Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971
Guðmundur Hafliða-
son — Minningarorð
Fædður 11. marz 1887
Dáiim 2. febrúar 1971
GUÐMUNDUR Hafliðason eir
látinn og með hontum er horfinn
eiran af þeim mönmwn sem settu
svip simn á þennan bæ.
Fundum okkar, undantfarin
10—11 ár, bar næstium daglega
saman í miðbænium og tókum
við þá jafnan tal saman, enda
margs að mirunast frá liðnum
dögum. En það er ruú orðið æði
langt siðan við hittumst fyrst,
við Guðmunduir.
Ég fæddist og ólist upp við
Laugaveginn á mótum Klappar-
t
Vilhjálmur Guðmundsson
frá Hannri,
andaðist að Eliiheimiiinu
Grund 8. febrúar.
Börn hins látna.
t
Eigininaður minn og faðir
okkar,
Sigurður Ámundason,
Hávallagötu 7,
andaðist 8. þ.m.
Una Sigfiísdóttir
og börn.
t
Guðlaugur Eggertsson
frá Hellissandi,
andaðist að Hrafnistu 8. febrú-
ar.
Hinrik Ragnarsson.
t
Minningarathöfn um systur
okkar,
Sigurborgu
Kristjánsdóttur
frá Múla,
verður í Dómkirkjunni föstu-
daginn 12. febrúar kl. 1.30, en
ekki kl. 2 eins og áður var
auglýst.
Jarðsett verður á Isafirði.
Guðrún Kristjánsdóttir,
Magnús Kristjúnsson.
stígs, og þaðan fór ég, umigur að
árum, upp á eigin spýtur til þess
að „skoða heiminai“ og hélt í
vesturveg, vestur Vesturgötuna,
og liklega hetfur það vakað fyrir
mér að heimsækja frændsystkin
mín sem heima áttu þá við þessa
götu á horni Bræðraborgarstigs.
En það sem gerir þessa ferð
mér minnisstæða, var að á leið
minni urðu tröppur niður í búð
eina, og niður í þær þurtfti ég
endilega að detta, og það var
ekki að sökum að spyrja; ég fór
að skæla. Þá var það að kaup-
maðurinn kom fil slkjalanna
til þoss að huga að hvort
ég hefði meitt mig og til
þess að hugga mig. Sorg min
stóð ekki lengi í þetta skipti,
því hanin talaði svo einistaklega
blíðlega við mig og bætti það
talsvert úr skák að hann gaf
mér kramarhús fuilt af brjóst-
sykri, og þá hef ég sj álfsagt
brosað í gegnium tárin. Sætlieiki
innihaldsins entist mér mikSu
lenigur en bara á meðan ég
neytti brjóstsykursins, því hann
er mér í fersku minni enn. Þessi
kaupmaður var Guðmundur Haí-
liðason, sem fynst verzlaði á
Vesturgötu 48 og síðar á Vestur-
götu 39, en þar gerðist einmitt
sú saga er ég nú hefi sagt. Síðar,
er ég fór að selja dagbliöð og
fékk 1 eyri fyrir hverf selt ein-
tak lagði ég gjarna leið mína
vestux á Vesturgötu 39, því ég
hafði hugboð um að ég ftenigi
meira fyrir aurana mína þar en
í verzlunum í austurbænum.
Nú leið langur tími, og á meðan
var ég að keppast við að verða
stór, ganga í skóla og búa mig
undir lífið. Svo var það dag
nokkum að knúið var dyra á
Skrifstofu ísafoldarprentsmiðju,
og var þar kominn Guðmundur
Hafliðason til þess að falast
eftir vinnu hjá Gunnari Einare-
t
Útför móður okkar,
Kristínar Ásmundsdóttur,
fer fram fimmtudaginn 11.
febrúar frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði kl. 14.
Þeim, sem vildu minnasthenn
ar, er bent á líknarstofanir.
Hera Gísladóttir,
Ágiísta Gísladóttir,
Davíð Gíslason.
t
Eiginmaður minn, faðir og
sonur,
Sigurjón Júlíusson,
Gljúfurárholti,
sem andaðist sunnudaginn 7.
febrúar 1971, verður jarðsung-
inn frá Kotstrandarkirkju,
ölfusi, laugardaginn 13. febrú-
ar kl. 14 e.h.
