Morgunblaðið - 19.08.1970, Qupperneq 6
6
MORGUKBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1970
TÚNÞÖKUR
til sölo. Heimkeyrt. Sími
99-3713.
KEFLAVlK — SUÐURNES
Ung bamlaius t>jón 6&ka eftir
að taika á tehgiu eins tíl
tveggija 'heribengija íbúð. —
Upplýsi'ngar í síma 1612.
ÞRJÁR MÆÐGUR
utan aif lamd'i ásika eiftir
þniggija henbengija !búð, helzt
sem næsit Kenmarasikóilamuim.
Upplýsingair í síma 35644
eftr lol. 5.
VANTAR 350 ÞÚSUND KR.
lán giegn önuggri tryggingiu.
T»#boð sendiiist í afgmeiðsliu
Morgwrvbl. mienkt „4201" fyrir
25. þessa mánaðar.
HEY TIL SÖLU
Upplýsinigar í síma 40682.
REGLUSÖM KONA
óskar eftiir hálfs- eða heite-
dagis atvinniu. Upplýsingar í
síma 22746.
TIL SÖLU
rmúnspraiuta með benisínmótor
sem ný. Upplýsimgar í sfma
41845 eftiir kil. 7 á kvöldiin.
DRENGJA TERYLENE BUXUR
einmig telipna og dömuibuxur.
Fra'ml'eiöstuverð.
Saumastofan Barmahlið 34,
simi 14616.
ÓSKA EFTIR
4—6 fm miðstöðvarkatli. Uppl.
í Síma 37109 eftir kl. 8 á
kvötd in.
HLJÓÐFÆRI
Tid söl'u Vox baissamaginari
með tveimur boxum (18")
ásaimt mjög góðum G'ilbsom
baissagítar. Uppl. í s. 25264
fná kl. 6—8 á kivö'ldin.
TIL SÖLU
ný þniggja henbergija íbúð.
Upplýsingar í siíma 35148 frá
kl. 13—18 í dag.
REGLUSAMAR
skólastúlkur óska eftir 2ja'—
3ja henbergija íbúð á tehgu frá
1. eða 15. september. Uppl.
í síma 34730.
MÓTATIMBUR
Mótatimibur óskaist. Upplýs-
ingar í síma 26404 eftir
kl. 7.
WILLY'S STATION
óskaist. Má vera vélarlaus.
Sími 52277.
YTRI-NJARÐViK
Óskað er eftir vanni búðar-
stúllku.
Valgeirsbakarí, sírmi 2630.
i
Kvæði mitt er kveldljóð
í daft kynntim vlð skáldið
Stefán Sijíiirðsson, sem jafn-
an er nefndur Stefán frá
Hvítadal. Stefán fæddist 11.
október 1887 á Hólmavík, son
ur hjónanna Sigurðar kirkju
smiðs frá Felli í Kollafirði, f.
1828, d. 1916, Siffurðssonar (b.
á Felli, f. 180«, 1884, Sigurðs
sonar bónda á Broddanesi, f.
1763, Björnssonar) og Guð-
rúnar f. 1852, Jónsdóttur.
Ólst upp hjá Jóni bræðrungi
sínum Þórðarsyni, bónda í
Stóra-Fjarðarhorni, tii 1903
og síðan í Hvítadal, þá í
Tjaldanesi og loks í Búðar-
dal.
Stefán gerðist bóndi í
Bessatungu í Saurbæ. Hann
var hneigðari til bókar en
vinnu, en naut samt litillar
fræðslu i æsku. Átján ára
gamall hélt hann burt úr átt-
högum sínum og hafði ofan
af sér við margs konar störf.
