Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971
íslenzkri
í Hollandi
Sýning á
myndlist
160 verk 12 ungra manna
TÓLF ungum íslenzkum lista-
mönnum hefur verið boðið að
sýna í Stedelijk-listasafninu í
Amsterdam i Hollandi á tima-
bilinu frá 19. marz til 29. apríl
nk. Verða þar tU sýnis alls
150—160 verk og er þetta stærsta
sýning í islenzkri myndlist er-
lendis sem haldin hefur verið
fram til þessa.
Stedelijk-listasafnið er þekkt
safn og hefuir á umdainifönniuim ár-
um gert nútímailist góð skil. Fá
íslenzku listamenniirnár sérstaka
deild undir verk sín, eða 400
fermetra. Þeir, scm taka þátt í
sýningunmi, eru þessir: Magnús
Pálsson, Arnar Herbertsson, Vii-
hjálmur Bergssom, Jón Guraniar,
Magnús Tómasson, Sigurður Sig-
urðsscm, Kristján Sigurðssoin,
Tryggvi Ólafsson, Sigurjóm Jó-
hannssom, Hreiinn Friðfitnmssom,
Þórður Ben. Sveimssom og Guð-
bergur Bergssom. Allir þessir
listamenm eru í SÚM, nema
Magnús Páls'som.
A sýnim.gunm.i verða málver'k,
höggmymdir, verk bókmemmtalegs
eðlis og fleira. Verða listaverkim
send tifl Hollands um miðjam
þenman mámiuð og mum Memmta-
málaráðumeytið styrkja lista-
menmina að einhverju leyti í
sambandi við flutninigsikostmiað
og fleiira. Sýningim mum ef til
villl verða sýnd víðar erlendis
á næstunni.
Gjöf til Geð-
verndarfélagsins
— frá Kiwanis-klúbbnum Kötlu
Verzlunin Faco hefur gert gagngerðar breytingar á verzlunar-
húsnæði sínu að Laugavegi 86, en verzlunin hefur verið í því
húsnæði síðan í nóvember 1968. Verzlunin Faeo hefur nú
starfað um 20 ára skeið, og var hún upphaflega í húsnæði að
Laugavegi 37, en áríð 1968 flutti hún að Laugavegi 86 og eru
nú Faco-verzlanir á báðum þessum stöðum. F.vrirtækið starf-
rækir einnig fatagerð að Brautarholti 4, þar sem starfa um 30
manns, en alls starfa hjá fyrirtækinu um 50 manns. Myndin
var tekin í Faco eftir breytingarnar. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Stóraukin samvinna
Efnahagsbandalagsins
„KATLA“, einn Kiwanis-
klúbbanna hér í Reykjavík,
hefur fært Geðverndarfélagi
íslands kr. 30.000.00 (þrjátíu
þúsund 00/100) að gjöf, og
skal nota féð til styrktar að-
ila, er staðizt hefur hæfnis-
próf til náms í sjúkraiðju-
þjálfun, ergoterapi.
Þá hefur „KATLA“ til-
kynnt fyrirheit um, að jafnhá
upphæð verði veitt sem styrk
ur næstu tvö ár í sama til-
gangi.
Minningarsjóður um Kjartan
B. Kjartansson lækni — í vörzlu
Geðvemdarfélagsims — hefur
þegar veitt 3 styrki til náms í
sjúkraiðjuþjálfun fyrrverandi
geð- og taugasjúklinga, en slikt
nám tekur um þrjú ár við viður-
kennda skóla, t.d. i Danmörku,
og er þá stúdentspróf lagt til
grundvallar sem almennur und-
irbúning -, en — að auki — þjálf
— Brak
Framh. af bls. 28
einn lestarhleri og fimm stíu-
borð. Einnig fannst stíuborð rek
ið í Straumsfirði, sem er þar
skammt fyrir sunnan. En Knarr
arnesið er upp af Þormóðsskeri.
Málið af lestarhleranum var
fengið í hendur mönnum í Báta
lóni, þar sem báturinn er smíð
aður og kemur það heim við þá
lestarhlera, sem voru í bátnum.
Einnig ber lit saman, en slíkir
hlutir eru að sjálfsögðu ómerkt
ir. Slysavarnafélagið fær þessa
hluti í hendur eins fljótt og
hægt er að nálgast þá, en ekki
er fært út í Knarrarnes nema á
fjöru (fjara var kl. 1 í nótt)
og veður ákaflega slæmt á staðn
um.
