Morgunblaðið - 19.08.1970, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGtíST 1970
Albert Þorvarðarson
vitavörður í Gróttu
Fseddur 17. ágúst 1896.
Dáinn 12. júní 1970.
„Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla œvi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó.“
Þau ótiðindi bárust mér til
eyma 12. júní s.l., að Albert vin
ur minn, vitavörður i Gróttu
væri horfinn úr heiminum. Þau
fim fylgdu þeirri frétt, að hann
hefði drukknað skammt undan
landi, þá hann vitjaði hrogn-
kelsaneta sinna. Logn var veð-
urs. Það skal fúslega játað, að
það þóttu mér fim mikil, að Al-
bert skyldi í sjó drukkna, á það
næsta lítið skylt við rökhyggju,
en hitt er og, að rökræn hugs-
un flýr flesta, þá þeir spyrja vá-
leg tíðindi. Vitaskuld er þeim
mönnum, er sjó stunda, hættara
miklu við sjódauða, en þeim sem
sjaldan stíga á fljótandi fj61.
Albert fæddist í Gróttu, og
voru foreldrar hans Guðrún
Jónsdóttir frá Morastöðum í
Kjós og Þorvarður Einarsson,
ættaður austan úr Skaftafells-
sýslu. Þorvarður var fyrsti vita-
vörður í Gróttu, og erfði Albert
embættið og gegndi því til dauða
dags. Ekki mundi Albert sjálfur,
hvenær hann fyrst steig á ferju
f jöl, en hitt er skjalfest, að fáum
dögum eftir ferminguna réðst
hann á skútu og hafði áður en
langt leið stundað sjó á flestum
tegundum þeirra farkosta, sem
til fiskveiða héldu. Hann tók
farmannapróf árið 1923, hugðist
þá fara í siglingu, en Grótta kall
aði. 111 eða góð örlög. — Ekki
skal það tíundað hér.
Eftir að Albert tók við vita-
vörzlu í Gróttu, gerði hann út
tvo vélbáta. 1 lok siðari heims-
styrjaldar seldi hann stærri bát
inn, en sjó stundaði hann annað
veifið, meðan fiskbröndu var að
fá í Faxaflóa svo og hrognkelsa-
veiðar sem fyrr segir.
Albert var fáum eða engum
mönnum líkur, þeim er ég hef
þekkt á langri ævi. í sjón var
hann þó ekki sérkennilegur.
Hann var meðalmaður á hæð,
ágæta vel farinn í andliti, ennið
hátt og gáfulegt, hárprúður fram
á hinztu stund. Augun voru snör
og var engu líkara en þau skiptu
litum eftir skapbrigðum hans.
Riðvaxinn var hann, karlmenni
að burðum og snarmenni mikið.
En þetta var aðeins ytra borð
ið. Albert var að minu viti síð-
asti sjálfstæðis- eða öllu heldur
sjálfræðismaðurinn, sem ég hef
þekkt. Vitaskuld varð hann
stundum að lúta hátigninni, en
hann stóð á réttinum. Og störf
hans virtu bæði yfirmenn sem
aðrir, enda féll aldrei skuggi á
þau.
Albert átti fjölda góðkunn-
ingja en valdi sér fáa að vinum.
Það tók nú tímann sinn að verða
vinur hans, en tækist það áttu
þeir sem slíkrar gæfu nutu eng-
an trölltryggari vin.
Hann var höfðingi mikill heim
að sækja, enda löngum gest-
kvæmt í Gróttu. Hann vildi leysa
hvers manns vanda. Mér er því
ljúft og skylt að þakka alla hina
frábæru gestrisni og drengskap,
sem ég og min fjölskylda höfum
notið í Gróttu síðastliðin 30 ár.
Albert var harðgreindur að eðl-
isfari og óvenju fjölhæfur. Hann
naut prýðilegrar barnafræðslu
og tók síðan farmannapróf eins
og fyrr segir, og þótti það mennt
un á þeim tímum.
Snyrtimenni var Albert mik-
ið, hjá honum hafði hver hlutur
sinn stað. Flest lék honum í hönd
um; hagur á tré og jám og
skytta, svo af bar. Hann var
gæddur mikilli og fagurri söng-
rödd, og gat náð langt í þeirri
list hefði hann lært.
Allir sem Albert litu, hvort
— Mig langar
Framhald af bls. 17
— Það hefur alltaf verið
mikil vinna hér.
— Hvemig lízt þér á æsk-
una?
— Unga fólkið í dag er vel
alið.
— 1 gamla daga, þegar vtð
Stefán bróðir minn fórum á
mannamót, þá stóðum við upp
úr hópnum. Núna kemur það
oftar fyrir, að ég horfi upp
í nefið á þessum ungu mönn-
um.
— Varla oft?
— Nei, en það kemur fyrir.
— Það er algengara að sjá
þá stóra og stæðilega í dag.
