Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 19 tilheyrði gömlu Reykjavík, þekkti Guðmund. Þessar línur mínar eiga ekki að vera nein langloka um Guð- mund, enda var það honum fjarri skapi að skrifaðar væru um hann miklar lofgreinar. Þetta eiga aðeins að vera fáein kveðjuorð frá mér til þín, Guð- mundur minn, og þakkir fyrir kynni okkar. Það er langt síðan að við kynntumst og alltaf varð kunningsskapurinn betri og betri eftir því sem kynni okk- ar urðu meiri. Oft komst þú í prentsmiðjuna til okkar og það var eins og vorblærinn færi um allt og alla, þegar þú birtist í dyrunum. Gamansemi þín var góðleg og brandararnir fuku frá þér og og skemmtilegar sögur frá fyrri dögum þínum glöddu mig mjög. Þú ræddir oft við mig um eilífðarmálin og það var auð- heyrt á þér að vissan um til- veru guðs var þér heilagt mál og kjölfesta í lífi þínu. Enda veit ég, að þér verður vel tek- ið á himnum og þar muntu komast að raun um það, sem þú reyndar vissir, að bak við dauðans dyr bíður þin himnesk sæla. Vertu sæll, kæri vinur og þakka þér fyrir allt og allt. Guðjón Ó. Guðjónsson. GAMALL og góður Vesturbæ- ingur er genginn. Hann setti svo sannarlega svip sinn á þann gamla góða Vesturbæ, á meðan hann á beztu starfsárum sínum verzlaði að Vesturgötu 39, rak þar af myndarskap og dugnaði alhliða matvöruverzlun, sem á þeim tíma var áberandi verzl- un og vinsæl. Að hann varð vinsæll kaup- maður hlaut að verða. Hann var alltaf ljúfur, elskulegur og greiðvikinn, alltaf léttur í lund og með gamanyrði á vör. Svo sögðu a.m.k. þeir, sem mundu hann frá þessum árum. Ég man hann ekki frá þessum tíma, — t Móðir mín, Guðfinna Helga Guðmundsdóttir, Austurbrún 6, lézt í Landspítalanum þriðju- daginn 9. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Helena G. Zoéga. t Minningarathöfn um manninn minn, Theódór Blöndal, fyrrverandi biinkaútibússtjóra á Seyðisfirði, verður i Neskirkju föstudag- inn 12. febr. kl. 3 e.h. — Út- förin verður gerð frá Seyðis- fjarðarkirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 2 e.h. Eniilía lllöndal. hann var kominn á sextugsak'l- ur þegar leiðix okkar lágu sam- an við störf í Bókaverzlun Isa- foldar. Og eins og svo oft, eru það tilviljanirnar að því er virðist eða óræð örlög, sem valda því að lífsbraut beinist úr ákveðnum farvegi og inn á aðra ákveðna braut. Og nú er hérvistar brautin hans á enda gengin. Guðmundur Hafliðason, einn hinna öldnu aðalsmanna hinnar gömlu Reykjavíkur er látinn, hann lézt á sjúkrahúsi eftir stutta legu, þriðjudaginn 2. febrúar sl., tæpra 84 ára að aldri. Að mín lífsstefna beindist á þessum árum á þá braut, er leiddi til kynna okkar Guð- mundar Hafliðasonar, tei ég mér til gæfu, því öll kynni við góða menn marka spor og svo var í ríkum mæli um kynni við hann. Hann var fyrir margra hluta sakir minnisstæður mað- ur, einn úr þeim hetjuhópi hversdagslífsins, sem- hljóðlátur og prúður gekk um götur og torg, hafði sigrað sjálfan sig og umhverfi sitt, virtist sáttur við Guð og menn og var hvers manns hugljúfi, þess