Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SBPT. 1970 Prófkjörið í Reykjavík: Frambjóðendur kynntir MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér lil allra frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og lagt fyrir þá eftirfarandi spurningu: Hvert er viðhorf þitt til þjóðmál- anna og starfa Alþingis? í gær birtust svör fyrstu 10 frambjóðendanna, en í dag birtir Morgunblaðið svör þeirra 15, sem eftir eru. Haraldur * Asgeirsson verkfræðingur, 52 ára, Ægissíðu 48. Maki: Halldóra Einarsdóttir. Til þess að vinna hugðarefn- um okkar brautargengi, er í flestum tilfellum nauðsynlegt að afla þeim fylgis á stjórnmálaleg um vettvangi. Þetta er eðlilegt, þvi einmitt þar eru þær félags- legu reglur skapaðar, sem hugð arefnin verða að lúta. Stjórnun í nútima þjóðfélagi er vissulega margbrotin starf- semi, og á vettvangi stjórnmál- anna verður að kryfja til mergj ar margvísleg og fjölþætt við- fangsefni. Þetta krefst mikillar víðsýni þeirra manna, sem til for ustu veljast, og meðal þeirra verða að finnast menn, sem eru sérfróðir um fjarskyldustu mál- efni. Nokkuð hefir skort á slika þekkingu, og leyfi ég mér að nefna húsnæðis- og rannsókna- mál í því sambandi. Réttur borgarans til þátttöku i stjórnmálum er meira en rétt- ur. Æskilegt væri að einstakl- ingurinn liti á hann sem skyldu, og bæri hann traust til annarra mætti vænta meira af honum en þess eins að hann greiddi at- kvæði. Stjórnmálin taka breytingum. Þjóðfélagsreglur síðustu aldar hefðu ekki óbreyttar fram- faratíma síðustu áratuga, og enn verður að aðlaga þær til þess að þær hæfi því tækniþróaða þjóð- félagi, sem nú er í mótun. Atorka og hugkvæmni ein- staklinganna ræður sköpum. Þess vegna flykkjumst við und- ir merki þeirrar stefnu, sem lík- legust til að örva framtak ein- staklinganna innan þess ramma, sem athöfnum þeirra er settur af þjóðfélaginu. Stjómmálamaður, sem fylgir þessari stefnu, hvort heldur á Alþingi eða á öðrum sviðum þjóðfélagsins, verður að vera glöggur í mati á nýjum hug- myndum og hafa áræði til þess að fylgja þeim eftir. Skorti þessa eiginleika, er jámennskan og fylgi við órökstudda ósk- hyggju á næsta leiti, — sú vá sem er vísust til að svæfa ein- staklingsframtakið. Hilmar Ólafsson arkitekt, 34 ára, Snorrabraut 36. Maki: Rannveig H. Kristinsdóttir. Ég tel að auka eigi enn meir fjölbreytni atvinnuvega okkar og stuðla að stóraukinni at- vinnu í útflutningsiðnaði. í því sambandi vil ég minna á hug- myndina um hugvit sem „útflutn ingsvöru", sem alls ekki er fjar- stæða. Þvi hljótum við að leggja ríka áherzlu á það, að náms- mönnum okkar verði gert það kleift að afla sér sem víðtæk- astrar menntunar innanlands og utan. Þrátt fyrir ótvíræða kosti stór iðju, þar sem ódýr orka er fyr- ir hendi, er þar ekki allt gull, sem glóir. Við skulum því ekki loka augunum fyrir þeirri stað- reynd að þeim blettum á jörð- inni fer fækkandi, sem teljast vera lausir við hina svokölluðu mengun, sem nú er að kæfa allt mannkyn. Því eigum við nú að beina at- hygli okkar meir að jarðhitan- um. Hann getur stuðlað að bætt- um lífsskilyrðum á ýmsan hátt. Getum við verið viss um það, að með aukinni hagræðingu á flutn ingi milli landa, á ylrækt hér mikla framtíð fyrir sér. Ekki er heldur ótrúlegt að jarðhitinn eigi eftir að verða okkur ómet- anlegur við fiskirækt. Gleymum því heldur ekki, að við íslend- ingar erum fiskiþjóð og á því sviði eigum við efalaust margt enn óreynt. í byggingamálum landsmanna er mikilla úrbóta þörf. Bygg- ingatími hér er of langur. Óeðlilega mikið fjármagn er gert óvirkt á þennan hátt. Þarna tel ég að megi mikið lagfæra með aukinni skipulagningu lánamála og hagkvæmari vinnubrögðum. Á þetta raunar við um marga aðra þætti okkar