Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MTÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 m * ísrael hafnar tillögu Sadats Jerúisalem, 9. febrúar. AP-NTB GOL.DA MKIR, forsætisráðherra lýsti yfir í dag að ísraelar fúsir til að stuðla að opnun Súez-sknrð- ar, en tók frain að brottflutning- ur ísraelsmanna frá austnrbakk- anum væri ekki forsenda opnnn- arinnar eins og Anwar Sadat, Eg'yptalandsforseti, hefnr lýst yfir. Frú Meir hafnaði þar með tillögu Sadats og lagði áherzlu á, að viðræðnm nm opnun Súez- skurðar væri ekki hægt að halda aðskildum frá „almennum frið- arsáttmála“ og gaf í skyn að friðarsamningur við Egypta væri forsenda brottflutnings frá aust- urbakkanum. Meir sagði i þingræðu, þar sem hún svaraði opinberlega tillögu Sadats um opnun skurðarins gegn því að ísraelar flytji á brott herlið sitt frá austur- bakkanum, að einkennilegt virt- ist að stinga upp á brottflutn- ingi „utan ramma samkomulags um alger endalok stríðsins." Hún kvað tillögur Sadats óskýrar og Chile þjóðnýtir banka Samtiago, Chiie, 9. febr , AP. RÍKiSSTJóRN Chile tók í dag yfir þriðja einikabanlkann, frá því að áætiiun stjórnarinoar um að þjóðnýta allfla einkaban/ka í land- inu gekk í gildi. Hlliuthafar þeasa bamka, gernn hirnuia tveggja, seldu ríkinu hlutabréf sín af frjálsum vilja, að því er ægir í tiíkynn- ingu frá stjórninmá. Ríkiastjóm- in á nú 51% hluita/bréfanma. kvað töluverðar útskýringar nauðsynlegar. Frú Meir gagnrýndi þá ákvörð un egypzku stjómarinnar að fallast aðeins á takmarkaða framlengingu vopnahlésins og kvað vopnahlé í 30 daga jafn- gilda hótun um að hefja stríðið að nýju 7. rnarz. Hún hélt því fram, að farið væri fram á að ísraelar semdu frið í stríðs andrúimslofti, í skugga afarkosta og á grundvelli óraunhæfrar kröfu um að ná samkomulagi um fló'km mál á stuttum tima, í ræðu sinni gaf frú Meir í skyn að ísraelsmenn og Egypt- ar gætu hafið viðræður sín á milli um opnun Súez-skurðar. Hún kvað stjórn sína reiðubúna að ræða tillögur um að færa lif óbreyttra borgara á þessu svæði í eðlilegt horf og tillögur um gagnkvæma stiglækkun striðs- ins. Hasspípurnar, sem rannsóknarlögreglan tók í sína vórzlu. Aftasl vera að smíða sjálfur eftir sænskri fyrirmynd. Blindhríð á Vestur- og Norðvesturlandi Víða varla ferðafært vegna veðurs VERSTA veður með blindhríð og mikilli veðurhæð var um vestan vert landið og á Norðvestur- landi í gær, svo að varla var ferðafært eftir að komið var norður í Borgarfjörð og á Snæ- fellsnes. Á Vestfjörðum var dimmt hríðarveður og ekkert vitað um færð. Heiðarvegir lok uðust víða á vestanverðu land- inu og var veður faríð að spill ast er leið á daginn um austan- vert landið. Framan af degi var mjög mis Truflanir á flugi vegna veðurs viðrasamt á landinu, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. — Glögg hitaskil lágu yfir Faxa- flóa, þannig að NA 7 vindstig með 7 stiga frosti voru um miðjan Síðumúla og 12 vindstig og 11 stiga frost í Æðey, en í Reykjavík var þá 5 stiga hiti og rigning. Var blindbylur eftir að kom norður fyrir Akrafjall og Skarðsheiði og náði hriðin yfir Vestfirði og út á annes fyr ir norðan. Lægðin, sem þetta fylgdi, kom SV úr hafi og