sér- staka fyrirgreiðslu til kaupa á sex togurum til landsins. Nú hefur ríkisstjórnin falið samninganefnd um togara- kaup að semja um smíði þessara togara. Fjórir tog- aranna munu gerðir út frá Reykjavík, en Reykjavík- urborg heimilaði fyrir nokkru útgerðarráði að semja um smíði tveggja togara fyr- ir Bæjarútgerð Reykjavíkur, og jafnframt hefur Reykja- víkurborg ákveðið að veita einkaaðilum fyrirgreiðslu til kaupa á tveimur togurum. Þá munu bæði Akureyringar og Hafnfirðingar hafa í hyggju að festa kaup á togurum, sem njóta þessarar fyrirgreiðslu ríkisins. Undanfarinn áratug hefur ekki átt sér stað endurnýjun togskipaflotans, einkanlega vegna lélegrar afkomu togar- anna. Nú hefur hjólið hins vegar snúizt við, og áhugi er nú almennur fyrir stórátök- um á þessu sviði. Kemur þar til aukin aðstoð ríkisvaldsins og batnandi afkoma togara- útgerðarinnar. Þessar aðgerð- ir munu stuðla að atvinnu- aukningu og efla mjög út- gerðina í landinu. Þrátt fyrir skipulagðar aðgerðir til þess að koma á meiri fjölbreytni í atvinnulífinu, þá verður sjávarútvegur um ókomna framtíð undirstöðuatvinnu- vegur á íslandi. Það er fagn- aðarefni, þegar svo markvisst er unnið að eflingu sjávarút- vegsins. Það markar hins vegar sér- stök tímamót að ákveðið er, að einn eða tveir þessara tog- ara verði smíðaðir á Akur- eyri. Vegna þessarar ákvörð- Unar komst Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, svo að orði í Morgunblaðinu í gær: „Rík- is’stjórnin hefur lagt áherzlu á, að í sambandi við togara- kaup fengju íslenzkar skipa- smíðastöðvar, sem tilboð hafa gert, sína möguieika. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú, að þegar leitað er tilboða á inn- lendum og erlendum vett- vangi, sé rétt frá þjóðhags- legu sjónarmiði að taka inn- lendu tilboði, enda þótt það sé ef til vill nokkru hærra, enda sé það að öðru leyti sambærilegt og þá fyrst og fremst varðandi gæði vör- unnar . . . Inmlendar skipa- smíðar og innlend veiðarfæra gerð hefur verið studd af nú- verandi ríkisstjórn, stundum við takmarkaðan skilning, en reynslan hefur þegar sýnt, að hér hefur verið rétt stefnt.“ Það er vissulega ánægju- legt, að um leið og gerð eru stórátök til þess að efla út- gerðima, þá skuli jafnframt vera unnt að skjóta traust- ari stoðum undir innlendar skipasmíðar. Skipasmíðarnar eru ört vaxandi atvinnugrein hér á landi, sem fyllilega stendur erlendum aðilum á sporði bæði hvað viðkemur gæðum og verði. Það má nú hvarvetna merkja grósku og uppgang í íslenzku atvinnu- lífi, enda hafa stjórnvöld að undanförnu gert víðtækar ráðstafanir til þess að svo mætti verða. Erfiðleikar í landbúnaði Pnn sem fyrr hefur veðrátt- an leikið bændur um land allt hart á þessu sumri. Kemur þar til, að þrátt fyrir óvenju margar sólskinsstund- ir, befur sumarið verið kalt og spretta af þeim sökum lít- il víðast hvar á landinu. Auk hulda og lítillar sprettu hafa svo ýmis önnur atriði gert bændum erfitt fyrir á þessu sumri. Allvíða um landið eru tún kalin og hefur það vald- ið hinum mestu örðugleikum. Einna verst mun ástandið í þessum efnum vera í Þing- eyjarsýslum og Strandasýslu. Fyrirsjáamlegt er, að bændur á þessum svæðum þurfa að kaupa töluvert af heyjum. 'ialið er nú orðið slíkur skaðvaldur, að mjög brýnt er, að víðtækar rannsóknir fari fram á orsökum kalskemmda, svo að koma megi í veg fyrir það geysilega tjón, sem kalið veldur nú á ári hverju. Það er nú augljóst, að taka verð- ur þessi mál mjög föstum tökum. Meðan orsakimar eru ekki kunnar, verður ekki unnt að koma í veg fyrir af- leiðingamar. Ekki hefur það heldur bætt úr skák, að ösku- fallið frá Heklu í vor olli bændum á stórum svæðum miklum örðugleikum. Það virðist því allt benda til þess, að þetta ár ætli að verða erfit-t fyrir landbúnað- inn, sem þegar í fyrra varð fyrir þumgum áföllum vegna Afríka og Efnahags- bandalagið ÞRÁTT fyrir ákafa talsmenn átti eining- Evrópu erfitt upp- dráttar fyrstu árin eftir heims- styrjöldina síðari. Á timabili var Kol- og stálsamsteypan eini vott- urinn um raunhæfan árangur á þessu sviði. En talsmenn