þjóðmála. Hafa verður það hugfast, að með öll- um þeim umsvifum, sem hér eru, í ekki stærra þjóðfélagi, þá verð um við alltaf að fjárfesta með það i huga, að um sem.mestan mögulegan hagnað af fjármagn- inu verði að ræða. Alþingi íslendinga ætti ekki eingöngu að vera skipað hinum svokölluðu „atvinnupólitíkus- um“ heldur verði þingmenn, sem oftast, sóttir út í atvinnulífið sjálft. Það er bezta tryggingin fyrir þvi, að inn í sali Alþingis komi ávallt nýjar og fersk- ar hugmyndir. Þingseta má ekki verða að vana, því mikil hætta er á þvi, að þingmenn sem setið hafa lengi á Alþingi glati tengsl um við þær stéttir eða hug- myndir, sem þeir töldu sig áður vera fulltrúa fyrir. Hjörtur Jónsson kaupmaður, 59 ára, L.augavegi 26. Maki: Þorleif Sigurðardóttir. Framtíð lands og þjóðar bygg- ist á gerð og gjörvuleika ein- staklingsins, veltur á hverjum einasta manni, og þeim tækifær- um, sem þjóðfélagið býður hon- um. Þetta er stofnorka hverrar þjóðar, og varðar miklu að hún nýtist sem bezt. Með óeðlilega miklum afskiptum ríkisvalds slævist þessi kraftur og tækifæri glatast. Hafa menn gert sér grein fyr- ir því hvert reginafl var leyst úr læðingi, þegar menn fengu frelsi til að byggja sínar eigin íbúðir? Hefur ekki iðnaður þjóð- arinnar vaxið við hverja raun jafnóðum og hann fékk olnboga rými og frelsi? Hefur ekki vöru framboð i verzlun leitað síns jafnvægis eftir að innflutnings- höft voru afnumin? Mundi verð myndun og verðlag ekki leita síns jafnvægis með eðlilegum hætti, ef hömlum væri þar af létt? Jú vissulega, þetta heí- ur gerzt og mun gerast, ef stjórn völdin gæta hófs í afskiptum sín um. Við erum fámenn þjóð og bú- um ennþá við áhættusama at- vinnuvegi, hagsveiflur eru oft krappar og tíðar, og svo kann að sýnast að stjórnarvöld þuríi eða verði að taka i taumana. En hér skyldum við fara varlega. Látum ríkisvaldið aldrei verða sjálfsagðan aðila að rekstri at- vinnuveganna. Jafnvægið þarf að nást innan frá. Þá fyrst er von til þess að það haldist. Atvinnufyrirtækin þurfa að vera í höndum athafnamanna, einstaklinga og félaga, sterk og frjáls, það er undirstaða velmeg- unar fjöldans, og þau verða að starfa á eigin ábyrgð. Einstakl- ingurinn á að hafa sem óskor- aðast athafnafrelsi og fá að njóta hæfileika sinna og dugnað ar hvar í stétt sem hann stend- ur, í hvaða starfi sem hann er. Á þessu velta afköst þjóðarinn- ar og velmegun. Um þetta eiga hinir kjörnu fulltrúar til Alþingis að standa vörð, með hófsemi og viti, svo Alþing Islendinga fái þá virð- ingu og þá reisn, sem er sam- boðin þjóð, er vill hafa lög í landi og lifa þar frjáls og glöð. Hörður Einarsson héraðsdómslögm., 32 ára, Blöndulilíð 1. Maki: Steinunn Yngvadóttir. UNGA fólkinu hefur stunduim verið legið á hálsi fyrir það, að það geri of milklar kröfur til að- gerða af þjóðfélagsinis hálfu í máluim, seim snerta hina unigu sérstaklega, svo seim mennitaimiál- utm og húsnæðismálum. Kann að vera, að þessi gagnrýni hatfi á tímalbili átt við rök að styðjast, en varla nú. Ungt fólk hefur á síðari áruim orðið sér betur meðvitandi um almenint þjóðtfélagslhliutverk sitt, og hefur það valdið því, að það leitair út úr stjórmmá.lailegri ein- angrun til virkrar þátttöiku í stjómimálastartfinu i þjóðfélaginu. í aðlögunarviðleitni sinmi hefur ungu kynslóðinni oft og tíðum funidizt sem aðstaða sín og þjóð- félagsþeignain,na almennt til á- hrifa í hinu daglega stjórnimiália- starfi væri ekki naegil-ega sterk. Af þessum sökum hefur hún á síðari árum beint mjög sjón-um sínum að krötfum uim aiukið lýð- ræði í þjóðfélaginu og opnari stjórmimálaibairáttu og um-ræður um þjóðtfélagsmá.1. Þessi barétta hefur þe-gar borið verullegam ávöxt. Er óhætt að fullyrða, að hinn almenini boirgari tekur nú