Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 7 DAGBOK Urottiim er athvarf sinnin lýð og vfgi ísraelsmönnum. Joel 3—21). 1 dag er miðviktidagnr 10. febrúar og er það 41. dagur ársins 1971. lOftir lifa 324 dagar. Skólastikusmessa. Tunglmyrkvi. Ár- degisháflæði ki. 6.48. (Úr isiands almanakinu). Ráðgjafaþjónnsta Geðverndarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að Veltusundi 3, tími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum héim- U. Næturlæknir i Keflavík 10.2. Arnbjöm Ólafsson. 11.2. Guðjón Klemenzson. 12., 13. og 14.2. Kjartan Ólafss. 15.2. Arnbjöm Ólafsson. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsuvemd arstöð Reykjavíkur á mánudög- um frá kl. 5—6. (Inngangur frá Barónsstíg yfir brúna). AA-samtökin Viðtalstími er í Tjamargötu 3c frá kl. 6-7 e.h. Sími 16373. Spakmæli dagsins Konungssköpun kanntu að vera, en sá, sem gerði greifa, skapaði aldrei mann. Southem. BAÐSTOFUR Um rúmlega þúsund ár bjuggu íslendingar í torfbæj um, en byggingarlag bæjanna breyttist mjög eftir þvi sem aldir liðu. Upphaflega bygg- ingarlagið var stórt langhús, hólfað sundur. Var þar íyrst anddyri, svo kom skáli og seinast stofa. Meðfram skála- veggjum voru svefnflet fólks ins, .en á miðju gólfi var gróf fyrir hinn nafnkunna langeld sem veitti mönnum hita þegar kalt var úti. 1 þessum gróf- um hefur verið brennt miklu af þeim skógum, sem hér voru þegar landnámsmenn komu. 1 stofunni var minni eldgróf og þar voru kynntir máleldar, þvi að þar var mat ur soðinn og var nafnið dreg ið af því (sbr. á málum, mat málstími, málamatur). Seinast voru bæirnir orðnir þyrping húsa, og þá var aðalhúsið baðstofan. Ýmsurn hefir þótt nafn þetta undarlegt, þvi að baðstofur hafa alltaf verið vistarverur heimilismanna og þar var ekki um neitt bað að ræða. Líklegasta tilgátan um uppruna nafnsins er þessi: Á mörgum elztu bæjum Is- lands var sérstakt hús íyr- ir gufubað. Hús þetta var með lágum veggjum, en háu þaki og hefir verið nokkuð stórt. Á miðju gólfi var ofn, hlaðinn úr grjóti og var hann kappkynntur þar til grjótið var orðið mjög heitt þá var hellt yfir hann vatni, sem varð samstundis að gufu og fyllti húsið. Undir veggjum voru bálkar eða trébekkir og þar gátu margir menn legið í einu og notið gufubaðsins. Þessar baðstofur hafa verið við lýði fram á 13. öld og er þeirra allvíða getið í Sturl- ungu. En um það leyti eru iangeldar víða að hverfa vegna þess að skógar voru eyddir. Þá hefir gerzt kalt í skálunum og þess vegna tal- ið líklegt að hjónin hafi ílú- ið með börn sín inn í baðstof una, þvi að þar hafi verið yl ur. Og svo hefir þurft þar svefnrúm fyrir fleira fólk, og þá hefir orðið að stækka bað stofurnar. En þær héldu þó sinu fyrra nafni. Mun þar meðfram hafa ráðið bygging- arlagið, lágir veggir og mik il súð. Og þetta nafn helzt víð á þessu bæjarhúsi, enda þótt farið væri að reisa loft baðstofur, en súðlausar stof- ur hafa aldrei heitið bað- stofur. Þegar kemur fram á 16. öld er svo komið, að baðstof- urnar eru víðast hvar örðn- ar svefnhús alls fólksins á bænum og jafnframt vinnu staður. Þá er farið að hafa sperruþök á þeim og i stað- inn fyrir ljóra og strompa eru þá komnir litlir skjáglugg ar. (Glergluggar þekktust varla á bæjum fyrr en um 1800). Venjulega munu þær hafa verið þiljaðar sundur í tvennt, en um aðrar þiljur fór eftir efnum og ástæðum, og í öllum mun hafa verið moldargólf. Þá var og húsa- skipan orðin breytt, komin mörg hús sambyggð, og var þá seilzt til þess að hafa bað > fet Götubaðstofa. stofumar sem lengst frá bæj ardyrum, til þess að kuldinn kæmist siður að þeim. Eftir að eldsneyti varð aí Þverekurður aí fjóeti.ðelufu á Durg. Fjóeúaðetofa (Veelur-SkartafcHeejela). skornum skammti víðast hvar um landið og langeld- arnir voru horfnir þess vegna, þá varð vetrarkuld- inn mönnum þungur i skauti. Þótt jarðhiti væri viða, kunnu menn engin ráð til þess að nota hann til upphit unar. Menn hafa neytta allra ráða, sem þeim hugkvæmdust til þess að gera húsin hlýrri. Má sjá það á því hverjum breytingum baðstofumar taka smám saman. Fyrst verður þá fyrir manni skarabaðstofan svo- nefnda. Hún var þannig gerð, að pallar, sem kallaðir voru skarir, voru meðfram báðum veggjum og um alin hærri heldur en moldargólfið í miðri baðstofunni. Fyrir stafni var enn nokkru hærri pallur. Á þessum pöllum eða skörum stóðu rúmin þar sem fólkið sat við vinnu sina og svaf um nætur. Þetta fyrir- komulag sýnir, að menn hafa tekið eftir því, að kuldi er alltaf mestur niður