er honum kynntist. Náið samstarf, ljúf, kynni og. trausta vináttu þann tíma sem við störfuðum saman í Bókaverzlun ísafoldar og raun- ar alla tíð síðan, get ég aldrei fullþakkað. Guðmundur Hafliða- son var góður maður sem verð- ur mér ógleymanlegur. Lífsreynsla og góð greind Guðmundar Hafliðasonar, sam- vizkusemi hans og óþreytandi elja í erilsömu starfi, -— allt þetta gerði han.n stóran í aug- um okkar, vina hans og sam- starfsmanna, sem og þeirra annarra sem kynntust honum. Og enn bætti um hið ríka og skemmtilega skopskyn hans og skemmtilegar, fræðandi frásagn- ir, jafnt frá fyrri dögum sem líðandi stund. Margar voru þess- ar frásagnir ákaflega persónu- legar og sérstæðar og ekki á þann veg, að unnt sé að segja frá þeim í stuttri minningar- grein. En oft kom það í hug minn, hversu afburða skemmti- lega bók mætti búa til, ef Guð- mundur Hafliðason fengist til að ljá máls á því, að láta skrá sögu sína. En til þess var hann ófáanlegur og fannst hugmynd- in fráleit. Hver sá höfundur, sem þeirrar ánægju hefði notið að skrá sögu Guðmundar Haf- liðasonar, með sérstæðum orða- forða hans og tilsvörum, skyggni hans á menn og málefni, sam- fara hispurslausri orðheppni hans, hefði verið öfundsverður af því verki. Minningar Guðmundar frá hinni gömlu Brydeverzlun og starfsháttum þar, frá pólitísku lífi í Reykjavík stuttu eftir aldamótin, þegar stjórnmála- skörungar þess tíma háðu kapp- ræðueinvígi og fylltu Báruhúsið gamla eldheitum, áhugasömum áheyrendum, lýsingar hans á þeim landskunnu gáfumönnum, sem þar voru fremstir í flokki og leiddu saman hesta sína, voru margar hverjar stórfeng- legar. Ekki var síður lærdóms- ríkt að heyra frásagnir hans af verzlunarháttum í Reykjavík eins og þeir gerðust á kreppu- árunum fyrir u.þ.b. 40 árum og hvernig kaupmennsku lauk með því, að búnki reikninga, jafnt á alþýðu sem góðborgara hins höfðingjaríka Vesturbæjar, gat orðið eyðandi logum elds að bráð fyrir eigin hendi skilvíss og heiðarlegs drengskapar- t FRÚ Asa guðmundsdóttir wright andaðist laugardaginn 6 febrúar i Trinidad í Vestur-lndíum. Fyrir hönd ættingja. Sturla Friðriksson. manns, sem þreyttur var orðinn á amstri og erfiði persónulegra vandamála og tók sér sjálfdæmi í eigin máli. — Allt var þetta fróðlegt þó ekki væri það allt jafnt skemmtilegt. En allt lýsti það skapgerð og lifsviðhorfum þessa fágæta öðlings, sem nú er genginn. Það þarf sterka og trausta skapgerð til að tína aleigu sína . í jarðneskum auði upp úr reikn- ingamöppu, stinga þessum verð mætum inn í logandi eldhólf ofns og ofurselja þau eyðandi eldi, — og loka síðan ofnhurð- inni með sálarró, ganga út í borgina og hefja nýtt lif á nýj- um og án efa erfiðum vett- vangi. Þeir gáfu dýrkeypta hlýju, þessir pappírar, þegar þeir brunriu, — hlýju, sem sterkur sigurvegari gat ornað sér við lengi síðan. Þegar ég kynntist Guðmundi Hafliðasyni hafði hann í rösk þrjú ár annast innheimtustörf fyrir ísafoldarprentsmiðju og Bókaverzlun ísafoldar. Og þessi maður, sem eytt hafði í logandi eldi eigin reikningum á