eining- arinnar gáfust ekki upp. Þar stóð einna fremstur í flokki Belginn Paul-Henri Spaak, sem óspart ýtti á eftir öllum þsim hugmyndum, sem fram komu um frekari efnahagssamvinnu milli þeirra sex landa, er að Kol- og stálsamsteypunni stóðu. En þa@ lá jafnfraimt ljóst fyrir, fflð koma þyrfti Afríku inn í þetta samstarf og þegar Efna- hagsbandalag Evrópu svo vairð veruleiki — samningurinn tók gildi 1. janúar 1958 —- voru gerðir samningar við þau lönd Afríku, sem svört eru á með- fylgjandi korti, um aukaaðild þeirra. Þessi Afríkuríki eru 18 tals- ins; Madagaskar, Sómalíland, Rwanda, Búrundi, Kongó (Kins- hasa), Kongó (Brazaville), Gab- on, Kamerún, Miðafrikanska lýð- veldið, Ohad, Nígería, Dalhomey, Togo, Efiri-Volta, Fíla.beins- ströndin, Malí, Senegal og Márítanía. Að auki hafa Úganda, Kenya og Tanzanía sótt um auka- aðild að Efnalhagsbandalaginu og Sierre Leone og Gihana hafa lát- ið í ljós álhuga á að koimast að svipuðum kjörum og hin Afríku- ríkin, en hafa þó ekki enn sent umsóknir þar um. Nígería hefur sérstalkan samn.ing við Efnalhags- bandalagið, Eins og sjá má af þessari upp- talningu er um stóran Afríiku- markað að ræða, sem Danmörk og þau lönd önnur, sem nú reyna að fá inngöngu í Efnaihags- bandalagið, ef til vill fá ítöik í. Frá árinu 1958 ihafa Afríku- ríkin haldið margar náðstefnur, þar sem stjórnmál og efnahags- mál ihafa verið til umræðu. Sér- staka þýðingu hafði ráðstefnan í Addis Abeba 1963, þar sem Afríikuríkin lögðu áheirzlu á ein- ingu sína og vilja sjálfstæðra Afríkuríkja til að fylgja þjóð- ernisstefnu sinni fraim til sigurs alls staðar, þar sem hvítir menn ennþá héldu um stjórnvölimi. Á þessairi ráðstefnu var og stofnað til samtaka, sem m. a. eiga að örva uppbyggjandi samstarf Afr- íkuríikja. Efnahagsbandalag Evrópu varð Afríkuríkjunum til mikils fram- dráttar og þau nutu góðs af því, að innbyrðist verzlun bandalags- landanna jólkst um 150% á ár- unurn 1958 til 1965 saimlhliða því, sem verzlunarviðskipti við lönd utan bandalagsins styrktust og jukust. Frjáls hreyfing fjánmagns leiddi til aukinna fjárfestinga, einkum vestur-þýzkra í frönsik- um og ítölskum iðnaði og með samsteypum varð auðveldara að nýta kosti stórfyrirtælkja. Eftir að de Gaulle komst til valda í Frakklandi urðu miklar breyt- ingar í frönsku Afríku. Flest frönsku landsvæðanna óskuðu þó eftir því, að halda áfram við- skiptatengslunum við Evrópu. (Fná Nordis'k Pressebureau). ÍGYPTW.. MftURETftNwT NKiEb | ■ ■ - ] SUÐáN GAMBlAi POftT.GUlNWð SUINEA NlbERÍA ETHIOUA F/Mð. $r< m SIERIW LtONl LI8ERÍÍ1 | Cameh. 'uIiftNQAÁi KENYA' GA90H [CUN60| TANIANIA' ANGOLft ZAMBiA RH00E5ÍA SÚO VESN/< afríka B0TSVVANA SWA2II., AFRIKA 00 EBE Aukaaöild Hafa sótt um aóild - áhuga á - Sérsamn.við EBE Sudur-Kórea: Ekki frábitinn viðræðum um sameiningu — sagði Park Chung Hee forseti Seul, 15. ágúst. AP. FORSETI Suður-Kóreu, Park Chung Hee sagði í dag, að hann væri reiðubúinn að stíga raun- hæf og mikilvæg skref í þá átt að sameina Kóreu, svo framar- lega sem Norður-Kórea hafnaði valdbeitingu sér til pólitísks framdráttar. Park sagði að þess- ar ráðstafanir gætu miðað að því að brjóta smám saman niður þann múr sem er á milli land- anna, og leggja síðan grundvöll að sameiningu Norður- og Suður- Kóreu. Park sagiðist eklki veira andvíg- ur þátttöku Norður-Kóreu í um- ræðum Sameinuðu þjóðanna um sameiningu Kóreu, ef kommún- istar gengjust hiklaust inn á og viðurkenndu rétt samtakanna til að fjalla um málið. Forsetinn sagði þetta í ræðu sem hann flutti til að minnast þess að 25 ár eru liðin síðan Japanir létu af stjóm í landinu. Orð forsetans hafa vatoið Ihina mestu athygli, þair sem í þeim þytkir kveða við noktouð annan tón en þann sem fram að þessu hefur verið ríkjandi í Suður- Kóreu varðandi afstöðuna til Norður-Kóreu. óþurrka. En vegna aðildar að Fríverzlunarsamtökunum hef ur þó verið auðveldara að selja landbúnaðarafurðir á erlendum mörkuðum og verð lag hefur þar faríð hækkandi. Emgu að síður verður þetta ár l'anidbúniaðinum þunigt í sfeauti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.