í gær voru 7—8 vindstig við
Mýrar og kafaldsbylur og mjög
erfitt að athafna sig. Þó brut-
ust leitarmenn áfram eftir fjör-
unum, og sýndu mikið harðfylgi
við það.
Hannes sagði að bændur á
nærliggjandi bæjum, svo sem á
Álftanesi, Straumsfirði og Ökr-
um, hefðu verið beðnir að
hyggja vel að öllum reka. Einn
ig hefðu menn úr björgunar-
sveitum SVFÍ á Akranesi og
Borgarnesi verið sendir þangað
upp eftir. Og strax og færi gefst
lætur Slysavarnafélagið leita
rækilega strandlengjuna við Þor
móðssker og við Hjörsey.
un á viðurkenndu sjúkrahúsi, áð-
ur en námið hefst.
Minningarsjóðurinn hefur enn-
fremur veitt einn styrk til M.A.
- stigs í félagsráðgjöf, og hafði
þá almennu félagsráðgjafanámi,
svo og verulegri starfsþjálfun
verið lokið áður.
Mikill skortur er á sérménnt-
uðu fólki til starfa að geðheil-
brigðismálum, og er því hér um
mjög jákvæða ráðstöfun styrkt-
arfjár að ræða, sem Geðverndar-
félagið kann gefendum beztu
þakkir fyrir.
(Fréttatilkynning frá G.V.F.Í.)
— Jarðskjálfti
Framh. af bls. 1
organdi út á götu. Öngþveiti
rikti í marga klukkutímn. Álag
varð á símalinum og fólk var
beðið að hringja ekki að óþörfu.
Tjón varð yfirleitt lítið ann-
ars staðar en í Los Angeles. Þó
mun það svæði sem virðist hafa
orðið harðast úti vera San
Fernandodalur. Þar hrundi her-
sjúkrahús og 60 sjúklingar lok-
uðust inni. Víða lokuðu skriður
vegum. Slasað fólk var víða
flutt með þyrlum í sjúkrahús.
Mikið annríki hefur verið í
mörgum sjúkrahúsum.
Talsmaður Tæknistofnunar
Kaliforníu í Pasadena sagði að
jarðskjálftinn ætti upptök sín
fyrir norðan Los Angeles, en gat
ekki fulllyrt um styrkleika hans
þar sem tæki stofnunarinnar
eyðilögðust í jarðskjálítanum.
Afar erfitt er að meta nákvæm-
lega tjónið af völdum jarð-
skjálftans. Seinna var sagt að
upptök jarðskjálftans hefðu ver-
ið 45 km norðvestur af Los
Angeles, á San GabrielfjaUi í
San Andreas-fjallakeðjunni sem
liggur þvert yfir Kalifomíu frá
norðri til suðurs. Sérfræðingar
hafa um skeið spáð jarðskjálft-
um á þessum slóðum.
— Rússar reka
Framh. af bls. 1
yfirvöldunum hefði borizt með
beiðni um „vemd gegn áhrifum
Hegges“ og kvað bréfin dæmi-
gerð um fleiri slík bréf, sem
hefðu borizt. Engin ákveðin frétt
sem Hegge hefur sent frá Sovét-
ríkjunum var gagnrýnd.
Sendiherra Noregs í Moskvu,
Frithjof Jaoobsen, kvaðst harma
brottvisunina, þar sem Norð-
menn reyndu að efla samskipt-
in við Rússa. 1 Ósló hefur
norska utanríkisráðuneytið
harmað brottvísunina og er sagt
að ásökununum á hendur
Hegge verið vísað á bug. Ýmsir
norrænir fréttaritarar í Moskvu
hafa verið áminntir af sovézkum
yfirvöldum að undanförnu, en
þeir blaðamenn sem reknir hafa
verið úr landi í Sovétríkjunum
hafa aðallega verið bandarískir.
Hegge hefur dvalizt í Sovét-
ríkjunum siðan 1969 og talar
rússnesku reiprennandi. Hann
vakti athygli í haust er hann
fékk fyrstur blaðamanna viðtal
við Nóbelsskáldið Solzhenitsyn
eftir að sovézk blöð höfðu kallað
hann landráðamann.