stefndi yfir landið og var bú- izt við að hún yrði komin norð austur fyrir land í dag. Þá geng ur til norðanáttar, ef ekkert breytist. HEIÐARVEGIR LOKAST Veður versnaði mjög upp úr hádegi og þá varla ferðafært um Snæfellsmes og Borgarfjörð, þó ekki hamlaði snjór á vegum. Holtavörðuheiði var að lokast, en Vegagerðin hjálpaði stórum bílum yfir í gær. Lítið var vitað um færð í hríðinni á Vestfjörð um. Siglufjarðarvegur var ófær orðinn og Múlavegur var að lok ast í gær. Hellisheiði var farin að Þyngj ast og um það bil að lokast í gærkvöldi. En austan til á Norðurlandi var að spillast færð. Á Austurlandi var færð sæmileg, og aldrei þessu vant á þessum árstíma eru heiðarveg- irnir um Fjarðarheiði, Odds- skarð og til Borgarfjarðar opn- ir. er hasspípa, sem pilturinn kvaðst (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) - Fíknilyf Framhald af bls. 28 að þeir skyl'du bíða heimkomiu sinnar. Eftir heimkomiuna segist pilturinn hafa selt þeim LSD fyrir 4000—5000 króniur, en aldrei nema hálfa töíiu í eiruu. Hinir piltarnir fjórir; tveir Hafn firðingar og tveir Reykvíkingar, viðuirkenndu að hafa neytt fi'kni- lyfja þessara, og einn þeirra við- urkenndi að hafa neytt hass áð- ur. Þegar rannsóknahlögreglan leitaði í fóruim piltsims fann hún tvo skammta af LSD, hálft Meskalínhylflti og hase/köggu'l. Voru þessi efni send til rann- sóknar. Pil'tuirinn sagði við yfirheyrsl- u,r, að sér hefði reynzt Li'tlum vandkvæðum bundið að verða sér úti um fíknilyf erlendis. Urskurðarvald í málefnum sveitar félaga frá ráðuneyti til dómstóls? Þingsályktunartillaga Matthíasar Á Mathiesen og Geirs Hallgrímssonar FLUGSAMGÖNGUR trufluðust í fyrrinótt hér á landi vegna veðurs. Ein Loftleiðaflugvél, sem var að koma frá Luxem- burg lokaðist inni með 215 far- þega. Og þota Flugfélags ís- lands, sem var að koma heim, sneri við. Farþegarnir úr Loftleiðavél- inni gistu í hótelum í Reykjavík og fór flugvélin snemma í gær- morgun. En þota Flugfélagsins lemti kl. 11,30 í gærmorgun og lagði aftur upp í Lundúnaflug kl, 1. Töfðust farþegar þangað því aðeins um 3 klst. Flugsamgöngur innanlands vöru einnig erfiðar vegna veð- urs og féllu niður ferðir á Vest- Blaðaskákin TA - TR SVART. Taflfélag Reykjavíkur, Jön Kristinsson og Stefán Þormar Guðmundsson abcdefgh HVÍTT: Skákfélag Akureyrar, Guðmundur Búason og Hreinn Hrafnsson 1J. a4-a5 Db6-c7 firði og til Vestmannaeyja. Kl. 9 í gærmorgun var þó hægt að fljúga til Akureyrar og til baka kL 15,15. En veðrið náði ekki í gær til austanverðs landsins. Ása Guðmundsdóttir Wright. HINN 6. febrúar s.l. andaðist í Trinidad í Vestur-Indíum frú Ása Guðmundsdóttir Wright. Ása var dóttir Guðmundar Guðmundsson- ar læknis frá Laugardælum og Stykkishólmi og konu hans Arn- dísar Jónsdóttur háyfirdómara Péturssónar. Ása fæddist 12. apríl 1892. Fluttist hún út til Englands og giftist þar lögmanninum dr. Henry Newcome Wright. Bjuggu þau í Cornwall framan af ævi en fluttust búferlum til Trinidad í lok síðari héimsstyrjaldar og áttu þar búgarð um skeið. Ása MATTHÍAS Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson hafa flutt á Alþingi þingfsályktunartil- lögu um endurskoðun á ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga um úrskurð- arvald félagsmálaráðuneytis- ins og annarra stjórnvalda um ályktanir sveitarstjóma. Leggja flutningsmenn til, að sérstaklega verði kannað, hvort ekki sé rétt og eðli málsins samkvæmt að fela sérstökum dómstóli að fjalla seldi búgarðinn fyrir nokkru, eft ir lát manns síns, og gerði að friðlandi fyrir náttúruskoðara. Andvirði þessara eigna gaf hún m.a. til stofnunar tveggja sjóða, sem eru í vörziiu, Vísindafélags ís lendinga, Þjóðminjasafni Islands. Áður hafði hún gefið þjóðminja- safninu marga muni úr búi sinu. Þannig sýndi Ása Guðmundsdótt- ir Wright alltaf hug sinn til ætt jarðarinnar, þótt hún dveldist langdvölum erlendis. Hún var mjög kunn víða um heim, eink- um í hópi náttúruunnenda. Ása Wright verður jarðsett 5 dag í Port of Spain. xun tiltekin ágreiningsmál innan sveitarstjórna og ágreiningsefni einstakra að- ila eða yfirvalda við sveitar- stjórnir, sem nú er skotið til annarra stjómvalda. 1 greinargerð fjalla flutnings- menn um ýmis lagaákvæði og stjörnarskrárákvæði, sem fjalla um úrs'kurðarvald í málefnum sveitarfélaga og segja síóan: „Jafnan verður að hafa í huga, að sveitaristjórnir eru kjörnar í almenmum kosningum. Þær sækja því vald sitt til fólksins, ekki síður en Alþingi eða ríkis- stjóm. Að sjálfsögðu getur stað- ið svo á, að ráðherra hafi önnur stjórnmálaleg viðhorf en meiri h'luti sveitarstjómar. Engu að síður er heimilt eftir núgildandi íslemzkum lögum að skjóta til ráðherra ýmsium samþykktum, sem sveitarstjórnir hafa gert og hljóta að byggjast á stjórnmála- legu mati. Réttara sýnist þó vera, að stjórnmálaágreiningi um málefni sveitarféflags ráði kjörin sveitarstjóm endanlega til lykta. En ágreiningur sá, sem skjóta má til ráðherra, getur getur einnig verið um lögmæti gerða sveitarstjórnar. Um ágrein ing af því tagi sýnisí réttast að gangi úrskurður hlutlauss ópóli- tfeks aðila, en ekki ráðuneytis, sem lýtur ákvörðunarvaldi póli- tisks ráðherra. Flutningsmenn þessarar þáltiill. eru þeirrar Skoð- unar, að matsatriðum eigi að höf uðstefnu tiil að ráða til lykta; $ sveitarstjórnum, en ágreiningi um lagaatriði eigi að vera unnt að skjóta til óháðis úrskurðaraö ila, helzt dómstóis, sem starfi eftir reglum, er greiða fyrir sem skjótustum úrslitum. — Játa ber, að um þetta mál er erfitt að setja fram fullmótaðar tillögur. Rannsaka þarf rækilega, hvers konar ágreining á að vera heim- iit að kæra, hverjir hafa skuli! kæruheimild og innan hvaða frests. Þá þcirf að at'huga, hvem- ig samræma má starfsemi nýs dómstóls i sveitarstj órnarmál uim dómstóla- og stjórnkerfinu í land- inu. — Þó að iíklegt sé, að sitt- hvað muni koma fraim, er þykir torvelda breytingar, verður jafn- an að hafa það í huga, að sveit- arfélögin, íbúar þeirra og sveit- arstjórnir, eiga rétt til áð ráðá sjálf málum sínum innan ramma laganna. Réttarbóta er þörf, svo að það megi vera.“ Bingó Óðins MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn efnir tii bingós aö Hótel Borg, annað kvöld, fimmtudaK'skvöId. Glæsllegir vinningar verða á þessu bingói Óðins. Það verður nánar auglýst í Morgunblaðinu á morgun. Ása Wright látin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.