Morgunblaðið - 10.02.1971, Síða 4

Morgunblaðið - 10.02.1971, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 y r > Fa BtLAIÆlOAX lAJHf I 22-0-22* [raudara~rstíg 31 -=-25555 1^14444 vmFiw BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefmaín VW 9maima-Lamfr()ver 7marma IITT A BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftk lokun 81748 eða 14970. TEXAS REFINERY CORP býður karlmanni á Reykjavíkur- svæðinu tækifæri til hárra tekna og að auki verulegar aukatekjur. Enskukunnátta nauðsynteg. — Reynsla á innflutningi gagnleg. Svarbréf sendist A. M. Pate, President, EE-101. Box 711, Forth Worth, Texas, U.S.A. Fjaðrár, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fletri varahlutir I margar gerðér bifreíða Brtavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 FRÍMERKJASÖFN Getum boðið góð frlmerkjasöfn frá allri Evrópu, sett upp eftir löndum. Getum einnig boðið motiv-söfn, sett upp í mismun- andi heftum. Skrifið ekki á ís- lenzku, við skiljum það ekki. EUROPHIL A/S Bogerudveien 145, N-Oslo 6 — NORGE JOHNS - MAjWILLE glerullareinangninin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hl. 0 Dagur í lífi einstæðrar móður Guðrún Jacobsen skrifar und ir þessari fyrirsögn. „1. febrúar. Hádegi. Mikið skolli er sárt að brjóta á sér löppina! Ýsan, sem ég ætlaði í hádegis ætið, hrýtur úr hendi minni, um leið og mér skrikar fótur í stig anum niður í eldhúsið niðri. Ég hafði orðið að þreifa mig áfram fet fyrir fet að og frá fisk- og mjólkurbúðinni sökum hálkunnar, sem þrjár mann- eskjur höfðu brotið sig á fyrr um morguninn, og lappabrýt mig svo innanhúss. Þvílík skömm! Ég öskra upp yfir mig — fyrst af sársauka síðan skelf- ingu. Ó, guð — Ég má ekki slasast! Fyrir hvað á ég að kaupa og hver á að elda? En er ég brotin? Ég veit það ekki. — Kenni aðeins verkja, sem smádofna og get ekki stigið í annan fótinn, sem mér tekst loks að drösla á eftir mér nið- ur stigann við mikil harm- kvæli. Frá skörinni horfa á mig tvær óttaslegnar telpur með spurn i augum. Hvað er að henni mömmu? Á hverju á ég nú að byrja? Láta eldri telg- una hringja á sjúkrabíl? —Já, en bara ekki strax. — Fyrst þarf að huga að hádegismatn um. Telpan réttir mér hníf — ég sker og slordreg fiskinn, læt kartöflur í annan pott, skakklappast á íínni fæti að eldavélinni, kveiki undir og legg siðan stærri telpunni lífs- reglurnar um meðferð litlu syst ur meðan ég verð í aðgerð á Slysavarðstofunni. Eftir mat- inn hringir telpan á sjúkrabíl og ég haltra inn í vagninn með aðstoð tveggja sjúkrabera. Um leið og ég borga aksturinn, stingur annar mannanna því að mér undir fjögur augu, að ef ég hefði verið svo heppin að detta á hálku ríkisins, hefði ég ekkert þurft að greiða. Ég legg síðkomna upplýsinguna á minn ið til seinni nota! Myndatakan kostar fimm hundruð kall. — Saxast á limina hans Björns míns. — Ég er brotin á ýms- um stöðum við öklann og á að leggjast inn. Það kemur ekki til mála, þótt það kosti nokkrar bilferð ir i viðbót næstu vikur. Ég þarf að passa heimilið, og svo er sími við rúmstokkinn til út- réttinga, sem vegur svo sann- arlega upp á móti lögskipuðum andlitsþvotti milli fjögur og sjö að morgni, jafnvel þótt í hlut eigi fárveik gamalmenni, og pissiríi í ríkiskopp á hvít- þvegnu laki eins spítala. Og nú er ekki gott í efni. Mitt starf utan heimilis er þess eðlis að ég fæ aðeins greitt fyrir unn- ar vinnustundir. Ekkert orlof eða veikindadaga — og aldrei eyri eftir fyrir slysa- eða lif- tryggingu. — Maður hefur átt fullt í fangi með að halda í þak yfir höfuðið eins og 80 prósent borgarbúa. — Engin lögvígð fyrirvinna eða viðhald í ann- arri mynd umfram meðgjöf og mæðralaun. Og alltaf er ég jafn seinheppin. — Eða þvi í skrattanum hef ég aldrei getað aðlagað mig þjóðarhefðinni, síð an ég komst á mæðralaun. —- Fiskað eftir stöndugu viðhaldi í auglýsingadálkum Vísis —. „Myndarlegur, traustur og skemmtilegur maður,“ —og að öllum likindum margprófaður, misheppnaður — og ágengt drykkjufífl! — Eða „Einmana, velstæður, reglusamur maður,“ — Og að öllum líkindum líka, óprófaður, þrautleiðinlegur og andfúll bindindismaður! Ég af skrifa ástina og öryggið, húsið og bílinn. — Hver er heldur ekki kominn til að segja að húsið sé margveðsett — og hundrað og tuttugu þúsund ku það kosta á ári