Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUÐAGUR 30. DBSBMBER 1970 7 í>ann 23. ágúst voru gefin sam an í hjónaband í Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðssyni, ung- frú Borghildur Jónsdóttir og Eð varð Bjarnason. Heimili þeirra er að Austurbrún 4. Ljósm.st. Gunnars Ingimars. Suðurveri Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sína, ungfrú Sigfríður Lár usdóttir Víðilundi 11, Garða- hreppi og Reynir Kristinsson Sigluvogi 16 Rvík. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Sigrún Guðmunds- dóttir, flugfreyja, Bogahlið 8 og Jón Steinar Guðmundsson, verk- fræðinemi, Hæðargarði 2. Á jóladag voru gefin saman i hjónaband i Þingeyrarkirkju af Leikrit Ibsens Sólness byggingameistari, hefur hlotið mjög lofsam- legavdóma. Aðalhlutverkin eru leikin af Rúrik Haraldssyni, sem ieikur Sólness og Kristbjörg Kjeld leikur ungu stúlkuna Hlldu. Leikstjóri er sem kunnugt er Gísli Halldórsson. Næsta sýning Ieiksins verður í kvöld miðvikudaginn 30. desember og verður það síðasta sýning leikhússins á þessu ári. Myndin er af Rúrik og Kristbjörgu í hlutverkum sínum. Fnunkvæmdastjórí óskost Æskulýðsráð Reykjavlkur óskar ettir að ráða framkvæmda- stjóra fyrir TÓNABÆ. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Frí- kirkjuvegi 11, sími 21769. Umsóknarfrestur til 15. janúar 1971. Þetta er aðaltek j ulind okkar Hjálpuöum 1100 manns með sjúkrahjálp síðast liðið ár Formaður Hjálparsveitar skáta, Tryggvi Friðriksson, með félögum sínum að selja fiugelda. „Hailó, er þetta hjá Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík?" „Já, hvað liggur yður á lijarta?“ „Mig langaði að tala við sveitarforingjann.“ „Tryggvi Friðriksson sveit- arforingi hér.“ „Góðan daginn, Tryggvi. Mig langaði til að fræðast um, hvemig sala ykkar á flugeld um gengur, en mér skilst að þessi flugeldasaia sé ykkar helzta tekjulind til þess að hægt sé að reka hjálparsveit- ina.“ „Já, óhætt er að segja það, án hennar gætum við ekki starfað. Kostnaðurinn við rekstur sveitarinnar nemur um 700.000 krónum á ári, og af þvi fáum við ekki í opin- bera styrki nema 15 af hundr- aði. Þetta er allt sjálfboða- liðsvinna, en kostnaður er samt mikill við rekstur bif- reiða og viðhald tækja, svo að nokkuð sé nefnt." „Hafið þið tekið þátt í mörg um leitum á árinu?“ „Þær eru óvenju fáar, eða um 10 talsins, oft hafa þær verið fleiri. Svo höfum við séð um sjúkravörzlu á manna mótum, og alls munu það vera um 1100 einstaklingar, sem við höfum aðstoðað á árinu.“ „Hvemig hagið þið sölunni á flugeldunum? Hvar getur fólk hitt ykkur?“ „Auðvitað erum við í Skáta búðinni á Snorrabraut, en einnig í Volvoumboðinu við Suðurlandsbraut, og það má gjarnan geta um það, að um- boðið var svo vinsamlegt við okkur, að leggja hreinlega niður starfsemi sína í heila viku, svo að við gætum feng ið afnot að húsnæðinu endur gjáldslaust. Það var mikið vinarbragð. Nú, og svo selj- um við úr bilum sveitarinnar í Breiðholtshverfi, í Vesturbæ á Hagamel, í Háaleitishverf- inu og niðri í miðbæ, og við vonum bara að Reykvíkingar sýni það í verki, að þeir kunni að meta starf sveitar- innar með því að kaupa af okkur flugelda, og mega þeir þá búast við enn auknu starfi." „Jæja, Tryggvi, ég þakka upplýsingarnar og óska ykk- ur góðs gengis, bæði með söl una og hið mikla nauðsynja- starf ykkar í þjónustunni við ailan almenning. Vertu bless- aður.