Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 2
2 MORGUN'BLAÐIÐ, MIBVIKUÐAGUR 23. SEPT. 1970 Málaravinna á Breiöholtsíbúöum: Vænta mátti átaka sem tefðu framkvæmdir - segir F.B. um málið og þá ákvörðun að bjóða verkið út aftur — Lægstbjóðanda var synjað um inngöngu í Málarameistarafélagið SVO sem skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær, hafa rlsið deil- ur um málningarvinnu í íbúðum þeim í Breiðholti er Fram- kvæmdanefnd byggingaráætiun- arerað byggja. Er þarna um að ræða málningu á 180 íbúðum og var vinnan upphaflega boðin út sumarið 1969 og tilboðin opnuð 23. ágúst. Áttu þeir Einar S. Kristjánsson og Eyþór Guðmunds son lægsta tilboðið, 5,2 millj. kr., en Málaraverktakar s.f. voru með hæsta tilboðið 10,7 millj. kr., en eftir að tilboðin voru opnuð skýrði síðarnefndi að ilinn frá þvl að inni í tilboði þeirra hefði verið vinna við sand sparsl sem næmi 5,6 mlllj. kr. Framkvæmdanefndin hðf síðan viðræður við Einar S. Kristjáns- son, en hins vegar var ekki geng- ið frá samningum, og i sumar, þegar verkið var komið á fram- kvæmdastig bauð nefndin verkið út aftur og áttu þá Málaraverk- takar s.f. lægsta tilboðið og var það 6,8 millj. kr. Morgunblaðið ræddi við Einar Framhald á bls. 24 Vef stóll, röggva teppi og dúkur — gefið Þjóðminjasafni ÞJÓÐMINJASAFNI eru öðru hverju gefnir óvenjulegir gamlir munir, sem fengur er i. Nýlega var safninu t.d. gefið ofið og hnýtt gólfteppi frá því fyrir alda mót, yfir hálfrar aldar gamall islenzkur vefstóll og verðlauna- dúkur úr Kvennaskólanum frá 1911. Mbl. fékk upplýsingar um þessar gjafir hjá Elsu Guðjóns- son. Gólfteppið óf frú Steinunn Briem, sem þá var prestsfrú á Staðarstað, og kvaðst Elsa ekki muna eftir að hafa heyrt um að svona teppi hefði verið ofið hér á þessum tíma. Þetta er stórt röggvateppi, unnið i stykkjum í vefstól. Mynstur er útlent, rós í miðju og bekkir í kring. Er mið- hlutinn ofinn i tvennu lagi og siðan bekkirnir utan um. Er þetta vandað og merkilegt teppi sem hefur verið notað i 60 ár. Er vitað til að það hékk uppi sem skilrúm í kirkjunni á Stað- arstað, þegar fólk hafðist þar við meðan unnið var að bygg- ingu á árunum 1904—1906. 1 rýa hnútunum er islenzk ull. Fyrir fáum dögum gaf frú Sigriður J. Magnússon, ekkja Guðmundar Magnússonar lækn- is, safninu vefstól sinn, sem hún hafði eignazt gamlan fyrir meira en 50 árum. Er þetta gamall islenzkur vefstóll og merkilegur fyrir það, að hann er á mynd í frumútgáfu af Orðabók Sigfús- ar Blöndal, sem dæmi um íslenzk an láréttan vefstól, til aðgrein- ingar frá kljásteinavefstólnum. Þá hefur safnið nýlega fengið að gjöf dúk, sem Guðrún Snæ- björnsdóttir, seinni kona Óskars Einarssonar læknis, gerði og fékk verðlaun fyrir í Kvennaskólan- um 1911. Voru verölaunin áletr- uð silfurskeið. Dú'kurinn var á fyrstu iðnsýningunni á Islandi 1911. Er þetta kringlóttur dúk- ur, saumað i net og útsaumur á netinu, að. þeirra tíma hætti og ákaflega fallegur gripur. Þá gaf maður nokkur safninu nýlega ýmsan fatnað, svo sem garnlar upphlutsskyrtur, peysu- föt og svuntur, en gamlir bún- ingshlutar geta oft sagt sögu af því hvað notað var á hverjum tíma. Elsa sagði að vegna þrengsla á safninu væri ekki hægt að setja t.d. vefstólinn upp. En reynt væri að setja ýmsa hluti , fram í sýningarsalinn eftir því sem hægt væri. Afmælismót Tafl- félags Reykjavíkur I H AUSTM ÓTINU seim jafn- framt er afmaelisomót, er