Magntisina G. Grímsdóttir,
Helga Sigurjónsdóttir,
Júlíana Ragnarsdóttir,
Július Jónsson.
syni prentsmiðjustjóra. Þegar
þetta var gegndi ég gjald-
kerastörtfum í prentsmiðjumni
og Guimar spurði mig hvemig
mér litist á að Guðmundur tæki
við ininheimtunind. Spumndngm var
ekki óeðlileg, þar sem hantn
ætti, ef úr yrði, að sækja pen-
inga fyrirtækisins og ég að taka
við þeim. Við áttum, sem sagt,
að vinna taisvert saman. Ég
fyrir mitt leyti samþykkti þessa
ráðistöfun iijartanlega, og ég er
ekki í neinum vafa um að
kramarhúsið góða átti sin-n stóra
þátt í þeinri afstöðu minmi. Guð-
mundur var svo ráðmn inn-
heimtumaður ísafoldarprent-
srniðju á öndverðu því herrans
ári 1939 og starfaði hann við
fyrirtækið æ síðan eða þar til
yfir lauk. Það ár hófst sam-
starf okkar og það stóð í næst-
uim 21 ár, og það fór efkfci hjá
því, að á þeim tíma kynntist ég
manininum all náið. Innheimtu-
störfin rækti hann af stakri
alúð og samvizkusemi, og stund-
um af állíkri lipurð að fáir
myndu eftir leika. Ef erfiðitega
gekk að r.á aurunum var ekiki
laust við að veiðimanmsieðlið
kæmi upp í Guðmundi, og þekn
peningum skilaði hann með
miestri ánægju, sem erfiðast
liafði verið að ná inn.
Hanm var sérlega bamgóður
maður og venju'legast bafði
hann súkkuilaðistykki eða annað
góðgæti í vasanum, til þess að
hafa til taks ef hann þyrtffi að
gleðja liffcla barnssál. Hann var
dagfarsprúður og ljúfur í við-
móti, en hanm gat líka bitið frá
sér etf óréttiliega var að honum
vegið. Stjórnmál áttu ekki upp á
pal'lborðið hjá honum, en etf þau
bar á góma, sem var helzt fyrir
kosningar, sagði hann: „Við
vitum hvar við eiguom að setja
X-ið, Viggó minn, góðan daginn."
Að öðru leyti voru stjórnmál
síðari tíma ekki rædd, en etf
fyrri tíma stjórnmiál bar á góma,
að maður nú ekki tali um sam-
bandsmálið, þá lifnaði nú heldur
betur í kolunum. Guðmundur
mun hafa tekið mjöig ákveðna
afstöðu á þeim tíma og verið
harður andstæðingur þeirra er
vtldu viðhalda sambandinu við
Dani, hann var því ailla tíma
mikilil sjáifstæðismaður, þrátt
fyrir aMt. — Altt samstarf oikkar
Guðmundar þessi liðiega 20 ár
var slétt og fellt, og milli okkar
fóru aldrei styggðaryrði. Kram-
arhúsið góða hetfur ósjálfrátt
mótað afstöðu mína til hans.
Ég minnti hann einu sinni á
þennan atburð, en hann þóttist
ekki muna han.n, „enda huiggaði
maður nú svo marga krakka á
þeim tíma, það var þegar maður
var og hét“ sagði hanin.
t
Bróðir okkar
RAGNAR STEFANSSON
andaðist aðfaranótt 9. febrúar.
Fyrir hönd systkina
Ingibergur Stefánsson.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
systur okkar,
Guðrúnar Þ. Reykjalín,
Nýbýlavegl 44,
Kópavogl.
Ingibjörg Þórarinsdóttir,
Friðþjófur Þórarinsson
og vandamenn.
Við sfcrákamir á sfcrifstofunni
höfðum aMir dálæti á Guðimundi,
orðatiltækjum hans og sögum,
en af þeim var hann hafsjór.
Þær voru flestar í léttum dúr,
græskuilausar og ekki á kostnað
neins. Guðmundur var húmor-
isti fram í andlátið.
