Morgunblaðið - 23.01.1971, Side 8

Morgunblaðið - 23.01.1971, Side 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 „ Bræður munu ber jast og að bönum verðast46 Fyrri grein — Þegar ég man fyrst eftir um- ræðum á heimili foreldra minna um annað en það, sem þar gerð- ist eða í næsta nágrenni, hafði almenningur vestra engu síðri áhuga á því, sem gerðist í um- heiminum, en hinir vísu ritstjór- ar suður í Reykjavik, sem lögðu sig fram um að fræða lesendur blaða sinna um ástandið í jafn- vel mjög fjarlægum löndum. Og þó fólk greindi á um margt ann- að, stóð það yfirleitt einhuga með þeim þjóðum, sem áttu við að búa harðstjóm — hvort sem hún var innlend eða erlend. Rússneska keisarastjómin var beinlínis hötuð fyrir ofbeldisað- gerðir sínar gagnvart þeim, sem börðust fyrir auknu frelsi og mannréttindum og bættum hög- um aimennings. Þá urðu hér vin sælir reyfararnir Níhilstin imd- tr fossinum og Valdimar munk- Rússneska stjómin hlaut og miklar óvinsældir af þeim sök- um, að hún var talin ýta undir ofsóknir gegn Gyðingum, og harðstjórn hennar á Finnum og Pólverjum sætti hörðum dómum. Svo að segja hvert bam kunni eitthvað úr þýðingum séra Matthíasar á Fánrik Stáls ságner og Frelsisbæn Póiverja var sungin eins og hún væri ís- lenzkt ættjarðarljóð, en í þenn- an tíma gat ungt fólk verið þekkt fyrir að unna slikum Ijóð- um. Og það hlakkaði beinlínis í mörgum manninum, þegar rúss- neska stórveldið beið herfi- legan ósigur í ófriði við mong- ólskt eyríki, sem ísienzk alþýða hafði fyrir skemmstu lært að nefna . . . Nærri má svo geta, að árið 1905 var sem íslenzka þjóðin stæði á glóðum, þegar bú izt var við því á hverri stundu, að Svíar færu með her á hendur Norðmönnum. Svo erum við þá komnir að Bretanum. Búastriðið var öllum ennþá 1 fersku minni, og þess minnist ég, að skáldsagan Fóm Abrahams, eftir Sviann Gustaf Janson, varð ýkjavinsæl bók, því að höfundurinn hafði valið sér Búastriðið að söguefni og tók þar ákveðna afstöðu gegn Bretum. Skömmu síðar kom upp í Indlandi hungursneyð, sem var geysimannskæð, og iclenzk blöð Ðuttu myndir af konum og börn um, sem telja mátti í hvert rif. Menn mundu hallæri og mann- íelli hér á landi, sem meðal ann ars mátti kenna erlendu arðráni og óstjórn, og hvað var svo eðli legra en að ástandið í Indlandi væri kennt brezkum stjórnar- völdum að meira eða minna leyti? Það mildaði og ekki hugi manna vestur í fjörðum, að nú stóð sem hæst ránskapur brezkra togara á heimamiðum bátasjómanna, svo að sýnt þótti, að áður en langt liði, yrðu bændur að flýja á brott af býl- um, sem höfðu verið í byggð og íramfleytt barnmörgum fjöl- skyldum svo lengi sem sögur fóru af.-Þá var og öllum kunn- ugt, hverjum þrælatökum Bretar höfðu öldum saman beitt íra — og að þeir flúðu iand sitt sakir harðstjómar, óstjómar og mis- réttis, en af lestri Islendinga- sagna vissi íslenzkur almenning ur, að með íslendingum og írum voru skyldleikatengsl frá löngu liðnum tímum, og sannarlega var fyigzt vel með þeim fregnum, sem bárust af samskiptum Ira og Breta. Hafði Gladstone hlotið miklar vinsældir hér á landi af baráttu sinnl fyrir að Irar hlytu heimastjóm. En þó að Islendingar hafi iengi haft ríka samúð með Irum, voru samskipti þessara þjóða hartnær engin allt frá söguöld okkar og fram á seinustu ára- Fortíð írlands tugi. Upphaf þeirra að nýju varð svo það, að ýmsir menn hér lendir tóku að halda því fram, að hér hefðu ekki aðeins búið á stöku stað írskir munkar, þá er Norðmenn tóku að nema landið, heldur hefðu verið hér fyrir byggðir írskra bænda, að minnstá kosti í sumum héruðum, og væru því íslendingar meira blandaðir írum en ætla mætti af Landnámu og Islendingasögum — og íslenzk menning meira mót uð af