Briissel, 9. febrúar. AP--NTB.
BÁÐHFiBRANEFND Efnahags-
bandalagsins náði í kvöld sam-
konmlagi nni áætlun sem gerir
ráð fyrir að efnahagstengsl að-
ildarlandanna verði svo náin að
aðcins einn gjaldmiðill verði
nauðsynlegur í viðskiptiim þeirra
fyrir lok þessa áratugar.
Ráðherrunum virðist hafa tek-
izt að yfirstiga síðustu hindrun-
ina — Evrópuþingið í Strass-
borg, sem Frakkar vilja ekki að
verði valdamikið um of en Hol-
lendingar og Vestur-Þjóðverjar
vilja að þingið fái raunveruleg
völd. Samkomulag var um, að
stefna Efnahagsbandalagsins
skyldi rædd af þinginu og vera
háð eftirliti þess.
Utanrikisráðherra Frakka,
Maurice Schuman, kvaðst þessu
— Framboðs-
listinn
Framh. af bls. 1
Garðarsson hlaut 223 atkvæði.
Auðir seðlar og ógildir voru 19.
Þá kom fram tilaga um,
að Páll S. Pálsson hrl. skip-
aði 12. sæti listans en tillaga
kjörnefndar var, að það sæti
skipaði Ragnar Júlíusson, skóla
stjóri. Atkvæðagreiðsla fór fram
um skipan þessa sætis og hlaut
Ragnar Júlíusson kosningu með
303 atkvæðum en Páll S. Páls-
son hlaut 156 atkvæði. Auðir og
ógiildir voru 21.
Að því loknu var listinn í
heild borinn upp og samþykkt
ur. Níu efstu sæti hans eru skip
uð í samræmi við niðurstöður
prófkjörsins.
Framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins við Alþingiskosningarn
ar í Reykjavík er því þannig
skipaður:
1. Jóhann Hafstein,
forsætisráðherra
2. Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri
3. Gunnar Thoroddsen,
fyrrv. hæstaréttardómari
4. Auður Auðuns,
dómsm álará ðhorra
5. Pétur Sigurðsson,
sjómaður
6. Ragnhildur Helgadóttir,
húsmóðir
7. Ellert B. Schram,
skrifstofustjóri
8. Birgir Kjaran,
hagfræðingur
9. Geirþrúður H. Bernhöft,
©11 imál afulltrúi
10. Þonsteinn Gíslason,
skipstjóri
11. Gunnar J. Friðriksson,
iðnrekandi
12. Ragnar Júlíusson,
skólastjóri
13. Hjörtutr Jónsson,
kaupmaður
14. Ingólfur Finnbogason,
húsasmíðameistari
samþykkur, en með fyrirvara
um samþykki ríkisstjórnar sinn-
ar. Hollenzki aðstoðarutanríkis-
ráðherrann, Henri de Koster,
gerði sams konar fyrirvara.
Samruni hagkerfa aðildar-
landa Efnahagsbandalagsins
hefst með fyrsta áfanga, sem á
að ljúka árið 1973. 1 þessum
áfanga eiga aðildarlöndin að sam
ræma efnahagsstefnu sína,
styrkja gjaldmiðil hvort annars á
heimsmarkaðnum, þrengja þau
mörk sem gjaldmiðlar þeirra fá
að sveifla á milli, samræma
ýmsa skatta og tolla og opna
gjaldeyrismarkaði sína öðrum
aðildarlöndum.
Þvi er haldið fram að þetta
nýja efnahags- og gjaldeyris-
bandalag sé þannig mótað fyrst
í stað að það skuldbindi ekki að-
15. Margrét Einarsdóttiir,
húsmóðir
16. Jón Þ. Kristjánsson,
verkstjóri
17. Haralduir Ásgeiirsson,
verkfræðinigu r
18. Helgi Steinar Karlsson,
múrari
19. Sveinn Skúlason,
verzlunarmaður
20. Hörður Einarsson,
héraðsdómslögmaður
21. Magnús Gummarisson,
viðskiptafræðingur
22. Ragnheiður Guðmundsdóttir,
læknir
23. Sveinn Guðmundsson,
forstjóri
24. Tómas Guðmundsson,
skáld.