við gólf. Aðrir reistu svonefndar bekk baðstofur, en gólf þeirra var nokkru hærra en gólfið í göngunum, og var þrep upp að ganga í baðstofuna. En þótt kalt væri i baðstoí unum, var alltaf nægur hiti i íjósunum. Einhverjir hug- kvæmir menn hafa þá farið að brjóta heilann um, hvern- ig hægt væri að ná þessum hita inn í baðstofurnar. Og árangurinn verður sá, að hér koma hinar svonefndu fjós- baðstofur og urðu þær al- gengar I Skaftafellssýslu, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyj- arsýslu, og héldust þær víða við fram á þessa öld. Ekki komu þær þó alskap- aðar þegar í stað. Fyrst var byrjað á því, að hafa kúna eða kýrnar inni í baðstof- unni sjálfri. Siðan breyttust skarabaðstofumar þannig, að veggir voru hækkaðir og pall amir hækkaðir sem því nam. (Þeir voru kallaðir skarir, vegna þess að þeir náðu rúmt fet fram fyrir rúmfætur). En vegna þess hve pallarnir voru nú hátt uppi, var hlað- inn veggur eftir baðstofugólf inu miðju svo hár, að auðvelt var að stíga af honum upp á skarirnar. Þessi veggur var kallaður gata, og þess vegna voru þessar baðstofur kallað- ar götubaðstofur. Til beggja handa við götuna voru svo vistarverur kúnna, var þar kýr undir hverju rúmi, en hit ann af þeim lagði upp undan skörinni. Þegar svo leið að þvi, að hægt var að gera timburgólf í baðstofurnar, fengu þær nafnið pallbaðstofur, og und ir pallinum var fjósið. Þá mun hafa komið upp nafnið fjósbaðstofur og baðstofur á fjóslofti. Ein fjósbaðstofa var hér í Reykjavík allt fram á seinni hluta 19. aldar, og stóð þar sem nú er Aðalstræti 7. Enginn getur nú metið rétt né gizkað á, hvern hag og blessun þjóðin hefir haft aí þeirri uppgötvun, að nota fjóshitann til upphitunar í baðstofunum. Sízt aí öllu sæm ir að fussa við og telja þetta sóðaskap. Fjóshitinn varð mörgum bóndanum jafn dýr- mætur og hitaveitur eru nú á dögum. Frá horfnum tíma TAPAÐ — FUNDIÐ BROTAMALMUR Karlmannsúr fannst fyrir Kaupi allan brotamálm lang- rúmri við við Réttarholts- hæsta verði, staðgreiðsla. skóla. Uppl. í síma 36386. Nóatún 27, sími 2-58-91. STÆRÐFRÆÐIDEILDAR KEFLAVlK — SUÐURNES STÚDENT Nýkomið vetrarbómuH i óskar eftir vinnu frá júníbyrj mörgum litum. Fliikrótt flau- un. Hefur bílpróf. Tilb. send- el og einnig einlitt Teryfene ist Mbl. fyrir 14. febrúar í buxur. merkt: „6971". Verzlunin Femína. KEFLAVlK — NJARÐVÍK KEFLAVlK — NJARÐVlK Bílskúr óskast tiJ teigu. — 2ja— 3ja herb. ibúð óskast Uppl. í síma 1563 eftir kl. 19. tíl leigu strax. Sími 6613 KEFLAVlK — NJARÐVlK TIL SÖLU 4ra—6 herb. íbúð óskast til skipting í Ford af Krusomat- leigu, helzt með húsgögnum. icgerð. Uppl. i sima 1246, Uppl. i síma 1040. Akranesi. TIL SÖLU HEIMILSHJALP Volkswagen ‘68, 1300 selst Stúlka eða kona óskast tll fyrir skuldabréf 1—5 ára. aðstoðar á heimili í Garða- Bifreiðasalan, Borgartúni 1. hreppi, Nánari uppl næstu Símar 19615 og 18085. kvöid kl. 7—8 i síma 40373. HLUTABRÉF TIL SÖLU TIL SÖLU Mercedes Benz 250 S '67 til sölu í Sendibilastöðinni hf. Uppl. í síma 82749. módel, selst fyrir skutdabréf 5—10 ára. Bifreiðasalan, Borgartúni 1, Simar 19615 og 18085. Húsnæði í Kópnvogi Stórt íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði óskast til leigu í Kópa- vogi. Húsnæðið þarf að vera um 180—300 ferm. Það þarf að vera laust til afnota fyrir sumarbyrjun og má vera 2 íbúðir i sama húsi. Upplýsingar í síma 42142 á skrifstofutíma. Tilboð óskast i EIMCO-Payloader, stærð 2$ cupicyard er verður sýndur að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboð verða opnuð í skrifstofu vorri mánudaginn 15. febrúar kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. VERZLUN Óska eftir meðalstórri nýlenduvöruverzlun eða góðum söluturni. Tilboð sendist til Morgunblaðsins merkt: „Verzlun — 6195". Punktamót verður haldið i Reykjavík dagana 19. og 20. febrúar. Stórsvig fer fram 19. febrúar kl. 16.00. Svig fer fram 20. febrúar kl. 14.00. Þátttökutilkynningar beríst S.K.R.R. fyrir 17. febrúar n.k. SKlÐARAÐ REYKJAVlKUR. íbúðir í smíðum VIÐ VESTURBORGINA: Til sölu 2—5 herb. ibúðir við Tjamarból 14 (Lambastaða- túni). Seljast tilbúnar undir tréverk og málrtingu. Bilskúrsréttur fylgir hverri ibúð. Afhentar í haust. I HAFNARFIRÐI: Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir við Arnarhraun Seljsst til- búnar undir tréverk og málningu. Afhendast fljótlega. SKIP & FASTEIGNIR Skúlagötu 63, sími 21735, eftir lokun 36329. ----------------------------------------------------|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.