Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVEKUDAGUR 30. DESEJMBER 1970 17 Jóharui Hjálmarsson "I skrifar um J BÓ K1 M [] S1 N S N n n [] R Kvæði Ezra Pounds Ezra Pound Ezra Pouud: KVÆÐI. Kristinn Björnsson íslenzkaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1970. EZRA POUND varð 85 ára 30. október s.l. Heimili hans í Fen- eyjum fylltist af blaðamönnum, sem vildu fá að vita hvað mesta og frægasta núlifandi skáld heimsins hefði að segja. En Ezra Pound sagði ekki orð. Hann hlust aði aftur á móti á blaðamenn- ina. Ráðskona hans sagði: „Hann er eins og kyrrstæður bill með vélina í gangi. Hann hreyfist ekki úr stað, en hann vinnur.“ Þögnin hefur ekki alltaf verið eina svar Pounds. Á striðsárun- um hneykslaði hann Bandaríkja menn með stuðningi sínum við stefnu Mussolinis. Þeir handtóku hann og lokuðu inni eins og dýr í búri. Til þess að losna við að dæma hann eins og aðra land- ráðamenn var hann úrskurðað- ur geðveikur og settur á hæli. Eftir langa og stranga baráttu helstu rithöfunda og bókmennta- manna í Bandaríkjunum og viða um heim fékk hann loks frelsi og hélt beina leið til Ítalíu. Sagt er að Found hafi heilsað með fasistakveðju þegar hann kom til Ítalíu, en fasismi hans á sína skýringu í hagfræðikenningum, sem hann var sjálfur að burðast við að halda fram. Hann fann til skyldleika með Mussolini og það var nóg. Ljóst er að pólitískar æfingar Pounds hafa komið í veg fyrir, að hann fengi Nóbels- verðlaun. Átjánmenningarnir í akademíunni sænsku ætla sér vist að láta skáld, sem flestir eru sammála um að beri af öðrum skáldum aldarinnar að frumleik og víðfeðmi, hverfa á brott án gæðastimpilsins frá Stokkhólmi. Sem skáld lifir Pound það af. Þó að hann segi fátt, vinnur hann enn, eins og ráðskonan sagði. Lítið hefur verið þýtt eftir Ezra Pound á íslensku, enda er hann erfiðari viðfangs en flest önnur s'káld. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt fáein ljóð eftir Pound; einnig minnist ég þess að hafa lesið ljóð hans í þýðingum eftir Málfriði Einarsdóttur, Geir Kristjánsson og Sigurð A. Magnússon. Það vakti að von- um athygli þegar fréttist, að Kristinn Björnsson, læknir, hefði þýtt fjölda ljóða eftir Pound og Almenna bókafélagið hygðist gefa þau út. Nú er bókin komin meira en hundrað þéttprentaðar blaðsíður; auk Ijóðanna fylgja skýringar þýðandans, enda veitir það ekki af, því að Ezra Pound er lært skáld. Ekki er heiglum hent að skilja hann til fullnustu eða þekkja skírskotanir hans til hinna ýmsu menningarskeiða. 1 eftirmála segir Kristinn Björnsson: „Það má virða mér það til ofmetnaðar, að ég skuli hafa færzt það í fang að þýða þessi kvæði Ezra Pounds, þar sem ég hef lengstaf fengizt við allt annað en bókmenntaiðju. Ætlun mín var að kynna íslenzk um lesendum kveðskap eins frumlegasta skálds þessarar ald- ar, skálds, sem hingað til hefur verið lítt kynnt á íslenzku máli, en mér finnst Pound eiga erindi við ljóðskáld fslands til ögun- ar og örvunar, sem og við aðra ljóðavini. Gætu fátæklegar þýð- ingar minar orðið til þess að fieiri en áður sneru sér að lestri kvæða Pounds á frummálinu, væri vel farið.“ Þetta eru hógvær orð þegar þess er gætt að þýðingar Kristins Björnssonar á ljóðum Ezra Pounds eru með djarflegustu til- raunum, sem hér hafa verið gerð ar til að kynna erlent ljóðskáld. Þótt ekki væri nema vegna dirfskunnar einnar ætti Kristinn hrós skilið, en yfirleitt lýsa vinnu brögð hans í senn samviskusemi og þroskuðum bókmenntasmekk. Kvæði Ezra Pounds í þýðingu Kristins Björnssonar eru viðburð ur i fáskrúðugu bókmenntalífi okkar og útgáfa Almenna bóka- félagsins á þeim gefur fyrirheit um markvissa kynningu erlendra bókmennta. Þess skal getið, að Almenna bókafélagið hefur áður gefið út ljóð annars erlends skálds í einni bók: Goðsögur Seferis I þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. íslenskir ljóðaþýðendur eru oft smátækir, velja sér stöku