Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 Hrúturiim, 21. marz — 19. apríl. Frajnundan er erfiSur timi, en gleSilegur. Þú hefur melri starfs- krafta. Nautið. 20. apríl — 20. maí. I»ú segir of margt. vegna þcss, aS þú álitur að fólk viti meira en t>að í rauninni gerir. Xvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það er ekki eins gagnlegt að ræða alvarlega saman í dag og a8 taka upp léttara hjal. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. í dag verður þér það ljóst, að aUt það fólk, sem þér er kærast' er ekki endilega fullt áhuga hvað fyrir öðru. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Gerðu þér grein fyrir þvi, hver matar krókinn mest núna, og snúðu dyggilega við honum baki. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Núna er ekkert að marka eðlisávísunina hjá þér, og tímaskynið úr sambandi. Reyndu að velja þér rólegt fólk til að umgangast. Vogin, 23. september — 22. október. Því meira, sem þú segir, því erfiðara verður þér verk það, sem þú átt fyrir höndum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú færð aUt fram með prúðmennsku, en ekki ágengni og frckju. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú getur fengið mikilvægasta fólkið til að vera á þínu bandi Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. I Reyndu að gera þér grein fyrir þvi, að dagar eins og þessi hljóta að vera nauðsynlegir, þótt fátæklegir séu, því annars væri aldrei hátíð. Blandaðu þér sem minnst í mál annarra, og gættu hófs. Vatnsberinn*, 20. janúar — 18. febrúar. Dómgreind þín cr betri núna, einkum á fjárplógssviðum. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Fólk sleppir yfirleitt allri yfirborðsmennsku í dag, og gengur beint að efninu. Aðalumboð, Austurstræti 6, Reykjavik Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, Reykjavík Hreyfill, bensínsala, Fellsmúla 24, Reykjavík Skrifstofa SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík Dregið U.janúar ið virðingu fyrir þér. Það læt- ur kannski í eyrum eins og eitthvað gamaldags, en það vill svo til, að það er satt. Ég er þannig gerð og get ekki að því gert. — En ef ég bara gæti gert þér skiljanlegt . . . Hún svaraði kuldalega: — Þú játar sjálfur, að það sé eitthvað óhreint í sambandi við þessa neðanjarðarbraut, að eí þú undirbýður, verðirðu að fóma einhverju eða einhverjum, til þess að geta haft ábata af þvi. Hann var orðinn hvítur um var- imar 'er hann svaraði: — Ég viðurkenni ekkert og þetta er ekki þannig . . . þú ert að vaða reyk . . . það hefur einhver ver- ið að kjafta einhverju í þig. Hann reif í öxlina á henni og sneri henni að sér. — Hver er það? Hann hafði nú aldrei treyst neinum í fyrirtækinu til fulln- ustu, en samt hefði hann getað svarið, að allir væru hon- um trúir. — Enginn, sagði hún einbeitt. Ég veit ekki, hvernig þú hefur fengið þesga flugu, sagði hann. Svo bætti hann við eftir and- artaksþögn: — Var það MeClure? — Vertu ekki með þessa vit- leysu, sagði hún. — Hvern- ig gæti hann vitað nokk- urn hlut um þetta? — Ég kann ekki við hann, sagði Pat, — og hann ekki við mig. Það ganga alltaf einhverj- ar kjaftasögur um verktakafyr- irtæki . . . Samkeppnin aflar þeim fjenda. Hann gæti . . . Já, einmitt. McClure . . hann hló . . með öll kokteilsamkvæmin sín og leikritin! Þetta er ekki einu sinni hálfur maður Kathleen! Jú, ég hef heyrt hann tala og fólk tala um hann. Fall- egur og fyndinn! Noel Coward Ameríku! Hann yppti öxlum. — Jú, einhver kallaði hann það þegar ég hitti hann hérna i fyrsta sinn. Hann mundi gera hvað sem væri til þess að spilla fyrir mér við þig — hann er skotinn í þér en ekki í Hönnu, það getur hver maður séð. Ég hef alltaf vitað það, og mér var alveg sama, að minnsta kosti eftir að þú sagðist elska mig. Það leyndi sér heldur ekki þarna á gamlárskvöld. Jú, þetta leikrit hans, sem þú lofaðir mér að lesa . . .allt stútfullt af háum hugsjónum! Og hvað hefur hann upp úr þessu. Hvað hefur hann haft gott af þeim? Jú, hann lifir á þessari óveru, sem kallinn lét eftir sig, étur á ann- arra kostnað drekkur hjá öðr- um, samkvæmisgosi fullur af hálfköruðum vitleysishugdett- um. Eins og bezt má sjá