Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MH>VIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 Að herma vindgaldur eftir_____ náttúrunni „I»að er merkilegt með okk- ur Islending-a, hvað við erum þnngir og hraeddir við allar nýjungar —og þá ekki síður þaer, sem sýna sig vera nytsam legar, en hinar, sem bara reyn- ast bannsett dútlið.“ Með þess- um orðum Benedikts Gíslason- ar frá Hofteigi hófst ferðalag okkar austur fyrir fjall síðasta miðvikudag. I Hveragerði vildi Benedikt sýna mér „Eyvind" sinn og „svo aetia ég að leiða þig til þriggja bænda og eins bílstjóra, sem geta sagt þér, hvers konar nýjung Eyvindur er.“ AUSTUR „MEYJARMAGALEI»“ Fyrir þá, sem ekki þekkja „Eyvind“ Benedikts frá Hof- teigi, skal strax tekið fram, að hann er ný heyverkunarhug- mynd Benedikts, sem Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, hefur hrint í framkvæmd i Hvera- gerði. „Þetta er ósköp einfalt í sjálfu sér,“ segir Benedikt. „Eiginlega er þetta vindgaldur, sem ég hermi eftir sjálfri nátt- úrunni. En sumir menn hræð- ast alla galdra — líka góða galdra. Minn Eyvindur er stór- kostlegur galdur; — og mjög góður galdur. En þeir skilja bara ekki vindapólitíkina þess- ir búvísindamenn okkar. Allt, sem ég geri, er að nota loft- tómsaflið, sem er margfalt öfl- ugra en loftþrýstingurinn. Flóknara er þetta nú ekki.“ Það er aldeilis munur að aka nýja veginn austur. „Ég hef gert visu hér um,“ segir Bene- dikt. „Hún er svona: Yfir fjöllin firnabreið íór minn gamli þrjótur; nýja meyjarmagaleið. Mikið var hann fljótur." „OG NÚ STOPPAR OKKUR ENGINN.“ f Hveragerði leiðir Benedikt mig til snæðings í „Litla frum- skógi.“ Hér hefur Gisli Sigur- björnsson breytt húsi því, sem eitt sinn átti Kristmann Guð- mundsson, í matsöluhús, hvers höfuðprýði er einstaklega fal- leg setustofa; blómum skrýdd. Undir borðum segir Benedikt þetta um sögu Eyvindar: — Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í ein 30 ár. Á búskaparárum mínum í Hof- teigi varð ég þess var, að allt sem til þurfti, var loftstraumur í gegn um heyið. Og ég fann fijótlega út, hvemig þessi sann- indi yrðu bezt búin í nýtileg- an búning. Á Búnaðarþingi 1956 ræddi ég svo þessa hugmynd mína, en hlaut hógvært lófaklapp fyrir. Ég hafði þá keypt jörð norður i Skagafirði; Litladal í Lýtings staðahreppi, og þetta ár byggði ég þar fyrstu hlöðuna með loft- rúmi undir. En fjárskortur og heilsuleysi komu svo í veg fyr- ir frekari framkvæmdir þá. Svo var það 1968, að ég heyrði Gísla Kristjánsson, rit- stjóra, flytja útvarpserindi um heyleysi bænda á þorra. Þá gat ég ekki lengur setið aðgerð arlaus, en kom hugmynd minni á framfæri. Hún velktist svo milli manna — sitt á hvað. Nokkrir urðu henni til góðs — fleiri þó til bölvunar, en á end- anum hitti ég svo Gísla Sigur- björnsson. Og hann sagði strax: „Ég skal gera þetta að veruleika fyrir þig austur í Hveragerði." Alveg einstakur maður hann Gísli. Bezti organ- isator, sem við eigum. Og hann framkvæmir allt svo fallega að unun er á að horfa. Og Gísli, sem nú er kominn í hópinn, endurgeldur hrósið um leið og hann svarar spurn- ingu minni um það, hvers vegna hann hafi tekið hug- mynd Benedikts upp á arma sína: — Þú, Benedikt, ert yngri en obbinn af þeim mönnum, sem nú telja þig elliæran! Ég þóttist sjá í hugmynd Benedikts stórkostlegan hlut fyrir islenzka bændur. Slíka hluti þarf auðvitað að reyna. Það kemst ekkert áfram með endalausum þvælingi kvöld eftir kvöld, og það er skömm að því að vilja ekki rétta svona máli hjálparhönd. Reynslan er ólygnust og hverri einustu vænlegri hugsun skyldi því fylgja