“ „Já, vertu blessaður, og þökk fyrir góðar óskir." — Fr.S. Tveggja mínútna símtal Auglýsing um nýtt eyðublað tyrir aðflutningsskýrslu Ákveðið hefur verið að taka í notkun nýtt eyðublað fyrir aðflutningsskýrslu frá og með 1. janúar 1971. Er það af staðal- stærðihni A 4 og verður áfram í þremur mismunandi gerðum eins og verið hefur, þ. e. almenn gerð í fjórriti. eyðublað fyrir póstaðflutningsskýrslu í fjórriti og aðflutningsskýrslueyðublað fyrir tollvörugeymslu í sexriti. Þess skal getið, að aðflutnings- skýrslueyðublaði fy'gir nú viðaukablað, sem nota ber, ef í sendingu eru það margir vöruliðir, að henni verða ekki gerð skil á einu blaði. Skv. ákvæðum í reglugerð nr. 257/1970, um gerð og af- hendingu aðflutningsskýslu til tollmeðferðar, skal aðflutnings- skýrslu skilað vélritaðri og útreiknaðri tii fulls, en um annan frágang og útreikning skýrslunnar vísast til skýringa á bak- hlið eyðublaðsins. Skv. heimild í 17. gr. laga nr. 1/1970 um tollskrá o. fl„ getur tollyfirvald neitað að taka við skjölum til tollmeðferðar, ef aðflutningsskýrslueyðublað er ekki rétt og nákvæmlega útfyllt, tilskilin gögn ekki afhent eða öðrum settum skilyrðum ekki fullnægt. Er því brýnt fyrir innflytjendum að vanda gerð aðflutningsskýrslna, enda munu toilyfirvöld ganga ríkt eftir því, að kröfum um frágang þeirra sé fullnægt- Frá ársbyrjun 1971 verður aðflutningsskýrslu á eldra eyðu- blaði ekki veitt viðtaka. Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1970. Auglýsing um ritun auðkennisnúmers innflytj- anda á aðflutningsskýrslu Frá og með 1. janúar 1971 skulu innflytjendur tilgreina auðkennisnúmer sitt á aðflutningsskýrslu, samkvæmt því, sem ákveðið er í reglugerð nr. 258/1970. Einstaklingur, sem flytur inn vöru, skal tilgreina nafnnúmer sitt samkvæmt þjóð- skrá á aðflutningsskýrslu, en aðrir aðilar — þar á meðal firmu í einstaklingseign — rita fyrirtækisnúmer sitt samkvæmt fyrir- tækjaskrá Hagstofunnar. Sérhver einstaklingur á að hafa tiltækt nafnnúmer sitt sam- kvæmt þjóðskrá, en að því er varðar hið sérstaka auðkennis- númer samkvæmt fyrirtækjaskrá, var það tilkynnt hlutaðeig- endum á framtalseyðublaði til söluskatts í nóvember síðast- liðnum, enda telja svo að segja allir vöruinnflytjendur fram til söluskatts. Fjármálaráðuneytið, 29. desember 1970. Prófarkalesari Röskur maður getur fengið atvinnu sem prófarkalesari við dagblað nú þegar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 4. janúar merkt: „Athugúll — 6821", Atvinna Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar nú þegar eftir manni eða konu til skrifstofustarfa í nokkra mánuði. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun áskilin. Umsóknir sem greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Félagi íslenzkra iðnrekenda Lækjargötu 12 (Iðnaðar- bankahúsinu) fyrir 8. janúar nk. ÁRNAÐ HKÍLLÁ 60 ára er á morgun, gamlárs- dag, frú Valgerður Þorsteinsdótt ir, Sunnuhvoli Hvammstanga. Hún verður stödd á heimili dótt- ur sinnar Mánagarði, Hvamms- tanga á afmælisdaginn. séra Stefáni Eggertssyni ungfrú Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Grétar Árnason. Heimili þeirra er á Þingeyri. Laugardaginn 26. desember voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ung frú Sigrún Benediktsdóttir, stúdent, Safamýri 48 og Gísli Einarsson stud. med. Breiðagerði 6. Heimili þeirra er: Volrat Thamsgatan 14/5441 412 78 Göteborg Sverige. Sólness byggingameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.