að ræsa einn bílræfil. — Og hvað er þá eft- ir handa mér, ástkonunni til- vonandi? — Kaktus í potti kannski? Svei. Ég hringi í sjúkrasamlagið og grennslast fyrir um dagpen inga. Jú, þeir fást greiddir á ellefta degi frá veikindum eða slysi viðkomandi umsækjanda — ekkert sé greitt fyrir fyrstu tíu dagana — það sé ætlazt til að fólk eigi eitthvað í handrað anum, sé tryggt, hafi veikinda- daga og i síðasta lagi fari sjúkrapeningar eftir tekjumissi beiðanda. Ekki lízt mér á. — — Ég minnist gamallar konu, sem lamaðist i fjóra mánuði, og fékk enga peninga frá sam laginu, vegna þess að hún gat ekki unnið fyrir kaupi. Mörg- um verðugum er fleygt meðal óverðugra á „bæinn“ hér í borg. Skyldi ég fá sjúkrapen- inga frá slysadegi, geri ég þá athugasemd að hafa sparað samlaginu 4—6 vikna spitala- kostnað með þvi að krefjast þess að liggja heima. Ég held ekki. Reglur eru regl ur, hversu heimskulegar sem þær eru. — Og flestum ríkis- launuðum skriffinnum er margt betur gefið en hugsa sjálfstætt, vega og meta aðstæður hverju sinni, og vera á þann hátt trú ir þjónar ríkisins. Jæja, Hvað næst? Get ég leit að til borgarinnar með bráða- birgðaaðstoð? Nei. Ég, líkt og fleira fólk hér í Reykjavík, er komin af því alþýðubroti, sem alltaf hefur gengið upprétt, þvegið, greitt og frekar þokkalegt til fara — sérstak- lega þegar lítið er í buddunni — og kann þar af leiðandi ekki við mig í þeim parti alþýðu Reykjavíkur, sem hrækir á eft ir þeim, sem réttir úr bakinu. Jafnvel fimm ára gamali gervi pels, sem ég vann fyrir kokk- ur til sjós á sínum tíma, kallar enn þann dag í dag á eftir sér ónot og illúðlegt augnskot arm ingja þeirra, sem telja sig pers ónugervinga alþýðunnar. Og i stað þess að taka atkvæðisrétt- inn af síkvartandi, skitugum og skökkum lýð, lifir hann á vork unnsemi bæjaryfirvalda, enda hafa Islendingar löngum tekið ástfóstri við þá sem væla upp- hátt. Hvað get ég þá gert? Víx- ill! Á víxli fleytir sér annar hver maður á Islandi. En nú er ég með blað í Búnaðarbank- anum og annað í Landsbank- anum. — Og i fyrradag lagði ég víxil inn í Sparisjóð alþýðu. Hann hlýtur að vera tilbúinn til afgreiðslu. Ég hringi — næ sambandi við aðstoðarbanka stjórann og spyrst fyrir um lánið. — Aurarnir áttu að fara í nýjan, gönguhæfan stiga. „Bankastjórnin synjaði víxlin- um,“ svarar aðstoðarbankastjór inn. Og þetta er sparisjóður al þýðu, hugsa ég rasandi hlessa. — Þetta er fyrsta lánastofnun- in sem hefur neitað einni skil- vísustu fyrirvinnunni í Reykja vík um bráðabirgðalán. Um leið og ég bæti við einni stofnuninni í viðbót við þær, sem fyrir eru í huga mínum og tileinkað hafa sér nafnheiti á röngum forsendum, minnist ég orða móður minnar sálugu: „Einu mennirnir, sem lið- sinntu mér, blásnauðri barna- konunni, þegar mikið lá við — það voru sjálfstæðismenn." En hún gamla móðir mín, trú einhverjum ákveðnum parti þjóðarheildarinnar, alþýðunn- ar, sem við myndum öll, kaus samt, utan síðustu æviárin, verkalýðsflokk, svokallaða kommúnista þá. Ef til vill er því á sama veg farið með menn líkt og hesta eða hunda. — Þangað sækir skepnan þar sem hún er mest kvalin. Ég hringdi í veðdeild Lands bankans, ræddi málið við kurt eisan heiðursmann, og fékk lof orð um skjóta úrlausn með standsetningarlán. Og eftir mánuð er ég aftur vinnufær. -— Lof sé heilbrigð- um höndum og fótum. —Og get aftur farið að trimma af gömlum vana. SAAB tíl sölu Saab 99 árg. 1970 keyrður aðeins 15 þús. krn. Saab 96 árg. 1966. Til sýnis í dag. Sveinn Björnsson & Co. Skeifan 11, sími 81530. Húsbyggjendur athugið Höfum fyrirliggjandi japanska þakjárnið ódýra. Svartar og galvaniseraðar pípur og steypustyrktarstál. VERZLAN ASAMBANDIO Skipholti 37, sími 38560. Skrifstofustúlka óskast strax, Þarf að vera vön véiritun og bréfaskriftum á ensku. Gott kaup. Tilboð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „6594“ fyrir n.k. laugardag. Rýmingarsala Stórkostleg verðlækkun GLUGGINN Laugavegi 49 Guðrún Jacobsen Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til bókhalds- og gjaldkerastarfa. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist i pósthólf 1106, Reykjavík. Ekki svarað í síma. ARNI SIEMSEN, Austurstræti 17, Reykjavík. i^í^la j| aíf f j S=Í ■ 'M.«. *'<í***u,(

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.