Morgunblaðið - 23.01.1971, Síða 27

Morgunblaðið - 23.01.1971, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1971 27 Samveldisráðstefn- unni lokið — kynþáttamisrétti fordæmt Heath situr við sinn keip Helgi V. Jónsson afhendir priórínu formleg-a. — Smásjá Framhald af bls. 3. hún aðallega ætluð til notkun- ar við uppskurði á augum, en einnig við heila-, tauga- og æða- uppskurði. Smíði alls tækisins var hagað eftir tilsögn próf. Barraquer, augnlæknis og sér- fræðings á þessugisviði. Nýjung- Landakotsspítala gjöfina að undanförnu, og telst þetta sameina beztu kosti þeirrar tækni, svo sem samsíða lýsingu, stillanlegrar aðdráttarlinsu og fótstýringu. ar við srhásjártækni við upp- skurði, hafa verið rhjög örar Richard Russel látinn Washington 22. janúar AP—NTB. BANDARÍSKI öldungadeildar þingmaðurinn Richard Russel lézt í Washington í gær 73 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Russel varð þingmað ur í Géorgiufylki 24 ára gam- all og sat á þingi til 1931, er hann var kjörinn fylkisstjóri. Árið 1933 var hann kjörinn öldungadeildarþingmaður fyr- ir demókrata og ætíð endur- kjörinn eftir það. Riohard Russel var einn af valdamestu mönnum öldunga deildarinnar og m.a. var hann formaður hinnar voldugu fjár laganefndar þingsins. Einnig var hann áhrifamikill í her- málanefnd öldungadeildarinn- ar. Russel var einn mesti ræðusnillingur Bandaríkja- þings. — Kennedy Framhald af bls. 1 á einu máli um að þessi úr- siit séu mikið áfall fyrir Kenne- dy og Washington Post kallar þau „annað Chappaquiddiq“- áfall. Telja þau að mjög hafi líkur Kennedys minnkað til að koma til álita, sem forsetaefni demókrata árið 1972, og niður- staðan sé mjög auðmýkjandi fyrir Kennedy, þar sem talið hafi verið, að hann hefði að mestu verið búinn að endur- heimta sitt fyrra fylgi og traust. E i’u blöðin samimála um, að þessi úrislit muni hafa mikil áhrif á hug og afstöðu almenn- ings til Kemnedys og enda þótt hann hafi alla tíð neitað þvi eimdregið að haran myndi sækj- ast eftir útnefnimgu sem fonseta efni á næsta ári, hafi nafn hans jafnan verið nefnt, þegar þau mál bar á góma. Þau blöð, sem m. a. skrifa uon máiið eru Washiington Post, Eveming Star og Daily News og skipa vanga- veltur um málið mikið rúm í ö'illum þessum blöðum. Elzta skipið 77 ára ELZTA skip íslenzfka flotans er Garðar BA-74, sem verður 77 ára á þessu ári. Garðar er 15 brúttóflieatir að stærð, smíðaðiur úr fuiru og eik í Forsund í Nor- egi. Þeftta áldraða skip mun ætið hafa borið nafnið Garðar, en það var Lerugi 1 eigu Ásgeirs Guðmasonar, útgerðarmanns á Flateyri, þá skráður ÍS-124. Af 849 skipuim íslenzks skipastóls, eru 361 skip smíðað árið 1960 og síðar. Singapore, 22. jan. AP. RÁÐSTEFNU Brezka samveld- isins lauk í Singapore í dag og var samþykkt yfirlýsing þar sem segir að fulltrúarnir líti á kynþáttafordóma, sem alvarlegt mein er ógni eðlilegri þróun mannkynsins og kynþáttamis- rétti hvers konar sé smánar- blettur á hverju því þjóðfélagi, þar sem slíkt sé látið viðgang- ast. Lýsa fulltrúamir yfir því að ekkert land sé því hlynnt að veita neinu því ríki