írskri en viðurkennt hefði verið. Og þó að enn sem fyrr sé viðurkennt, að íslendingar séu að meginstofni komnir af Norðmönnum, sem ýmist komu beint frá Noregi eða frá írlandi og Skotiandi, hefur áhugi á írsku þjóðlífi, sögu og menn ingu farið sívaxandi nú um nokkurt árabil. Islenzk skáld og fræðimenn hafa dvalið á ír- landi og ferðazt þar um meðal al mennings, kynnt sér írska menn ingu og skrifað bækur og grein ar um ferðir sínar og athuganir, og nokkrir íslenzkir námsmenn hafa stundað nám í írskum há- skólum. Hins vegar var auðheyrt af umræðum almennings um óeirð- ir þær, sem hófust á Irlandi fyr ir rúmum tveimur árum óg hafa öðru hverju gosið upp siðan, að þeir væru ærið margir, sem ekki hefðu haft þau kynni af sögu Ira og frelsisbaráttu, að þeir hefðu skilyrði til að átta sig á orsökum atburðanna og hugsanlegum afleiðingum þeirra, enda hafa þær aðstæður orðið til á Irlandi á liðnum öld- um, sem eru allsérstæðar og valda því að framvinda mála er þar flóknari og erfiðari við- fangs en víðast annars staðar á Vesturlöndum. Endur fyrir löngu áttu Irar við að stríða ránskap og hvers konar ofbeldi af hendi nor- rænna víkinga, og litlu betra tók við, þegar Englendingar náðu þar öllum völdum, enda olli þá — og raunar alltaf sið- an — mismunur á trúarbrögðum þjóðanna miklu um þróun mála. Þeir, sem urðu ofan á í valda- baráttunni í Englandi og Skot- landi, voru mótmælendur, en Ir- ar sem höfðu fyrr orðið kristn- ir en aðrar þjóðir á Bretlands- eyjum, héldu fast yið kaþólska trú, eins og raunar meginhluti þjóðarinnar alTt til þessa dags. Bretar gerðu upptækar eignir kirkju og klaustra á Irlandi, og þeir létu sér það ekki nægja, heldur sviptu þeir irska sjálfs- eignarbændur í beztu héruðum landsins jarðeignum sínum og fengu þær í hendur enskum og skozkum innflytjendum. Aftur og aftur gerðu Irar uppreisn, en voru — eins og þeir eru enn — sjálfum sér sundurþykkir, og hver uppreisn var bæld niður með ofbeldi. Fleiri og fleiri enskir og skozkir mótmælendur fengu yfirráð yfir írskum jarð- eignum — og þá einkum á Norð- ur-lrlandi, en þar eru yfirleitt frjósömustu héruð landsins. Þá nutu og mótmælendur meiri mannréttinda en kaþólskir menn. Þegar Bretum bauð svo við að horfa, bönnuðu þeir inn flutning á írskri framleiðslu, og gósseigendurnir dvöldu oft lang dvölum utan Irlands og eyddu þar hinum miklu tekjum sínum i bíl'ífi. Árið 1800 var írska þing- ið afnumið og lrl*nd formlega sameinað brezka ríkinu, en samt sem áður hlutu ekki kaþólskir Irar sömu mannréttindi og aðrir borgarar. Auk þess voru hinir írsku leiguliðar ofurseldir arð- ráni allsráðandi stóreigna manna, sem ýmist voru enskir, skozkir eða þá írskir mótmæl- endur, svo að jafnvel afnám verzlunarhaftanna kom ekki að tilætluðum notum. Þetta leiddi til nýrrar uppreisnar, en þeir, sem fyrir henni stóðu, hlutu ekki virkt fylgi nema nokkurs hluta hinna örsnauðu bænda á Suður-lrlandi. En upp úr alda- mótunum 1800 var gott árferði á öllum Bretlandseyjum, og fólki fjölgaði mjög ört. Á Ir- landi var íbúatalan komin úr 5.4 milljónum upp i 8.3 milljónir ár- ið 1845. Þá brást kartöfluupp- skeran, en kartöflur höfðu ver- ið aðalfæða fátækra bænda. Af- leiðing uppskerubrestsins varð sú, að ein milljón íra varð himg urmorða. Síðan hófst slikur landflótti á írlandi, þrátt fyrir það, þótt samþykkt væri löggjöf, sem gerði mörgum leiguliðum fært að eignast ábýlisjarðir sinar, og iðnaður tæki að blómgast í borg- um Norður-Irlands, að íbúatal- an var komin niður í 4.4 mill- jónir árið 1911! Flestir fluttust til Amerí'ku, en margt af fátækasta fólkinu fór til iðnaðarborganna í Skot- landi eða Englandi og varð þar að sætta sig við þá vinnu, sem verst var launuð eða af öðrum