af þess- um leikritum hans. Hún sagði: — Þetta er ágætt leikrit, Pat og auk þess heiðar- legt. En hann á enga sök á þessu. Hann veit ekkert um þig eða fyrirtæki þitt. — Nei, kannski ekki. En hann mundi ekki þegja yfir þvi, ef hann vissi eitthvað um það, og vissi sig geta gert mér bölvun með því. — Þér er óhætt að sleppa Paul alveg í þessu sambandi, sagði hún þreytulega, það er eingöngu okkar á milli. — Hvað viltu þá, að ég geri? sagði hann snöggt. — Dragir tilboðið þitt til baka. — Það er of seint, jafnvel þó ég tæki það í mál. Ég held þú sért alveg gengin af göflunum, Kathleen. Gerirðu þér ljóst allt fólkið, sem á afkomu sína undir mér . . . og alla atvinnuna, sem svona verk hefur í för með sér? Hún sagði: — Ég var nú að hugsa um skólahúsið. Hann sagði reiðilega: — Var það okkur að kenna? Eftirlitið var búið að taka það gilt. Og enginn drapst nema þessi varð- maður. — Það var þó að minnsta kosti eitt mannslif, sagði hún. — Og er nokkurt verk eins manns- lífs virði? — Það verða nú alltaf slys við hvert einasta verk. — Ég veit það. En stundum til óþarfa. Ef þetta lága tilboð þitt verður tekið og þú græðir , á þvi... — Ég er nú ekki í þessu mér til heilsubótar, Kathleen. — Nei, það ertu ekki. Það er yfirleitt ekki neitt heilsusam- legt við það. Hún stóð upp og leit niður á hann. — Við höfum ekki neitt meira um þetta að segja, svo að ég held það sé bezt að þú farir. Hann reis á fætur og gekk eitt skref til hennar, og tók hana í faðm sér. — Þú held- ur það? sagði hann lágt, um leið og hann kyssti hana á augun og munninn. — Slepptu mér, sagði hún með erfiðismunum ... — æ, slepptu mér . . . ég get ekki almennilega hugsað. — Það vil ég heldur ekki, að þú gerir. Hlustaðu nú á. Þú getur ekki látið mig fara svona. Þú elskar mig, eins og ég elska og þrái þig. Gleymdu þessu, hvað kemur það okkur við? — Það kemur okkur mjög við. Hún var orðin náföl. Eftir fyrsta ákafann hafði hún vanið sig á að svara ekki atlotum hans. Hún vildi ekki kyssa hann á móti. Hún stóð þarna hreyfing arlaus eins og stytta. Og þá sleppti hann henni snögglega. Hann sagði: — Þessu er ekki hérmeð lokið, eins og þú veizt, og svo gekk hann burt. Hún stóð enn kyrr og horfði á hann taka frakkann sinn í forstof- stofunni og skella hattinum nið- ur fyrir augu. Hún horfði á hann opna dyrnar, án þess að hreyfa sig. Og svo lokuðust dyrnar á eft- ir honum. XIV. Næsti dagur var miðvikudag- ur. Kathleen var tilbúin að fara í skrifstofuna, og var að drekka morgunkaffið, þegar Hanna kom inn til hennar. — Hjálpi mér! sagði hún. — Hvernig ferðu að þessu? — Að hverju? — Að fara svona snemma á fætur. Alveg veit ég, að það dræpi mig. Kathleen hefði nú getað svar- að því til, að þar sem hún hefði sofið, hefði hún verið því fegn- ust að geta farið á fætur. Hún brosti. — Ég er nú orðin þessu vön. Var gaman í samkvæminu. — O, svona í meðallagi. Þess- ar venjulegu fyllibyttur. Þessi venjulegi herra, sem vill ræða heimspólitikina við þig og dreg- ur fram sína eigin kosti um leið og hann athugar, hvað maður hafi til sins ágætis. — Var Paul þarna ? Nei, hann stakk mig af og fór eitthvað burt í vikutíma — ætlaði líklega að fara að ráfa um í skógunum. Hann frýs i hel eða fær lungnabólgu. En nú segist hann vera með seinasta þáttinn og ekki vilja láta trufla sig. En hann bað að heilsa . . . En hvernig liður þér? — Við borðuðum úti en kom- um snemma heim, sagði Kathleen. Hanna settist niður og leit á hana. Hún sagði: -— Lenti þér eitthvað saman við þann elskaða? - - Hvers vegna heldurðu það? — Þú lítur svo vesældarlega út. Og þú hefur verið að gráta. — Já, ég er bjáni, sagði Kath- leen — Eða er það ekki. — Það verðurðu sjálf að ákveða. En ég vona, að ekkert hafi komið fyrir. Hún vonaði það líka sjálf. Hún bað til guðs, að ekkert gæti komið fyrir til að spilla samkomulagi þeirra Pats. Og sú ósk hennar stafaði af ýmsu. Fyrst og fremst þótti henni vænt um Kathleen, og óskaði henni alls hins bezta. En Hönnu -jc FALLHUFA FLUCELDAR j< ELDFLAUCAR -jc STJÖRNUFLUCELDAR BLYS -)< STJÖRNULJÓS ROKELDSPYTUR Málningaverzlun Péturs Hjaltested Suðurlandsbraut 12 Sími 82150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.