Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 30. DESEMBEÍR 1070 15 HÉR FER á eftir bréf Ingu Jakobsdóttur Black. íslenzkr- ar konu, sem býr í borginni Dacca í Austur-Pakistan. Seg ir hún og maður hennar, All an Black, frá hörmungunum, sem gengu yfir landssvæðin við Bengalflóa í fellibylnum mikla í nóvembermánuði sl. Myndirnar, sem fylgja með, tók Allan Black í þorpinu Pathragatha daginn eftir felli bylinn. -- XXX ---- Það er Ramazan hinn 26. árið 1390 frá dauða spámanns ins. Það er heilagur dagur, bsenadagur ár hvert síðasta föstudaginn í Ramazan. Opin ber nefnd, tunglmefndin, hef- ur haldið fund. Það er búizt við nýjum núna á sunnudag og þá hefst Eid, ein mesta há „það er vilji Allah’’ Frásögn íslenzkrar konu í Dacca og manns hennar af fellibylnum í Austur-Pakistan tíð ársins. Bænum var haldið uppi í alla nótt í moskunni héma á mótL HvítWiæddar fylkingar karlmanna beygja sig í duftið fyrir hinum al- máttuga, sem nú hefur lostið Pakistan sínu þyngsta höggi. „Það er vilji Allah,“ er öruggt svar. Maðurinn, sem lét hjá líða að halda við feRibyls- viðvörunarkerfinu hafði þar sína afsökun eins og maður- imn, sem lætur hjá líða að bera á tilraunahrísinn hjá manninum mínum. „Allah hefði borið á, ef til þess væri ætlazt." Varð fólki í Pakistan MHt við þessa ógn ? E.t.v. brá.st að koma aóstoð tál hinna bágstöddu fyrr en ýtt var á utanlands frá. Ef van- höld urðu á þessu og Pakist- anir efndu til hátíðahalda í sambandi við Asíuleikana um það lieyti, sem háillfri midlljón þeirra var sópað inn í eilífð- ina, má e.t.v. færa þeim til máksbóta, að dag hvem horfa þeir upp á fjölda landa sinna í svipaðri raun, við dauðans dyr af sjúkdómum, matar- skorti og þeirri margvíslegu eymd, sem er hlutur fjöldans hér. Reynsla okkar af felli- byhium var nokkuð persónu- leg. Hinn 15. nóv. opnaði ég „The National Observer" og las þar frétt, sem skýrði frá, að hópur manna frá Alþjóða bankanum o.fl. væri ófundinn eftir fellibylinn sem varð himn 12. sama mánaðar. Mað- urinn minn, Allan Black, var meðal þessara manna. Hann hafði farið með þeim niður að Bengalflóa til að líta á til- raunastöð, sem hann hefur þar. Einnig fylgdu fréttir af 20 feta hárri flóðöldu og um að 200.000 manns hefðu farizt. Seinna þann dag náðist sam- band við þá og öllum hafði farnazt vel. Hér fer á eftir frásögn hans af þessari nótt og myndir, sem hann tók morguninn eft- ir. ,,Á hádegi hinn 12. nóv. heyrðum við fellibylsviðvör- un í útvarpinu, styrkleiki 10, sem þýðir ofviðri. Aðra við- vörun höfðum við ekki feng- ið utan þess, að hvass vindur væri væntanlegur og lág- þrýstisvæði á Bengalflóa, sem algengt er. Var nú sjálfsagt að búa sig eftir fömgum undir nóttina, fylla allar kyrnur af vatni og borða vel. Hluti af hópmum hélt til í tveggja hæða steinhúsi í smáþorpi, sem heitir Pathragatha, en tveir okkar, ásamt tveim Pak iátönuim, ákváðu að fara á bátana tvo, sem fluttu okkur þarna, því engir vegir eru fyrr en 80 mílur norðar, og án þeirra var engim leið að komast burt daginn eftir. Við bundum bátana við brúarstöp ul með löngum köðlum, þann ig að báturinn gat flotið upp með öldunni og breytt um stöðu með snúningi vindsins. Kl. 8,30 var veðrið skollið á að fullu. Fljótabátar vo>ru nú farnir að brotna upp og kút- veltast niður strauminn. Gang urinn upp á brúna brotnaði og féll yfir sig — sömuleiðis var nokkuð af drasli, svo sem járnplötum og öðru lauslegu, á fljúgandi ferð. Þegar hér var komiö var vtindhvinur- inn eins og öskur eimlestar á fullri ferð, þó mun þetta hafa verið um 10—15 mílur frá miðju fellibylsins. Hurð skali nærri hælum, þegar einn mannanna hrasaði og féll út- byrðis, en hélt sér í borð- stokk og náðist inn. Innan flóðgarðsins, sem er á þessu svæði, varð vatnið aldrei hærra en 4—5 fet, en straum ur mjög