sökum minnst eftirsóknarverð. Þrátt fyrir mikla andspymu frá brezkum afturhaldssinnum voru samþykkt ný og hagstæðari lög um kaup kirkjujarða á Irlandi og ennfremur lög um stofnun írsks háskóla, en þó að hinn mikli frjálslyndi stjómmálamað- ur Breta, Gladstone, beitti sér fyrir lögum um heimastjóm á Ir landi, tókst iávörðunum á brezka þinginu að koma I veg fyrir slíka stjómarbót, enda voru mótmælendur á Norður-lr- landi andstæðir þvi, að allt Ir- iand lyti stjóm hins kaþólska meirihluta. Loks voru samþykkt lög um heimastjórn 1914, en þá kom til borgarastyrjaldar á Ir- landi miili sambandsmanna i Ulster og þjóðemissinna og sam tímis ákafra karupdeilna í iðnað arbæjum Suður-lrlands. Þann ig var ástandið þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst. 1 fyrstu voru Irar trúir Bandamönnum og margir sjálfboðaliðar gengu í brezka herinn. En 1916 var haf- in barátta fyrir algerum aðskiln aði írlands og brezka rikisins undir forystu hins síðar víð- fræga De Valera. Var gerð upp reisn í Dublin samtímis því, að einn af forystumönnum skilnað- armanna, Sir Casement, gerði til raun til innrásar með aðstoð Þjóðverja. Uppreisnin var bæld niður af mikilli hörku, og það urðu öriög Sir Casements, að hann var tekinn til fanga, dæmd ur til lífláts og síðan hengdur. En andstöðu hinna írsku skilnaðarmanna var ekki þar með lokið. Bretar þorðu og ekki að framfylgja gagnvart Irum lögum um herskyldu, en samt sem áður neituðu írskir þing- menn á brezka þinginu að styðja stjóm Lloyd George. Hann reyndi að komast að sam- komulagi við þá, en það tókst ekki. Efnt var til nýrra kosn- inga, og flokkur þeirra Ira, sem lengst gengu í kröfum sínum, hlaut geysimikinn meirihluta. Fulltrúar hans neituðu að koma til þings, en kunngerðu I árs- byrjun 1919, að stofnað hefði verið irskt lýðveldi. De Valera var kosinn forseti, og írsk stjórn tók að framkvæma stjóm- arathafnir á öllu Suður-írlandi. Bretar beittu hervaldi og nutu fulls stuðnings mótmælenda í Ulster. Voru háðir blóðugir bar- dagar, hermdarverk framin og eyðilögð geipiíeg verðmæti, þar eð brennd voru fjölmörg hús, þar á meðal ýmis gömul og merk stórhýsi. Fjöldi írskra merkismanna beið bana, og það vakti ugg og gremju í garð Breta víðs vegar um hinn menntaða heim, að borgarstjór- inn í Cork svelti sig til bana. Bretar reyndu loks 23. desem- ber 1920 að leysa vandann með lögum um sjálfstjórn handa Ir- landi. Landinu skyldi skipt í tvö sjálfstjórnarumdæmi. Suður- Iriand átti að hafa þing og stjóm, sem hefði aðsetur sitt í Dublin, en Belfast skyldi vera höfuðborg Norður-lrlands. Stofnað skyldi sambandsráð beggja landshlutanna og hæsti- réttur vera sameiginlegur. Þá skyldu og báðir landshlutarnir kjósa fulltrúa á brezka þingið, sem fara skyldi með öll utan- rikismál. Meirihluti Ulsterbúa tók þessuni lögum feginshendi, en á Suður-lrlandi voru þau virt að vettugi, og brezka stjórn in neyddist til að veita fönguð- um foringjum Suður-lra fullt frelsi og hefja við þá samninga. Samningamenn íra voru þrír, De Valera, Collins og Griffith. Eftir langar viðræður sam- þykktu þeir Griffith og Collins þá tillögu, að Suður-lriand skyldi heita Irska fríríkið og verða eitt af samveldislöndum Breta. Bretar skyidu mega hafa þrjár flotastöðvar á Iriandi og rétt til setuliðs, ef þeir lentu í styrjöld. De Valera skar sig úr og heimtaði, að óskipt Irland yrði fullvalda lýðveldi. Suður- írska þingið samþykkti gerðir þeirra Collins og Griffiths, og Griffith varð forseti írska þings ins í stað De Valera. En De Valera var ekki af baki dott- inn. Árið 1922 geysaði borgara- styrjöld á Irlandi. En síðla árs- ins komst samt á hin nýja skip- an, og 1923 var írska fríríkið gert að aðila í