Otokar síðustu orðaskipti fónu
fram í afgreiðsliuisal Búnaðar-
bankans að venju, Þá sagði hann
mér að hann ætti að fara 2—3
daga á spítaia till rannsóknar, en
ég held að mieð honum hafi
leynzt grumur urn að hverju
dró, þvtf hann brá fyrir sig
sínum gamfla húmor og sagði:
„Þú manst eftir bliekbyttunni,
Viggó minn, góðan daginn.“
Blekbyttan er teyndarimál okkax
vinnufélaga hans og efcki öðrum
æfclað.
Við féliaigar Guðmundar í ísa-
fold, eigum margar minningar
um hann og þær alflar góðar,
harun hélt uppi skemmtfltegheit-
um og gerði okkur startfið létt-
ara, og fyrflr það enum við hon-
um þakklátir. Ég gæti skrifað
larugt mál uim samveirustundir
okkar, og ég held að ég láti hér
staðar numið, atfganginn verð ég
að geyma sjálfum mér.
Guðmundur var somw
Reykjavíkur í þessa orðs fy’iflstu
merkingu. Hann fæddist í hús-
inu númier 6 við Suðurgötu,
þann 11. marz 1887 og ákorti því
röskan mánuð tiil þess að né 84
ára aldri. Hann startfaði lengst
af við verzlun, og huigljúfar voru
honum sögurnar úr startfi sínu
hjá Brydes verzlun, þær sagði
hann okkur oft Oig ekki þarf að
taka fram að þær voru um allt
spaugiltegar.
Ættfært Guðmund get ég ekki
svo að mynd sé á, enda bar þau
fræði lítt á góma í okkar sam-
starfi, en við höfðum þess meiri
áhuga á öðrum fræðum. Kvænt-
ur var Guðmundur Valgerði
Jónsdóttur frá Káranesi í Kjós
og var sambúð þeirra með ágæt-
uim. Hún bjó honum gott og
vistlegt heimili og gott skjól
fyrir hretviðrum þessa heimis, og
alltaf minntist Guðmundux
hennar með hlýhug ex hana bar
á góma ofckar í miilflum. Einmar
dóttur varð þeim auðið, sem
Ragnhildur heitir og gift er
Guðlaugi Sæmundssyni við-
Skiptafræðingi og fuMtrúa Pósts
og síma. Ragnhildur var ailá
tíma auigaatednn Guðmundar og
talaði hann oft um hana við mig,
og það mum ekki sízt hafa verið
tilvist hennar sem „lýsti“ hon-
uim í myrkrinu og vísaði honium
veginm út úr því. Einn son,
Reyni, eiga þau Ragnhildur og
Guðlaugur, og „hann er hinrn
auigasteinminn minm, Viggó
minn.“ Ég veit að þar talaði
hamm atf einflægni.
Það er ekkert óeðlitegt við
það, að menm sem má háum aldri
hverfi yfir móðumia miklu, við
beruimst þangað öill með tímanis
strauimi, en það er alfltaf söton-
uður að góðum drengjum, og sá
söknuður er ekki minmstur hjá
fjölskyildu Guðmundar, en ég
veit að þau eiga minmimigu uma
góðan dreng. Þegar ég kem í af-
greiðsluisal Búnaðarbankans nú,
verður mér ósjáltfrétt litið á
bekikinm þar sem Guðmundur
sat og beið strætisvagnsins, en
nú er befekurinm auður og mér
finnst eitthvað vanta í mynd-
ina. Guðmundur verður borinn
til hinztu hvíldar í dag og fer
útför hans fram frá Dómkirkj-
unna kl. 10,30.
Þegar við vimniufélagar hanis
komum saman við þá athöfn, til
þess að votta honum virðingu
okkar og þakklæti, finnast mé.r
orð Einars Benediktissonar, er
hann mælti eftir látinn föður
sinn, eiga einkar vel við og vil
ég ljúka þessum fátæfetegu orð-
um mínuim með þeim: „Frá öll-
um heknisinis hönmium, svo hægt
í friðar örmum, þú hvílir heSis
við ilin. — Nú ertu af þeim
borinn, hin allra síðstu sporin,
sem með þér urnnu og minnast
þín.“ Ég votta fjöflskylldu Gtuð-
mundar Hafliðasonar samúð
mín.a, og ég er þafcklátur Guð-
mundi fyrir allt gamalt og gott.
Viggó Jónsson.