Allmiklaj- umræður urðu á
fundinum um siörf kjörnefndar
og fleira og tóku þátt í þeim um-
ræðum þúk formanns kjörnefmd-
aæ, Bjrgis íal. Guinnanssonar,
eftirta’dir aðilar: Friðrik Þor-
steimisson, Sigurður Magnússon,
Hörður Einarsson, Eggext Hauks-
son, i Guðjón Hanssuii, Friðrik
Sophusson, EMs Adoiphsson og
Jóhann Sigurðsson.
Cargolux leigir
vöruflutningavél
FLUGFÉLAGIÐ Cargolux, sem
hefiur aðsetur í Luxemburg, og
annast vörufiiutninga víðs veigar
um heim, hefur nú tekið á leigu
frá Seaboard World vöruflutn-
ingaflugvél af gerðinni CL-44.
Er vélin sömu stærðar og Rolls
Royce 400 filugvél Loftleiða, sem
flutti 160 farþega
Leigusamnimgurinn er til eins
árs. Fyrsta ferðin var farin 30.
janúar sl. til Abidjan í Afríku,
á vegum East African Airways.
Cargolux hefur aðra leiguiflug-
vél í förum af sömu gerð en
hún er sameign Loftleiða og
sænska fyrirtækiskvs Salenia.
ildarlöndin að stefna allt að loka
markinu. Vestur-Þjóðverjum
tókst að fá framgengt að reyn-
ist ekki kleift að efla samhliða
samstarfið í efnahagsmálum og
peningamálunum skuli samstarf-
inu hætt eftir fjögur ár. Þar
með fá Vestur-Þjóðverjar trygg-
ingu fyrir því að fyrirhugað
efnahags- og gjaldeyrisbandalag
feli aðallega í sér pólitískt sam-
starf í peningamálum á grund-
styðja gjaldmiðil hvert annars á
velili varagjaldeyrisforða Vestur-
Þjóðverja, án þess að Vesitur-
Þjóðverjar hafi um leið visst eft
irlit með efnahagsþróuninni í hin
um löndunum.
— Apollo
Framh. af bls. 1
alls 33%-tima á yfii’borði tungls-
ins. Þeir unnu alls 9 klst. og 19
mínútur utan tunglferjunnar og
hafa meðferðis 48 kíló af ýmisa
konar sýnishornum frá tungiinu.
BLAÐAMANNAFUNDUR
í nótit héldu Shepard og fé-
iagar hans, MifcheM og Roosa,
fund með blaðamönnum er þeir
voru í 190.000 kílúmetra íjar-
lægð frá jörðu. Shepard sagði,
að íerðin liefði tekizt með af-
brigðum vei og kvaðst þess Mll-
viss að lendingin mmndi ganiga
að óskum.
Shepard sagði, að hann og
MitcheOlI hefðu getað klifið á
tind gígsins, sem þeir könnuðu,
ef þeir hefðu minna hirt um að
tína tungigirjót og giera athugan-
ir. Mitchel sagði, að það heifði
ekki valdið teljandi vandfcvæð-
um að aka hjólböru num. Hanm
sagði, að lendingairsvæðið hefði
verið svo óSlétt að þeir hefðu
ekki séð kennileiti, sem vonx í
meira en 150 metra fjarlsegð.
Meðal annars af þessum sökurn
hefðu þeir haldið að þeir væru
komnir upp á tind gígsins, en
komizt að raun um að an-nar gíg-
ur var lengra í buirtu. Mitcheli
sagði, að þeir hefðu þá komizt
að raun um að erfitt væri að fara
eftir upphafilegu áætluninni og
klífa upp á tindinn.
Shepard sagði, að tunglgöng-
urnar hefðu verið kappblaup
við klukkuna og að þeir hefðu
getað haidið göngunini áfram.
Hvorugur tók eftir því að æða-
sláttur þeirra væri óeð'ltlfeguir.
Æðasiáttur Shepards mældist
150 slög á mínútu, en MitcheliLs
128
Roosa sagði, að hann hefði séð
lendingarstað Antares úr stjóm-
farinu er það var á braut í 96
kílómetra fjarlægð frá yfirborð-
inu. Geimíararnii sögðu, að þeir
hefðu aldrei verið í vafa um að
þeim tækist að inna verkefni sín
sif hendi, þrátt fyrir óvænta erf-
iðleika á leiðinni.