sinn- um eitt og eitt ljóð til að fást við, stundum með hliðsjón af öðr um þýðingum. En á þessu er að verða breyting til batnaðar. Kvæði Ezra Pounds eru til vitn- is um það; einnig má geta þess, að I nýjustu ljóðabók Jóhannes- ar úr Kötlum, er langur ljóða- flokkur: Glóandi gátur eftir Nelly Sachs, í þýðingu hans. Þessar tvær bækur eru því á- nægjulegur vottur um aukna kynningu erlends nútimaskáld- skapar hér á landi. Ef til vill er sá tími að renna upp, að lesendur meti þýðingar nútimaljóða sem gilda bókmenntagrein. Nútíma- ljóðin eiga sér nú þroskaðri les- endur en áður. Deilur um form eru úr sögunni og skáldskapar- legt mat tekið við. í þeS'SU sambandi langar mig til að víkja nánar að eftirmála Kristins Björnssonar. Honum finnst skáldskapur Pounds eiga erindi við íslénsk ljóðskáld „til ögunar og örvunar", og þar er komið að merg málsins. Þýðing ar Magnúsar Ásgeirssonar gegndu til að mynda þessu hlut- verki; með þýðingum sinum lauk Magnús upp dyrum til um- heimsins, fékk ungu skáldin til að sýna ljóðagerðinni meiri al- vöru en annars hefði orðið. Þýð- ingar hans stuðluðu beinlínis að því, að sum skáld urðu ekki að nátttröllum. Þau fóru að kynna sér betur skáldskap samtimans eftir skólagöngu hjá Magnúsi. Hitt er svo annað mál, að önnur skáld, meira að segja fræg skáld, eru enn í Magnúsarskóla og virð ast ekki ætla að ná burtfarar- prófi. Kristinn Bjömsson orðar líka þá ósk sina, að þýðingar hans verði til þess að fleiri taki upp á þvi að lesa Pound á frummál- inu. Það er staðreynd, að þrátt fyrir frægð Ezra Pounds, er hann ekki mikið lesinn á Islandi. f raun og veru þarf að lesa ljóð hans með leiðarvisi við hönd- ina. Þýðingar Kristins munu því tvímælalaust ná þeim tilgangi sínum að vera inngangur að kynningu á Ijóðum Ezra Pounds. Eftir að hafa kynnt sér þýðing- ar Kristins vandlega ættu kröfu- harðir lesendur að geta snúið sér að Cantos, en sá mikli ljóða- bálku, sem Pound hefur verið að fást við áratugum saman, er í senn óaðgengilegt orðagjálfur og stórbrotinn skáldskapur. Kristinn Björnsson hikar ekki við að freista þess að ná anda ljóða eins og Við Perígord, sem er hálfgerð torfæra venjulegum lesanda. En yfirleitt er val hans bundið við léttari ljóð Pounds, þau lýrísku eða fyndnu. Honum tekst líka best að koma slíkum ljóðum til skila. Á kvistinum þarf samt athugunar við. Það er þannig í þýðingu Kristins: Kom, lát oss aumka þá sem eru betur stæðir en við. Kom, vina min, og mundu að hinir ríku hafa þjóna en enga vini og að við eigum vini en enga þjóna. Kom! lát okkur aumka gifta og ógifta. Dögunin kemur inn á smáum fótum eins og gullin Pavlova og ég er nærri þrá minni. Og lifið hefur ekki betra að bjóða en þessa stund í björtum svala, stund sem við erum saman. Þýðingin er góð, en ósamræm- is gætir. Ég held að betur hefði farið á þvi að sleppa þéringunni í fyrstu línu og segja til dæmis á báðum stöðum: Komdu við skulum o.s.frv. 1 Kveðju segir: „ég hef séð sjómenn taka sér bita í sólskininu", en eðlilegra Kristinn Björnsson. er að sjómenn fái sér bita, ef þeir eru að éta á annað borð. Ljóðið The Tea Shop, sem Krist- inn nefnir í sjoppunni er ekki nógu leikandi létt til að nálgast galdur frumtextans. „Hún tekur ekki stigana eins fjörlega“, finnst mér hálf klúðurslegt borið sam- Ólafur Gunnarsson: LJÓÐ Reykjavík 1970. ÓLAFUR Gunnarsson er fæddur 1948 í Reykjavík. í Ijóðum sín- um er hann borgarbarn. Það, sem er sérkennilegt við þau, er að hann gerir ekki tilraun til að fjalla um óræð efni, eins og ung- um skáldum er tamt. í staðinn snýr hann sér beint að þeim heimi, sem hann þekkir, um- hverfi sínu. Það er gaman að kynnast þessum ljóðum og þau gefa fyrirheit um að eitthvað sé í höfundinn spunnið. Stundum tekst honum með yfirlætislaus- um og eðlilegum hætti að koma til skila mynd úr bernsku sinni eða æsku. Ljóðið í næsta her- bergi er á þessa leið: einu sinni bjó gömul kona með silfurhvítt