Hann hóf prentnám, en varð
að hverfa frá þvi, eftir að
hann hafði orðið fyrir þvi
slysi að missa hægri fótinn
ofan við öklalið. Um það leyti
kynntist Stefán ungum
menntamönnum, sem allir
höfðu einsett sér að verða
skáld. Haustið 1912 sigldi
Stefán til Noregs og vann
þar í skipasmíðastöð, unz
hann veiktist af berklum og
kom aftur heim til islands ár-
ið 1915. Hann tók rómversk-
katólska trú. Fyrstu ljóða-
bók sina, Söngva förumanns-
ins, gaf hann út 1918. Árið
eftir kvongaðist Stefán Sig-
ríði Guðbjörgu dóttur Jóns
Elís Jónssonar bónda á
Ballará og víðar. Söngvar
förumannsins komu út í ann-
arri útgáfu 1919. Óður ein-
yrkjans kom út 1921, Heilög
kirkja, sextug drápa árið
1924. Eins og áður segir bjó
hann lengst af i Bessatungu í
Saurbæ. Hann andaðist 7.
marz 1933. Við birtum til
kynningar á kveðskap
Stefáns, kvæðið:
Erla, góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svif þú inn í svefninn
i söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð
því kveldsett löngu er.
Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn
hið bieika tunglskinsflóð.
Erla, hjartans Erla,
nú ertu þæg og góð!
Æskan geymir elda
og ævintýraþrótt.
Tekur mig með töfrum
hin tunglskinsbjarta nótt.
Ertu sofnuð, Erla?
Þú andar létt og rótt.
Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenni í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi,
og drottinn blessi þig.
Spakmæli dagsins
Síðan Kristur lifði og dó, er
sá einn virðingarverður, sem
þjónar. Þú verður að þjóna og
þjást, ef þú vilt rikja. Þess
vegna verða allir kóngar að
þyrnikrýnast, vilji þeir heita
sannir kóngar. . . . Þú getur
ekið í dýrri bifreið og drukkið
guðaveigar, en þú ert og verður
smámenni, nema þú elskir og
þjónir mannkyninu, sem þú ert
brot af. — Studdert Kennedy.
DAGBÓK
Þvi að hver sem þjónar Kristi í honum (þ.e. heilögum anda),
liann er Guði velþóknanlegur og fullreyndur manna á meðal.
(Kóm 14—18)
1 dag er miðvikudagur 19. ágúst og er það 231. dagur ársins
1970. Eftir lifa 134 dagar. Árdegisháflæði kl. 7.46.
(Úr jslands almanakinu.)
AA- samtökin.
'’iðlalstími er í TjarnarÉ'ötu 3c a’la virka daga fíá kl. 6—7 e.h. Sími
•-Ö373.
Almonnar uppiýsmgar um læknisþjónustu í borginnl eru gefnar
símsvara Læknafélags Reykjavíkur, sima 18888. Lækningastofur eru
tokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina. Tekií verður á móti
beiðnum um lyfseðla og þess háttar að Gr.rðastræti 13. slmi 16195,
frá kl. 9-11 á laugardagsmorgnuui
Tannlæknavaktin
er í Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlæknir í Keflavík
18.8. Guðjón Klemenzson
19.8. og 20.8 Arnbjöm Ólafsson
21., 22. og 23.8. Guðjón Klem-
enzson
24 8. Kjartan Ólafsson.
Læknisþjónusta á stofu á laugar-
dögum sumarið 1970.
Suimarmáncuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vík lokaðar á laugardögum, nema
læknastofan í Garðastræti 14, sem
er oplin alla laugardaga í sumar
kl, 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabeiðnir hjá læknavaktinni
sími 21230, fyrir kvöld- nætur- og
helgidagabeiðnir.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið alla da.ga, nema laugar-
daga, frá kl. 1.30—4. Aðgangur
ókeypis.
VÍSUKORN
Vá.
Sækja að brjóstum sorgarský,
svalur gjóstur næðir.
Þöggum róstur þanka í.
Það er ljóst, að blæðir.
Syrtir fyrir sólar-brún,
svölu dynja hreggin.
Glöpin lægjum. Glögga rún,
Guð á letrar vegginn.
St. H.
Leiðrétting
Undir kveðju frá kvenfélaginu
Hringnum vegna andláts Ingi-
bjargar Cl. Þorláksson, misrit-
aðist nafn höfundar. Átti það
að vera Sigþrúður Guðjónsdóttir.
ÁHEIT 0G GJAFIR
Dómkirkjan
Aheit til Dómkirkj unnar frá Ó.