Áður fyrr hafði ekki fólkið
þetta góða viðurværi, sem
það nú hefur, og svo var það
kuldinn í húsunum, sem fór
með það.
— Þú hefur þetta yndis-
lega umhverfi hér alls staðar.
— Hefurðu nokkum tíma orð
ið svartsýnn?
sem þeir voru tryggðarvinir,
skyndigestir eða allt þar á milli,
muna hann fyrst og fremst sem
sögumann. Frásagnarlist kunni
hann flestum betur. Af leiftrandi
snilld gat hann sagt frá smæstu
atvikum, svo að af urðu ævin-
týri, en þegar hann tók á honum
stóra sínum, límdi hann saman
stóð og stjörnur eins og segir í
Þorsteinssögu Víkingssonar um
kóng í Indíalandi, sem var galdra
meistari mikill. Albert hafði
tungutak í bezta lagi, talaði mál
okkar alþýðumanna, skýrt og
hreint. Stundum skaut hann inn
í frásögnina klassískum setning-
um, sem að vísu gáfu frásögn-
inni gildi, en voru þó eins og
þrumufleygar.
Þótt mér og mínum þætti með
firnum, hvernig vinur okkar fór
að heiman, er forsjónin ekki með
öllu án liknar. Albert hafði lifað
— Ég hef yfirleitt ver-
ið bjartsýnismaður frá fyrstu
tíð. Enda þarf ég engin mál-
verk á veggina hjá mér. Það
er auðvitað allt í lagi, þótt
maður eigi þau. Ég haf bara
gluggana mína fyrir mál-
verk.
— Það eru margir sem eiga
einmitt málverk af þessu sem
við sjáum hérna út um glugg-
ann: Hafrafelli og Strút, með
Eiríksjökul í baksýn.
— Þetta er aðal fíneriið.
Maður kemur varla inn í
stofu, sem er sæmilega búin i
bænum, að maður sjái ekki
heim til sín. Því að flest mál-
verkin hefur hann Ásgrimur
máiað hingað i þessa átt.
— Þú færð þá varla heim-
þrá, ert ekki öllu sviptur,
meina ég, þótt á mölinni sért?
— Alveg rétt. En þegar ég
er búinn með öll mín verk í
Reykjavík, þá er ég ekki í
rónni, fyrr en ég er búinn að
ákveða, hvaða dag ég fer
heim til mín.
Og alltaf jafn himin
sæ!l, auðvitað, yfir heimkom-
langa ævi sem einn hinn frjáls-
asti og óháðasti maður meðal Is-
lendinga. Nú var honum elli fall
in í fang, þótt hann glímdi við af
karlmennsku. Elliheimili eða
sjúkrahús mundu hafa verið hon
um verri miklu en hin vota gröf.
Albert var meira miklu en vita
vörður. Hann svaf jafnan með
annað augað opið eins og sagt
var í mínu ungdæmi. Ófáir eru
hérlendis sem erlendir, er hon-
um eiga líf að launa.
Að lokum vil ég þakka þér ó-
rofa vináttu, mér og minu til
handa og kveðja þig með vísu
skáldjöfursins á Sandi:
Blundar nú á dökkri dýnu
drengur sá er vakti löngum;
geymir hann í silki sínu
sjávargyðjan út hjá dröngum.
Hjörtur Kristmundsson.
unni?
— Auðvitað, segir þessi
sæti maður, og brosir inni-
lega. Það er alltaf það
skemmtilegasta í túrnum: Að
koma heim.
— Og þó held ég, að konan
mín sé miklu harðvítugri í
þessum efnum, heldur en ég.
Síðan pabbi og mamma henn
ar féllu frá, þá má hún ekki
vera að því að stoppa nema
augnablik.
— Það er hver sæll, sem á
svo gott heimili, að hann
hlakki til að koma heim.
Degi er tekið að halla, og
mál að lofa húsráðendum
aftur að fá næði.
Því eru þessi glæstu hjón,
börn og barnaböm kvödd.
Ónæðið er sjálfsagt ekkert
lítilfjörlegt sem búið er að
gera, og margt handtakið hef
ur sjálfsagt orðið að bíða
betri tíma á heimilinu, en ég
væri hræsnari, ef mér dytti í
hug að sjá eftir því að hafa
tafið þau.
M. Thors.
rakarastólum
Yoshikawa á rakarastofunni sinni
ÞAÐ ER peningaskortur víða,
og hárvöxtur vel þokkaður, og
það í vaxandi mæli, því marg
ur maðurinn hefur býsna
langt á milli klippinga. Rakar
ar í sumum borgum gefa það
til kynna, að viðskipti þeirra
hafi minnkað um 25—50%. En
viðskiptamissir rakaranna
virðist ekki vera mikill sam-
anborið við þá sem framleiða
rakarastólana.