tafarlaus framkvæmd. Frá „Litla-frumskógi" höld- um við að Eyvindi. Þetta er reyndar Eyvindur annar, því Eyvindur fyrsti brann niður á sínum tíma; og komst í fréttir fyrir. Húsið stendur 40 senti- metra yfir jörð og er 3,2x3 metrar. Vegghæð fyrir hey er tveir metrar. Undir gólfi eru hitapípur og á burst situr blás- ari, sem tæmir allt loft ofan heysins, en síðan getur heita loftið frá pípunum streymt upp i gegn um heyið og tekið rak- ann úr því með sér. Fjögur tonn af vatni hefur blásarinn leitt út úr Eyvindi á einum sólarhring; 32 hestar þurrkað- ir. „Og nú stopþar okkur eng- inn,“ segir Gísli. „Við höfum sótt um að mega reisa hér fjóra Eyvinda að vori og þá er kominn vísir að heyþurrk- unarstöð í Hveragerði. - dagstund austanf jalls með Benedikt frá Hofteigi Þetta er ekki lengur einka- mál eins eða neins. Eyvindur er mál þjóðarinnar allrar." „Og svo koma Eyvindar við fleiri hvera.svæði," segir Bene- dikt og sveiflar stafnum. „Ég er þegar farinn að hugsa um olíukynta Eyvinda. Þá kemur einn Eyvindur á hvern bónda- bæ. Og við getum hugsað lengra. 1 Ölfusforum og Fló- anum bíða okkar 100 þúsund hestar af heyi til iðnaðar. Við þurfum að hugsa um pappírs verksmiðju, þilplötur og lín- rækt. Á línræktinni hef ég sér stakan áhuga.“ — En hvers vegna nafnið Eyvindur? — Eyvindur þýðir ævindur," ég sé þann vilja minn rétt met inn í framkvæmdum. VEL, VEL KRUNKAR HRAFNINN Fyrstan bænda heimsóttum við Gunnar Gestsson að Kot- strönd. „Þessi bær á að heita Háströnd,“ segir Benedikt. „Upphaflega nafnið er Kat- strönd — írskt, sem þýðir Há- strönd. Gunnar segist hafa farið með sjö vagna af heyi í Eyvind; 14—15 hesta á hverjum vagni. „Þetta var valllendishey, sem búið var að rigna flatt í viku eða meir. Ég fór með einn vagn að morgni og annan að kvöldi og út úr Eyvindi fékk Sæll kom þú, Kristján Jónssson, Eyvindarstjöri.“ segir Benedikt. „Ég vildi verða á undan gárungunum, sem ég vissi, að yrðu fljótir til með eitthvert uppnefnið. — Hvað kostar einn Eyvind- ur? — Eyvindur annar kostaði liðlega 100 þúsund krónur, svarar Gísli. — Ætlarðu að verða ríkur af þessu, Benedikt? — Ég hef aldrei hugsað um peninga í þessu sambandi. Reyndar sagði Þórir Baldvins- son á teiknistofu landbúnaðar ins, þegar hann hafði teiknað Eyvind fyrir mig: „Hér áttu mikla peninga, Benedikt.“ Kannski duttu mér þá fyrst í hug peningar I sambandi við Eyvind. En ég vil ekki græða á is- lenzkum bændum. Mér dugar að hugsa þeim til hagnaðar, ef Framkvæmdamaðurinn, hugs- urinn og byggingameistarinn. — (Frá vinstri): Gísli Sigur- björnsson, Benedikt frá Hof- teigi og Sigurður Sólmundar- son, trésmíðameistari. ég fyrsta flokks hey til gjafar. Og þetta er í fyrsta skipti, sem mitt hey hefur þornað í stórrigningu meðan ég svaf áhyggjulaus heima." -— Já, er þetta ekki stórkost- legt ævintýri, skýtur Benedikt inn í og augu hans ljóma. — Hefur þú trú á Eyvindi, Gunnar? — Já, tvímælalaust. Ég held, að þetta sé kannski sú bezta gjöf, sem okkur bændum hefur lengi verið gefin — ef þetta fær að ná fram. — Það verður að gera það. Verður að gera það, skýtur Benedikt enn inn í og sveiflar nú stafnum til áherzlu. — Það er nefnilega fleira í þessu en bara þurrkunin, seg- ir Gunnar. Geysileg kjarnfóð- urkaup eru stór hður í okkar landbúnaði. Hér virðist okkur boðið upp á miklu kjarnbetra fóður, en við höfum átt völ á til þessa. Hvað getur það spar- að mikið? Það eitt er ómetan- legt, ef takast má að slá kjarn fóðurkaupin niður. Svo má hugsa, hvort þetta sparar okkur ekki vélakaup og um leið kostnaðinn við við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.