aðstoð, þar sem misrétti kynþátta sé. Það var Kaunda, forseti Zam- biu, sem lagði fram frumupp- kast að yfiriýsiingu fundarins. Heath, forsætisráðherra, neitaði algerlega að fallast á hana og var því orðalegi breytt og held- ur dregið úr til að allir gætu fallizt á að standa saman að yf- irlýsiiingunni. í frétbum frá Singapore seg- iir, að laniglflestir fuBtrúarndr hafi haldið heim á leið, strax er ráðstefnunni lauk, og meðal iþeirira sem létu í djós ánægju með árangiuir þamn, sem heifði orðið á ráðstefnunini, var Zam- bíuforseti. Sagði hamn að full- trúair Zambiu hefðu ákveðið að fallast á breytingar á yfir- lýsdingumni, þar sem hún væri byrjun ilangrar baráttu. Utanrík- iisráðheirra Kenya, Njorogé Mungai, sagði að hann væiri ánægður með störf fundarins, en brugðið yrði við fljótt og hart, ef Bretar tækju þá ákvörð un að selja vopn til Suður-Afr- iku. Aðalfulltrúi Nígeríu dr. Okoi Arikpo sagði að lyktir fundarinis hefðu verið góðar, en gaf ótvírætt í skyn. að Nígería myndi ákveða að fara úr brezka samveldmu, ef Heath seldi vo^in til Suðu'r-Aíríku. Edvvard Heath er væntanleg- ur til London í nótt. Segja fréttaritarar að vegna orðalags yfirlýsingarininar sé hverri þjóð gert að meta það, hvað hún flokkar undir kynþáttamisrétti og fordóma og murui Heath vera jafn staðráðion í því og áður, þrátt fyrir harða gagnrýni margra Afríkuríkja, að beita sér fyrir því að stjórn hans selji Suður-Afríku hin um- deildu vopiT. Leiðrétting AÐ geifnu tilefni skal tekið fram að í texta með mynd er birtist í blaðiniu á fimimitudaginin af starfs fólki í skrifstofu Flugifélags ís- liands í London, misritaðist nafn ekinar starfsstúlkunlnal•. Hún heitir Helga Magmúsdóttir en ékiki Gu ðtmumd sd ó ttir, eine og stóð í fréttjnni. tm íþróttasalurinn í Árbæjarskóla. Árbær fær íþróttasal Á LAUGARDAGSMORGUN kl. átta var opnaður nýr leikfimi- salur í Árbæjarskóla. Er þetta í alla staði hin nýtízkulegasti salur, búinn öllum leiktækjum, sem kröfuir nútímanis útheimta. Fjórir rúmgóðir búniingsklefar eru á staðnum, ásámt tilheyr- andi böðum og snyrténgum fyr- ir hvern. Sjálfur leikfimisalur- inn er stór, 27 metrar á lengd og 14% m á breidd. Hátt er undir loft, eiiras og í öllum nýj- ustu leikfimisölum tíðkast. Salurinn er í notkun daglega frá klukkan átta að morgni til kl. 23 á kvöldin. Þar af hefur skólinn harm til kl. 18.50 dag- lega og 12 á laugardögum. Helg ar og kvöld eru íþróttafélög með salimn í notkun og laugar- daga og sunnudaga er hann þá opinin til kl. 19. Tveir íþróttakennarar eru starfandi við han.n, 1 fyrir stúlk ur og einm fyrir drengi, og er kennt í 40 mínútna tímum, sem falla in.n í aðrar kenmslustundir og þau hlé, sem á þeim verða. Vilja aukna sam- vinnu í ferðamálum milli Luxemborgar og íslands UM ÞESSAR mundir eru staddir hér á landi tveir menn frá Luxemborg, þeir Georger E. Hausemer forstjóri ríkis- ferðaskrifstofunnar í Luxem- borg og Fernand Vorwerk, sölustjóri Loftleiða í Luxem- borg. Tilgangurinn með ferð- inni er að kynnast nánar ferðamálum á Islandi, en ís- land og Luxemborg eiga við svipuð vandaniál að stríða á