Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 1
28 SIÐim Vel heppnuð lending á Kyrrahafi: Velkomnir heim frá tunglinu Geimförunum vel fagnað um borð í flugvélamóðurskipinu ,New Orleans* Houisiton, 9. febrúar. AP-NTB GEIMFARARNIR af Apollo 14. lentu á Suður-Kyrrahafi kl. 21.05 að íslenzkum (íma í kvöld, og tókst lendingin eins og bezt var á kosið. Þar með lauk þriðju mannaferð- inni til tunglsins, níu dögum og einni klukkustund eftir geimskotið frá Kennedy- höfða. „Við erum allir við góða heilsu,“ tilkynntu geim- fararnir skömmu eftir lend- inguna. Aðeins þremur slundarfjórð- tmgum eftir lendinguna voru þeir Alan Sihepard, Edgar Mitch- eJll og Stuart Roosa komnir um borð í flugvélaskipið „New Orie- anis“. Þegar þyrian, sem fílutti geimfarana lenti á þiifarinu, mátti heyra áhöfnina klappa fyrir geimförunutm. Sumir báru skiiti sem á stóð „Velkomnir heim, geimíarar." Strax eftir lendinguna barst geimförunum svohljóðandi flkeyti firá „New Orieanis“: „Vel- komnir heiim frá tungiinu." Geim íarið lenti rúmlega 6 km frá flug vélamóðurskipinu og milijónir sjónvarpsáhorfenda um ailan heim gátu fylgzt mjög vel með síðasta hluta ferðar „Kitty Hawk“ gegnum gufuhvolfið eft- ir að þrjár rauðar og hvitar fali- hlífar geimfarsins höfðu opnazt. Ferðin gegnum gufuhvolfið gekk að óskum, ein af þremur aðalfail'hlífartaugunum losnaði ekki frá geimfarinu og frosk- rnaður varð að losa þær. Hálf- tima eftir lendinguna var hleri geimfarsins opnaður og geimför- unum afhentar sóttvarnargrím- ur. Roosa var dreginn um borð í þyríiuma kl. 21,44, Mitchell tveimur minútum síðar og loks Shepard. Kl. 21.54 llenti þyrian á þillfari fliulgvéiamóðurskips- ins „New Orleans". Geimfaramir verða 18 daga í sóttkví áður en þeir hitta fjöl- skyldur sínar. Allar ráðstafanir eru gerðar tii að korna i veg fyrir að geimfaramir beri með sér óþekkta sjúkdóma frá tungl- inu. Lendingarstaðurinn var um 1600 kíiómetra suður af Samoa eyjum. Veður var gott á þess- um sQóðum og ölduhæð um það þil einn og hálfur metri. Fjöldi herskipa var á lendingarsvæð- inu. Ferðin tii tungisins • stóð um það bil fjóra og háHfan dag. Shepard og Mitcheil dvöldust Framh. á bls. 10 Rússar reka fréttaritara Aftenpostens Moskvu, 9. febrúar. NTB-AP PER EGIL HEGGE, fréttaritara norska biaðsins Aftenposten, Berlingske Tidende og Svenska Dagbladets, hefnr verið vísað úr iandi í Sovétrikjununi fyrir að skrifa fréttir með óhróðrí um Sovétríkin, að sögn Tass-frétta- stofunnar. Hegge fær fimm daga frest tii þess að fara úr landi. Hann er fyrsti norræni fréttarit- arinn, sem rekin hefur verið frá Sovétríkjunum um tiu ára skeið. Hegge segir að brottvisunin hafi komið honum gersamlega á óvart. Hann var kvaddur í sovézka utanríkisráðuneytið þar sem honum var sagt að starf- semi hans í Sovétrikjunum sam- rýmdist ekki starfi fréttaritara. Erlendir fréttaritarar í Moskvu teflja brottvísun Hegges enn eitt dæmi um harðnandi afstöðu sovézkra yfirvalda að undan- förnu gagnvart eriendum blaða- mönnum. Hegge sagði að starfsmaður sovézka utanríkisráðuneytisins hefði sýnt honum tvö bréf er Framh. á bls. 10 Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík — samþykktur á f jölmennum fulltrúaráðsfundi í gærkvöldi FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæð isflokksins við Alþingiskosn- ingarnar í Reykjavík í vor var ákveðinn á fjölmennum fundi i Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík í Súlnasal Hótel Sögu í gær- kvöldi. Hafa þar með verið birtir framboðslistar Sjálf- stæðisflokksins í öllum kjör- dæmum landsins. í lok fundarins kvaddi Jó- hann Hafstein, forsætisráð- herra, sér