Morgunblaðið - 01.11.1970, Side 15

Morgunblaðið - 01.11.1970, Side 15
MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1970 39 G1 j úf urleitarf oss. um, en víkur þó sums staðar frá. Nú er haldið áfram á nýjum vegi, en gamalli leið allt fram á Sandtagl, en svo nefnist oddinn innan við Kisu, þar sem hún fell ur í Þjórsá. Kisa hefur löngum þótt vara- samt vatnsfall, getur verið vatns mikil, og botn einnig varasamur, en ekki var svo í þetta sinn. Var í henni litið vatn og botn tryggur. Lýkur nú Fjórðungs- sandi og Norðurleit tekur við. Við erum hér á Gnúpverjaafrétti en hann liggur inn með Þjórsá og nær allt inn að Hofsjökli. Víða er fagurt graslendi í Norðurleit, og þar er sauðland gott. Hefur bílvegurinn hér ver- ið sveigður upp fyrir aðalgras- lendið og liggur austan við Flóa- mannaöldu, sem er lág alda, en allmikil um sig og er um 2 km vestar en varðaða leiðin. Dalsá rennur fyrir framan Flóamannaöldu. Hún hefur þótt illt vatnsfall, vatnsmikil og víða stórgrýtt, en hér var hún ágæt, góður sandbotn og vatnsmagn enginn farartálmi. Nú vorum við að komast að þeim slóðum sem við ætluðum einkum að skoða í ferðinni, en það var fossinn Dynkur og Gljúf urleit ásamt Gljúfurleitarfossi. Þegar kemur nokkuð fram fyrir Dalsá, fellur Þjórsá I Gljúfrum. Þar heitir innst Krók ur, en framar Gljúfurleit. Er Búðarháls fyrir austan, brött brekka allt upp úr, talin um 300 m há, en að vestan er hlíðin ekki eins brött og hæð ekki nema um 200 m (sbr. Árbók 1956, 29. bls.). Niður í Þjórsá falla að vestan innst Niðurgöngugil, þá Hörtná, en framar Geldingaá. Ekki er fullvíst, hvað langt á að telja að Krókurinn nái, en Gljúfurleit hefjist, en eðlilegt er að kalla að það sé við Niður- göngugil, svo sem gert er i Ár- bók 1965 (100. bls.). Er þá Dynk ur móts við Krókinn. Gljúfur- leitarfoss er rétt innan við mynni Geldingaár. Við fórum á bílnum fram að Geldingaá og dálítið niður með henni af veginum eftir braut sem þar hafði verið rudd, og stóðu þar nokkrir íbúðarskálar. Degi var nú tekið að halla, og um kveldið og nóttina rigndi talsvert, en sunnudagsmorgun- inn var stytt upp, og gerði bezta veður. Voru fossarnir skoðaðir um kveldið og morguninn og einnig Gljúfurleitin allt fram fyrir Gljúfurleitarfoss. Tjöld settum við um kveldið framan við Geldingaá og vorum þar um nóttina. Skal nú lýst nokkru nánar því svæði sem við skoð- uðum og staðháttum þar. Eigi að skoða Dynk og síðan Gljúfurleit allt fram um Gljúf- urleitarfoss, má kalla að heppi- legt sé að skilja við bílinn hjá Geldingaá og ganga þaðan inn að Dynk, síðan niður með ánni og allt fram að Gljúfurleitar- fossi, þá upp með Geldingaá og til bílsins. Er um klukkutima gangur frá Geldingaá og inn að Dynk. Hjallar eru upp frá gljúfr inu, vaxnir grasi og lyngi, fag- urt land, en grjót er efst kem- ur í hlíðina. Er ráðlegt að ganga ofanvert við grasið á leiðinni inn eftir, því að í graslendinu eru víða grafskurðir, sumir djúp ir og eru þeir til talsverðrar taf- ar. Bezt er að slá sér ekki fast niður að ánni fyrr en kemur inn fyrir Niðurgöngugil, enda er þá skammt inn að fossinum. Dynkur er