Þjóðabandalag- inu. Sama ár lögðu fylgismenn De Valera niður vopnin, en samt hélt hann áfram áróðri sínum gegn hinni nýju stjórnskipan, til dæmis neitaði hann og aðrir full trúar flokks hans að taka sæti á írska þinginu, meðan þess væri krafizt, að þingmenn vott- uðu Bretakonungi hollustu sína með eiði. Flokkur De Valera breytti þó um stefnu, þegar hon um jókst fylgi við nýjar kosn- ingar. Sóru fulitrúar hans eið- inn og tóku þátt í störfum þings ins. Um nokkurt árabil rikti frið ur með Suður-írum, og hagur þeirra batnaði, enda reyndist nægur markaður fyrir landbún- aðarafurðir þeirra í Englandi. Árið 1929 veittu Bretar Irum leyfi til að hafa sendifulltrúa í Berlín og Paris og ennfrem- ur var l^yft, að páfinn hefði um boðsmann í Dublin. En þó að ekki kæmi til vopnaviðskipta, voru lýðveldissinnar ekki af baki dottnir, og þá er heims- kreppan skall á og vandræða- ástand varð bæði í borgum og sveitum, gerði De Valera þær kröfur til Breta, að þeir iegðu fé til þróunar iðnaði í írska frí- ríkinu og gæfu eftir afborganir á jarðkaupalánum írskra bænda. Eftir nýjar kosningar myndaði hann stjóm með til- styrk verkalýðsflokksins, felldi úr gildi trúnaðareið irskra þing manna og neitaði að greiða áður nefndar afborganir. Bretar svör uðu með því að leggja geysiháa tolla á útflutningsvörur írskra bænda, og irska þingið stór- hækkaði tolla á brezkum iðn- varningi. Þetta tollastrið hafði ill áhrif á hag íra, og krepp- an og atvinnuleysið leiddu til nýrra óeirða. Varð De Valera að taka upp hátt fyrirrennara siíns og banna lýðveldisherinn, sem hann hafði sjáifur átt mikinn þátt i að stofna. En De Valera lét samt ekki deigan síga. Hann lét irska þingið samþykkja nýja stjómskipan, og samkvæmt henni var eyjan Éire eitt sam- fellt sjálfstsstt ríki, og tek- ið fram að sú skipting landsins, sem átti sér stað 1921, væri að- eins látin hiutlaus til bráða- birgða. Sambands við Bretland var hvergi getið i hinum nýju stjórnskipunarlögum, en þar var kveðið svo á, að embætti hins brezka landstjóra skyidi afnum- ið og æðsti maður Éire vera þjóðkjörinn forseti. Þessi stjóm skipan var samþykkt á Suður- Irlandi við þjóðaratkvæða- greiðslu og tók gildi 29. desem- ber 1937, og sama dag hlaut hún samþykki brezkra stjórnarvalda- Þau samþykktu að leggja niður embætti landstjórans og sömu- leiðis féllust þau á rikisheitið Éire, en það skyldi aðeins taka til Suður-lrlands. Þá skyldi og Éire vera eitt af samveldislönd- um Breta, og De Valera lét þetta gott heita að sinni, og til frek- ara öryggis samkomulaginu var mótmælendatrúarmaðurinn dr. Douglas Hyde einróma kjörinn forseti Éire. Ástandið í Evrópu árið 1938 olli því, að Bretar reyndust undanlátssamari gagnvart írsku stjórninni en ella hefði orðið. Samkomulag varð um greiðslur á jarðakaupsskuldunum, Bretar afsöluðu sér réttinum til flota- hafna í Éire, og þeir féllust á að opna brezkan markað fyrir Irskum landbúnaðarafurðum, enda lækkuðu Irar tolla á brezkum iðnaðarvörum. Allt þetta jók fylgi De Valera, en þó var gleði manna í hinu Framhald á bls. 18 1 , " I 1 £ Eignaval Til sölu 2ja herb. mjög faileg íbúð á 1. hseð við Reymiimel. Verð 1100 þ. Úub. 600 þ. 2ja herb. íbúð á bezta stað í Breiðthcltti, 1140010 undi'r tré- verik og málningu í marz n'k. Veirð 850 þ„ útb. 410 þ., sem má skiiipta,. 3ja herb. risíbúð í Hlíðuoium. Verð 700—800 þ., útJb. 400 þ. 3ja herb. 96 fm íbúð á 1. hæð við Hrauoibæ. Verð 1350—1400 þ„ útb. 600—700 þ„ se-m má skipta. íbúðir óskast Höfum fjöl'dano a llao aif uænt- aolegum kaupeodum á Skrá. Viosam'lega'St briogið eða komið, ef þér eigið eigo, sem á að sel'jast. W 33510 ™ 85740. 85650 ÍEKNAVAL Suðurlandsbraut 10 Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.