hár í næsta herbergi löngum sat ég andspænis henni hlustaði á sögur um álfa útilegumenn og tröll og horfði á hana stokka snjáð spilin sín leggja kapal á máðu borðinu kæmi einhver í heimsókn opnaði hún skúffu í stórri svartri kommóðu og tók upp kassa fullan af konfekti liti ég inn þá bauð hún mér líka og strauk hnýttri hendi um hár mitt hún átti ruggustól og oft á kvöldin lá óg í rúmi mínu hlustaði í rökkrinu á marrið í stólnum an við: „She does not get up the stairs so eagerly". Aðfinnslur af þessu tagi eru kannski smásmugulegar, en ráð- gjafar Kristins, þeir Snorri Hjart arson, Helgi Hálfdanarson og Tómas Guðmundsson hefðu auð- veldlega getað bent honum á þessa og fleiri galla. Stúlka er í hópi þekktari Ijóða Pounds: Tréð í hendur mér rann, safinn i arma mér steig, tréð í brjósti mér óx — niður, vaxa greinamar út úr mér, eina og armar. Tré þú ert, mosi þú ert, þú ert fjólur og stormar yfir. Barn — svona hátt — þú ert, og allt er þetta heiminum heimska. og stundum nú er ég einn í öðru rökfcri og hlusta eins og áður en handan þilsins rikir þögn svo ég segi við sjálfan mig: hún hefur líklega sofnað í stólnum Pnom Penh, Bangkok, 28. des- ember, NTB. MJÖG harðir bardagar voru háð- ir um eina af útvarðastöðum Kambódíuhers, um 30 km frá Pnom Penh, á mánudag. Bardag- arnir hófust með því að hersveit- ir Viet Cong; og: Norður-Vietnam, gerðu árás á stöðina og; tókst að hrekja verjendurna á flótta. Majórinn sem stjórnaði vörnun um, safnaði mönnum sínum sam an aftur og gerði gagnárás, og eftir margra klst. harða skotorrustu, tókst að hrekja kommúnista á flótta. Þótt barizt hafi verið af mikilli hörku, varð mannfall tiltölulega lítið hjá báð um aðilum, þar sem bardagarn- ir fóru að mestu fram í niða- myrkri. Fréttir hafa borizt af fleiri árásum kommúnista vítt og breitt um landið, en ekki hefur verið um stórátök að ræða. Frá Thailandi berast þær fréttir að herstjórnin ,hafi fyrirskipað mjög aukið eftirlit með landamærum sem Thailand á að Kambódíu. Þetta kemur i kjölfar frétta um að Viet Cong sé mjög að auka Þýðing Kristins er vel heppn- uð og sama er að segja um þýð- ingar sumra smáljóðanna, eins og Á neðanjarðarstöð: Svipmynd þessara andlita í mannþröniginni; blómblöð á votri svartri grein. Eina og skiljanlegt er reynist samanburður þýðinga Kristxns og frumljóðanna sjaldan hagstæð ur. Það sem mestu máli skiptir er að hann hefur vandað verk sitt og árangurinn er áreiðanlega að þakka margra ára eða ára- tuga vinnu. Það er ævintýri lík- ast að eignast allt ,í einu ljóða- safn eftir Ezra Pound á íslensku. Kvæði koma út í snotru kveri, flokki ljóðabóka, sem Almenna bókafélagið hóf útgáfu á fyrir tveimur árum. ég fer fram og opna hurðina en herbergið er autt. Ljóð Ólafs Gunnarssonar lýsa Reykj avíkurlífi, sem er laust við hátíðleik, hversdagslegt og jafn vel napurt, En hver veit nema ævintýrið bíði á næsta horni? Jóhann Hjálmarsson. starfsemi sina í norðurhluta Kambódíu, og að skæruliðanna sé farið að gæta mun meira en áður í grennd við landamæri Thailands. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að skæruliða hópar hafa laumazt yfir landa- mærin, en ekki hefur komið til teljandi átaka ennþá. Tveir árekstrar Akureyri, 28. desember. UM óttubil í nótt varð smávaegi- legur árekstur tveggja bílá hjá Krossastaðaá á Þelamörk. Öku- menn bílanna tóku tal saman á veginunt, en í því bar að þriðja bílinn, sem ók á annan þeirra. Maðurinn var fhittnr í sjúkra- hús, en var leyft að fara heim bráðiega og mun ekki hafa hiot- ið veruleg meiðsl. Um ellefuleytið í morgun rák- ust saman fólksbíll, sem ók suð- ur Hafnarstræti og jeppi sem ekið var út af stæði við Hafnar- stræti 31. Fólksbillinn varð óöku fær og ökumaður hans meiddist á fótum. Sv. P Jóhann Hjálmarsson. Reykjavíkurlíf Barizt um útvarða- stöð í Kambódíu Thailand gerir ráðstafanir við landamærin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.