stórri stund í lífi sínu, var með fá- dæmum gætinn og hirðusamur um reikninga þessara fyrir- tækja. Þar var samvizkusemin og nákvæmnin einstök og aldrei taldi hann eftir ferðir eða taldi þær of margar farnar til við- skiptamannanna, ef það mátti verða til þess að fyrirtækíð fengi sitt. Og svo vinsæll var hann hjá þeim, sem hann var að innheimta hjá, að ýmsir, ég vil frekar segja margir, við- skiptavinir bókabúðarinnar höfðu á orði, að það yrði að skrifa þetta eða hitt hjá þeim, „þvi ég verð að fá hann Guð- mund i heimsókn." En það voru ekki aðeins þessi fyrirtæki, sem áttu umhyggju hans og hugsun alla, því feng- um við líka að kynnast, sem umgengumst hann daglega. Ekki svo að skilja að Guðmundur hafi verið sítalandi um eigin hag eða eigin vandamál. Því fór fjarri. Hitt var líklegra, að stöku setning væri sögð, sem opnaði smá giufu er skyggnast mátti um inn í hans persónu- lega hugarheim. Þá var það al gengast að finna og sjá um- hyggju fyrir velferð eiginkon- unnar og þó ekki siður dóttur- innar ungu, sem hann nefndi yfirleitt ekki með nafni, heldur aðeins „blessað barnið“. Og þeg- ar „blessað barnið“, sem var gæfa hans og augasteinn lífs hans, var við nám erlendis, þá varð þessi glufa inn í hugar- heim hans örlítið opnari en í annan tíma. Ekkert mátti koma fyrir og ekkert var of gott fyrir „blessað barnið“. Og honum varð að heitri ósk sinni, „bless- að barnið" er nú hamingjusam lega komið í höfn hjónabands- ins og að því er ég bezt veit farsæl gæfumanneskja. Og nú er hérvistardögum vinar míns Guðmundar Hafliða- sonar lokið. En hvað tekur við" Er það hin langa grafarþögn eða birta ljóss, friðar og fagn- aðar í nýrri og fagurri tilveru? Um þetta var stundum líka rætt og ekki alltaf með þeim alvöruþunga, sem málið gæti og ætti að gefa tiiefni til. — Ég næ mér í nýja blekbyttu og legg hana á skrifborðið mitt. Ef til vill fæ ég efndir á gömlu loforði, því Guðmundur Hafliða- son gekk ógjarnan á bak orða sinna. Frú Valgerði Jónsdóttur og Ragnhildi dóttur þeirra votta ég innilega samúð mína. Oliver Steinn. I DAG er til moldar borinn Guðmundur Hafliðason, Selja- vegi 15, sem var einn af eldri kynslóð Reykvíkinga, er svip setti á borgarlífið yfir átta ára- tugi. Guðmundur var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, og átti ættir sínar að rekja til gamalla reykvískra ætta í aldir fram. í móðurætt var hann af Knudsens-ætt kominn, en hún tengdist áður fyrr mörgum reykvískum ættbogum. í föðut'- ætt var hann kominn af Niku- lási í Nikuiásarkoti í Skugga- hverfi og af Engeyjarætt frá Pétri Guðmundssyni Jónssonar bónda i Skildinganesi. Ekki var Guðmundur ættræk- inn maður og talaði sjaldan um áa sína, en við nánari kynni kom þó í ljós harla mikil frænd- rækni og góð skil á því völund- arliúsi sem ættfræði er. ■ Guðmundur var eins og áður segir fæddur hér í borg 11. marz 1887. Ekki átti hann víð- reist um dagana; bjó hér allan sinn aldur og hygg ég, að hann hafi rétt aðeins komizt yfir sýslumörk — austur fyrir og norður fyrir — þó aldrei