Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPT. 1970 Stefán Jónsson Hlíð — Minning F. 16.9. 1884. D. 14.9. 1970. Hinn 14. sept. s.l. lézt að heim ili sínu, Hlíð í Lóni, Stefán Jóns son, fyrrum bóndi þar. Er þar fallinn frá einn hinna eldri manna, er settu svip sinn á þjóð líf vort, einkum í sveitum lands- ins, á fyrri hluta þessarar aldar, einmitt þá áratugina, er þjóðin var að vaxa fram frá fátækt til bjargálna. Verður seint metinn að verð- leikum hlutur þeirrar kynslóðar, er með sínu starfi lagði þann grunn að uppbyggingu síðustu áratuga, sem yngri kynslóðum hefir reynzt traustur til að byggja ofaná. Stefán var fæddur að Bæ í Lóni 16. sept. 1884 og var því sem næst 86 ára, er hann lézt. Voru foreldrar hans, Jón Bergs- son og kona hans Rannveig Sig- urðardóttir, er þá bjuggu í Bæ. Ungur fluttist Stefán með for- eldrum sínum að Krossalandi í sðmu sveit og þar ólst hann upp ásamt systkinum sínum, Guð- rúnu og Bergi, er bæði komust til fullorðins ára. Auðvitað stund aði hann á uppvaxtarárum alla algenga sveitavinnu þeirra tíma, og mun fljótt hafa borið á þeim t Eigirum'aóur minm og faðir otokar, Haraldur Haraldsson, Víkurbraut 42, Grindavík, lézt 21. þ.m. Amfríður Daníelsdóttir og synir. t Maðurinn minn, faðir, tengda- faðir og afi, Valdimar Hafliðason, lézt á heimili sínu 21. septern- ber. Ljósunn Jónasdóttir. t Faðir okkar, Magnús Gíslason, fyrrverandi skrifstofustjóri, Bergstaðastræti 65, Reykjavík, lézt í Borgiarsj úkraih úsinu 21. septiemiber. Bömin. t Móðir okkar, temigdamóðir, ammmia og langaimma, Halldóra Ástríður Guðmundsdóttir, er lézt 18. þ.m. alð heimili síniu, Sogavegi 168, verður jarðsett frá Háteigskinkju laugardaigirm 26. þ.m. kl. 10.30. Þeiim, sem vildu minmast hiranar látnu, er bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Fyrir okkax hönd ag aminarra vamdamiamm, Guðrún Ingibjörg Kristófersdóttir, Friðrika Elíasdóttir, Leifur Sigurðsson. dugnaði og hagsýni, er ein- kenndu störf hans síðar á ævi. Átján ára gamall tók hann að stunda vegavinnu á sumrum, en dvaldi þó að jafnaði heima i Lóni á vetrum, utan þann tíma, er hann stundaði nám við gagn- fræðaskólann i Flensborg, en þaðan útskrifaðist hann vorið 1903. Vetuma 1905—1910 var hann barnakennari í Lóni. Þessu starfi í þjónustu vegagerðar rik isins hélt hann áfram samfleytt til 1948, og þar af verkstjóri frá og með 1911. Vann hann sér fljótt það álit forstöðumanna þeirra mála, að honum var falin verk- stjórn við vandasamar vegagerð ir s.s. í sambandi við byggingu vegar um Nesjasveit o.fl. Hefir hann sjálfur lýst störfum við Rangá í tímaritinu, Heima er bezt. Þrátt fyrir þessi störf mun Stefán þó jafnan hafa hugsað sér að gerast bóndi. Þess vegna réðst hamm í það strax og hamm hafði fjárráð til að kaupa jörð- ina, Hlíð, og fluitti fjölskyldam þangað öll þótt hann héldi vega- gerðarstörfum áfram. Mun tvennt hafa komið til að hann réðst í þau jairðarkaup. Bæði mun honum hafa þótt Hlíð vera meiri framtíðarjörð en Krossa- land sem á sumum tímum gat ver ið umflotið vötnum á alla vegu, og í öðru lagi viljað vera bóndi á eigin jörð, en ekki