óvenju milkil þátttaika, 32 ikeppendur enu í meiistaratflokki, 12 í fyrsta fl'Okki, 18 í öðruim flloklki og unglinigaiflok'ki, en þeir tefla sam- an. Margir kiunnir skákmenn eru í meistaraflclkki, t. d. Friðrik Ól- afsson, Ingi R. Jóhainnsson, Bjöm Þorsteinsson, Braigi Kristjámsson, Dárus Jobnisen, Jón Þarsteinsson, Guðrreundur Ágústsson, Trausti Bjömsson, Jónas Þorvaldsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Sig- urjónsson, Bjöm Sigurjómsson, Leifur Jósteinssoin, Jóhann Þcirir „Norðurljósin“ bíða í FYRRAHAUST tilkynnti Þjóð- leikhúsið að sýnt yrði næsta vet- ur nýtt leikrit eftir Kristján Albertsson, sem nefnist Norður- ljós. Ekki varð >ó af sýningu leiksins, og hann er heldur ekki nefndur meðal leikrita á kom- andi leikári. Morgunbiaðið hefur haft tal af Kristjáni Albertssyni >g spurt hann hvað komi tii, en ann svaraði: Frétt um rækju og hörpu- disksverð VERÐLA GSRÁÐ hefur beðið fyrir eftirfariandi leiðréttkigu á frétt um ákvörðun lógmarks- verðs á rækju og hörpudiski þ. 19. þ.m.: Um lágmarksverð á hörpudiski var samkomulag í yfirnefnd, en lágmarksverð á rækju var á- kveðið með atkvæðum odda- manns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa selj- enda. Skólasjónvarp í vetur í VETUR verður í fyrsta skipti gerð tilraun með sikóla- sjónvarp hér á landi, en þá verða sýndir 10 þættir um efflisfræði og efnafræffi í tengslum við kennsluna, sem er að hef jast i þessum grein- um á bama- og unglingastig- inu. Verffa fimm þaettir í sam bandi við námsefni 11 ára bama og 5 námsefni 13 ára baraa. Þættimir, sem eru 10 —20 mínútur hver verffa sýndir á miðvikudögum fyrir klukkan 7. Skiólarajniíi!SÓkin.Lr oig Fræðslu myindasafn rikiisiinis kiomiu fram með tillögiu um skóla- sjóravarp í eðlisfræði í fyrra og veitti Allþiingi 2ö0 þús. kr. til þess. Sér Fræðisliumyinida- safiniið uim framikvæmd cvg fjárh-aigshiið, en Skiólairainin- sókiniir sjá um efnið og befur Öm HelgBsan reámis®tjóri skipuilagt það. Þeir iþættir, sem sýndir verða eru ekki í bekuum tenigislum við verk- efmi niámstókanirna en eiga þó að skýra og varpa ljósii á uind- irstöðuiatriði eðlis- og eárea- fræðimnar. Kenmiarair irainu fá semt yfirlit uim þætt inia á- siamt leiðbeiniinigium og miumiu þeir síðan ræðá þættfaa við nieimienidiuma. Þar sem fæstir skólar hatfa yfir sjónívarpstækjium að ráða veriða þættfanir serudir út ut- aai ákólatíma svo nemieinduimir geti honft á þó í heiimaihúsum.. Allir þættimir verða sendir út tvisvar í vetur. Þeir fimim þættir, sem ætl- aðir eru 13 ára nemenidum eru þegar fullgerðir og þrír af þefan, sem ætlaðir eru 11 ára nemend'um. I dag er ráðgert að kienrnarar, hefansæfci sjón- vairpið, horfi á þættfaa, sem tillbúnir enu og ræði þé. Það sem að frauream er sagt kom fram á blaðamannafundi í gær, þar sem vonu torsvars- menin Fræðsliuimálasbrifstof- umnair, Skólaframnsókna og FræðslumyndaisafrLS, Sögðust þeiir binida miklar vonir við að þessi byrjiun á skólasjónivarpi ætti eftir að verða til víðtæk- airi framíkvæmda á því sviði. Til skýringair má geta þess að undir skólasjónvarp falla aðeins þeir sjónvairpsfræðsiu- þættir, sem eru í beinu sam- bandi við námsefni skólanma og kostaðir af ríkinu. Munu nota kommún-l ista sem atkvæðadýr Norðurlandablöð um sænsku kosningaúrslitin NORÐURLANDABLÖÐUN- UM hefur orðið tíðrætt um sænsku kosningaúr.slitin og þann vanda, sem ríkisstjórn Olof Paimes á við að stríða á næstunni. Er viða vikið að lyk ilaðstöðu kommúnista í sænsk um stjórnmálum, en einnig kemur fraum hjá blöðum, að Palme muni þurfa að taka meira tillit til stjórnarandstöð unnar, en þurfti fyrir kosning ar. „Kommúnistarnir bjarga Palme" segir i sex dálka fyrir sögn í Berlingske Tidende á mánudag. 