því sviði að sögn þessara manna. I viðtali við Morgunblaðið í gær sagðist George E. Ho- usmer sérstakiega hafa kynnt sér Hótel Loftleiða vegna væntanlegrar hótelbyggingar Loftleiða í Luxemborg. — Einn þátturinn í starfi ferðaakrifgtofuininiar er að selja hótelherbergi í viðkomandi hótelum í Luxemborg og höf- um við því oft hönd í bakka við hönnun þeirra. Eftir að hafa skoðað hótelbyggingu Loftleiða hér á Islandi verð ég að segja að það hótel er hvað snertir skipulag og ann- að með þeim beztu sem ég hef komið inn í, og yrði mik- ill fengur að hóteli í svipiuð- um flokki i Luxemborg. Loft- leiðahótelið í Reykjavík er ný tízkulegt, þrifalegt, vel skipu- lagt og síðast en ekki sízt, heimilislegt, en það atriði er mjög mikilvægt þar sem hafa verður i huga að gestirnir sem búa í hótelinu éru að vissu leyti heimilislausir á meðan þeir eru á ferðalaginu og hótelið á að bæta þeim upp þann missi að svo miklu leyti sem mögulegt er. Þeir félagarnir frá Luxem- borg sögðu að Luxemborg væri að reyna að endurskipu- leggja ferðamannastrauminn og fá fólk til að dveljast leng- ur í landinu en það hefur gert hingað til. Einn þátturinn í þessari áætlun er að taka upp 48 og 72 klukkustunda við- komu fyrir farþega Loftleiða flugvélanna við komuna inn í landið eða á leið úr því, en fram til þessa hefur aðeins verið um að ræða 24 tíma stopp. Á Islandi hefur Loft- leiðir tekið upp þessa þjón- ustu við farþega fyrir nokkr- um árum og hefur hún gef- izt mjög vel. Gefst farþegum flugfélagsins tækifæri til þess að dveljast hér í 1—3 daga á tiltölulega ódýran hátt. Hótel- herbergi fæst með afslætti og flugfélagið býður farþegun- um í skoðunarferð og fleira. Verður þessi viðkomulenging væntanlega komin til fram- kvæmda seint á þessu ári og mun Loftleiðir gangast fyrir skoðunarferðum um Luxem- borg fyrir þá farþega sem öska að notfæra sér þessa nýjung. — Takmark okkar með þessu er að koma fólki í skiln ing um það að lítil lönd hafa upp á margt að bjóða og jafn vel ýmislegt sem stór lönd hafa ekki. Þau eru laus við hinar stóru ópersónulegu borgir, en hafa í þess stað upp á minni staði að bjóða, þar sem auðveldara er að ná sambandi við fólkið sem á staðnum býr. Þetta er ekki svo lítilvægt atriði þegar að er gáð því það sem gefur ferð útlendings í ókunnu landi til- gang, er ekki lestarfeið i gegn um landið eða einmanalegar skoðunarferðír í söfn, held- ur persónulegt samband við fólkið sem b>ggir landið. Til þess að ná takmarki okkar sem fyrst er mikilvægt fyrir okkur að hafa sem mest og bezt samband við þau lönd sem eiga við sömu vandamál að striða, en það eru t g. ísland, Irland og Bahama. Nánara samband milli landanna gæti orðið okkur öllum til góðs á sviði ferðamála. Með sameiginlegu átaki gætun, við auglýst upp kosti þessara landa og einnig yrði það ánægjuleg þróun að ferðalög milli ibúa þessara litlu landa ykjust innbyrðis, en með þvi móti tengdust lönd in ósjálfrátt nánari böndum og ættu auðveldara með alla samvinnu á sviði ferðamála. Georger Hausemer og Fernand Vorwerk. — Ljósm. Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.