leiguliði. Hinn 19. nóv. 1914 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jónsdóttur, bónda á Berunesi á Berufjarðarströnd Stefánssonar. Fóru þau jafnframt að búa á Hlíð. Var Kristín þá ekkja eftir sr. Benedikt Eyjólfs- son prest í Bjarnanesi og hafði verið síðari kona hans. Átti hún fimm börn ung frá því hjóna- bandi. Hétu þau, Guðlaug, Guð- rún, Páll Egill og Skafti. Mátti það frábært heita, hve vel hann reyndist þessum stjúpbörnum sín um, og í samræmi við það sú ein- læga vinátta, sem ætið hefir ríkt milii hans og þeirra. Og þar sem þau Hlíðarhjón voru einkavinir foreldra minna, er bjuggu á t Koman mítn,, móðir oig temgda- móðir, Kristjana Árnadóttir, lézt að kvöldi 21. þ.m. Davið Guðjónsson, Ólöf Davíðsdóttir, Skúli Ingibergsson. t Útför föður otofcar, Steindórs Jóhannssonar, fyrrv. fiskmatsmanns, fer fram frá Afcureyrarkirkju fimmtudiaiginin 24. þ.m. kl. 13.30. Hrafnhildur Steindórsdóttir, Hákon Steindórsson, Jón R. Steindórsson, t Eiginkoma mín, móðir, tenigda- móðir og ammia, Hansína Kristín Hansdóttir, verður jarðsett fró Dómkirkj- ummi fimmtudaigimm 24. sept- arnber kl. 2. Fyrir hömd vandaimiannia, Alfons Hannesson. næsta bæ, Reyðará, og systkinin mjög á aldur við okkur, yngri bræðurna, urðu þau eðlilega leik systkini okkar, þegar fundum bar saman. Enda skorti ekki á hlýjar móttökur hjá húsfreyj- unni á Hlíð, þegar þangað var komið. Þá varð þeim Stefáni og Kristínu fjögurra barna auðið. Eru þau: Ragna, húsfreyja á Múla í Álftafirði, gift Rögnvaldi Karlssyni bónda þar. Benedikt, kvæntur Valgerði Sigurðardótt- ur frá Höfn. Jón, bóndi á Hlið, kvæntur Rögnu Gunnarsdóttur frá Vík. Kristin, látin fyrir nokkrum árum, var gift Friðriki Jónssyni frá Eskifirði. Ennfremur ólu þau upp einn fósturson, Einar Bjarnason, sem nú er búsettur i Reykjavík. Það varð því stór barnahópurinn, sem ólst upp á Hlíð. En ein- drægni og samheldni þeirra hjóna fór ekki fram hjá neinum, sem heimilinu var kunnugur, enda bar það þess vott og sýndi sig m.a. í hinni frábæru um gengni og snyrtimennsku, sem orð hefir verið á gjört, og áreið- anlega orðið ýmsum öðrum til fyrirmyndar. Eins og venjulega verður með menn líka Stefáni í Hlíð, þá hlóðust á hann allskonar félags- málastörf í þágu sveitar og sýslu. Stjómarnefndarmaður í búnaðar félagi, oddviti hreppsnefndar, endurskoðandi Kaupfélags Aust ur-Skaftfellinga, prófdómari við barnapróf o.m.fl. Allt unnið um margra áratuga skeið ásamt aðal störfum, búskap og verkstjórn. t Sigríður Jónsdóttir, fyrrv. ljósmóðir, Suðureyri, Súgandafirði, verður jiarðsett föstudaiginn 25. 9eptamiber nfc. kl. 2 e.h. frá Suðureyraxkinkju. F.h. aðsrbandienda, Jón Ásgeirsson t Irmilegar þakkir sendiuim við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhuig oig viiniáttu við amdlát ag útför eiigirtkoniU, mióður ag tenigdamóður, Ingibjargar Hákonardóttur, frá Reykhólum. Sérstabar þakkir sendum við starfsifólki Ellifhieimilisiina Grumdar fyrir alla hjálpsemi ag hjúkruin. Eyjólfur Magnússon, Brynhildur Eyjólfsdóttir, Aðalsteinn Daviðsson, Trausti Eyjólfsson, Steinunn Bjamadóttir, Amdís Eyjólfsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Karl Gunnarsson, Guðný Anna Eyjólfsdóttir, Haiikur Hannesson. Slíkir menn skila þjóðfélaginu miklu starfi og virðingarverðu. Stefán í Hlíð var fremur hár maður, vel vaxinn, frjálsmann- legur í fasi og framgöngu allri. Andlitið svipmikið og gáfulegt. Enda hygg ég að öllum, er hon- um kynntust beri saman um það að hann hafi verið mjög vel greindur maður. Bera því einnig bezt vitni öll störf hans, er hann leysti frábærlega vel af hendi. Ennfremur var hann afburða skemmtilegur í viðræðum og átti i ríkum mæli þá góðlátlegu kímnigáfu, er ásamt sérlega góð- um frásagnarhæfileika vakti alls staðar glaðværð þar sem hann var í vinahópi. Aldrei var skort- ur á skemmtilegu umræðuefni þar sem hann var, enda bætti hann, með sífelldum lestri, við þá skólamenntun, sem hann ung ur hafði hlotið. Á fullorðinsár- um hneigðist hugur hans á sviði fraeðaiðkana einkum að söguleg- um efnum og ættfræðirannsókn- um, sér í lagi á ættum sveitunga sinna. Þannig hóf hann fyrir all mörgum árum að safna efni til sögu jarða og ábúenda í Lóni frá því á fyrri hluta síðustu ald ar. Skyldi það vera þættir af samskonar sögu héraðsins i heild. Hafði hann lokið því verki nokkru áður en hann lézt, en auðnaðist því miður ekki að sjá það prentað. Hefir undirritaður lesið þetta verk í handriti og hikar ekki við að fullyrða, að þar sé saman dreginn mikill og traustur fróð- leikur um þetta efni, færður í letur á kjarnmiklu og góðu máli, enda var hann mjög vel ritfær. Einnig var hann um fjölda ára bókavörður bókasafns Bæjar- hrepps og formaður sóknarnefnd ar. Sem slíkur lagði hann mjög mikia rækt við að hlúa að kirkj unni, og varð það enn þáttur í hans fræðistörfum, að hann rit- aði bækling um sögu Skaftafells kirkju og presta þá er henni hafa þjónað, eftir þvi sem heim- ildir leyfðu. Kom þetta rit út fyrir fáum árum. Þeir menn eiga miklar þakkir skildar, sem leggja stund á það, að bjarga frá gleymzku slíkum þjóðlegum fróð leik, sem nú er óðum að glatast í allri þeirri hraðfara tæknibylt ingu, sem yfir þjóðlífið gengur. Og sérstaklega megum við, sveit ungar hans vera honum þakklát ir fyrir þessi fræðistörf. 1 stjórnmálum mun Stefán á unga aldri hafa hneigzt að stefnu Sjálfstæðisflokksins eldra, enda haft fulla trú á þvi að hag Islendinga væri bezt borgið með því að slíta hinu aldagamla danska sambandi. En þegar sá fyrir endann á þeirri baráttu og ný viðhorf voru að skapast í innanlandsmál um, gekk hann til fylgis við íhaldsflokkinn og síðar Sjáif- stæðisflokkinn, þegar hann var stofnaður. Var hann tvisvar sinn um í kjöri í Austur-Skaftafells- sýslu fyrir þann flokk. Var það árið 1933 og 1934, þegar kosið var um stjórnarskrárbreytingu. Að hann ekki náði kosningu réði vitanlega flokkaskipting innan kjördæmisins, en ekki það, að þeir er hann þekktu, hefðu efast um að hann myndi skipa sæti á Alþingi með sóma ef til þess hefði komið. Er mér persónulega næst að álykta, að viðhoríi hans til stjórnmála sé bezt lýst með þvi að segja að hann væri íhaldsmaður í þess orðs beztu merkingu. Er þar fyrst og fremst átt við það að vilja athuga hvert