m-eiri þátt en áður í stjórnimála- lífinu, og horfir það þjóðffélaginu tvímæla.laust til styrlktar. Að mínu áliti er það nú orðið tímabært, að í framhaldi atf bar- áttunni fyrir auknu lýðmæði verði hugað befcur en gert ihef'Ur verið að stöðu þjóðfélaigisþegnanma s-em einstakiinga, en ekki einunigis sem hluta í heildi-nni. Jatfnvel lítið nútímalþjóðfélag, eims og hið íslenzka, er orðið svo margbrotið, ópersón-ulegt og þunglamnalegt, að eimstaikli-nguinum, og þá að sjálf- sögðu helzt hinium minmi máttair, hætti-r oft til að láta séir failllast hendur, þega-r þeir eru, viljandi eða óviljandi, beittir órétti af opinbera þjóðfélagsvaldimu, ein- stöfcuim þjóðfélaigsstofnunum eða yfirgangssömum einistakliinigum. Þær leiðir, sem þjóðtfélagið niú sér þegnumum fyrir til verndar réttindum þeirra, eru of fáar og allt of seinvirkar. í viðSkipta- og afskiptalþjóðf élagi okkar tíma ski-ptir það efcki aðei-na máli fyr- ir þegnana að fá réttláta úr- laiusn 'h-agsimunaimála sinna á end- an-um. Það er eklki þýðingar- minna fyrir þá að ná rétti sínum flljótt, hvort seim það er gagnvart opinberum aðilum eða einkaað- il-um. Það er hlutverfc Sjálfstæðis- flofcksins seim floklka einstakl- ingsfrelsis og einstaklingshyggju að beita sér fyrir því, að Allþingi taki upp virkara efti-rlit með hinu opinbera fraimkvæimdaivalcli til vermdar einstakl in-gunuim, setji framkvæmdavaldinu áfcveðn ar reglur um slkipti þess við þegnana og tryggi að öðru leyti betur stöðu einiStaklinganna í þjóðfélaginu. Aukin einsta-klings- ver-nd er verðugt stefniuim-ál Sj álfstæðisimann-a. Þó að é-g hatfi notað það rúm, sem mér er ætlað í þessum dálk- um, til þess að minna sfcuttl-ega á miál, sem ég tel þýðinga-rmikil fram-fairamá-l, er mér ljóst, að þaiu eru sjálfsag-t dklki hin þýðingar- m-estu sem nú bíð-a úrlausma-r í þjóðfélagi okkair. Eflin-g atvinnfu- Hfs o-g varð-veizla öryggiis lands- ins eru forsendur þess, að ön'niur framfaraimál g-eti nóð fraim a-ð ganga. Á þ-essi þýðingainmikl-u mál verður þvi áfratm að leggja höfuðáherzlu. Ingólfur Finnbogason húsasmíðameístari, 58 ára, Mávahlíð 4. Maki: Soffía Ólafsdóttir. í örstuttri blaðagrein er að sjálfsögðu erfitt að gera góða grein fyrir skoðunum sín- um á þjóðmálum almennt, svo víðfeðm sem þau eru. En mitt álit er að heildarstefna Sjálfstæðis- flokksins í þjóðmálum sé rétt. Það er að stuðla að þvi, að hver einstaklingur fái notið sín til sjálfsbjargar, sem bezt, og byggt sé á þann veg á grundvelli mannlegs eðlis. Þau mál, sem mér eru að sjálf- sögðu hugstæðust, eru iðnaðar- málin og þeir möguleikar fyrir Islendinga, efnahagslega og at- vinnulega séð. Enginn atvinnu- vegur þjóðarinnar hefur meiri möguleika til að taka við fólks- fjölgun í landinu á við iðnað- inn. Til þess að það megi verða þarf mikið átak hér innanlands og nota aðlögunartímabilið vel, sem okkur var gefið í sambandi við EFTA. Þar á ég við fyrst og fremst að iðnaðinum sé sköpuð svipuð eða sama aðstaða og kepp endur okkar hafa hjá öðrum þjóðum. Það er að segja hvað snertir lánamál, skattamál, tolla mál og möguleika á að tækni- mennta fólk á fleiri sviðum iðn- aðar og iðju, en nú er gert og þá ekki sízt til verklegrar þjálf- unar. Efla ber alla iðju og iðnað með hvers konar ráðum, sem þjónar okkur sjálfum, þvi það er hendi næst. Tökum til dæmis skipa- smíðaiðnaðinn, sem gæti skapað þúsundum manna atvinnu, ef rétt væri á haldið. Rannsaka þarf húsnæðisþörf þjóðarinnar árlega fyrirfram til þess að hægt sé að samræma f jár mögnun og lóðaúthlutun, til að koma í veg fyrir sveiflur i þeim atvinnurekstri, bæði vegna meiri stöðugleika atvinnunnar til handa þeim, sem við húsbygg- ingar vinna og hins, að tryggð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.