1 undirfyrirsögn er sagt, að þetta sé mesti ósig- ur sænska Sósíaldemókrata- flokksins frá 1956. Jónsson, Bjönn Tbeodórsson, Bragi Björnsson, Magnús Gunn- arsson, Stefán Brieim, Þoristeinin Skúlason, Bragi Halildórsson o. fl. Keppni í 'meistarafíokki hefst þriðjudaginin 22. september, og í fyrsta og öðirum flolkki föstu- daginn 25. september. Keppnin hefst kl. átta, leiknir verða 40 leikir á tveim tímium. Biðiskákir verða tefldar á miðvikudöguim, ' einnig á fösbudöguim, ef hentugt þýkir. Mótið fer fraim í húsakynnum Taflfélaigsins að Grenisásveigi 44. (Frétt frá Taifllfélaiginu). í „Nále'ga aliair persónur í leik- [ riti mín.u eru ungt fólk, og sum hlutverlkin munu mega teljast vandasöm. Okfcur Guðlaugi Rós- inkranz hefur komið saiman um að í bili sé elkki hægt að skipa í þau hlutverk ein,s og æskilegt er. Höf'um við því talið rétt að láta fyrst um sinn dragast að sýna leíkrit mitt.“ Gunnar Hedlund, formaðnr Miðflokksins. 1 Berlingske Tidende segir ennfremur, að úrslit sænsku kosninganna sýni sigur milli- flokkanna tveggja, einkum Miðflokksins. Geti kosninga- úrslitin þvi flýtt fyrir samein ingu þessara tveggja flokka, sem mjög var á dagskrá fyr- ir fáum árum. Var á sínum tíma hætt við sameininguna Olof Palme, forsætisráðherra. vegna taps Þjóðflokksins, en nú gæti sameiningin aftur orð ið tímabær, segir Berlingske Tidende, einkum þar sem báð ir flokkamir eru í sókn. Eini Pálmi Norðurlanda rið aði en stóð&t, segir Politiken á mánudag. Blaðið ræðir síð- an nánar þá möguleika, sem fyrir hendi eru í Svíþjóð og vitnar í því sambandi í orð Gunnars Hedlunds, formanns Miðflokksins, að frá lýðræðis- legu sjónarmiði sé ekki rétt, að sósíaldemókratar séu háð- ir kommúnistum á þingi. Því sé samsteypustjórn réttari val kostur. Information segir á þessa leið m.a. í forustugrein á mánudag: — Þrátt fyrir ósigur sinn í kosningunum getur Olof Palme að likindum verið for- sætisráðherra áfram eftir 1. janúar n.k. Þetta á hann að þakka óvæntum kosninga- sigri kommúnista. Sú stað- reynd, að hann verður áfram við völd með stuðningi komm únista, mun þó að líkindum ekki breyta stjórnmálastefnu hans neitt til að byrja með. Má telja víst, að sósíaldemó- kratar fari með kommúnista sem atkvæðadýr, se,m neydd eru til að greiða því atkvæði, sem ríkisstjórnin leggur fram. Er ekki trúlegt að samvinna skapist svipuð þeirri, sem var hér í Danmörku milli sósíal- demókrata og SF-flokksins frá því i nóvember 1966 til desember 1967. Annað atriði er það, sem Palme verður að taka tillit til, en það er sú staðreynd, að kommúnistar hlutu mest fylgi i þeim héruðum, þar sem skyndiverkföll vegna erfiðra vinnuskilyrða hafa ver ið hvað mest að undanförnu. Sú mynd, sem Palme hefur reynt að draga upp af Sósíal- C. H. Hermansson, leiðtogi sænskra koninninista. demókrataflokknum sem flokki, er láti jafnrétti og tillit til manna sitja I fyrirrúmi, er enn langt frá veruleikanum í námuhéruðum Norrlands. Og mikill fjöldi kjósenda á þess- um svæðum hefur viljað vekja athygli Palme á þessari staðreynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.