málefni gaumgæfilega og án alls pólitísks ofstækis áður en ákvarðanir eru teknar. Hitt er einnig rétt að taka fram, að hann var ákveðinn flokksmaður og fastur fyrir í skoðunum, er þvl var að skipta. Að endingu vil ég svo votta eftirlifandi eiginkonu hans, börn um hennar öllum og tengdabörn um innilegustu samúð við fráfall hans ásamt þökk fyrir liðin ár. Ásmundur Sigurðsson. FAÐIR minn, nú þegar þú legg- ur upp í þína hinztu ferð, vil ég færa þér þakkir mínar. Þakkir fyrir hverja stund, sem við átt- um saman. Þakkir fyrir að þú skyldir taka mig að þér ellefu mánaða hnokka, sem þú vissir vegalítinn. Fáir hefðu árætt að flytja ung bam um langvegu og leggja það í ferðalok í fang konu sinnar ó- viðbúinnar og segja: „Gerðu svo vel góða.“ Kannski var þetta þó ekki svo mikil þoranraun fyrir mann, sem átti slíka konu sem þú. Þið voruð víst sammála um að þar sem níu börn væru fyrir munaði lítt um eitt til viðbótar. Ég ætla ekki að þreyta þig með löngu masi, ekki heldur að lýsa yfir harmi, það væri þér á móti skapi. Við vitum báðir að engin tré standa til eilífðar. Að endingu verða þau sprek sem falla. Um tíma varst þú þjóð- kunnur maður og það að verð- leikum, enda einn af gagnviðum skógarins. Okkur er báðum ljóst pabbi mihn að nú þegar er tekið að fenna I sporin þín og að nokkr um áratugum liðnum verða þau að mestu horfin, en áhrif þín munu samt vara lengi eftir að þú ert gleymdur. Eins og fagur smíðisgripur er eiganda sínum yndi og verður bezti arfahlutur þeirra sem hljóta, mann fram af manni, vek ur aðdáun gesta þó enginn viti hver tegldi, né hvar eitkin, sesn hann var unninn úr óx. Svo mun og verða að það af þínum per- sónuleika, sem við börn þín náð- um að tileinka okkur mun verða okkur til meiri nytja og börnum okkar betri arfur en nokkuð ann að. Ég sé þig fyrir mér þegar þú lest þessar línur, hrukkar enn- ið, svolítið háðskur, en vertu ó- hræddur ég ætla ekki að segja að þú hafir verið gallalaus, það varstu nefnilega ekki. Eðlisþætt- ir þínir voru tvinnaðir bæði úr kostum og göllum, eins og hjá hinum. Munurinn var sá einn að úr þeim þáttum var gerður þinn persónuleiki, sem var stærri en hinna. Ártöl úr lífi þínu, verk þín og æviatriði önnur rek ég ekki, enda munu aðrir það gera. Að endingu vil ég segja þér það að ef ég öðru sinni væri ellefu mánaða gamall þá væri ósk mín sú að mega alast upp hjá þér og þinni konu. Farðu vel. Einar Bjarnason. Hjiartans þafckir faeri ég öllum þeirn mönglu, sem mirmitiuist miíin mieð vioarkvieðljum, gjöf- um og heiimsókinium á sjötuigs- afmæli miínu, Tónistoáldafléilaigi ísliands og STEFi þiakfca óg hjartanleiga fyrir frumitovæiði að tónleitoum mér til heiðuirs, svo og þeim ágætu lisitamöninum, siem verk mín fluttu þar. Daigblöðum oig Ríkisútvarpiinu þakka ég eimmiig vinisamleg uimmiæli ag fkntning verfca mkinia vegna aiflmiælisiinis. Þórarinn Jónsson. Lokað í dag frá kl. 1—3 vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR HANNFSSOIMAR fyrrverandi bæjarfógeta. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR H.F. Laugavegi 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.