Morgunblaðið - 06.11.1970, Page 24

Morgunblaðið - 06.11.1970, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1970 \ Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Ef þú gætir hófs, fer þessi dagur vel. Nautið, 20. apríl — 20. maj. Þú hefur svo gott hugarflug, að þú mátt alveg reikna meS því að einliverjar hugmyndir þinar verði að veruleika. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að bera þig upp við vini þina og kannski að koma ein- hverjum samningum til ieiðar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að slást við að halda i það, sem þú hefur handbært. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að vera á verðl gagnvart ýmsum breytingum, sem kunna að verða í starfi. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I-cggðu talsvert á þig, og ef þú færð vel borgað, skaltu vinna vel. Vogin, 23. september — 22. október. Þú verður að leggja hart að þér likamlega. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Viðgerðir og endurnýjun yfirlcitt, eru það sem þú þarft að snúa þér að þessa dagana. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú býrð yfir meiri andlegum krafti nú, en endranær. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú átt annrikt, og því er rétt að skipuleggja. Þú gerir allt betur en aðrir, þiggðu því enga hjálp. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú hefur meiri kraft í dag, en haltu þig við sömu áform og í gær. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Vinir þínir geta verið hjálpsamir, en reyndu alls ekki að biðja neinn líka upp, hálfringluð. Hann sagði: — Ég skal fylgja yður að lyftunni. Það er i leiðinni hjá mér. Hann gaf fullkomlega í skyn, að hefði hann ekki átt leið þang að, mundi hún hafa orðið að rata sjálf. Gott og vel, henni líkaði þetta vel. Hún kunni vel við hann. Hún var ofurlítið hrædd við hann, en kunni vel við hann samt. Hann var líkastur snörp- um vindgusti, sem kæmi utan af hafinu. En eins og hún var þeg- ar búin að sjá, gat hann líka ver ið eins og fellibylur. Einhver hafði sýnt honum tízkurit fyrir karlmenn. Fötin hans voru lát- laus og dökk, en sniðið var ekki látlaust. Og nú sá hún að hárið á honum var óþægt og hrokkið. Og það voru víndlingablettir á hægri hendinni. Þau gengu saman eftir gangin um milli ritvélaborðanna. Hér og þar talaði hann við einhverja stúlkuna um leið og hann fór framhjá, lagði höndina á öxlina á henni og sagði: — Hvernig gengur, Betty? og við aðra sagði hann kannski: — Hvernig líður litla bróður? og við þá þriðju sagði hann: — Ef ég fæ tíma til þess i vikunni, ætla ég að líta inn til hennar mömmu þinnar í sjúkrahúsinu, Joan. Og aðdáunin skein út úr aug- unum, sem litu á hann, og Kat- hleen fannst eins og tekið væri fyrir kverkar sér. Hann stóð hjá henni við lyft- urnar. — Ef til vill eruð þér að reisa yður hurðarás um öxl, sagði hann, — en það skulum við tala betur um á mánudaginn. Lyftan kom upp, hann brosti til hennar og hurðin féll aftur, og hún seig niður í tómið. En lyftur höfðu aldrei fyrr ruglað fyrir hjartanum í henni, ekki einu sinni töfralyfturnar í Em- pire State. En hún hafði ákafan hjartslátt. Hana langaði mest til að hoppa og syngja. Hún hugsaði með sér, um leið og hún stillti hjá sér göngulag- ið: Jæja, ég fékk að minnsta kosti stöðuna! Hún hafði enga þolinmæði til að komast heim. Hún fór inn í tóbaksbúð, og þar stóð hún í þef illum simaskáp og hringdi heim. Hún vildi, að foreldrar sínir heyrðu þessi gleðitíðindi án taf- ar. — Ég er ráðin! sagði hún sigri hrósandi, þegar móðir henn ar kom í simann. — Komdu strax heim og segðu okkur frá því, sagði Marion. 1 neðanjarðarlestinni réð hún það við sig, hvað hún ætlaði að segja þeim. Viðkunnanlegur maður. Hún kunni vel við hann. Hann var þver eins og múlasni, en heiðar- legur eins og sólin sjálf. Hún þóttist viss um, að hún mundi kunna vel við starfið. Nei, þetta var óþarflega lit- laust og hrifningarlaust. En sjálf var hún hvorugt. Hún var einmitt altekin hrifningu, spenn ingi og eftirvæntingu. Hún hafði aldrei hitt mann á borð við Pat Bell. Og annar hvor karlmaður, sem hún hafði áður kynnzt, var litlaus og hálfvolgur í saman- burði við það, sem henni fannst hann vera, eftir þessa andartaks kynningu. Eftir mánudaginn mundi hún hitta hann á hverjum degi — í hálfan sjötta dag í viku hverri. m. Það var verið að ryðja íbúð Robertsfjölskyldunnar og koma innanstokksmunum þeirra í geymslu. Ibúðin var í einu af fyrstu samvinnuhúsunum í borg inni og Lawson Roberts átti hana sjálfur. Jafnskjótt sem Kat hleen hafði ákveðið að búa ann- ars staðar, hafði hann ákveðið að leigja ekki íbúðina út, heldur lána hana einum skjólstæðingi sínum, sem hafði misst allar eign ir sínar fyrir nokkrum árum, en var nú smám saman að rétta við. En þar eð þessi skjólstæðingur átti þrjá óþæga krakka, lagði Marion nokkrar hömlur á greið- vikni eiginmanns síns, með því að koma undan vandaðasta postulíninu og einstöku einka- munum, sem henni voru sérlega dýrmætir. Hr. Roberts átti lítið en vand- að safn bóka, sem geymt var í sérstöku herbergi út frá hinni eiginlegu bókstofu. Þetta her- bergi kæmi Hitchensfjölskyld- unni ekki að neinum notum, hvort sem væri og því var það aflæst og lykillinn fenginn í hendur Kathleen, sem lofaði að koma þangað öðru hverju og þurrka ryk og lofta út og yfir- leitt sjá um, að bókunum væri óhætt. Og Hitchenshjónin, sem voru orðin langþreytt á erfið- leikum sínum, voru fegin að losna við þessa ábyrgð. Þannig hélt undirbúningurinn áfram, og Kathleen, sem fór í skrifstofu sína og heim aftur dag lega, var svo spennt og hrifin að hún fann minna til skilnaðarins, en hefði hún ekki haft annað að gera en núa saman höndum. Milli verka var hún að flytja ýmislegt dót sitt heim til Hönnu, auk þess sem hún hjálpaði móð- ur sinni og hafði þannig meira en nóg að gera. Robertshjónin sigldu af stað einn laugardag um haustið, og John og Mary, sem þurftu að taka móti nýju hjónunum, ætluðu að leggja af stað til Englands í næstu viku. Kathleen sat nú hjá foreldrum sínum í vistlega skipsklefanum og barð- ist við grátinn, en reyndi að hrista það af sér með því að skrafa um allt og ekki neitt. Þarna var allt fullt af blómum bókum, flöskum og hinum óumflýjanlegu ávaxtakörfum. Kathleen var að skoða þetta og rakst þá á heljarstóran blómvönd með spjaldi við, sem á stóð: Pat Bell og hún kallaði upp, steinhissa:—En fallegt af honum! —Mjög svo, sagði faðir hennar, — og ég vona, að þú þakkir honum vel fyrir það. Þarna léku lúðrasveitir og fólk kallaði hvert til annars, og allir gangar voru fullir af fólki. Þjónarnir þutu fram og aftur með farangur og skrafandi fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.