sérkennilegur foss. í rauninni er hann margir smá- fossar. Fellur áin þarna stall af stalli og er miklu mest við út- landið. Er hún sýnilega að grafa sig þar niður. Hár drangur stendur upp úr flúðunum ofan við fossinn sjálfan. Eigi nú að halda niður með ánni frá Dynk, er ráðlegt að víkja nokkuð frá ánni fyrst í stað. Niðurgöngugilið er ófært neðst, og um það bil hálfum öðr- um km neðar er Hörtná. Nokkru áður en hún rennur í Þjórsá, steypist hún niður í mjög djúpt gljúfur, og er þar hár foss í ánni. Gljúfrið mynd- ar tanga við Þjórsá, og geng- ur hann fram í örmjóan rana. Þykir mörgum óárennilegt að fara þar niður, en ófært er upp. Heitir tanginn Ófærutangi. Verð ur að stökkva þar fram af mó- bergsstalli og fóta sig á brött- um örmjóum melrana, og nokkru neðar er örmjó grastrjóna. Verð ur að fika sig þar niður og fram af kletti og ofan í snarbratta brekku, en báðum megin við þennan mjóa rana gapir við hengiflug og því dauðinn vís, ef út af ber. Margir hafa þó farið þessa leið, fram af Ófærutanga, m.a. fjallmenn Gnúpverja. Hef- ur aldrei orðið að slysi, svo að kunnugt sé, en óráðlegt er óvönum eða lofthræddum að fara þar, og ekki verður aftur snúið, eftir að komið er fram af efsta stallinum. Er því ráðlegra að fara ofan við enda gljúfurs- ins og ganga síðan niður með því að vestan. Er gaman að skoða gljúfrið og Ófærutanga. Er það fagurt og hrikalegt í senn. Skemmtilegt er að ganga með Þjórsá frá Hörtná og fram að Geldingaá. Hlíðin er í þrepum eins og annars staðar i Gljúfur- leit, og allt vafið grasi og lyngi. Er einkum mikið um bláberja- lyng. Giljótt er nokkuð, en ekk- ert gilið er djúpt eða til hindr- unar gangandi manni. Hér er fagurt sauðland og skjól í flest- um áttum, enda snýr hlíðin gegnt suðaustri. Neðar byltist Þjórsá fram, víðast straumþung og úfin og háir klettar beggja vegna. Hinum megin árinnar er brött brekka Búðarhálsins. Hún er miklu gróðurminni en Gljúfurleitin, enda meir áveðurs, snýr til útnorðurs. Ekki er lengi gengið frá Hörtná fram að - Geldingaá, er vegalengd aðeins um 2 km. Gljúfurleitarfoss er rétt inn- an við Geldingaá. Hann er allmikill, um 28 m hár, fellur allur í einu lagi, svipmikill og fallegur. Gljúfurleitin breytir nokkuð um svip, þegar kemur niður fyr- ir Geldingaá. Áin verður breið- ari, vesturbrekkan ekki eins brött, en landslag og gróður með sama svip og áður. Rúmlega 3 km fyrir framan Geldingaá rennur Gljúfurá í Þjórsá, og er talið að þar ljúki Gljúfurleit. Eins og fyrr er sagt, rennur Geldingaá í Þjórsá skammt neð- an við Gljúfurleitarfoss. Heitir Geldingatangi innan við hana. Ekki er Geldingatangi nærri því eins hrikalegur og Ófærutangi, því að klettar eru þar eigi mikl- ir við Þjórsá. En Geldingaá fell- ur hér ofan í afar djúpt gljúf- ur í feikna háum fossi, og á hún þar skammt til Þjórsár. Er þar stuðlaberg mikið og fagurt í hamrinum. Allmiklar brekkur var að ganga innan við Geldingaá, þangað sem tjöld okkar voru. Þessi hringganga er ekki löng, mjög hægt gengið á 4 tímum. En margt og fagurt er að skoða á þessari stuttu leið, svo sem nú hefur verið sagt, stórbrotna