Kr. B. kr. 1.000,00. Kærar þakk
ir. Óskar J. Þorláksson.
Strandarkirkja
HÞ 200, ÓB 500, IR 100, Guðrún
200, MJ 100, KÁJ 100, OKA 175,
SH 25, N Þórðarson 25, SP 5000,
GÓ 200, Mímósa 200, JÞ og GB
200, NN 20, Ásta 100, NN 100,
NN 150, XZÞ 15, BB 100, PS
1.000, Kona úr Bolungarvík 200,
KS 200, KE 100, Ónefndur 50,
ÁSÁ 300, TS 1.000, GMG 500,
Gömul kona 500, EB 50, ÁT 100,
Dúna 500, NN 10, Axel 100,
Hulda 200, JG 1.000, Ónefndur
100, RB 100, Ólöf 600, NN (sent
Velvakanda) 100, SJ 500, NN 50,
MB 1.000.
Sólheimadrengurinn
BK 300.00.
Guðmtindur góði
Magnea Gísladóttir 200, Ragn-
hildur 200, SG 200, Nafnlaust
1.000, Ónefndur 40, AJ 100, K.
Magnúsdóttir 1.000, NN 1.000,
JG 500, X 500.
Verjumgróður
verndum land
Landið er að fjúka frá okkur.
Þjóðin berst við illskeytt nátt
úruöfl um verndun þeirra verð-
mæta, sem gera það byggilegt.
lugsunarlacus notlkun farartækja
og vinnuvéla hefur lagt hinum
eyðandi öflum lið. Hugsum um
það, áður en við ökum út af
vegimum, hvorum aðilanium við
fylgjum. íslendingar, verjum
gróður, verndum land. (
SÁ NÆST BEZTI
Einu sinni í fyrndinni, þegar speglar voru sjaldséðir hér á landi,
komu tveir ungir piltar og gamall karl saman inn í veitingastofu,
en á einum veggnum hékk mjög stór spegill. Þremenningarnir
tylltu sér við borð saman, og nutu veitinganna í ró og næði, en
meðan þeir sátu og gæddu sér, var karlinum tiðlitið til spegilsins.
Þeir urðu nú allir samferða út, en þá segir karlinn: „Tókuð þið
strákar, eftir tveimur laglegu piltunum, sem sátu í hliðarherberg-
inu og með þeim svo grimmilega ljótur karl.“
ÚR ÍSLENZKUM ÞJOÐSOGUM
SKÓB HVEBFÁ
Sögn Elínar Jónsdóttur 1875,
dóttur Elínar Guðmundsdóttur.
Er foreldrar hennar bjuggu í
Butru, sátu þau í fjósi, eins og
fátækt fólk í þá daga var vant
að gjöra. Jón heitinn faðir henn
ar var vanur á kvöldin að láta
hengja skó sína á fjóshurð að
utanverðu svo þeir stiknuðu eða
fúnuðu ekki inni, því litið var
um skæðaskinn, enda var það í
þá daga siður. Eitt kvöld um
haustið sendi hann Elínu með
skó sína, þykka heminga (úr
höm eða skekklaskinni af nauti).
Hún hengdi skóna eftir vanda á
hurðina og fór svo að sofa. Morg
uninn eftir, er hún ætlaði að
sækja þá, voru þeir horfMr.
Þau leituðu með dyrum og dyngj
um, öllum hornum, en það kom
fyrir ekki, skórnir fundust ekki
að heldur. Aðrir skór voru
gjörðir, og þessir gleymdust. En
einhverju sinni snemma um vet-
urinn héngu skórnir á sama stað
einn morgun, er þau komu á fæt
ur, og öldungis óbrúkaðir, eins
og þeir voru, er þeir hurfu. —
Nágrannana afsakaði hún og
kvað illa mögulegt, að þeir
hefðu náð skónum og þó óhugs-
anlegra, að þeir hefðu skilað
þeim aftur og það jafngóðum.
Huldufólkinu í klettunum fyrir
ofan var kennt um það.
Þjóðsögur Torfhildar Hólm).