langt. Verzlunarstörf urðu hans vettvangur á langri starfsævi, í upphafi hjá Brydeverzlun en eftir það var hann um langt skeið hjá Thor Jensen, eða þar til hann setti upp eigin verzlun við Vesturgötuna á fyrri stríðs- árunum. Verzlaði hann þar til ársins 1938, að hann hætti þeim verzlunarrekstri og réðst til ísafoldarprentsmiðju sem inn- heimtumaður. Hjá þvi fyrirtæki starfaði hann til dauðadags. Kynni okkar Guðmundar hófust á síðari stríðsárunum, þegar ég hóf störf í ísafold. Maðurinn kom manni strax fyr- ir sjónir, sem sérstæður per- sónuleiki með ríka kímnigáfu, frásagnargleði, samvizkusemi og góðar gáfur. Með okkur tókst fljótlega góð vinátta, sem hélzt svo lengi sem hann lifði. Oft skarst þó í odda okkar í milli en þá eingöngu vegna þess, að ég var ekki nógu ná- kvæmur í starfi. Þrátt fyrir orðaskipti af þessum sökum bar aldrei skugga á vináttuna, því báðir vildum við fyrirtækinu það bezta. jalur er vikið að frásagnar- gáiu Guðmundar og margar sög urnar sagði hann okkur vinnufé lögum sínum frá liðinni ævi og eigin amstri í kaupmennsku, við verzlunarstörf og frá unglings- árum. Minnisstæðar verða jafn an sögur hans af stjórnmálabar áttunni eftir aldamótin um upp kastið 1908, en þar var hann mjög ötull Sjálfstæðismaður. Ailtaf er hann minntist þeirra ára svall honum móður í brjósti og ég held hann hafi því miður aldrei litið Hannes Hafstein réttu auga síðan, svo sem títt var um svo marga aðra frá þess um baráttuárum. Guðmundur var stakur reglu- maður og duglegur eftir því; sífellt á ferli og á sinn sérstaka hátt náði hann persónulegum tengslum við þá, sem hann þurfti að eiga viðskipti við. En svo var hann skapi farinn, að væri honum ekki sýnd tillits- semi á móti, lagði hann fæð á þann, þó að hljótt færi. Guðmundur var kvæntur Val gerði Jónsdóttur frá Káranesi í Kjós, og áttu þau eina dóttur, Ragnhildi, sem gift er Guðlaugi Sæmundssyni, fulltrúa. Með þessum fáu línum vildi ég kveðja vin minn, Guðmund Hafliðason, og þakka honum égæt og ánægjuleg kynni í tæp an hálfan fjórða áratug. Sigurpáll Jónsson. — Getraunir Framhald af bls. 26 inni. Nott Forest er mieðal neðsbu liða í 1. deild og mark- mið þeirra er án efa að halda sér í burtu frá fallbaráttu. Tott- enham ætti því vanla að lenda í erfiðleikuim gegn Forest og ég spái því öruggum sigri. Coventry — Blackpooi 1 Samtímis 5. umferð biikar- keppninnar fer fram einn leikur í 1. deild, millli Coventry og Biackpool. Coventry hefur spjar- að Sig vel að undaniförnu og heiimavölikur þess heÆur reynzt því drjúgur. Blackpool á í mik- illi fallbarát'tu og slík baráttu- lið reynast oft skeinuhætt. Ég hef þó ekki mikla trú á Black- pool eftir tapið gegn Úl-funum sl. lauga-rdag og hallas-t því að sigri Coventry. Bolton — Middlesboro X Bolton er nú í 19. sæti i 2. deild og er því í mikillli falll- hættu. Middliesboro er ' i 6. sæti og skilja aðeins þrjú stig á miilli þess og e-fsta liðsi-rus, Huill. Bol-ton hefur hlotið flest stig sín á heimavell-i, en Middlesboro hef- ut náð tíu stiigum á útivelli, en alls hefur