Morgunblaðið - 09.10.1970, Síða 15

Morgunblaðið - 09.10.1970, Síða 15
MORjGUNBÍLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓÍBER 1976 15 Ólafía Ingibjörg Elíasdóttir - Minning 1. ágúst s.l. dó á sjúkrahús- inu á Patreksfiröi Ólafía Ingi- björg Elíasdóttir. Foreldrar henn ar voru Elías Ólafsson og Guð- rún Jónsdóttir, sem bjuggu á Siglunesi á Barðaströnd. Þau voru merkishjón. Seinna fluttu Elias og Guðrún að Skriðnafelli. Guðrún var í mörg ár ljósmóðir á Barðaströnd. Hún hafði ekki lært ljósmóður- fræði, en var vel fær í sínu starfi og sérlega lánssöm. Hún var og mjög lagin að hjúkra sjúkum og græddi meiðsli, sem oft voru slæm, ótrúlega vel. Foreldrar Ingibjargar áttu fjögur böm en misstu tvo unga syni. Jón, bróðir Ingibjargar bjó að Skriðnafelli eftir að hann gift ist. Hann er dáinn fyrir mörgum árum. Tæplega tvítug giftist Ingi- björg Þórði Marteinssyni frá Siglunesi. Þau bjuggu fyrst í Holti, en fluttust seinna að Fit, sem þá var hjáleiga frá Holti. Varð Þórður að byggja öll hús frá grunni og rækta tún. Þarna var gott land til ræktunar. Fjölskyldan stækkaöi mjög ört. Börnin urðu tólf. Elzta og yngsta barnið dóu á fyrsta ári. Hin tiu komust til fullorðinsára. Elzt barnanna er Ólafía Ást- ríður. Hún er gift Ármanni Guð- jónssyni. Þau búa í Sandgerði. Guðrún Elísa, gift Jóni Matthias syni. Þau búa í Kópavogi. Hún var áður gift Marteini Gislasyni, þau bjuggu á Siglunesi. Hann dó á bezta aldri. Þriðja bam Ingibjargar var Gísli. Hann ólst upp hjá móður- systur Ingibjargar, Jónu J. Jóns dóttur og manni hennar Júlíusi Ólafssyni. Gísli dó árið 1948. Hann bjó á Patreksfirði. Hann var giftur Ingveldi Pálsdóttur. Aðalsteinn bjó hjá móður sinni. Ingibjörg var þá flutt tíl Patreksfjarðar. Hann dó af slys- förum 1945. Lilja Sigumós bjó á Patreks- firði. Hún var gift Kristjáni Ólafssyni. Hún dó sama ár og Aðalsteinn. Marta gift Gísla Gíslasyni frá Siglunesi. Þau búa á Hreggsstöð um á Barðaströnd. Lára, gift Áma Magnússyni. Þau bjuggu i Keflavik. Hún dó 1955. Elías á heima á Patreksfirði. Hann bjó alltaf hjá móður sinni. Kristján býr í Keflavik, gift- ur Karitas Finnbogadóttur. Þórarinn bjó hjá móður sinni. Hann dó árið 1951. Þórður og Ingibjörg ólu upp Helga bróður Þórðar. Foreldrar Þórðar dóu með árs millibíli. Fór Helgi þá til afa srns og ömmu. En er Inigbjörg og Þórður gift- ust töku þau Helga til sín, þá fimm ára gamlan. Það, sem hér hefur verið skrif að eru fáir drættir úr ævi Ingi- bjatrgar ElSaodóttur. Við sjáixm hve þungbæra reynslu hún hefur hlotið. Hún eignast fjöida barna, býr við erfið kjör, þvi að jörðin, sem hún bjó á var litil. Þar af léiðandi gátu þau hjón ekki haft maTgar skepnur. Hún varð fyrir þeirri þvrngu sorg að missa mann sinn er flest börnin voru innan við fermingu og þau yngstu komung. Þá varð Helgi uppeldissonur hennar, hennar aðalstoð. Eftir því sem börnin komust á legg urðu þau að hjálpa tíl eftir mætti. Nærri má geta að vel hefur orðið að fara með það, sem þurfti til heimilisins þar sem marga munna þurfti að metta, og að sjá þessu stóra heimili farborða. En Ingibjörg var þessum vanda vax in. Ég kynntist henni árið 1935. Þau voru ekki háreist húsin í Fft. En þar var allt í röð og reglu og svo snyrtilegt að undrun Sætti. Börnin hrein og véi klædd. Þatð hetfuir (kostaB málkla fyrirhöfin og árvekni að halda öllu í horfi. Þær voru margar húsmæðum- ar er lögðu saman nærri nótt og dag til að láta fjölskyldu sinni liða sem bezt. Enda urðu þessar konur alltaf fljótt útslitnar. Þær þekktu ekki annað en vinn- una. Það var varla hægt