fossa, tilkomumikil gljúfur og fagrar gróðurbrekkur. Gljúfur- leit er vissulega meðal fagurra og ógleymanlegra staða í óbyggð um landsins. Aflíðandi hádegi tökum við upp tjöld okkar og höldum heim á leið. Lengi hefði mátt una sér enn á þessum slóðum, en áætl- un okkar er að komast heim þennan dag. Gerðist nú fátt tíð- inda það sem eftir var leiðar- innar. Þegar við komum fram um Lönguöldu, lá bílaleiðin vestan við mýri nokkra. Skammt aust- ur í mýrinni liggur Sprengi- sandsvegurinn, og standá vörð- urnar þar enn. Ein þeirra hef- ur verið hlaðin uppi á stórum steini. Þetta er Starkaðssteinn og Starkaðsver. Hér var það sem Starkaður frá Stóruvöllum í Bárðardal lét lífið samkvæmt þjóðsögunni, er hann var á leið suður í Eystrihrepp að hitta unnustu sína. Dreymdi hana um sama leyti að Starkaður kæmi til sín og kvæði: Angur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið, Starkaðar bein und stórum stein um stundu hafa legið. Slík hefur verið saga ófárra áður fyrr, er treyst var á fremsta að fara fjallvegi, jafn- vel um hávetur. Framan við Starkaðsver ligg- ur vegurinn yfir litla á, Innri- Skúmstungnaá, og eftir þetta liggur bílvégurinn alveg á.sama stað og vörðurnar og Sprengi- Framhald á bls. 41 Dynkur. NÚ GETA ALLIR EIGNAZT LYNX SNJÓSLEÐA Finnski snjósleðinn LYNX sem hlotið hefur miklar og verðskuldaðar vinsældir á Norður- löndum, fæst nú 1 fyrsta skipti á íslandi og kostar aðeins: KRÓNUR 73,500,oo LYNX er léttur, hljóðlátur, skjótur í förum og gangöruggur. Tryggið ykkur strax LYNX snjósleða meðan tími er til. Nokkrum LYNX snjósleðum er ennþá hægt að ráðstafa úr síðustu sendingu. DRÁTTARVÉLAR HF. Suðurlandsbraut 6 — Reykjavík. Sími 38540. Skjótur og öruggur... ...arangur- á aðeins 5 mínútum á dagl Já aðeins 5 mínútur á dag, til að byggja upp vöðvastæltan líkama! Hver er leyndardómurinn? Jú leyndardómurinn er nýja uppfyndingin, sem kölluð er Bullworker 2. Hinn skjóti og ótvíræði árangur sem menn ná með Bullworker 2 æfingatæk- inu á fyrst og fremst rót sína að rekja til þrotlausra rann- sókna Gerts Kölbel, líkams- ræktarsérfræðings, sem leitað ist við að góður árangur næð- ist á sem einfaldastan og á- reynsluminnstan hátt, svo að tækið ætti erindi til sem flestra. Um árangu-rinn þarf enginn að efast. — Tækið og æfingakerfið, sem því fylgir, hefur valdið gjörbyltingu 1 líkamsrækt. I þeim löndum heims, sem tæk ið hefur hazlað sér völl, mæl ir fjöldi íþróttakennara, sjúkra þjálfara og lækna ötullega með þessari nýju tækni. Hentar öllum! Tækið vegur aðeins 2 kg, er 90 cm langt og opnar öllum, jafnt þaulæfðum íþróttamönn- um, sem öðrum, óvænta mögu leika til að sýna líkama sínum nauðsynlega ræktarsemi. Fáið ókeypis litmyndabækling Allar upplýsingar um Bull- worker 2 og æfingakerfið á- samt verði, mun umboðið senda til yðar að kostnaðar- lausu, um leið og afklipping urinn (hér að neðan), berst umboðinu í hendur. I Prentstafir Vinsamlegast sendið mér litmyndabækimg yðar um BULLV\/ORKER 2 mér að kostnað- arlausu og án skuldbindinga frá minni hendi. 011170/m. Nafn: Heimilisf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.