Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 24 . . 9 . . Okkar á milli sagt, þá var ég svo vitlaus að veita honum ■gjaldfrest og eins og er, skuldar hann mér tuttugu pund. Ég má teljast heppinn ef ég sé nokk- um tíma túskilding af því. — Þannig er mál með vexti, að undanfarið hef ég alltaf selt honum skothylki. Hann fékk ailtaf Popinjay, sem eru miklu ódýrari. Þau eru sæmilega góð og ég sel bændunum hérna í kring mikið af þeim. En ég hef alls ekki Nimrod, þar sem þau þau eru of dýr handa mínum viðskiptamönnum. Ein- stöku sinnum hef ég pantað þær samkvæmt sérstakri beiðni, en það er orðið langt siðan ég hef gert það. Og áreiðanlega hef ég engin á verkstæðinu. — Þér eruð alveg viss um, að þér hafið ekki selt hr. Glapt- horne þessa tegund? — Alveg hárviss. Og jafn- viss um, að enginn annar í borg- inni hefur gert það heldur. Það eru ekki nema þrír, sem hafa leyfi til að selja skothylki og það eru járnvörusalar, sem hafa ekki nema ódýrustu tegund- irnar. Ég þori að veðja, að eng- inn þeirra hefur svo mikið sem heyrt Nimrod nefnd á nafn. Þau eru fagmannategund ef þér skiljið hvað ég á við. Það er væntanlega ekkert, sem bendir til, að þessi hylki séu of sterk fyrir þessa byssu? sagði Jimmy. — Nei, alls ekki, sagði hr. Newsham með áherzlu. — Sennilega hefa þær minni þrýst- ing er Popinjay, og það hefur verið hleypt af mörg hundruð skotum af þeirri tegund, að því er ég veit. — En er ekki mögulegt, að hylkið hafi verið skakkt hlaðið og þess vegna sprungið? — Vísindamenn munu segja yður, að það sé hugsanlegt, að múrsteinn hoppi upp í loftið af sjálfsdáðum. Og ég hugsa, að það sé álika mögulegt, að Harris & Bayley hlaði skothylki skakkt. En þó að við fyndum eingöngu Nimrod i töskunni, þá er ekki þar með sagt, að hann hafi ekki haft einhverjar aðrar í töskunni líka. — Ég hef leitað í vösum hans og fann þar engin skot- hylki, sagði Appleyard. — Hann getur hafa verið bú- inn með þau öll áður en hann byrjaði á Nimrod. Þér hafið veiðitöskuna hans héma. Hvað er í henni. — Tvær akurhænur og ein kanina svo að hann hlýtur að hafa hleypt af að minnsta kosti þremur skotum áður en byssan sprakk. — Þér ættuð að láta mig hafa akurhænurnar og kanínuna til þess að rannsaka. Það hljóta næstum að vera einhver högl í þeim, og við getum þá borið þau saman við högl- in úr Nimrod-skothylkjunum. Verði þau eins, er það hér um bii sannað, að hr. Glapthórne hefur notað eingöngu Nimrod. En verði það ekki, verðum við að álykta, að hann hafi líka haft öðruvísi skothylki með sér. — Það er ekki nema líklegt, sagði Appleyard, — en eru nokkur skothylki til, sem mundu sprengja byssu svona? Byssusmiðurinn hristi höfuð- ið hægt en einbeittlega. — Nei, þau eru ekki til. Það gæti eng- inn fengið mig til að trúa, að nokkurt skot gæti sprengt svona vandaða byssu, ef rétt er að öllu farið. Og hvað sem segja má um hr. Glapthome, þá kunni hann að minnsta kosti að fara með byssu og nota hana. — Hvernig skýrið þér það þá, að byssan hefur án alls vafa sprungið? spurði Appleyard. — Ég get alls ekki gert mér neina grein fyrir því, sagði hr. Newsham. — En hitt veit ég fyr- ir víst, að eitthvað óvenjulegt hefur þarna gerzt. Ég hef oft séð sprungnar haglabyssur en enga eins hroðalega sprungna og þessa. Venjulega springur svo sem þriggja þumlunga rifa í hiaupið, en þama er ekki ein- asta hlaupið alveg rifið frá, heldur hefur það rifnað eftir endilöngu. Þetta hlýtur að hafa verið alveg óvenjulegur kraft- ur. —Ef þér vilduð nú skemma byssu á sama hátt, hvernig munduð þér þá fara að þvi? spurði Jimmy. Þessi spurning hneykslaði all- an kunnáttumannssmekk hr. Newsham. — Það gæti ég aldrei hugsað mér að gera, hrópaði hann með hryllingi. — Ég get ekki hugsað álriavöru markaður HVERFISGÖTU 44 EIJTARWR ERU KCOMWR Álnavörumarkaður HVERFISGÖTU 44 Lokað í hádeginu kl. 11,30 — 13. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Nú er vel hægt að taka áhættuna at smáævintýrum. Nautið, 20. apríl — 20. niaí. Keyndu að leita tegurðarinnar i öilu, sem þú tckur þér íyrir hend ur í dag. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Láttu ekki smáatriðin fara í skapið á þér. Reyndu að halda frið inn og gleymdu að hefna þín, það er affarasælast til frambúðar. Vertu góður við fjölskyldu þína. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Einhver vinnufélaga þinna færir þér fréttir. sem henta þér vel. Ef þú kemur þér ekki undan trúnaði cinhvers, vcrðurðu að taka afleiðingunum af þvi. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Allt er bezt i hófi i dag. Gott er að meðtaka loforð þótt efnd irnar séu með ýmsu móti. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú skalt gjarnan sinna fólki með natni, ef þér líkar það toetur, jafnvel láta eitthvað af hendi rakna, stórt eða smátt. Voffin, 23. septeniber — 22. oktöber. í dag hittirðu margt fólk, sem þú hefur ekki séð lengi, og færð ýmsar fréttir. í kvöld er ekki ólíklegt, að þú hafir einhverja ástæðu til að gera þér glaðan dag. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Með smávegis smekkvísi og lipurð, geturðu losnað úr slæmri klipu. Boffmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Treystu eindregið á sjálfan þig og leggðu til atlögu við vanda- málin sem fyrst. Steingeitin, 22. desember — 19. janíiar. Eðlisávísun þín er allsterk núna og þér hættir dálítið til að ofgera öllu, sem þú kemur nálægt. Reyndu að breyta alveg um stefnu, þar sem þess gerist þörf. Þú heyrir ýmislegt, sem þú verður að halda leyndu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Gerðu ekki ráð fyrir neinu. Þú skalt endilega sýna fólkl og sanna tilfinningar þínar í garð þess, og lofa ekki neinu ncma þú sért viss um að geta staðið við orð þín. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að fá aðstoð við vinnuna framan af degi, og síðan er þér óhætt að taka upp léttara hjal og láta fólkið njóta þess, sem það hefur liðsinnt þér. ||| ÚTBOÐ Ifl Tilboð óskast um sölu á 4300—6900 tonnum af asfalti til gatnagerðar, Otboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tiiboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 5. marz n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 NÝJAR KÁPUR í DAG Bernharð Laxdal, Kjörgarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.