Lengi vel gekk framleiðsla
þeirra skínandi. Nokkur fyrir
tæki höfðu stöðuga fram-
leiðslu, framleiddu 10.000 rak
arastóla árlega til 100.000 rak
arastofa í Bandaríkjunum. —
1957 var það svo að fyrirtæki
í Osaka í Japan, Takara Bel-
mont Co., renndi sér inn á
Bandaríkjamarkaðinn og byrj
aði á einni af þessum víð-
frægu japönsku yfirtökuher-
ferðum.
Takara var svo fært í sinni
grein, að það setti algerlega
japanskt met í eftirlíkingu.
Fyrsta framleiðslan var hér
um bil eins og bandarísku stól
arnir, framleiddir hjá fremstu
fyrirtækjunum, Emil J. Pai-
dar í Chicago. Meira að segja
var hægt að setja hluti úr
japönsku stólunum í þá banda
rísku, svo mikil var nákvæmn
in. Því var það svo, að ef fót
brettið, eða armurinn á stól
brotnaði, náðu dreifingarmenn
Takara í Bandaríkjunum sér
hiklaust í varahluti hjá Pai-
dar i Chicago og sluppi þann
ig við óþarfa flutningskostnað
langar leiðir frá Japan, og enn
dýrari viðgerðaþjónustu.
Fyrir utan það, að geta selt
stólana sína fyrir 20—30%
lægra verð, en þá bandarísku,
hefur Takara síðan átt hug-
myndina að því að breyta stól
unum, og koma þannig gömlu
stólunum úr tízku, auðvitað af
ásettu ráði.
Hann framleiðir nýja gerð
á 18 mánaða fresti. Þess vegna
hefur hann á boðstólum fínni
stóla en keppinautarnir, oft
og eintt.
Nýjasta gerðin kostar kring
um 88 þús. kr. ísl. og er ímynd
snyrtigæla.
Stóllinn bókstaflega umvef-
ur viðskiptavininn, fellur að
líkamanum, ef svo mætti að
orði komast, með bogalinum
sínum, og hefur hann vökva-
stýrða hækkun og lækkun.
Getur hækkað sætið, eða hall
að stólbakinu aftur til að
nudda megi kúnnann á þægi-
legri hátt, eða gefa heit and
litsböð. Meðan verið er að
klippa hár hans með hárfínni
nákvæmni, nuddar rafmagns-
kerfi í stólnum kálfana á hon
um og bakvöðvana.
Sölumennimir hjá Takara
gorta af því, að stólarnir
þeirra hæfi kóngafólki. Tveir,
sem nota stóla frá þeim, eru
Hirohito, Japanskeisari,
sem lét setja upp svona stól
í höllinni sinni, og Thumibol,
kóngur í Thailandi. Takara
hefur 70% af Bandaríkjamark
aði og selur fyrir 25 milljónir
dollara á heimsmarkaðinum
árlega.
I fyrra opnaði hann samsetn
ingarverksmiðju í Somerset í
New Jersey í Bandaríkjunum,
og krækti sér í rakarastóla
samsteypuna Koken Compan
ies Inc. í St. Louis. í dag er að
eins einn stórframleiðandi í
Bandaríkjunum: Paidar.
Fyrirtækið átti einu sinni
vísan sölumöguleika á 70%
keyptra vara, nú er Paidar í
svo miklum vandræðum, að
Nixon Bandaríkjaforseti hef-
ur gefið sérstaka fyrirskipun
um að útvega honum ríkis-
styrk.
Forstjóri hjá Takara er Hid
enbou Yoshikawa, feitlaginn,
sjötugur maður, sem stofnaði
fyrirtækið fyrir 49 árum. —
Hann er heittrúaður Búddatrú
armaður og segi-st eiga allar
hugmyndirnar sjálfur í sím-
um viðskiptum, að meðtalinni
hugmyndinni um að læðast
inn á Bandaríkjamarkaðinn.
Segist hafa fengið þær á bæn.
Á heimssýningunni í Osaka,
er nokkuð, sem heitir „Beaut
illion“. Samsett úr Beauty =
fegurð, snyrting og Pavillion
= höll, skáli. Kostar hún eina
billjón dala. Er það rakara-
stofa m.m. Hún er mjög fram
faraleg, öll úr stólpípum og
plasti, á einni hæð, nokkurs-
konar hylki. Er þetta hylki
gott dæmi upp á snilligáfu
Yoshikawa. Á þessari einu
hæð, eru 48 rakarastólar, í lag
inu eins og lótusblóan. Þeir
lyfta viðskiptavinunum níu
fet (3 m) upp, og þar geta
þeir séð fáránlega sýningu í
loftinu. Á hljóðrásinni er eitt
hvert væl . . . er það Yoshi-
kawa á bæn. Hann er alveg
nauðasköllóttur, en samt fer
hann vikulega til rakarans,
sem stýfir þetta litla strý, sem
eftir er, og nuddar hann. Ef
fleiri færu vikulega í klipp-
ingu, væri líklegra að friður
kæmist á í heiminum, því að
snyrtimennska skapar hugslök
un. Það má með sanni segja,
nema menn séu í samkeppni
við Takara.