Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 4
4 MORGCJNBLAÖIÐ, MIÐVIKUUAGUR 23. SBPT. 1970 *. % * * > 22*0-22* [raudarárstíg 31 WfílFIOIR BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW swefnvagn VW9manna-Laitdrover 7manna Fjaðnr, fjaðrablöð, hljóðkútar, pútetrör og fleW varahfutír i margar gerðár bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 johkis - mmi glenillareinangninin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- tm og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt - —, Jdn Loftsson hf. penol skólapenninn BEZTUR í BEKKNUMI Blekhylki, jöfn blekgjöf og oddur viö hæfi hvers og eíns. Sferkur! FÆST í FLESTUM RITFANGA—OG BÓKAVERZLUNUM HEILDSALA: FÖNIX S.F. - SUBURG. 10 - S. Z4420 ^ Hugarórar ónafngreinds bréfritara Blaðafulltrúi Flugfélags Is- lands hefur sent Velvakanda eftirfarandi: 1 dálkum yðar laugardaginn 19. september skrifar maður undir dulnefninu „Trölli“ og segir frá viðskiptum skjólstæð ings síns við afgreiðslu Flug- félags íslands í Reykjavík. Þar sem mjög er hallað réttu máli verður ekki komizt hjá að leið rétta missagnir. Kona sú sem hinn ónafngreindi bréfritari segir frá, bauð ekki að greiða hluta fargjaldsins síns með venjulegri tékk-ávísun heldur með ávísun á launareikning í í fyrirtæki úti á landi, og sem aðeins eru gjaldgengar og til notkunar innan héraðs. Þar sem slíkar ávísanir eru ekki innleysanlegar í bönkum í Reykjavik né öðrum stofnun- um og hvergi nema hjá viðkom andi fyrirtæki sjálfu, gat af- greiðslustúlkan að sjálfsögðu ekki tekið við slíkri greiðslu. Að afgreiðslustúlkan hafi orð- ið ókvæða við og ekki sýnt kurteisi í hvívetna eru hugar- órar hins ónafngreinda bréfrit- ara og naumast svaraverðir. Hinn miskunnsami Samverji, sem bréfritari getur um, var hann sjálfur, sem lánaði kon- unni það fé sem á vantaði. Afgreiðslur Flugfélags ís- lands taka að sjálfsögðu við ávísunum, sem greiðslu fyrir farseðla, nema um ávísanir á mjög háar upphæðir sé að ræða sem skiptimynt viðkomandi af- greiðslufólks ræður ekki við. Það skal að lokum tekið fram að konan sem i hlut átti virt- ist skilja afstöðu og aðstöðu af greiðslustúlkunnar í hvívetna og sýni fyllstu kurteisi. Blikksmiðir Óskum að ráða blikksmiði, járnsmiði, eða menn vana járn- og plötusmíði. BLIKK OG STÁL H.F. Dugguvogi 23. STUÐNINGSMENN HARÐAR EINARSSONAR EFNA TIL KYNNINGARKVÖLDS Stuðningsmenn Harðar Einarssonar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík efna til kynningarkvölds í LEIKHÚS- KJALLARANUM í kvöld 23. sept. kl. 20.30. 'Ar Hörður. Einarsson flytur ræðu BRÝNUSTU FRAMTÍÐARVERKEFNI í ÍSLENZKUM STJÓRNMÁLUM. Hann mun síðan svara fyrirspurnum. * MARKÚS ÖRN ANTONSSON, borgarfulltrúi, flytur ávarp. ★ SIGFINNUR SIGURÐSSON, hagfræðingur, setur kynningarkvöldið og stjórnar því. KAFFIVEITINGAR. STUÐNINGSFÓLK SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS VELKOMIÐ ■■■ ......... Wll I- Q Biður afgreiðslu- stúlkuna afsökunar Velvakandi harmar, að bréf- ritari skyldi ekki hafa farið með rétt mál. Hins vegar lét bréfritari í té nafn sitt, heimii- isfang og símanúmer, og gat Velvakandi því ekki ímyndað sér annað, en á orðum hans væri nokkuð byggjandi. Afgreiðslustúlka Flugfélags Islands, sem hér hefur orðið fyr ir aðkasti óverðskuldað, biður Velvakandi afsökunar og von- ar að hún sjái sér fært að fyrir gefa þessa yfirsjón. 