Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 13 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Merkilegt rit um mikið efni Suðri I.—II. I»ættir úr fram- farasögu Sunnlendinga frá Uómagnúpi til Hellisheiðar. Bjarni Bjarnason frá Uaugarvatni safnaði og gaf út 1969—1970. Bjarni Bjarnason, fyrsti skóla svo komið, að mikið efni hafði safnazt, og svo vildi þá Bjami hefja útgáfuna. En stjómar- menn og framkvæmdastjóri kaupféiagsins voru þá ekki ginn- keptir fyrir að leggja i slíkan kostnað. Bjami lét það þó ekki hamla framkvæmdum, heldur gerði samning við prentsmiöju, og haustið 1969 kom út fyrsta bindi verksins og siðan annað í haust. Er fyrri bókin 25 arkir og sú síðari 24. Sala þeirrar fyrri gekk með ágætum, því að fjölmargir austanverar voru þess aibúnir að greiða fyrir henni. Bækurnar eru og hinar fróðlegustu, prentaðar á mynda- pappír og prýddar myndum, prófarkalestur góður og bandið snoturt og vandað. Mikið efni iiggur nú óprentað, en sá erhorf inn, sm safnaði þvi og sjötiu og niu ára gamall lét sér ekki fyrir brjósti brenna að semja á eigin ábyrgð um útgáfuna. Er vonandi, að svo mikils verði met ið starf hans, framtak og bjart- sýni, af hinum mörgu vel meg- andi og menntuðu Sunnlending- um heima í héraði og annars staðar, að útgáfunni verði haldið áfram og bætt við safnið þvi, er enn kynni á það að skorta, sem að var stefnt í upphafi. Þetta greinarkom er aðeins til þess skrifað að vekja almenna athygii á þegnlegu afreki þess manns, sem þama hafði einstæða forvstu og á verkinu í heild, og verður hér ekki getið heita á greinum eða greinaflokkum — og þá ekki heldur hinna mörgu lærðra og leikra höfunda, sem þarna hafa lagt lið. En í þessum bíndum er rækilega og viðast kunnátt usamlega að verki geng ið, og er auðsætt, að verði í hin- um ekki lakar að unnið, verður þetta mikil menningar- og at- vinnusaga, sem meðal annars ætti að geta gegnt því mikil- væga hlutverki að gera hinni uppvaxandi kynsióð Ijóst, hvað hún á að þakka og hverjar skyldur fortíð og framtíð leggja henni á herðar. Guðmiuidur Gíslason Hagalín. Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR I fr s\ Bjarni Bjamason stjóri Laugarvatnsskóla og lengi alþingismaður, lézt á þessu ári, áttræður að aldri. Hann hætti sjötugur skólastjórn, og út á við lét haian ekki mikið til sín heyra úr því, svo að alþjóð væri kunnugt, en frá því að hann var nærfellt hálfáttræður og fram til þess, er hann lézt, hafði hann þó með höndum umsvif austan heiða, sem ýmsum þeim, sem yngri voru, hefðu þótt ærinn og allerfiður starfi. Svo er mál með vexti, að á að- alfundi Kaupfélags Ámesinga 1961 var samþykkt að fela stjórn félagsins að láta þegar á því ári hefja söfnun „glöggra heimilda um sögu Suðurlands- láglendisins frá þvi að framfar- ir byrjuðu i þessum héruðum eft ir 1874 og til yfirstandandi tima, þaimig að eftir þeim gögn- um megi rita framfarasögu Suð- urlands á þessu tímabili og sögu þætti um einstaka menn og stofn anir, sem þýðingu hafa helzt á því sviði. ..“ Snemma á þessu ári hafði hinn mikli framkvæmda- og for- ystuimiaður, Egill Thorarensen látizt, og mun þessi samþykkt hafa verið gerð í minningu hans, þó að það væri ekki tekið fram. En svo liðu þrjú ár, að ekkert var gert, en þá var ákveðið að hefjast handa. Stungið var upp á Bjarna til starfsins, en hann taldi sig orðirtn of aldraðan. I»eg ar það svo sýndi sig, að enginn annar var fáanlegur, vildi hann ekki verða til þess, að ekk ert yrði úr hinni þörfu og mynd arlegu fyrirætlun og tók að sér söfnun gagnanna. Hann vildi þó hafa mann sér til fulltingis, sem hann teldi sér færarl um að dæma og laga handrit og lesa prófarkir, og varð fyrir valinu séra Sigurður skáld Einarsson I Holti. Hófst með þeim góð sam- vinna, en fljótlega kom að þvi, að Sigurður lézt, og lá þá við, að Bjarna féliist hugur. En sú hafði ekki verið hans venja, þeg- ar á móti blés, og svo fékk hann þá í lið með sér Ólaf Hall- dórsson handritafræðing. Bjami ferðaðist fram og aftur um þrjár sýslur og skrifaðist á við fjölda manns, og áður en langt leið, var IRnpnUiiitt nuGivsincnR ^^-»»22480 Látið okkurbera áhyggjurnar 'almennar TRYGGINGARfI Sjúkra- og slysatrygging -Algjðr nýjung Lírtrygging-líckkuö iö«jdld NÝ SJÚKRA- OG SLYSATRYGGING greiðir veikindadaga í allt að þrjú ár og bætur vegna meiri eða minni örorku, jafnt af völdum slysa og sjúkdóma. Hlutverk hennar er að bæta tekjumissi hins tryggða. Þessi nýja, sameinaða trygging er na.uðsyn- leg bæði þeim sem reka sjálfsiæðan atvinnU- rekstur og öllum þeim, sem vilja veita fjöl- skyldu sinni fullt öryggi.valdi sjúkdómar eða slys starfsorkumissi eða örorku. Framtíðaröryggi fjölskyldunnar er ekki full- komlega tryggt, nema þér hafið einnig líf- tryggingu. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur. Áhættulíftrygging er óháð verðbólgu og iðgjöldin hafa nú veriS lækkuð verulega þannig, að vér getum boðið yður mjög ódýra líftryggingarvernd. Iðgjaldið er einnig frá- dráttarbært á skattskýrslu. * HÓPTRYGGING FYRIR FÉLAGSSAMTÖK, STARFSMANNAHÓPA OG LÍFEYRISSJÓÐI Líf- og slysatrygging Vér höfum nú á boðstólum mjög hagstæða hóptryggingu fyrir félagssamtök, starfsfólk fyrirtækja, lífeyrissjóði og hvers konar hags- munasamtök. Hóptryggingin veitir mjög full- komna líf- sjúkra- og slysatryggingarvernd valdi sjúkdómar eða siys fjarveru félags- manns eða stárfsmanns frá starfi eða falli fyrirvinna frá. ALM EN NAR TRYGGINGAR" PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI17700 4'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.