hljóðs, og þakkaði fyrir hönd þeirra, sem list- ann skipa, það traust, sem þeim hefði verið sýnt. Nú hafa allir listar Sjálfstæðis- flokksins verið birtir og við gerum okkur öll ljóst, að á margan hátt er hægt að skipa lista. Það er Fulltrúaráðinu og flokknum til sóma, hvern- ig þessi fundur hefir farið fram. Nú snúa allir bökum saman. Þeir sem listann skipa munu hafa samráð sín á milli og sérhver leggja sig fram, sagði forsætisráðherra að lokum. Fundarstjóri á íundinum í gærkvöldi var Óiafur B. Thors en Birgir IsO. Gunnarsson, for- maður kjörnefndar, gerði grein fyrir tillögum netfndarinnar. 1 ræðu hanis kom íram, að ekki náðist samkomuiag i kjömefnd um skipan 8. sætis á listanum og lagði meirihluti nefndarinnar til, að Guðmundur H. Garðars- son, viðskiptaifræðingur skipaði það sæti, en minnihluti nefndar- innar lagði til að Birgir Kjaran, hagfræðingur, skipaði sætið. Fór fram atkvæðagreiðsla um skipan 8. sætisins og urðu úrslit hennar þau að Birgir Kjaran var kjörinn til þess að skipa það með 296 atkvæðum en Guðmundur H. Framh. á bls. 10 Andrei Amalrik. Dómurinn yfir Amalrik staðfestur Moskvu 9. febrúar NTB—AP HÆSTIRÉTTUR Sovétríkj- anna staðfesti í dag dóm und- irréttar í Sverdlovsk yfir sov- ézka rithöfindinum Andrei Amairik, en dómstóllinn dæmdi Amalrik í 3ja ára þrælkunarvinnn, vegna róg- skrifa nm Sovétríkin. Amal- rik varð frægur á Vesturlönd- um fyrir bók sína „Lifa Sov- étríkin 1984". Amalrik áfrýjaði dómi und irréttar á þeim forsendum að enginn sakamáladómstóll hefði heimild til að dæma mann fyrir persónulegar skoð anir, sem hann lætur í ljós. Hæstiréttur staðfesti einnig í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Lev Ubosjko, sem sakað ur er um að hafa dreift ritum Amalriks i Sverdlovsk. Meðal viðstaddra í réttarsalnum var eiginkona Amalriks, Gizelle og visindamaðurinn Andrei Sakharov, sem er leiðtogi ó- löglegrar mannréttindahreyf- ingar í Sovétríkjunum. Háhýsi í Los Angeles svigna í jarðskjálfta 11 fórust, tugir slösuðust, mikið tjón Los Angeles, 9. febr. AP-NTB HÁHÝSI svignuðu er snarpur jarðskjálfti varð í dag í Los Angeles og sunnanverðri Kali- forníu. Að minnsta kosti ellefu manns Iiafa beðið bana og tugir siasazt. Tveir skjáiftar urðu með tveggja klukkustiinda millibili, og stóð sá fyrri í sex sekúndur, en sá siðari var vægari. Mikið tjón varð á byggingum, lirað- brautuin, brúm og öðrum mann- virkjum. Jarðskjálftinn fannst víða í sunnanverðri Kalifomíu. Raf- niagnstruflanir urðu í Los Angel- es og rafniagnslaust varð 1 San Fernandodalnuni, um 25 km frá borginni. Símasanibandslaust varð um tíma, og götnr í Los Angeles voru þaktar brotnum umferðarljósum. Víða hrundu byggingar og niiklir eldar bloss- nðu upp. Flóð fylgdu sums staðar í kjölfar jarðskjálftanna. Flug'umferðars'tarfsmenn á Burbank-fllugvelli í HoJJywood flúðu úr flugturninum þar sem hann svignaði iskyggilega mikið. 1 skrifstofu UPI-ifréttasitofunnar í miðborg Los Angeles fannst jarðskjálftinn í rúma minútu. Dagatöl svedfluðust á veggjunum og myndir duttu i góifið. Þrir starfsmenn blaðsins Los Angeles Examiner voru fluttir i sjúkra- hús þar sem þeir misstu með- vitund þegar eldvamartæki fyllti prentsmiðju blaðsins gasi. Lögregila og silökkvilið áttu annríkt eftir jarðskjálftann. Raf- magnsdaust var í mörgum skrif- stofum, þótt viðast tækist fljót- lega að gera við rafmagnsbilan- ir. Slökkviliðinu var tilkynnt um fjölda gasleka, sem ollu því að víða var fólk flutt úr fjölbýiis- húsum. Sjónarvottur sagði, að íbúar í stórri byggingu hefðu hlaupið Framh. á bls. 10 r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.