VIÐ fráfail míns ágæta vinar
og félaga, Guðmundar Hafliða-
sonar, rifjast upp fyrir mér
margra ára kynning og einlæg
vinátta, sem aldrei bar neinn
skugga á. Hann var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur og
átti ættir sínar að rekja héðan
úr borginni langt aftur í kyn-
slóðir. Það var því ekki undar-
legt, þótt hann unni Reykjavík
og léti sér annt um málefni
borgarinnar, enda starfaði hann
hér og lifði nær óslitið alla sína
ævi.
Hann var fæddur í Reykja-
vík 11. marz 1887 sonur hjón-
anna Jóhönnu Sofiu Friðriku
Knudsen og Hafliða kaupmanns
Guðmundssonar af Engeyjarætt.
Báðar þessar ættir eru kunnar
og vel þekktar meðal eldri
Reykvíkinga. Hafliði kaupmað-
ur verzlaði hér í mörg ár en
féll frá á bezta aldri frá stórri
fjölskyldu og var sárt saknað
af öllum, sem hann þekktu. Álls
eignuðust þau hjón 11 böm og
er Guðmundur síðastur af þeim
að hverfa héðan, en hann lézt í
Landspítalanum eftir stutta
legu, þan,n 2. febrúar sl.
Guðmundur fór snemma að
vinna við verzlun föður síns og
aflaði sér því góðrar þekkingar
á því sviði. Síðan starfaði hann
í nokkur ár við verzlunarstörf,
fyrst á Akranesi og síðan í
Reykjavík hjá fyrirtækjum
Thors Jensen, unz hann stofn-
aði sína eigin verzlun. Hann
rak hana af miklum dugnaði og
stórhug í mörg ár. Vöruvöndun
var hans aðalsmerki og verzlun
hans varð fljótlega vel þekkt
meðal Reykvíkinga. Þá eins og
ávallt síðar var Guðmundur
með afbrigðum vinsæll, enda
heill í öllum viðskiptum og svo
fyrirgreiðslusamur að oft var
um of. Hann gat aldrei neitað
nokkrum manni um úttekt, sem
var févana eða átti í erfið-
leikum og bjó við kröpp
kjor. Unglingar og böm áttu
ekki síður upp á pallborðið hjá
Guðmundi, því hann var með
afbrigðum barngóður og hug-
ljúfur maður.
Á árunum um og eftir 1930
voru miklir erfiðleika- og at-
vinnuleysistímar. Þá komu ein-
mitt fram þeir þættir í skap-
gerð Guðmundar, sem voru
honum svo einlægir, en það
voru takmarkalaus góðsemi og
hjálpsemi gagnvart öðrum. Jafn
viðkvæma lund og Guðmundi
var í blóð borin, tók það hann
sárt, ef hann gat ekki leyst úr
vandræðum þeirra, sem áttu í
erfiðleikum. Lánsviðskipti í
stórum stíl við tekjulítið fólk
var ekki sá grundvöllur, sem
hægt var að byggja hallalausan
verzlunarrekstur á. Þar kom
því að lokum, að Guðmundur
varð að hætta verzlunarrekstri
sínum. Þrátt fyrir ýmiskonar
mótlaeti á lífsleiðinni var hann
ætíð léttur í lund og hafði til
að bera óvenju frjótt skopskyn
sem hverjum manni geðjaðist
vel að.
Síðustu árin starfaði hann hjá
fyrirtækjum ísafoldar og undi
þar hag sínum vel. Hann var
bókelskur maður og las ógrynni
öll af bókum. Einkum áttu
fræðibækur hug hans svo og
frásagnir og æviþættir frá
mönnum og málefnum hér í
Reykjavík. Guðmundur átti því
all gott bókasafn, sem hann
lagði rækt við af kostgæfni og
snyrtimennsku.
Við félagar og vinir Guð-
mundar Hafliðasonar söknum
hans sárt. Hið ljúfa viðmót hans
og hlýtt handtak yljaði okkur
í skammdeginu. Hafi hann þökk
fyrir ánægjuleg kynni og ást-
vinum hans sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
G. Þorsteinsson.
ÞEIM fækkar nú óðum hinum
gömlu, góðu Reykvíkingum, sem
sett hafa svip sinn á borgina
okkar, og nú er einn úr þeim
glæsilega hópi í valinn fallinn.
Guðmundur Hafliðason hafði
sinn sérstaka svip, enda búinn
að búa um langt skeið í Reykja-
vík, og hvert mannsbara, sem