0 Njóta óverðskuldaðs heiðurs Kæri Velvakandi. Vinsamlegast bið ég þig að birta eftirfarandi. Laugardaginn 19. sept. birt- ist í Morgunblaðinu afmælisvís ur til Jóns Guðmundssonar bónda á Reykjum í Mosfells- sveit, en þann dag átti Jón fimmtugsafmæli. Undirskrift höfundar var frá gömlum skóla bróður. Þar sem höfundur tilnefnir með slíkri undirskrift ákveðin hóp manna sem til greina koma með að vera höfundur vísna þessara, vil ég mælast til þess við skáldið að hann gangist hreinlega við afkvæmi sinu og birti nafn sitt í Morgunbl. sem höfundur nefndra vísna. Með því leiðréttist sá tví- þætti misskilningur, að óverð- skuldaðir hafa ekki heiðurinn af skáldskapnum og einnig hitt að þeir sem ekki vildu ort hafa losna undan því ámæli. @ Miðaldra skvísa lyftist upp Leppalúðamamma skrifar: Reykjavík, 14. sept. 1970. Velvakandi góður. Ég hugsaði með sjálfri mér í kvöld — Allt er mér fertugri fært — á meðan ég horfði og hlustaði á „Trúbrotabrotin" i sjónvarpinu okkar marg-um- deilda. Mér þótti nefnilega svo dæma laust gaman að komast að raun IE510 um að þessir blessaðir leppalúð ar eru ljómandi músikalskir drengir, sem gera sína hluti svo skínandi vel, að miðaldra skvísa eins og ég, lyftist upp í æðra veldi og finnst hún ung á ný. Það fannst hins vegar þessari sömu miðaldra skvísu ekki í gær, þegar hún horfði á Ragn- ar Bjarnason & Co, í sama tæki. Þeir mættu, að hennar dómi, reyna að lífga upp á taktinn, og verða ofurlítið nýtízkulegri. Ein, sem á músikalskan bítil fyrir son, en hefir ekki fyrr en nú, viðurkennt, að tónlitar hæfileikar og hármagn sé órjúf anleg heild. Beztu kveðjur, og þakkir fyr ir margt skemmtilegt. Leppalúðainamma". 0 Langvetningur, það er ég Þ.G. skrifar m.a. á þessaleið: Til Velvakanda. Þér að segja þá fór ég í sveitina núna um helgina, upp i Hálsasveit og hitti þar gaml- an mann, mér nákunnugan. „Ég var að líta í Kristnihald undir Jökli“ segir hann „Langvetn- ingur, það er ég: Langvetning- ur — Hálssveitingur Það eru jafnmörg atkvæði" útskýrði hann. „Já, hann var eitthvað að tala um samband tungls og sólar í því sem átti að vera um mig“, hélt þessi slitni og þreytulegi öldungur áfram, „En ég held að hann ætti að tala sem minnst um tunglið, hann Kiljan. Úr því að hann vissi ekki einu sinni að þverrandi tungl gengur ekki undir síðari hluta nætur, í þeirri bókinni sem hann ætlaði að vanda sig mest með (Gerplu), þá held ég að hann ætti að halda sig sem mest frá stjörnufræðinni", sagði Lang- vetningur — Hálssveitingur með dálítið nöprum raddblæ. Ég hefði víst eitthvað viljað fara að malda í móinn með það að Reykvíkingar viti varla að tunglið er til, hvað þá hvernig það gengur, og þess vegna megi auðveldlega gefá þeim inn eins vitlausar hugmyndir og vera vill — en Hálssveitingur gefur ekki gaum að slíkum röksemd- um. Það mun vera skoðun hans, að enginn fái til lengdar um- flúið það sem er, og þess vegna þýði ekkert annað en að reyna að afla sér réttrar og áreiðan- legrar vitneskju og fara eftir' henni. Þ.G. __ frystikisfur 270 — Mí BP* S 400 og 500 lítra Hannaðar eftir kröfum norskra neytendasam- taka. Eldsnögg frysting, allt niður í -5-34°. Engin kristalmyndun í sellu- vökvanum í matvörun- um — því miklu lengra geymsluþol. KPS frystikisturnar eru með læsanlegu loki, Ijósi í loki, á tvöföldum nylonhjólum, úr brenndu og lökkuðu stáli að utan og innan vandlega ryðvarðar. Matvælin eru örugglega geymd í KPS frystikistum. Einar Farostveit & Co. h.f., Bergstaðastræti 10 A, sími: 16995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.