Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 32
lESIO DDCLEOR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1970 |UoirjC!'wnWíií>l?> nucivsmcDR <Í^~*224S0 Jólasalan: Innansveitarkronika Laxness metsölubókin Salan svipuð og í fyrra að magni til MORGUNBLABIÐ sneri sér i gær til forstöðumanna fjögurra bókaverzlana í Reykjavik, og spurði þá um jólasöluna að þessu sinni, og hvaða bækur hefðu seizt bezt. Bar bóksölunum yfir- leitt saman um að salan núna Steinþórs frá Hala, Leikföng dauðans, Góði dátinn Svejk, Með vorskipunum — bók Sverris Kristjánssonar og Tómasar Guð- mundssonar, Getið í eyður sög- unnar eftir Svein Víking, og Læknar segja frá. Hjá Lárusi Blöndal voru þess- ar bækur söluhæstar: Innan- sveitarkronika Laxness, Leik- föng dauðans eftir McLean, Nú, Nú, -— bók Steinþórs frá Hala, Ágúst á Hofi, Utan frá sjó eft- ir Guðrúnu frá Lundi, Góði dát- inn Svejk, Maðkar i mysunni eft Framh. á bls. 31 hefði verið áþekk að magni og i fyrra, og í öllum þessum verzl unum seldist Innansveitarkron- ika Laxness mest. Má fullvíst telja, að hún sé metsölubókin á ísienzkum bókamarkaði núna. 1 bókabúð ísafoldar var almest sala í Innansveitar kronikunni. Aðrar bækur, sem vel seldust að þessu sinni, voru: Leikföng dauð ans eftir McLean, London svar- ar ekki, Barnard læknir, Sam- ferðamenn eftir Jónas Jónasson, Eiginkonur læknanna eftir Slaugter, Utan frá sjó eftir Guð- rúnu frá Lundi, Maður og mold eftir Sóley i Hlíð og Af heljar- sióð eftir Björn Blöndal. Hjá Bókabúð Braga skáru sig sérstaklega úr hvað sölu snerti: Innansveitarkronikan, Ágúst frá Hofi, Nú, Nú, æviminningar Hætta á varanlegum heymarskemmdum vegna sprenginga — NÚNA síðustu dagana hafa þegar leitað til mín nokkrir sjúklingar, bæði börn og fullorðnÍT, með eyrnaverk, suðu fyxir eyrum og heyrnar skemmdir eftir sprengingar á götum borgarinnar, sagði Erl- ingur Þorsteinsson, læknir, í samtali við blaðið í gær. — Sérstök ástæða er til að vekja athygli á því, að mikil hætta er á varanlegum heyrn arskemmdum, ef sprenging verður næ-rri eyra, sagði Er- lingur. Venjulega höfum við á heyrnardeild Heilsuverndar stöðvarinnar fengið marga Framh. á bls. 31 íslenzkir varðskipsmenn: Mega skoða erlend skip utan lögsögu — samkvæmt nýrri reglu- gerð um fiskveiðieftirlit iid til að skoða skip annarra samningsríkja. Að því er Island varðar annast Landhelgisgæzlan eftirlit þetta. Erlendur Valdimarsson, ÍR, — íslandsmethafi í kringlukasti og sleggjukasti — var í gær kjörinn „íþróttamaður ársins 1970“ af samtökum íþróttafréttamanna. Auk sæmdarheitisins fékk Erlend- ur hina veglegu verðlaunastyttu samtakanna til varðveizlu í eitt ár. Þetta er i fimmtánda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa „íþróttamann ársins“. (Ljósm. Mbl.: Kristinn Ben.) Óskað aðstoðar almennings í baráttu gegn neyzlu fíknilyf ja í>rír menn komnir heim, sem kynnt hafa sér baráttuaðferðir yfirvalda erlendis GEFIN hefur verið út reglugerð um alþjóðlegt fiskveiðieftirlit ut an langhelgi og fiskveiðilögsögu. Regiurnar heimila m.a. íslenzk- um eftirlitsmönnum að skoða skip annarra samningsrikja, að þvi er segir í fréttatilkynningu frá Dóms- og kirkjumálaráðuneyt inu. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Nýlega hefur verið gefin út reglugerð um alþjóðlegt fisk- veiðieftiriit utan landheigi og fiskveiðilögsögu. Reglur um eft- irlit þetta eru byggðar á ályktun 6 ára drengur — fyrir bíl SEX ára drengur, Magnús Ingi Stefánsson, til heimilis að Kárs- nesbraut 93, Kópavogi, meiddist á höfði, er hann varð fyrir bíl á Háaleitisbraut í hádeginu í gær. Magnús litli var lagður ir«n í Borgarsjúkrahúsið og í gær- kvöldi var liðan hans sögð eftir atvikum. Magmjús var á leið vestur yfir eystri brauit Kringtomýrar- brautar, þegar slysið vairð. Tveir bflar höfð-u niumið staðar til að hleypa drenginum yfir götuna, þegar sá þriðji kom fram mieð þeim og varð drentguriimi fyrir ihanium. Norðaustur-Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar, sem starfar sam- kvæmt alþjóðasamningi um fisk veiðar á norðausturhluta Atlants hafs. Meginefni reglna þeirra, sem í reglugerðinni felast, er eft- irfarandi: Eftirlitið er framkvæmt af eft- irlitsmönnum fiskveiðieftirlits þeirra ríkja, sem aðilar eru að alþjóðasamningnum. Skip þau, sem eftirlitið annast, skulu hafa uppi sérstakan fána, og eftirlitsmenn skulu bera sér- stök skilríki. Eftirlitsmenn mega fara um borð í skip utan fiskveiðilögsögu og gera þær athuganir, sem þeir teija þörf á, þ.á.m. athuga afla og veiðarfæri. Reglurnar taka til þess svæðis, sem alþjóðasamn ingurinn tekur til. Reglurnar heimila eftirlits- mönnum frá öðrum samnings- ríkjum að skoða íslenzk skip, og islenzkir eftirlitsmenn hafa heim ÞRÍR menn frá lögreglu og toll- gæzlu eru nýlega komnir úr kynnisferð frá Englandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi, þar sem þeir kynntu sér aðgerðir yf- irvalda þar til þess að fínna og koma í veg fyrir dreifingu fíkni- lyfja og þá sérstaklega canna- bis eða liass. Þeir þremenningar, sem utan fóru, eru Kristinn Ólafs son, aðalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavik, Kristján Pétursson, deildarstjóri I tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli, og Sigurður Sigurðsson, varðstjóri í tollgæzl- unni í Reykjavík. Þeir ræddu í gær við biaðamenn nm för sína, en á fundinum voru einnig Jón Thors, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytlnu, og Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri. • HIiNDAR LEITA AÐ HASSI Þeir þremenningar fóru fyrst utan til Englands og fylgdust með störfum tollgæzlu og lög- reglu á báðum flugvöllunum við London, Heathrow og Gatwick, svo og við höfnina í London. Þá heimsóttu þeir Scotland Yard og kynntust helztu aðferðum þeirr- ar stofnunar i baráttunni gegn dreifingu fíknilyfja. Einnig komu þeir í þjálfunarstöð, þar sem Labrador-hundar eru þjálfaðir í hassleit og hefur tekizt að ná undraverðum árangri í þjáifun þeirra. Sérhver hundur er þjálf- aður með ákveðnum manni og getur ekki unnið nema með hon- um. Var þeim félögum m.a. sýnt hvernig cannabis eða hass var falið í herbergi einu og á Framliald á bls. 31. Frá blaðamannafundinum í gær:Talið frá hægri: Kristinn Ólafsson, aðalfulltrúi lögreglustjórans I Reykjavík, Kristján Pétursson, deildarstjóri í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli, og Sigurður Sigurðsson, varðstjóri í tollgæzlunni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.