liðið nú 32 stig. Ég geri ráð fyrir mikilli baráttu í þessum leik, þar sem hvorugt lið-ið vill geifa eftir, og spái því jafntefli. Sheffield Wed. — Birmingham 1 Bæði þessi lið mega muina sinn fífil fegurri, sem fræg og rót- gróin lið í 1. deild. Bæði liðin hafa átt erfitt uppdráfctar í 2. deild og staða þei-rra ar svipuð, þar sem þau blanda sér ekki í baráttu efstu liðanma um sæti í 1. deild að ári, eða í niðurlægj- andi fallbaráttu. Ég g-eri ráð fyr- ir sigri Sheffield Wed. og tel, að heimavöililiU'rinn ráði þar mestu uim. SunderJand — Cardiff X Sund-erland, sem áður fýnr var eitt frægasta félag Englands, er nú miðja vegu í 2. deild, en Car- diff er í 3. sæti Sunderland er sterkt á li-eimaveHi, en Cardiff miun áreiðanilega vera í ví-ganug, enda blasir efsta sætið í 2. deild við, ef sigur vi-nnst í þessum leik. Ég spái hin-s vegar jafntefli og mega þá bæði liðin vel vi)ð una. Að loku-m birtum við hér að venju úrslit leikja í 1. og 2. deild sl. laugardag, svo og stöðu félaganna í báðum deildum. 1. deild Arsenal — Manch. City 1:0 Blackpool — Wol-ves 0:2 Crystal Palace — Ipswich 1:0 Everton — Hudders'fi-eM 2:1 Leeds — Liverpool 0:1 Manch. Utd. — Tottenham 2:1 Newcastle — Chelsea 0:1 Nott. Forest — Southampton 2;0 Stoke — Coventry 2:1 W.B.A. — Burnlley 1:0 West Ham — Derby 1:4 2. deild Birmingham — Miilwai'l 3:1 Blackburn — Charlton 1.0 Bristol City — Oriemt 0:0 Cardiff — Oxford 1:0 Leiceste-r — Hull 0:0 Middliesboro — Norwich 5:0 Portsmouth — Carlils'Ie 1:4 Q.P.R. — Sunderland 2:0 Sheffield Utd. — Luton 2:1 Swindon — Bol-ton 3:1 Watford — Sheffield Wed. 3:0 1. deild 1. deild 28 10 2 2 Leeds 8 5 1 47-20 43 27 11 3 0 Arsenal 634 48-21 40 27 742 Ch-elisea 563 37-31 34 27 823 Wolves 644 47-41 34 26 733 Tottenh. 553 39-24 32 27 7 7 0 Liverpool 3 5 5 28-16 32 27 10 2 1 South.t. 257 41-26 31 27 6 5 2 Man. C. 545 36-25 31 27 752 C. Palace 346 26-23 29 28 860 Stoke 149 34-33 28 26 723 Coventry 3 4 7 23-26 26 27 742 Everton 248 38-39 26 27 464 Man. U. 445 35-42 26 27 5 5 3 Newcastlle 4 2 8 28-33 25 26 436 Derby 445 37-39 23 27 7 52 W.B.A. 049 39-49 23 27 5 6 3 Huddersf. 1 48 25-35 22 26 625 Ipswich 238 23-25 21 25 535 Notth. F. 1 4 7 24-35 19 25 256 W. Ham 147 32-47 15 27 256 Blackp. 1 3 10 24-49 14 27 2 5 7 BurnJey 058 19-47 14 2. deild 27 7 33 Hullll 7 4 3 39-25 35 27 850 Sheff. U. 54 5 47-32 35 26 76 1 Cardiff 62 4 43-23 34 26 932 Leicester 44 4 39-25 33 25 8 3 1 Luton 45 4 39-19 32 27 10 2 1 Middlesb. 3 4 7 42-30 32 27 10 3 1 Carlislie 1 7 5 41-30 32 27 10 4 0 Swindon 1 4 8 41-28 30 27 6 7 1 Norwich 35 5 33-33 30 27 842 MiUllwal'l 32 8 37-31 28 27 932 Sunderl. 23 8 37-35 28 27 752 Binm.h. 32 8 35-34 27 26 534 Oxford 53 6 29-33 26 28 743 Sheff. W. 24 8 35-49 26 25 624 Q.P.R. 25 6 35-36 23 26 724 Portism. 1 4 8 34-43 22 26 4 45 Watford 25 6 27-40 21 25 38 1 Orienit 1 4 8 19-34 20 28 626 Bolton 1 3 10 28-43 19 27 4 4 6 Blackb. 1 4 8 26-43 18 26 54 4 Brist. C. 0 3 10 27-45 17 25 246 Chariton 1 4 9 23-45 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.