stríður. Utan garðs- ins var vatnið 4—5 fetum hærra. Má í þessu sambandi geta þess, að garðarnir eru ekki byggðir sem vörn gegn flóðöldu, slíkt er vonlaust, heldur venjulegum sjógangi. Þreyta var farin að segja all mjöig til sín, þvi oifsinm hélzt í 6 tíma samfleytt. Milli kl. tvö og þrjú um nóttina komu sam ferðamenn að vitja okkar og haifði enginn bugaó akkur ilíf. Um morguninn gerðum við lauslegt yfirlit yfir eyðilegg- inguna og var þá talið að um 200 manns hefðu farizt af 8000 manns á þessu svæði og má líklega þakka þá lágu tölu, að nokkur steinhús voru fyrir hendi og svo flóðgörðunum. Enginn lík voru sýnileg á leið inni heiim, en ölll hús, siem við siáuim á ieiðinná og ekki voru hyggð úr steini, voru gjör- eyðilögð, en þar til teljast flest hús þarna suður frá. — Fliest þeirra eru bygigð úr pálmablöðum og bambus. — Mestallur búpeningur hafði farizt og eftir þvi sem á leið fóru að berast fréttir af hús um fullum af líkum og ann- arri þeirri skelfingu, sem nú er veröldinni svo kunn og þessu fylgdi. Hinn 14. nóvem- ber heyrðum við um tjón okk ar í BBC. Að endingu má geta þess að markmið ferðar okk ar var að draga fram í dags ljósið helztu vandamálin við Bengalflóa og má segja, að náttúran hafi undirstrikað það nokkuð hrottalega." Niðurrif lélegra íbúða Áætluninni miðar vel áfram Á FUNDI borgarstjómar Reykja v&ur 17. þ. m. var sam- þykkt að leggja ríka áherzlu á að fylgja fram áætlun borgar- stjómar frá 1968 um niðurrif lé- legra íbúða í eigu borgarinnar á fimm árum. Þegar hafa verið rýmdar 59 íbúðir í Höfðaborg og á næsta ári verða fúllgerðar 80 letguíbúðir; gert er ráð fyrir, að margir leigjendur borgarinnar flytji í þær. Ful'ltrúar mininilhlutaiflokkainina fluttu sameiginlega tillögu um níiðurrif á álkveðin'um íbúðum í eiigu borgarinmar og að því fó’llki, sem í þekn býr, verði séð fyriir betri íbúðum. Gísli Halldórsson slkýrði firá því, að fyrir tveiimur árrnn hefði borgarstjóirn samþykkt áætl- un um niðurrif ailra 1 é 1 e g r a íbúða í eigu borgarininar á fianm árum. — Markvist hefði verið unmið að þessuim málum síðan. Reykja- ví'kurborig ættá mú um 560 íbúðir. Framkvæmt Ihefði verið ítarlegt gæðamat á þessum íbúðum og létegustu flokkannir yrðu rifnir. Stefnt væri að því að ljúka 'nið'Urrif- imi að fullu imniain þrdlggja ára eins og áætliunin segir til um. Samþykkt var svolhljóðainidi hreytiinigartilaga frá Gísla Hall- dónssiynd við tillögu mlinmiilh'luita- flokkianna: „Á árimu 1968 «am- þykkti bongarstjóm sérstafca til- lögu varðandi niðunrif lélegra íbúða í eiigu bongairdininiar. Var ákveðið að sitefnt skýldi aið því, að allar lélegar íbúðir yrðu rifn- ar inman 5 ána, þ. á. m. íbúðir í Höfðaíborg og Selbúðum. Áætlun þessari hefur miðað það vel áfram, að nú er búið að ríf a 42 ílbúðir í Höfðaiborg, en 17 stamda auðair og verða rifnar á næsbunni. í smáðum eru 80 leigu íbúðiir, sem verða fullgerðar á miðju næsta ári. Vitað er, að aOllmargir teigjendur borgariinn- ar miuiniu flytja í þessar íbúðir og verður þá hæigt að balda áfratm niðurrifi lélegra íbúða í ‘Höfðabong, Seibúðum ag víðer. Bongarstjóm teggur ríka álherzliu á, að fynngreinidri áætkm veirði franmfylgit.“ Hafnarfjarðar- kirkju gefnir steindir gluggar Á AÐFANGADAGSKVÖLD' jóia aflhenti frú Sveinibjörtg Helgadott ir, formaðuir Kveniféiags Haifnair- ijarðarikinkju, kirkjunni að gjöf 12 steinda glugga, sem þegar hafa verið settir í kirkjuna. Kvenlfélagið gefur sjö þessaina gliugga, hjónin Sigríður Jalkobs- dóttir og Bjönn ÓlaÆsson tvo til mimnin'gair um foneLdra Bjöms, Óiaif og Sigríði, fermimgarbörn frá árumum 1920 og 1922 tvo og einm er dártargjöf Viibongar Jó- haninesdóttur. Sókniarpnestuirimn, sr. Garðar Þorsteirusson, þakkaði gjöfina við aifhendismguma. Gísli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.