að veita sér að fara stöku sinnum til kirkju. Ég átti tal við Ingibjörgu um þetta og svo margt annað, er ég kynntist henni nánar eftir að við vorum báðar fluttar til Patreks- fjarðar. Það var ótrúlegt þrek, sem henni var gefið er hún missti böm sín hvert af öðru í blóma lífsins. Sjálf var hún sjúklingur í mörg ár. En alltaf var hún vinn- andi. Og allt, sem hún vann var eins vel unnið og bezt gat verið. Hún var fyrir því slysi í sum- ar að detta og lærbrotna. Eftir það reis hún ekki á f ætur. Svo fékk hún hvíldina, sem hún hafði lengi þráð. En allt til síðustu stundar var hugur henn- ar bundinn við soninn, sem alla ævi ber menjar mænuveikinnar. Þau höfðu aldrei skilið. Hún hafði horft á eftir eiginmanni, sjö bömum sínum, tengdasyni og einnig mannvænlegum barna- bömum í blóma lífsins, sem öll eru komin yfir móðuna miklu. Nú er æviskeiði hennar lokið. Við þökkum henni samfylgdina, alia hennar umhyggju og fóra- fýsi. Ég, persónulega þakka henni orðin, sem hún sagði við mig, er við skyldum síðast á Patreks- firði. Hún hvílir nú hjá dengjun- um sínum þremur, sem hvila í kirkjugarðinum á Patreksfirði. Svo kveðjum við hana í hinzta sinn með fallega versinu, sem svo margar mæður hafa kennt bömunum sinum: Vertu í faðmi Frelsarans falin allar stundir. Vængjaskjóli yæru hans vaktu og sofðu undir. Tengdadóttii-. Hóseta - Suðurlandssíld Háseta vantar á góðan síldarbát. Upplýsingar í síma 21894. IESIII diiclecii Stúlkur Söltunarstúlkur vantar að söltunarstöðinni Sólbrekku við Strandgötu í Hafnarf'rrði. Sími 50927 og á kvölóin 16391. UPPBOÐ 1 dag kl. 14.00 fer fram opinbert uppboð á tækjum og hráefni til gúmmíhanzkagerðar, ésamt vöruleyfum úr sælgætrsverzlun að Norðurbraut 26. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. VINNINGAR í GETRAUNUM. (29. leikvika — leikir 3. október). Úrslitaröðin: 1X1 — ÍXX — 11 X — 111. 11 réttir: vinningsupphæð: kr. 59.500,00. nr. 1619 (Akureyri) nr. 29340 (Reykjavík) — 9842 (Njarðvík) 10 réttir: vinningsupphæð: kr. 1.600,00. nr. 148 (Akranes) — 299 (Akranes) — 729 (Akranes) — 2173 (Akureyri) nafnl. — 3401 (Hörgárdal) — 3407 (sami) — 3461 (Eyjafjörður) nafnl. — 3963 (Fáskrúðsfjörður) — 4071 (Garðahreppurj — 4829 (Hafnarfjörður) — 6198 (Hveragerði) — 6867 (Garður) — 6951 (Keflavík) — 7100 (Keflavík) — 8342 (Keflavík) — 8369 (Reykjavík) nafnl. — 10748 (Selfoss) — 12594 (Vestmannaeyjarj — 12995 (Vestmannaeyjar) — 13456 (Borgarfjörður) — 14540 (Reykjávík) nafnl. — 15007 (Seltjarnarnes) — 15667 (Reykjavík) nr. 16088 (Reykjavík) — 16194 (Reykjavík) — 16282 (Reykjavík) — 16537 (Reykjavík) — 18700 (nafnlaus) — 18880 (Reykjavík) — 19654 (Garðahreppur) — 19973 (Reykjavik) — 20046 (Reykjavík) — 21928 (Reykjavík) — 24142 (Reykjavik) — 24144 (Reykjavtk) — 24723 (nafnlaus) — 27880 (Reykjavík) — 28137 (Reykjaivík) — 28666 (Reykjavík) — 30105 (Reykjavík) — 30794 (Reykjavík) — 32914 (Reykjavík) — 33183 (Reykjavík) — 33081 (Reykjavík) nafnl. — 33258 (Reykjavrk) — 37296 (Akureyri) — 50399 (nafnlaus) Kærufrestur er til 26. okt. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur reynast á rökum reistar. Vinningar fyrir 29. leikvtku verða sendir út eftir 27. okt. Harrdhafar rrafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang tii Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — REYKJAVfK. POTTAPLONTDR Nýjar og fallegar óvenju hagstætt verð Veljið blómin í stærsta gróðurhúsi borgarinnar Opið alla daga, öll kvöld frá klukkan 9-22 BLÓMAVAL Gróðurhúsið við Sigtún Sími 36770 „j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.