Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 Jóhanna Traustadóttir með nokkrum nemenda sinna. Klippt og . . . Svo sem alkunna er var kennsla sex ára barna tekin upp í barnaskólum á síðasta hausti. Að vísu hafði hún ver- ið i stöku skóla áður, en var nú tekin inn í alla skólana. Börnin eru í skólunum fimm eða sex daga vikunnar frá rösklega hálfum öðrum tíma á dag og upp í góðar tvær klukkustundir. 1 Hlíðaskóla eru sex ára bekkirnir tveir og við komum í heimsókn í annan þeirra á dögunum til að sjá, hverju fram yndi og hvernig börnin kynnu við sig í skólanum. Þá stóð yfir föndurtími og kennar amir Jóhanna Traustadóttir og Bryndís Guðmundsdóttir voru i óða önn að segja börnunum til. Skólastofan sjálf er í flestu frábrugðin venjulegu kennslu- herbergi, sönnu nær er að tala um glaðlega leikstofu. Á miðju gólfi er voldugur sandkassi og þar var byggð hver höllin annarri meiri þann tíma, sem ég staldraði við; sum voru börn in að teikna eða mála, önnur að vefa, klippa út myndir, púsla eða búa til skritna kalla, sem gátu hneigt sig og beygt í ýmsar áttir. Sköpunargleðin hefur fengið að leika lausum hala í þessari stofu og listaverkin þekja veggi, ljósmyndir límdar á pappaspjöld, kátar fígúrur af ýmsum gerðum og enn furðu- legri að lögun, litlar skálar og vasar, skeljaskraut og svo mætti lengi telja. Jóhanna Traustadóttir, sem hefur þessa kennslu með hönd- um, segir mér, að fram að ára- mótum hafi kennslan aðallega verið fólgin í hvers konar leið- beinandi leikjum og hollu föndri. Þó hafa verið ýmsar foræfingar, bömin látin lesa myndir til að æfa lesátt og formskyn þjálfað ásamt fleiru. Nú er lestrarkennsla hafin, far ið er rólega af stað og reynt að gera haná lifandi og skemmti lega. Kennd er hljóðaðferð. í bekknum eru 25 börn, en en skólastjórinn Ásgeir Guð mundsson segir að hann álíti að nauðsynlegt sé að hafa færra í deildunum. — Annars hefur sex ára kennslan farið mjög vel af stað. Ánægja er á báða bóga, börnin og foreldrar og skólinn. Fyrsta árið er nokkurs konar athugunartímabil. Aðstaða barn anna þegar þau koma er ákaf- lega misjöfn og má segja að fyrri hluti vetrar fari í að jafna út þennan aðstöðumun. Örfá börn í þessum yngstu bekkjum eru læs, þegar þau koma og þá fá þau verkefni við sitt hæfi. Það er misskiln- ingur að halda að þau fái ekki að njóta sín og taki ekki eðli- legum framförum, ef þau eru komin eitthvað lengra en þoiri barnanna. Við höfum ekki val ið saman í bekki þau sem eru á svipuðu stáigi, hvað þeitta snertir, enda höfum við haft þann háttinn á síðustu árin að hafa bekki blandaða og hefur það yfirleitt gefið ágæta raun. Venjan er að verða sú, að sami kennari hefur bekk í þrjá vet- ur og þá tekur annar við og fylgir þeim til barnaprófs. Nú eru í Hlíðarskóla um 850 nem- endur, framhaldsdeildir með- taldar og kennaralið fjörutíu manns. Vegna fækkunar í skóla hverfinu hefur rýmkast veru- lega í skólanum á allra síðustu árum, en engu að síður er þó tvísett hér enn. Ingibjörg Magnúsdóttir var afskaplega íbyggin að gera und irskál úr dagblöðum og hafði lokið við að mála hana í öllum regnbogans litum. - - Ég hélt ekki það væri svona gaman í skólanum, sagði hún — og nú ætla ég að vera dugleg að læra að lesa, því að mamma segir að það borgi sig að læra vel, þá getur maður lesið fyrir börnin sín, þegar maður verður stór. Ég er nú bara búin að læra $ %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%% Heimsókn Hlíðaskóla: Asgeir skólastjóri hefur komið í heinisókn og rabbar við Mar gréti Bra gadóttur. Sex ára kennsla >%%%%%%%%%%%%%%%%%%<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.